Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
02.12.2002 at 16:08 #464690
Bjarni þú hittir naglann á höfuðið.
Þarna er náttúrulega kominn bíllinn fyrir Björn Þorra til að setja á 44". Hann væri nú aldeilis flottur á grófum 44" svamperum og 20" breiðum felgum.
Ekki satt?
29.11.2002 at 11:10 #464546Strákar hvaða væl er þetta?
Þessi vél er jafn stór og V6 vélin frá Toyota sem mörgum þykir hún virkilega fín. Þessi er bara meira en helmingi kraftmeiri. Auðvitað nýtur hún sín best á snúning, en togar líka helling. Og er mikið léttari en V8.
Það hefur sýnt sig að 2,4l. Toyota bensínvélin með túrbínu er meiriháttar og gerir flestum V8 bílum skömm til. Hvað þá um þessa. Ekki satt Teddi?
Auðvitað er þetta frábær vél í svona bíl.
Emil.
22.11.2002 at 13:43 #464374Hæ, hó.
Ég skal glaður koma og passa upp á þessar elskur. Enda gott fyrir einhleypa menn að komast í hóp kvenna.
Ég efast ekki eina mínútu um að það verður hlýrra þar sem þær eru heldur en var í Setrinu hjá okkur þarna um daginn.
En Teddi, villtu ekki koma með? Er ekki stundum hrollur í þér? Æ, fyrirgefðu, ég gleymdi því að þú ert að ?laga? bílinn. Verður hann tilbúinn fyrir 25 ára afmælisferð klúbbsins eftir 5 ár?Emil Kaldi
21.11.2002 at 17:06 #464462Sælir piltar.
Í ykkar sporum myndi ég prófa að spyrja tölvuna í bílnum hvað hún haldi að sé að.
Leiðbeiningar um aðferðina eru á:
http://www.off-road.com/toyota/tech/codes/index.htmlþar má líka sjá ýmsar tillögur og hvernig á að tengja í ?diagnostic? tenginu sem er frammi í húddi. (staðsetningin er misjöfn eftir árgerðum. Oftast þó rétt við öryggjaboxið)
Þið ættuð líka að kíkja á:
http://www.well.com/user/mosk/
Þetta er frábær vefur gerður af manni sem heitir Jeff. Hann fér létt með að ná 500hö. úr svona vélum.Annars detta mér nokkrir hlutir í hug sem geta verið að hrjá ykkur.
Það er ?Throttle posission sensor?, en hann er framan á ?Throttle? boddíinu (Þar sem loftið kemur inn á vélina)
Næst er það ?Air flow meter? sem er við lofthreinsarann.
Svo er það ?Knock sensor?, en hann er vinstra megin á vélinni, og skynjar forsprengingar. Þeir eiga það til að bila.Svo er það nú frekar líklegt að ef gangtruflanir verað eingöngu í rigningu, þá sé eitthvað að rafmagninu. Lausar leiðslur, eða skemmd einangrun.
Það er ekki líklegt að það séu vandræði með bensíndæluna, nema þá að hún sé hreinlega ekki að fá straum af fyrrgreindum ástæðum. Hún fær straum beint frá öryggi, en ekki frá tölvunni, ef ég man rétt.Kveðja,
Emil Borg
19.11.2002 at 16:09 #464392Sælir.
Væri ekki frekar að spyrja um þyngd á Patrol hásingum?
Þær eru hvorki litlar né léttar, og mín skoðun er að það væri að skemma fullkomlega góða bíla að setja þannig bákn undir.Það er trúlega lang heppilegast að halda sig við Toyota hásingar því þær eru mjög sterkar miðað við þyngd.
Kv. Emil. (Uppalinn á amerískum hásingum)
15.11.2002 at 23:34 #461586Sælir.
Ég vissi jú að Come-up spilið er framleitt í henni Asíu. En hvaðan skyldi hugmyndin koma? er þetta ekki sama sultan og Warn? þau líta allavaga eins út.
það er gott að lífga upp á pistlana með vel ortum kveðskap. Þó snilldin sé ekki viðurkend enn, datt mér í hug:
Stórbrotinn og ýktur
stendur úti á stæði,
hlaðinn skuldaböndum.
Eygandinn er sýktur
ameríkuæði
hann byggð?ann með eigin höndum,
blóði og sorgarröndum.En ég verð aðeins að verja Bjarna vin minn, því hann er farinn að sofa og getur það ekki sjálfur.
Hafið þið hugmynd um þyngd Ýkts?
Ég er ekki viss. Hvort haldið þið að hann með álhúsi og léttri innréttingu eða Patrol, tja, eða Krúser á 44" sé þyngri? Mér þætti gaman að sjá það.Jæja. Nú ætla ég að öskra smá á ykkur.
GÓÐA NÓTT, OG DREYMI YKKUR VEL UM KOMANDI SNJÓBYLJI.Kv. Emil, í stuði, enda með nýja rafgeyma. Ef dísillinn minn drífur ekki upp brekkurnar sjálfur, þá get ég hjálpað til með startaranum.
15.11.2002 at 23:00 #464262Blessaður Palli.
Skooo.. Þetta er nú ekki svona einfalt. Fastur mótor þarf ekki endilega að gera neitt við restina af rafkerfinu. Það sem ég myndi gera í þínum sporum er annaðhvort að taka mótorinn úr, (sem sennilega er skynsamlegt hvot eð er, því þá þarf að yfirfara reglulega, þeir eru nefnilega of kraftlausir eins og aðrir mótorar í Toyotum) og tengja hann beint við geyminn. Ef hann fer þá af stað er vandamálið í lögninni. Þú getur líka lagst undir bílinn með voltmæli þér í hönd, (ekki nota prufuljós því það getur logað við mikið lægri spennu en 12V) og mælt hvort spenna kemur úr tenginu. Ef svo er, þá er mótorinn bilaður.
Ég sé núna að þú segist vera búinn að gera upp draslið, og ert þá trúlega að tala um mótorinn. þá er próblemið í lögnini. Þú gætir þurft að rekja hana til að finna bilunina. Er ekki relay sem stjórnar mótornum? Það er líklegt. Finndu það og gáðu hvort það gefur straum.
Ekki veit ég hvort jörðin fer í gegnum tengið við mótorinn. Athugaðu vel hvort hann fær jörð, því jarðsambandsleysi er algengasta rafmagnsbilun í bílum.Kv.
Emil, alltaf í stuði og með straum í öllum tengjum.
15.11.2002 at 21:41 #461576Hæ Bjarni.
Ertu til í að gefa mér upp númerið hjá sálanum þínum?
Mér veitir ekki af eftir GLÓÐARKERTA-TÍMASTILLA-KALDSTARTS-RAFGEYMA (varð að prófa "CAPS LOCK" trykkið) vandamálin mín undanfarna daga.Og jú, ég get ekki annað en verið sammála þér með gæði amríska rörsins. það er trúlega ekkert rör sem er auðveldara að setja undir þreytta trukka en það.
En hvernig er það? Hefur engum dottið í hug að setja þessar pæjur á 44"? það hlítur að ganga fyrst það gengur undir Barbí. Ekki sat Björn Þorri?
Emil.
15.11.2002 at 21:25 #464212Eyþór,
Hugmyndin er ekki sem verst. Reyndar sé ég strax "smá" galla á henni. þú mátt ekki hafa þetta svona langt. Ég hef ekki nógu langt frí í þetta nema á sumrin. Þetta er jú rúmlega viku prógramm. Eða villtu ekki hafa okkur hráolíukarlana með? Þú nefndir dísel, var það ekki? (Æ, ég sé núna. Þú sagðir engar Toyotur.)þú hefur þá trúlega verið að hugsa um styttri leið.
Svo þarf líka að gera ráð fyrir góðum stoppum sem verða óhjákvæmilega þegar menn þurfa að pissa og upp kemur umræðan um hvort framdrifið í Barbí þoli 44" eða ekki. Og hvort það sé drifstillaranum eða skáeygða karlinum að kenna að þau brotna undan 38".
Svo veistu að það er auðvelt fyrir þig þegar þú verður orðinn lang fyrstur að sjá þegar styttis í að Patrolurnar komi í mark. það eru sko bílarnir sem þú heldur að séu að brenna. En það er ekki svo. Það er bara ekki hægt að stilla olíuverkið í þeim.
Og Mússó…. það eru svo margir á bílasölunum að við gætum allir keypt okkur einn, og allir gætu valið lit og dekkjastærð við sitt hæfi. Hvað veldur? Varla vantar nokkuð upp á gæðin? Er ekki Benz vél og Dana drif?Spáum betur í þetta við tækifæri. Við getum látið okkur verða kalt í góðum skála og yljað okkur við góðar hugmyndir.
Emil.
15.11.2002 at 21:12 #461570Lúther.
Hvaða væll er þetta? Þarftu amerískan startara með spotta vafinn um ankerið til að komast upp smá brekkur? Til hvers er þá að hafa Þetta TDI? Stendur það kanski fyrir "treysti dótinu illa"? Þú mátt ekki láta Bjarna draga þig niður. Hann kemst ekki einu sinni á Snæfellsjökul. (Segir sá sem ekki dreif í vinnuna í morgun)
Og ástæðan fyrir því að hann er að lofsyngja Dana 44 er sú að hann er með svoleiðis sem hann þarf að selja. Hún er víst ekki nógu sterk.En var ekki jeppinn hans Jóns bróður í fínu standi eftir að hafa verið togaður á hjúkinn?
Kv. Emil. (Bara með TD)
15.11.2002 at 13:56 #464190Sæll Hjalti.
Þú spyrð ekki um lítið. Til að ræsa kaldar dísilvélar eru notuð annaðhvort glóðarkerti eða kaldstart. Hinir hitararnir eru ekki beint til að auðvelda ræsingu vélarinnar, heldur hita vatn og olíu á henni.
kaldstart hef ég lítið kynnt mér, en glóðarkertin betur.
Glóðarkerti eru í raun lítil element sem er komið þannig fyrir í heddinu að þegar dísilnum er sprautað í brunahólfið er kertið á milli. Það hitar olíuna og auðveldar gangsetningu. Einnig er oft nokkurskonar glóðarkerti í soggreininni sem hitar loftið sem kemur inn.
kertin geta verið gerð fyrir mismunandi spennur. T.d. í Toyotum eru allavega 3 gerðir, 6V. 7V. og 11V. Einhversstaðar á leiðinni að kertunum er semsagt búnaður (stórt viðnám) sem fellir spennuna. Afhverju það er ekki sama spenna á kertunum og öðru í bílnum veit ég ekki.Til að stjórna kertunum er svo elektrónískur búnaður. Hann tekur í Toyotunni mið af vélarhita með skynjara á blokk, og stundum straumnotkun kertanna. Eftir þessu er farið við að stjórna þeim tíma sem kertin eru með straum.
En þetta er ekki alveg allt. Kertin eru látin vera með straum á stutta stund eftir að vélin er komin í gang. Það minnkar mengun og mýkir gang vélarinnar.
Á "eldir" vélum var enginn elektróník notuð við stýringuna. Þá var bara takki í mælaborðinu sem maður ýtti á, og þá hitnuðu kertin. Þessi tækni hefur jafnvel verið tekin upp í "yngri" bílum þar sem elektróníkin hefur verið til vandræða.Jæja.
Er þetta eitthvað sem kemur að notum?Kv.
Emil.
02.11.2002 at 22:36 #463980Sæll gummi.
Þú þarft nú varla að hafa áhyggjur af að hjólin verði skoppandi út um alla móa.
Undir gamal Bronco voru 2 gerðir af 9" hásingunni. Munurinn liggur í hjólalegunum sem eru misstórar. Það er auðvelt að sjá muninn utanfrá, ef maður þekkir þær í sundur. Stóra legan er auðvitað betri, en hin er líka fín. Endist reyndar ekki eins lengi. En í báðum tilfellum þarf að passa upp á að legan skemmist ekki.
Ég held reyndar að það sé annað sem þarf frekar að hafa áhyggjur af, og geti skapað vandræði. Það eru öxlarnir. Þú ert væntanlega að nota öxla sem eru nærri 30 ára gamlir. Trúlega er oft búið að skipta um legur á þeim, og stundum er það gert með óvönduðum aðferðum. T.d. hefur sést að legur séu skornar af með brennara eða skurðarskífu. Þá getur komið sár í öxulinn, og það veikir hann mikið.
Það er líka þekkt og svosem ekki óalgengt að köggullinn springi. Þó er það algengara ef vélin er öflug.
Ég sjálfur var með svona bíl og 44" dekk og 351 windsor í húddinu. Það orsakaði öll hugsanleg vandamál. Öxlar brotnuðu eins og tannstönglar. Ég náði meira að segja að brjóta báða í einu. Það var ekki fyrr en ég setti 9" hásingu undan pickup, að þetta fór að vera ílagi. Þar eru öxlarnir 31. rillu á móti 28 rillum hjá þér. En þessi hásing er 14cm. breiðari en sú sem þú ert með.
Ég held þú þurfir ekki að hafa neinar áhyggur af svoleiðis á meðan legur og öxlar eru í góðu lagi, og þú ert ekki með mjög öfluga vél. Þú ert með eina af bestu hásingum sem smíðaðar hafa verið, ens og reyndar allt er sem kemur frá Ford. Verst það skuli ekki vera meira af þeim í gangi.
Kveðja,
Emil Borg
30.10.2002 at 22:57 #463916Sælir.
Það kann ekki góðri lukku að stýra að tjúnna CB stöðina. Við það er mikil hætta á að þegar kallað er í stöðina heyrist það á fleiri en einni rás og einnig minnka talgæðin. Ekki gott.
Rétt stillt stöð á að geta dregið tugi kílómetra. En það eru nokur atriði sem þurfa að vera í lagi.
Það fyrsta og einfaldasta er straumurinn að stöðinni. Ef vírarnir að henni eru of grannir getur sendistyrkurinn minnkað umtalsvert. Ég hef sjálfur mælt minnkun um 25%. Ég mæli með minnst 2,5q vír, (helst 4q) og helst fram í geymi. Auðvitað gildir þetta bæði plúsinn og mínusinn.Svo er það loftnetið. Þar eru nokkur atriði sem ráða útkomunni.
Fyrst er það staðsetningin. Ef loftnetið er sett t.d. á hægra framhorn er það stefnuvirkt þannig að bestu skilirði eru á vinstra afturhorn. Því er miðjan á toppnum kjörstaður, en hver tímir því? Þá þarf að passa að loftnetið sé vel jarðbundið. Það er ekki sjálfgefið að góð jörð náist við að skrúfa festinguna á brettið. Það getur verið þokkalega einangrað frá bílnum með málningu og kítti. Gott getur verið að tengja húdd og bretti í hvalbak eða innrabretti til að fá pottþétta jörð.
Nú er komið að kaplinum. Hann þarf að vera af réttri gerð, RG58 (50 Ohma koaxkapall). Heppilegast er að lengd hans sé margfeldi af 1,82m. sem er ¼ bylgjulend rásar 19. (miðjan á því tíðnisviði sem stöðvarnar vinna á) Þessi formúla gildir í raun um loftnetsstöngina líka. Ef fjarlægðin frá þeim punkti þar sem loftnetið tengis jörð og upp í topp er margfeldi af 1,82m. (hluti lengdar vírsins getur verið inni í loftnetinu) á all að virka æðislega. Þó er alltaf best að stilla standbylgjuna með þar til gerðum mæli.Standbylgja myndast þegar lengd netsins er ekki rétt. Þá má segja að bylgjan rati ekki út úr loftnetinu, og fari til baka í stöðina. Það hefur í vægum tilfellum neikvæð áhrif á sendistyrkinn, en í slæmum stútar útganginum í stöðinni.
Þessi fræði gilda að sjálfsögðu í grófum dráttum líka um aðrar gerðir talstöðva en CB.
Með kveðju,
Emil Borg
25.10.2002 at 17:14 #463802Sælir.
Ég vildi sjálfur eiga rafmagnsdælu sem dælir eins og A/C dæla. Eins og taflan hans Freysa sýnir er það hægt, en hvað um kostnaðinn?
Ég veit ekki betur en að hægt sé að kaupa margar A/C dælur fyrir hverja rafmagns.
það þarf auðvitað að halda A/C dælunum við. Mér sýnist af reynslu annara að olíuskvetta í inntakið, helst Militec tryggi áralanga endingu. Góður félagi minn hefur í tvígang orðið fyrir því að dælan hans hafi gleymst í gangi, en við það festist dælan á endanum. Í bæði skiptin hafa olía og smá lægni komið henni í gang aftur.
En er ekki borðleggjandi að það er betra að hafa loftkút?
það held ég. En það er ekki alltaf auðvelt að koma þeim fyrir. Og svo kosta þeir auðvitað eitthvað.
Sumir hafa reyndar smíðað loftkúta í stuðara og fleira þessháttar. Eg prófaði það sjálfur, en hef ekki tengt enn.
En hvernig er það. Er þörf á að setja olíuskilju eða eitthvað þessháttar á þannig kút? Ekki veit ég.Eitt að lokum.
Ég var ekki lítið hrifinn af framtaki þínu Freyr, á vefnum ykkar. það hjálpar örugglega mörgum að geta lesið smá um þessar kúnstir okkar.Kveðja,
Emil Borg
23.10.2002 at 23:18 #463766Sælir allir.
Það er augljóst að við erum slæmir menn, við Eyþór. En reynið að setja ykkur í spor okkar þegar við komum í hóp þar sem voru 6 börn sem ekki gátu farið úr kuldagallanum í 3 tíma.
Það var svosem ekki ætlun mín að vera upphafsmaður að einhverju skítkasti hér á vefnum, en sú varð greinilega raunin. Því vil ég endurtaka að ég hafði ekki í hyggju að þjófkenna neinn, þó útkoman hafi jú verið þessleg.
En það er ýmislegt sem mér hefur dottið í hug undanfarna daga í sambandi við málefni Setursins.
Svo ég haldi mig við ofnamálin, þá getum við örugglega allir verið sammála um að það er fátt ömurlegra en að vera í köldum skála. Og auðvitað þarf jafn stórt hús og Setrið, mikla kyndingu.
Ofninn góði var settur upp fljótlega eftir að húsið var byggt. Reyndar mynnir mig að í upphafi hafi verið notast við gamlan garm sem fljótlega var skipt út. Í eitt af fyrstu skiptunum sem ofninn var notaður sviðnaði bitinn aftan við hann eins og glöggt má sjá í dag. Þá var bitinn vafinn með asbestmottu sem þar hefur verið síðan, og eftir það var hitinn ekki meiri en það að hægt var að stinga hendi milli bita og mottu.
Það vita allir sem reynt hafa að ofninn hitaði húsið á rúmum klukkutíma, og það hlítur að vera mikill kostur. En þið nefnið gas. Hvað gera gasofnar í frosti? Ekki hita gasprímusar mikið við þær aðstæður. Og hvort er dýrara í rekstri, gas eða olía?
Mér finnast þær ástæður fyrir niðurtekt ofnsins sem fram hafa komið heldur klénar. T.d. sokkur bakvið hann. Common…….
En vonandi kemur það í ljós næstu helgar hvort við séum bara fífl og fávitar (ekki dettur mér svosem í hug að þræta fyrir það), eða hvort þarna hafi verið tekin röng ákvörðun.En það eru fleiri málefni í sambandi við Setrið.
Fyrir nokkru síðan fór fram umræða hér á spjallinu um brunavarnir þarna uppfrá.
M.a. var stungið uppá að fá Brunamálastofnun til að gera úttektir. Það gera þeir ekki. En reglur eru til um brunavarnir, en ég held ekki að þær nái yfir þessa gerð af húsum.
Slökkvitæki eru vissulega í húsinu, en ég er ekki frá því að þeim hafi fækkað frá því sem var í upphafi. Svo þarf náttúrulega að yfirfara þau árlega. Ég geri nú ráð fyrir að það sé gert. En svo eru það skynjarar. Ef við lítum þannig á að Setrið flokkist sem gistihús ætti að vera sjálfvirkt brunaviðvörunarkerfi í því. Samkv. reglum Brunamálastofnunar um þannig kerfi ættu að vera 2 – 4 reykskynjarar á efri hæð, og 3 á neðri auk eins handboða. Í fremra húsinu þyrfti 2 reykskynjara og einn handboða. Setja þyrfti upp 2 bjöllur í húsinu.
Mín skoðun er sú að svona kerfi ætti að setja upp. Kostnaður við það er undir kr. 100.000.- ef undanskilin er vinna, en hún er jú alltaf sjálfboðavinna, ekki satt?
Kerfi af þessari gerð gerir að sjálfsögðu ekki gagn nema ef einhver er í húsinu, en þá er hættan á eldi mest.
Hættan við að nota hefðbundna reykskynjara með rafhlöðum er sú að rafhlöðurnar geta klárast án þess að nokkur taki eftir. Geta t.d. klárast í miðri viku, og þá er enginn sem tekur eftir pípi öðru hverju.
Mér eru mynnisstæð tvö atvik varðandi reyk í Setrinu. Annað er þegar fyrir mistök, ágætur maður reyndi að þvo pönnu með ljósaolíu, en hún var í samskonar brúsa og vatnið. Þá var snarræði nærstadds félaga okkar sem bjargaði húsinu frá bruna, en eldtungurnar sleiktu loftið. Hitt er að eina nótt sló hraustlega niður í ofninum og húsið fylltist af reyk. Þetta gerðist að nóttu til og allir voru í svefni. Við vöknuðum við skynjara sem þá var virkur, en vorum öll þung og sljó af reyknum.En það þarf fleira en brunaviðvaranir og slökkvitæki.
Frágangur raflagna og annars sem getur valdið eldi þarf jú að vera í góðu lagi. Ég er ekki alveg viss um að svo sé í öllum tilfellum hjá okkur. T.d. í sambandi við 12v. kerfið sem er í fjarskiptaskápnum. Það mætti að skaðlausu yfirfara.Einhver nefndi þann möguleika að setja upp myndavél til að fylgjast með mannaferðum. Það er vel framkvæmanlegt. Myndavélar með innbyggðum hörðum disk til upptöku við hreyfiskynjun eru hér á markaðnum, en ég sé ekki að það sé raunhæfur kostur fyrir okkur. Þessar vélar kosta um kr. 160.000.- og það þarf að fara á staðinn og sækja efnið í þær. Reyndar væri hægt að gera það um NMT síma. En ég hefði mestar áhyggjur af því að vélinni væri stolið. Þá væru ekki allir hrifnir af því að vera í stöðugri upptöku, auk þess að það stæðist tæplega lög.
Mín skoðun er sú að til að innheimta gistigjalda batni þurfi að gera okkur félögunum betri grein fyrir reksturskosnaði Setursins. Hvað kostar t.d. olía á ársgrundvelli? Eða gas? Við þurfum líka að geta treyst því að ekki sé verið að bruðla með þá peninga sem inn koma. Ég er ekki að halda því fram að svo sé gert, en mér var sagt um daginn að litla, nýjasta andyrið hefði kostað 2 milljónir í byggingu. Getur það verið?
Ég vona að okkur takist að halda áfram að reka þarna uppfrá besta fjallahús á landinu, og það verði okkur til sóma eins og verið hefur hingaðtil.
Sérstakur áhugamaður um málefni Setursins,
Emil Borg
22.10.2002 at 09:51 #463624Sæll Jón Snæland, og takk fyrir svarið.
Ég vil taka það skírt fram að það hvarlaði ekki að mér að einhver hefði stolið blessuðum ofninum. Ég veit ég kom því ekki skilmerkilega frá mér. Ég var frekar að vellta fyrir mér hvað væri gert við þær eigur klúbbsins sem ekki væru í notkun. Eru þær geymdar í gám, eða seldar?
Og auðvitað svaraðir þú eins og ég átti skilið. Það var ekki við öðru að búast. Ég hef greinilega ekki verið á þessum fundi í fyrra þegar upp á gjörningnum var stungið. Ég neita því ekki að mér var heitt í hamsi þegar ég skrifaði þetta í gær, og reyndar er mér það enn, og lýsi aftur furðu minni á framtakinu og forsemdum þess. Og ítreka aftur og enn, að það er hætt við að það verði mjööög kalt í Setrinu í vetur.
Þú nefnir skálanefndina. Ég hef ekki heyrt annað en að hún hafið staðið sig með príði. Ég hef sjálfur setið í henni í denn, og veit svosem út á hvað það gengur. En að taka þátt í henni aftur… Ég vil ekki gera það, vegna þess að ég sé ekki fram á að hafa þann tíma sem til þarf.Takk fyrir vísuna.
Davíð karlinn Stefánsson klikkar ekki.Emil Borg,
Orðið þokkalega heitt aftur.
21.10.2002 at 13:12 #191723Sælir allir.
Við fórum ca. 20 manna hópur í Setrið um síðustu helgi. Það var frekar kalt á leiðinni en enginn snjór. Þegar við komum uppeftir var útihitinn -3,7 gráður, og inni var 1,1 gráða. Við drifum í að setja rafstöðina í gang, og ætluðum svo að kveikja upp í ofninum inni. En viti menn. Hann er HORFINN. Það er búið að taka leiðslur, stromp og allt. Með báða gasofnana á fullu og olíubrennarann í fremra húsinu í gangi tók 3 klst. að kynda húsið þannig að inni væru 10gráður, og hægt að fara úr úlpunni. JÁ, ÞRJÁ TÍMA AÐ HITA UM 9 GRÁÐUR.
Mér er spurn hver eru rökin fyrir því að taka eina ofninn í húsinu sem er öruggt að virkar og hitar húsið skammlaust? Ég geri mér grein fyrir að plássið jókst örlítið, en það er ekki það mikið að réttlæti þessa aðgerð.
Ég get ekki annað en horft með hrillingi til vetursins þegar frost verður margar gráður inni þegar komið er í húsið. Rafmagnsofnarnir hitna jú, en eru mjög lengi að hita þetta stóra hús. En ef rafstöðin fer ekki í gang? Hvað þá? Og ofnalögnin…. Þarf að tala um hana? Það var ekki fyrr en seint um kvöldið að örlítill ylur var kominn á ofnana inni. Reyndar hitnuðu rörin frammi ágætlega.Mig langar að vita hver tók þessa ákvörðun sem að mínu mati er hreint út sagt ólýsanlega heimsk, og algerlega óréttlætanleg. og hvar er ofninn nú? Getur verið að hann sé kominn í eitthvert sumarhúsið? Ég vona ekki, en það þarf örugglega einhver að svara fyrir þessa aðgerð.
Með ergilegri kuldakveðju
Emil Borg
10.10.2002 at 18:20 #463474Sælir aftur.
Það sem fyrir mér vakti með þessum skrifum mínum var fyrst og fremst að fá smá viðbröggð, og þá sérstaklega við þessu með tíðnirnar.
Fyrir mér er það svosem ekkert nema prinsipp mál að vita á hvaða tíðni ég tala í hvert skipti. (Enda ekki með ?smeglaða? stöð) Mig langar ekkert að hlusta/tala á rásum annara. Hvað ætli ég hafi svosem við það að gera að hlusta á Fjármálaráðuneytið. Ekki neitt. En hvernig þætti ykkur að kaupa breyttan jeppa, og fá ekki að vita á hvaða hlutföllum hann er? Og þegar spurt væri, fengist svarið, það kemur þér ekki við, þetta bara virkar. ég held menn yrðu ekki kátir.
jong skrifaði góðan stubb um öfuga endurvarpann, en ég verð að viðurkenna að hafa þurft að lesa hann tvisvar til að botna í honum. Á endanum skildist mér boðskapurinn vera: Ef þið félagarnir eru allir saman í sömu lægðinni að jeppast, ekki tala á endurvarparás. En gera menn það? Nota ekki allir þá reglu að vera á rás sem ekki er trúlegt að heyrist um allt landið og trufli aðra? Mig grunar það nú.
Ég er líka full viss um að 10uv. er mælikvarði á styrk. Og líklega þíðir það 10 míkró volt. En hvað segir það mér um móttöku- eða sendistyrk? Ekki neitt.
Og það með að stylla loftnetið sjálfur.
Á CB stöðinni sem og öðrum gildir það að vera með loftnet sem hluta af bylgjulengdinni. T.d heilbylgju, hálfbylgju eða kvartbylgju. Ef bylgjulengdin er mjög mikil er ekki praktískt að nota heilbylgjuloftnet. T.d. er CB bylgjan um 11m. á lengd. Ef loftnetið er sett upp með rétt miðað við bylgjulengdina, þarf ekki að hafa áhyggjur af standbylgju. Hún hreinlega getur ekki verið. Þetta á náttúrulega líka við um VHF. Þessvegna er fróðlegt að vita tíðnina. Bylgjulengd er ca. ljóshraði deilt með tíðni. (eða er það öfugt). Þannig að þetta er ekki mjög flókinn útreikningur.
En það er eitt sem mig langar að nefna sem kemur þessu ekki beint við. Það er að sverleiki lagna að talstöðvum hava MJÖG mikið að segja um sendistyrk. Spennufall í þeim mjóa vír sem kemur í flestum CB stöðvum getur gert það að verkum að aflið falli um rúmlega 1w., sem er mikið í 5w. stöð.Ég get ekki verið alveg sammála boi um ágæti þess að byrta rásirnar eins og hann gerði. Mér findist í góðu lagi að byrta okkar prívat tíðnir, en ekki annara.
Hann lofar einnig að gefa upp tíðnir í tölvupósti gegn fullu nafni manna. En hver er hann sjálfur? Ég þekki ekki B Bergsson. Kanski er það bara ég og mitt gullfiskamynni.En mér þætti fróðlegt að fá skýrt svar frá forráðamönnum klúbbsins um þetta mál. Er bannað að vita tíðnirnar sem við félagsmenn borgum fyrir með félagsgjöldunum okkar, og þá hver vegna? Og annað líka. Hjá hverjum fengum við leifi til að hafa á stöðinni í Setrinu rásir hjálparsveitanna??? Hvað kostaði það??
Og aðeins meira um þá stöð.
Ég hef einu sinni orðið þeirrar ?ánægju? aðnjótandi að fá að hlusta á leit að fólki. Frábær skemmtun. Ég mæli með henni, eða þannig. Væntanlega höfum við allir lent í því að heyra þegar blessuð börnin komast í stöðvarnar og ?skemmta? sér og öðrum. Hvað gerist ef það kemur fyrir í Setrinu? Og jafnvel á hjálparsveitarás í miðju útkalli??
Ég bara spyr.Jæja. Nennti einhver að lesa þetta?
Talstöðvakveðja.
Emil Borg
02.10.2002 at 21:10 #191711Breiker, breiker.
Dú jú ríd mí.Sælir allir
Ég hef svolítið verið að kíkja á VHF umræðuna hér á spjallinu og haft gaman af.
Í framhaldi af því leit ég eins og stundum áður á síðuna sem merkt er þessari góðu fjarskiptaaðferð.
Ég er nefnilega alltaf að bíða eftir pistlum um VHF-ið, eins og lofað er þar. Það bólar þó ekkert á þeim. Ég geri mér vel grein fyrir að þetta fer allt fram í sjálfboðavinnu, en það er jú búið að lofa.
Það er ýmislegt sem ég held að menn hafi spurningar um, t.d. svo ég nú vitni í síðuna góðu, hvað er „simplex“, eða þá „öfug endurvarpsrás“? Og einnig, hvað er 10uV?
Hvernig skal kalla í VHF? Er æskilegt að gera eins og sumir að segja í upphafi samtals hver kallar, og á hvaða rás? Það gera hjálparsveitirnar allavega alltaf.Það er líka eitt sem mig langar að vita. Það eru tíðnirnar á rásunum okkar. Ég spyr vegna þess að loftnetið er jú stillt eftir bylgjulengdinni, sem er reiknuð út frá tíðninni. Mér hefur gengið illa að fá upplýsigar um tíðnirnar, og svörin eru venjulega að ekki megi gefa þær upp. það finnst mér skrítið ef rét er. Því má ég nota þær, en ekki vita hvað ég er að nota.
Er ekki eitthvað sem menn hafa um þetta að segja?
Óver and át.
Emil Borg
26.09.2002 at 13:54 #463350Sælir.
Ég man efir einni lödu sem var á Bronco grind, og með allan drifbúnað úr Bronconum. Ég man ekki betur en sá bíll hafi verið hvítur á tímabili.
Ætli það sé bíllinn sem þú ert að hugsa um Batti?
Kv.
Emil.
-
AuthorReplies