Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
25.09.2002 at 17:25 #463292
Sælir allir.
Ég man ekki betur en að hafa séð á myndum frá Kvennaferðinni síðustu hvítan Land Rover með palli á 44"
Er það þessi eini sem hér hefur verið rætt um?
Svo má ekki gleyma Ýktum. Hann er náttúrulega Land Rover þótt hann sé "lítillega" togaður og teigður. Og dekkin þar eru nú aldeilis 44"
Með 44" kveðju,
Emil Borg
12.09.2002 at 08:58 #462978Sæll Bazzi.
Ég held þú ættir alvarlega að hugsa um að fara í 3" rör. Ég er með hilux diesel 2,4 turbo og 2,5" púst. Sverara komst ekki undir bílinn, en sá sem smíðaði það hefði viljað fara í 3". Mín reynsla af þessum rörum er góð. Túrbínan kemur mikið fyrr inn, og bíllinn vinnur mikið betur. Hjá mér var settur einn lítill hljóðkútur, en ég er að hugsa um að taka hann burt. Sé enga þörf fyrir hann, því bíllinn er hljóðlátari en hann var með gamla pústið.
Ferðakveðja,
Emil
11.08.2002 at 00:05 #462766Eyþór.
Þú ert eitthvað að misskilja þetta.
Það á að fara á fiskibílunum á fjöll til þess að sækja fisk. ekki fara með hann á fjöll. Þegar þú ferð í þannig ferðir mæli ég með lokuðu pallhúsi, því í það má koma miklu magni af fiski. Þar má stafla þessum ágætu frauðplastkössum frá Stjörnusteini. Eins og þú hefur kanski tekið eftir eru flestir sem nota þessa fiskibíla með þannig búnað. Það virðist vera mikil veiði þessi árin, því mikill fjöldi fiskibíla er á fjöllum. Hvað ætli það sé sem veiðist best? Freðýsur?? Eða pinnafisk??P.s. Hvað er aðstaða fyrir marga fiskikarla í þínum bíl?
Kveðja,
Emil.
08.08.2002 at 22:01 #462722Sælir báðir tveir.
Er ekki lang líklegast að að dekkjunum sé um að kenna ef það er kominn ráseðli í JAKANN? Það held ég. Nema að hann sé kominn á gelgjuskeiðið og sé farinn að horfa í kringum sig. Svona langur bíll ætti alltaf að vera stöðugur og fínn í stýri ef allt er í lagi. Ég lenti reyndar sjálfur í því um daginn á mínum fjallabíl að það var komið smá slit í boltana sem halda stífunum að aftan. Við að skipta um þá varð hann allur annar í stýrinu. En með tjakk, þá mæli ég með Stál og stönsum. Var með tjakk þaðan í gamla bílnum mínum og hann reyndist sérdeilis vel. Var náttúrulega smíðaður eftir máli bílinn. Lak aldrei og var í alla staði til friðs.
Með kveðju,
Emil
07.08.2002 at 13:09 #462716Beggi.
Kíktu á VHF síðuna hér á vefnum. Þar eru myndir af dreifisvæðinu
Emil.
01.08.2002 at 15:06 #191631Sælir piltar.
Eru allir farnir í helgarferð?
Ég var að skoða myndir frá honum Bolla Valgarðs og rakst á eina merkilega, þ.e. stöng á milli tveggja bíla, notuð í þungu færi til að hjálpa fyrsta bíl.
http://www.pbase.com/image/2970876
Þetta er ekki ný hugmynd, en ég hef ekki vitað til þess áður að hún sé framkvæmd. Bolli, er þetta að virka? Það hlítur að þurfa lægni til að nota þetta. Bílarnir þurfa trúlega að vera áþekkir, og bílstjórarnir vel samstilltir, ekki satt?Það væri fróðlegt að vita aðeins meira og heira álit manna.
Kveðja,
Emil Borg
26.07.2002 at 14:50 #462526Strákar.
Er ekki málið að byrja að smíða.
Ég keyrði fram á malbikunarvél sem má örugglega fá "lánaða".
Mæting í skúrnum kl. 20:00 í kvöld.Emil.
24.07.2002 at 15:44 #462520Hæ Teddi.
Nú lifir maður bara í minningunni um gömlu góðu bensín hestöflin. Ég er með mynd af Bronconum á skrifborðinu hjá mér, og líka náttborðinu. Ég á líka gamla hljóðupptöku á spólu sem ég hlusta á þegar ég er langt niðri. Það var í þá gömlu, góðu daga.
Mér dettur ekki í hug að halda því fram að það sé meira en stóð múlasna í húddinu hjá mér núna. En þeir eru segir, og með réttu kjarnfóðri má ná því besta fram í þeim.En er ekki rétt að láta sig dreyma um að jafnvel 2,4L. (ekki 2,5 eins og er eðlilegt að þú hafir haldið, mynnugur brekkunar góðu í fyrra) geti leyst úr álögum og orðið að stóðhestum? Og þú veist að ég er bjartsýnismaður. Manstu ekki eftir Bronconum mínum?
Emil.
24.07.2002 at 13:32 #462514Hmmm….
Ég setti upp svo flotta töflu, en hún skilaði sér engan veginn. Þetta kom allt í belg og biðu.
Sorrý,
Emil.
24.07.2002 at 13:18 #191621Sælir.
Á flakki mínu um vefinn rakst ég á nokkra vefi sem virðast vera fróðlegir fyrir okkur díselkarlana í okkar eilífu leit að fleiri hestöflum.
Fyrsta slóðin sýnist mér í fljótu braggði vera mjög fróðleg.http://mech.yonsei.ac.kr/lab/intercom/cyberclass/Diesel.htm
Almennur fórðleikur um díesel vélarhttp://www.allardturbosport.co.uk
Aukahlutir og fl. fyrir dieselhttp://home.off-road.com/~stedman/Diesel.html
Alls konar linkar á upplýsingar um dieselhttp://www.geocities.com/MotorCity/Pit/9975/dataBySubject/DieselEngines.html
Spekkar yfir allar Toyota diesel vélarÁ síðastnefnda vefnum fann ég þessar upplýsigar um hestaflafjölda í ýmsum Toyota vélum.
Hér eru dæmi:
Engine Disp. BHP Torque
2L 84- 2446 83@4200 122@2400
2LT 84-86 2446 92@4000 159@2400.
2LT 86 2446 96@4000 141@2400
3L 88- 2779 90@4000 139@2400
5L 99-00 2986 88@4000 145@2400Þarna má sjá svart á hvítu að ég er sjálfur stoltur eigandi 92 til 96 hestafla. Ég er ekki viss um árgerð minnar vélar.
Áfram Toyota.
Emil Borg
23.07.2002 at 15:03 #460276Sæll Teddi.
Ég er búinn að setja sverara púst, nýja loftsíu og stilla ventlana. Þá nýtast örugglega öll 97 hestöflin.
Svo setti ég óbrotnar rúður í bílinn til að minnka loftmótstöðuna. Á góðum dögum bæti ég svo einhverju góðu bætiefni í olíuna, þannig að með heppni hef ég yfir að ráða 98,3 hestum.Ég er ekki viss um að minn gamli jálkur þoli að borast mikið, eða fá mikið meira afl. Hann er kominn yfir 300.000 km.
Heldurðu að ég hafi þig?
Ég er ekki viss.Emil.
23.07.2002 at 13:35 #460818Sæll Björn Þorri.
Þar sem þú virðist vera manna áhugasamastur um að sjá Barbí Krúserinn á 44", hvers vegna ríður þú ekki á vaðið?
Þú ert ekkert hræddur um að það verði of hátt að að brölta inn og út við úthlaupin, er það?
Það getur allavega ekki verið hræðsla við brot, þannig að ég bara spyr?Kveðja,
Emil Borg
23.07.2002 at 13:02 #460272Sælir.
Mikið var gaman að lesa þennan þráð. Ég hef einmitt verið að velta þessum sömu hlutum fyrir mér.
Flækjur gera víst ekki minna gagn á diesel vél heldur en bensín. Og bílar með turbo hafa líka fullt gagn af flækjum. Trúlega þarf þó að sérsmíða þær. Ég hef líka verið að leita á netinu að knastásum, en þeir eru ekki auðfundnir í diesel vélar. Ætli þeir séu framleiddir, nema standard? Það ætti að vera hægt að gera skemmtilega hluti með knastás. Svo er það spurnig um að bora vélina út. Þessi vél, 2L er líka til í 2,8l. útgáfu, sem mig mynnir að heiti 3L. Ekki satt Gunni? Það mundi örugglega gefa nokkrar truntur í viðbót.
En hvernig er það. Þegar maður er kominn með alvöru púst og millikæli, er þá ekki óhætt að skrúfa aðeins úpp í túrbínunni, að því gefnu að maður noti afgasmæli og passi að fara ekki offörum í blæstrinum?
Emil Borg
15.07.2002 at 13:06 #462384Sæll Eiður.
Í mínum huga er ekki spurning að það er á allan hátt hagkvæmara og betra að vera með loftdælu heldur en kolsýrukút. Dælan kostur jú svolítinn pening, en það er kostnaður sem þú leggur bara út í eitt skipti. Kolsýran hefur þann leiða galla að klárast, og helst þegar mest þarf á henni að halda. Það gerir loftið ekki.
Auðvitað er mjög gott að hafa loftkút í bílnum líka, ef þú ert með loftdælu, en það er ekki nauðsinlegt. Þú getur pumpað í og jafnvel sett dekk á felgu kútlaust.
Kveðja
Emil Borg
11.07.2002 at 11:35 #462310Mig langar að bæta smávegis við þessa skýrslu hans Helga, sem eins og hans er von og vísa klikkar ekki.
Eitt af því sem mér finnst hvað stæðsti kosturinn við að tölvutengja GPS tækið auk þess að hafa kortið tilað keyra eftir, er að geta safnað punktum og leiðum, en missa það ekki allt út um leið og mynni tækisins er fullt. Ég sjálfur hef unnið með Navtrek, Mapsource og OziExplorer. Þau virka öll fínt, en eru örlítið misjöfn. T.d. hef ég ekki séð íslandskort sem virka í Mapsource.
Mér var sagt um daginn að von sé á nýrri útgáfu af Navtrek, sem sé mjög spennandi. Þar er víst fullt af nýjum möguleikum. T.d getir það unnið með þrívíddarkort.Það er víst rétt að sumir hafa verið svo óheppnir að skemma hörðu diskana í tölvunum ef þeir fá högg á bílinn. Það er jú bæði fúlt, og dýrt.
En það eru til aðrar lausnir. Mér lýst einna best á að nota GPS tæki sem er með kortagrunni og góðu mynni. Þau kosta reyndar mikið, en það gerir fartölva einnig. Auðvitað er flott að vera með tölvu á mælaborðinu og skjárinn er stór, en eru fleiri not fyrir tölvuna? Margar eru með DVD drifi þannig að það er hægt að horfa á bíó þegar maður er fastur í skafli, en er það eitthvað eftirsóknarvert? Sumir NMT farsímar bjóða upp á gagnaflutning þannig að mögulegt er að vera í netsambandi á fjöllum. Líklega eru einhverjir spenntir fyrir því.
Svor er líka hægt að nota litlar lófatölvur. OziExplorer er til fyrir Windows CE og gengur í flestar lófatölvur. Ég er með eina slíka, er búinn að sækja demó af forritinu en er ekki búinn að setja þetta upp. Nýja útgáfan af Navtrek gengur líka við Windows CE. Þar er hættan á diskaskemmdum hverfandi lítil og tækið tekur sára lítið pláss. Ég veit þó ekki ennn hvernig er að horfa á það í sól. Þessar litlu tölvur má einnig tengja við síma og önnur tæki ef maður vill.
Ég neita því þó ekki að mér finnst flottast að vera með tölvuna, þá er maður augljóslega mikill tæknimaður og örugglega "alvöru ferðamaður".
Með kveðju,
Emil Borg.
04.07.2002 at 14:15 #462160Þú ert þá væntanlega að hugsa um þá sem ekki telja þetta bestu jeppa sem smíðaðir hafa verið.
Emil.
04.07.2002 at 13:09 #191582Sælir allir.
Í framhaldi af þessari umræðu um aflaukningu, dekkjastærðir og bestu bílana, langar mig að benda ykkur á þennan vef.
Þetta ætti að loka þessari umæðu í eitt skipti fyrir öll, því það er ekki hægt að mótmæla því að þetta eru Jepparnir, með stóru joði.
Sammála???
Emil
04.07.2002 at 09:41 #462044Hæ Teddi.
Ég átti stóran skammt af þessum góðu pillum, en hann er að verða búinn. Áttu eitthvað eftir af þínum?
En ég er með turbo í dag, og það munar öllu.
En með 44" umræðuna.
Ég trúi því ekki að nokkur maður meini það í alvöru að það sé praktískt að setja 44" undir LC 90. Ekki einu sinni Björn Þorri. Ég hef stundum rætt þetta við félaga minn sem er með þannig vagn á 38". Honum þykir vænt um bílinn sinn, og fer því varlega með hann. Samt hafa brotnað 2 framdrif hjá honum.Og svo er það spurningin um tilgang. Þetta eru fyrirtaks bílar sem hafa góða vinnslu, drifgetu og aksturseiginleika. Til hvers að skemma það allt?
Mér verður stundum hugsað til mynda sem maður hefur séð af Hiluxum á 44". Ef eitt hjólið hefur farið 10cm. néðar en hin hefur alltaf verið sóttur spotti. Það er sýnilegt að það er ekki þorandi að taka á þeim. Hvað er þá gaman við að eiga stóran jeppa á stórum hjólum, ef það má ekki taka á?
Ég bara spyr.Þolinmæðiskveðjur,
Emil.
03.07.2002 at 11:11 #462028Teddi þú átt góðan skammt af þeim, er það ekki?
Er það ekki ástæðan fyrir öllum breytingunum?
Emil
03.07.2002 at 09:36 #462080Strákar.
Hvað eruð þið eiginlega gamlir?
Þetta mynnir á pabbi minn er sterkari en pabbi þinn.Mér finst merkilegt að fullorðnir menn skuli láta svona einhliða og órökstuddar fullyrðingar hafa áhrif á sig.
Og að þið skulið nenna þessu karpi um ekki neitt.
Væri tímanum ekki betur varið í umræðu um praktískari hluti?Með kraft kveðjum
Emil.
-
AuthorReplies