Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
18.01.2003 at 23:56 #192014
Sælir allir.
Það er eitt sem mig langar að fá álit ykkar á.
Ég er að spá í að stækka aukatankinn hjá mér, þ.e. að smíða nýjan. Ég ræddi þetta við mann sem stakk upp á því að líma tankinn saman. Því meira sem ég hugsa um málið, því betur líst mér á hugmyndina.
Suður springa og leka og allt það á milli. En mín hugmynd er að nota blikk, 0,8 eða 1 mm. og líma saman með Sikaflexi. Punkta tankinn saman og setja góða fúu af lími að innan, og einnig að líma vinkil úr sama efni að utan. Stúta er trúlega betra að sjóða á.
Þetta hljómar kanski heimskulega, en fiskabúr eru oftast límd saman. Ég er með eitt 250L. hér í stofunni sem er límt. Það er náttúrulega ekki mikið á hreyfingu eins og tankur, en blikk er jú sveigjanlegra en gler. Því ætti þetta ekki að virka á olíutanka? Ég held reyndar ekki að þetta virki með bensíntanka þar sem bensín leysir væntanlega upp Sikaflex. Þetta ætti að vera mun ódýrara en að láta smíða tank, því eingöngu er um að ræða efniskostnað.
Hvað finnst ykkur?
Hafið þið einhverja skoðun á þessu?Emil
P.s. Svenni og Úlfar. Var túrinn styttri en til var ætlast??
17.01.2003 at 20:58 #466664Teddi,
Hringdu bara í mig. Þetta er ekkert mál. Ég skal bæta tveimur hurðum á minn og þá er málið leyst.
Emil
15.01.2003 at 22:40 #466402Sælir.
Ég er með 700kg. loftpúða og Rancho 9000n dempara undir mínum aldraða trukk (Hilux X-cab ’84)að aftan. Ég er mjög ánægður með þennan búnað, og skipti honum ekki út fyrir neitt. Mín trú er að það sé alls ekki nauðsinlegt að kaupa Koni dempara frekar en maður vill. Ég hef alrei litið á demparana há mér, og veit ekkert hvernig þeir eru stilltir. Bíllinn er ágætlega stöðugur á vegi, enda með flatjárn að framan. Í framtíðinni stendur til að taka flatjárnin undan, og þá fara púðar undir í staðin. Ekki spurning. En þá þarf trúlega jafnvægisstöng.
Emil
14.01.2003 at 12:36 #466486Sælir
Ég er með No Spin læsingar hjá mér að aftan og framan.
Það verður að viðurkennast að það er ekki mjög gaman að keyra með þær. Maður þarf að vera meðvitaður um þær allan tímann. Í beygjum þarf að sljá vel af, og það smellur ansi hraustlega í afturdrifinu öðru hverju. Ég kíki alltaf ósjálfrátt í speglana eftir smellinn og athuga hvort hjólin séu nokkuð að detta af. Og ef lokurnar eru á, þá er frekar þungt að stýra.En þetta hefur líka kosti. Ég hef aldrei vitað til þess að No Spin læsing klikki. Þær virka alltaf þegar á þarf að halda, og það frýs aldrei í lögnunum að þeim, enda engar lagnir.
Mín skoðun er að ef menn hafa ekki ráð á að fara í loftlæsingar, þá sé þetta leiðin til að fara.
Kveðja,
Emil
11.01.2003 at 00:04 #466298Sælir
Kaninn gerir mikið af því að setja hásingar undir klafabílana, bæði 4 og 6 sílindra, og virðast gera það mjög vel.
[url=http://www.toyotalinks.com:vzow0aej]Hérna[/url:vzow0aej] eru fullt af Toyotalinkum, og þar á meðal nokkrir sem sýna þessar breytingar. Þeir eru líka mikið að setja stýrisarma á gömlu Hiluxana og taka hrútshornin í burtu. Þarna í þessum linkum er ýmislegt spennandi fyrir okkur sem eigum gamlar Toyotur.
Emil.
08.01.2003 at 09:25 #466064Ég gerði ekki allt rétt
[url=http://www.f4x4.is:1qhak57x]slóð[/url:1qhak57x]
08.01.2003 at 09:24 #466062hvort ég geti þetta líka
[url=http://f4x4.is:3tfc3shl]slóð[/url:3tfc3shl]
07.01.2003 at 13:05 #466058Já, einmitt svona.
Þú segir mér það bara í símann.
Emil
06.01.2003 at 22:35 #191951Sælir.
Mig langar að koma með innslag í þessa sívinsælu umræðu um bensín eða diesel.
Nú eru búnir 5 dagar af þeirri miklu kepni, Dakar 2003. Í dag var í 4. sæti díselbíll, BMW-X5. Hann varð annar í áfanga gærdagsins. Mér dettur svosem ekki í hug að halda að þetta sé hefðbundinn díselbíll, því hann er 270 hö og togar 600 Nm. Er með línusexu og tvær túrbínur.
Þeim er ekki alls varnað, grútarbrennurunum.
http://www.eurosport.com/home/pages/V3/L0/S239/sport_Lng0_Spo239.shtml
Kv.
EmilP.s. Hvernig býr maður til svona flottan link eins og sumir gera???
03.01.2003 at 19:06 #465966Sælir
Ég held nú að ef þessar vélar fáist fyrir 150 – 250 þ.kr. þá sé það ekki spurning að það borgi sig. Upptekt á vél kostar örugglega það. Trúlega er samt nauðsinlegt að fá stóran hluta rafkerfis bílsins sem vélin kemur úr með henni. Ég veit af eigin reynslu að það er ekki einfalt að mixa það saman, nema þá að hafa mjög góðar teikningar og gögn um kerfið með vélinni sem er verið að setja í. Ef þetta er eitthvað líkt því sem er í bensínbílnum, þá er samhangandi rafkerfi vélarinnar og það sem er í mælaborði bílsins.
En hvernig er með kassa aftan á þessar vélar? Passar gamli gírkassinn?
Emil.
03.01.2003 at 16:23 #465960Sælir piltar
Ég hef ekki velt þessari breytingu fyrir mér, enda trúlega mjög dýr. Hvað kostar annars svona vél?
En það er annað sem ég hef aðeins hugsað um.
Vélin sem þið eruð að nota heitir 2L og er 2,4l. þessi vél er til í annari útgáfu, 3L, og er þá 2,8l. Eftir því sem ég kemst næst er ekki annar munur en meira bor, og því aðrir stimplar.
Þetta er auðvitað ekki nærri eins skemmtileg vél og 3. lítra vélin, og kanski er ekki mikið ódýrara að bora og kaupa stimpla. En er þetta eitthvað sem borgar sig að skoða? Hvað haldið þið?
Kveðja,
Emil.
21.12.2002 at 16:35 #465746Sæll Glanni.
Ég held þú sért nú aðeins að ruglast núna.
Veistu hvað Umferðarstofa er?
Ef ekki, lestu þetta:Umferðarstofa hóf störf 1. október 2002
Umferðarstofa er ný stofnun sem fer með stjórnsýslu á sviði umferðarmála, einkum varðandi umferðarreglur, ökutæki, ökupróf og ökunám, umferðarfræðslu, slysarannsóknir, slysaskráningar og fleira. Í Umferðarstofu sameinast Skráningarstofan ehf. og Umferðarráð og einnig flytjast til stofnunarinnar verkefni frá dómsmálaráðuneytinu.Þú ert trúlega að tala um það sem áður hét Umferðarráð.
Ég get alveg verið þér sammála um að það er ekki allt jafn skemmtilegt sem það ágæta fólk hefur talað um í útvarpi. En þau segja líka oft margt af viti. Og er það ekki marg sannað að áróður virkar? Ef það er tuðað nógu oft um eitthvað, síast það ekki inn á endanum?Þú nefnir þetta sívinsæla umræðuefni hvort stórir bílar séu hættulegri en litlir. Auðvitað eru þeir það. Göturnar eru ekki hannaðar fyrir trukka, og ef þú værir að keyra um á t.d. Toyotu corollu, hvort vildir þú lenda í árekstri við annan þannig bíl, eða Econoline á 44" dekkjum? Það má kanski segja að allir væru öruggastir ef þeir væru á stórum bílum. En væri það hagkvæmt fyrir buddurnar okkar allra? Ég held ekki. Og mengunarlega? Efast um það.
Svo er það þetta með hvort allir sem aka stórum bílum séu glannar og ökuníðingar. það eru þeir náttúrulega ekki. En hver hefur ekki séð ökumenn troðast áfram og nota stærð ökutækisins sér í hag? Eða jafnvel gert það sjálfur? Fólk víkur jú frekar fyrir stórum bíl en litlum, ekki satt? Ég fyrir mitt leyti get ekki svarið það algerlega af mér.
Mín skoðun er að í þessari stöðugu umræðu um hvort banna skuli breytta jeppa, verðum við sem ökum þeim að sýna gott fordæmi og vera til fyrirmyndar í umferðinni. Ekki svína á litla bíla, og alltaf að skafa almennilega af framrúðunni. Og ekki gera eins og svo margir, að leggja alltaf uppi á köntum og öðru sem ekki er ætlað sem bílastæði. Hafið þið t.d. farið framhjá Kringlunni í dag? þar eru jeppar uppi á öllum upphækkunum og túnblettum sem finnast.Þá eru það einkanúmerin.
Ég er þér algerlega ósammála þar. það er enginn sem neyðir mann til að kaupa þau. Ég veit svosem ekki hvað er gert við hagnaðinn, en ef hann rennur til forvarnarstarfa í umferðarmálum er þeim krónum vel varið. Ég skil heldur ekki þá þörf sem margir virðast hafa að setja t.d. nafnið sitt á bílinn. En auðvitað er til fullt af flottum einkanúmerum. En menn verða þá bara að gera það upp við sig hvort þeir tími. En hvað eru 30.000.- kr. stór hluti af rekstrarkostnaði bíls á 7 árum?Umferðarkveðja,
Emil Borg
17.12.2002 at 22:10 #465530Fordman,
Hvað fékkst þú þér að borða áður en þú skrifaðir þetta?
Voru það nokkuð neikvæðnipillur?Emil
13.12.2002 at 16:00 #465380Bjarni ég var að velta þessu fyrir mér líka.
það er ansi svipaður ritstíllin þeirra Patrolmanns og Tedda.
Þeir gætu verið frændur, eða kanski búa þeir báðir í sömu sveitinni.Kanski er sami GM púkinn í þeim báðum.
En ef svo ólíklega vildi til að þetta sé "sami maðurinn", bendir það ekki til klofins persónuleika? Að kasta skít í sjálfan sig, er það ekki viss bilun?
Reynum að finna út úr þessu eftir nokkra bjóra annaðkvöld.
Emil.
13.12.2002 at 11:54 #465372Sælir.
það er nú ekki nema von að Bjarni vinur minn kíki aðeins á lýsisbrennarana, bæði vegna uppruna síns, en hann talar enn um Nallann sinn með glampa í augum.
Svo er alltaf gaman þegar við förum saman að kaupa eldsneyti. Ég keyri heila helgi fyrir það sem fer á rúðupissið hjá honum. (eða lekur út um götin á tönkunum)En það má hann eiga, að í "vetrarhörkunum" undanfarið hefur hann verið örlítið liprari í gang. Mínum hefur þótt lýsið heldur þykkt á tímum. Og það er gott frá honum dekkjaloftið.
En Teddi. Þurfum við nokkuð að vera að nudda honum meira uppúr þessu með Lang og Snæ? Æ, jú. Því ekki.
Emil.
13.12.2002 at 08:58 #465386Sæll Sverrir.
Hvað gerir þetta Garmin.exe? Ég hef notað Garmin með góðum árangri vin Visual series, þangaðtil ég fékk GpsMap-162.
þá get ég ekki sótt ferla í tækið.
Er þetta eitthvað sem gæti hjálpað, og hver fær maður forritið?Emil Borg
07.12.2002 at 22:20 #465078Sælir.
Ég ætlaði ekki að nenna að svara þessari vitleysu sjálfur.
Þó var ég búinn að rifja upp fullt af Datsum bröndurum.Það eru hér þræðir sem er stofnað til í gríni, og ber að svara í gríni. það er ekkert nema gott um það að segja. það er oftast skemmtileg lesning og hægt að hlægja að því.
En stundum skrifa menn í alvöru, og sækjast eftir alvöru svörum. Þannig var um mín skrif í þetta skiptið.
Kveðja,
Emil.
07.12.2002 at 00:02 #191862Sælir piltar.
Mig langar að spyrja ykkur ráða.
Ég var að eignast nýtt GPS tæki, garmin GPSmap 162.
Mér virðist vera ómögulegt að hlaða ferlum frá því í Visual Series. það má vera að það sé eðlilegt, ég þekki það ekki. Þó hef ég alltaf getað sótt þannig ferla úr gamla tækinu mínu, garmin 128.Ég get aftur á mótí sótt ferlana ef ég nota MapSource, en þar á ég engin kort. Þar get ég vistað skrána sem .TXT, en ef ég svo vil opna þá skrá í Visual Series, er það ekki hægt.
Svo ég spyr.
Kunnið þið ráð til að sækja ferlana í þetta tæki frá Visual Series, eða ráð til að breyta þeim úr því formi sem MapSource býr til, í það sem Visual Series notar?Kv. Emil.
P.s. Keyptu menn mikið hjá Bílanaust?
Ekki ég, en ölið var gott.
06.12.2002 at 15:47 #464904………… Ferðastu alltaf einn?
Fyrst enginn heldur í við þig, dettur mér það í hug.Emil.
06.12.2002 at 09:40 #464894Ég hef nú ekki nema tvennt að segja um þetta mál.
Ég þekki einn Patrolmann sem keyriri á 37" örmjóum götudekkjum. Hann er að fara út fyrir bæinn um helgina í þjóðvegakeyrslu, og fyrir hana þarf að tjakka upp öll hjól, hrista þau og kíkja á hjólalegur. Frábært, ekki satt?
Og hitt, Okkar ágæti partasali lifir ekki á okkur Toyota eigendum, heldur þeim sem eru að Toyota væða bílana sína.
Emil.
-
AuthorReplies