Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
24.01.2009 at 12:50 #638796
Hæ Bjarni
Þú ferð nú ekki að kaupa þetta fyrir skrilljónir, svona í kreppunni. Við færum nú örugglega létt með að smíða þetta, félagarnir. Tæki örugglega ekki nema 2-3 kvöld. Við höfum nú smíðað annað eins.
Kv.
Emil
05.01.2009 at 11:19 #636316Æ, Haffi, ég hafði ekki hugsað út í það.
Þetta er örugglega rétt hjá þér. Eða kanski mjög svert öryggiskerfi.Emil
05.01.2009 at 10:40 #636310Sæll Snorri
Ég held ég viti hvað þú ert að meina. Mér þykir mjög líklegt að þessi græja sem til er í Húsasmiðjunni virki nokkurnvegin eins og þú villt að hún geri, en ég held að hún hljóti að vera með t.d. þéttum til að halda við straumnum. það gæti því vel verið að hún þurfi að vera í sambandi við 230v. í smá stund til að byggja upp strauminn.
það er ekki líklegt að mikið finnist af spennum sem breyta 230v. í 12v. með þetta miklum straum án þess að þeir kosti fullt af peningum. Þeir eru örugglega þungir og klossaðir þar sem þeir þurfa svera vafninga, allavega á eftirvafinu. Ekki satt? Ætli það þurfi ekki 16-25q vír fyrir þetta? Svo er alltaf eitthvað tap í spenninum sjálfum, þannig að ekki er hægt að reikna strauminn beint út nema vita það. Því er líklegt að flest þessara starttækja séu með minni spenni og hafi svo einhvern búnað til að geyma srauminn á, eins og geyma eða þéttabanka, eða jafnvel hvorutveggja eins og varaaflgjafar gera oft.
Þú fyrirgefur þeim félögum mínum sem svöruðu hér að ofan og héldu jafnvel að tölvudót virkaði í þetta, en þeim er vorkunn. Það eru ekki mjög sverir vírar í tölvunum sem þeir vinna á.
Kv.
Emil Borg
16.12.2008 at 08:12 #634726Sæll Raggi
Það er rétt að þú getur notað diskana af LC60, en þú þarft að gera meira. Þú þarft að skipta um dælur. Dælurnar sem eru fyrir einföldu diskana ganga ekki því tvöfaldi diskurinn er miklu þykkari en sá einfaldi. Dælur úr V6 klafabílunum passa við diskana (held þær séu ekki alveg eins og úr 4. cyl. bílum) Með því að skipta um dælurnar færðu líka stærri stimpla og stærri klossa.
En þetta er ekki allt. Þú þarft líka að skipta um höfuðdælu. Höfuðdælan sem er í bílnum er 13/16 ef ég man rétt, en þú þarft að fara í 1" dælu til að ráða við hjóldælurnar. Ef höfuðdælan er of lítil bremsar hann ekki neitt. Þegar ég var að þessu fyrr í ár fann ég engar hér heima og keypti höfuðdælu frá Marlin Crawler.Þetta er allavega leiðin sem ég fór, en ég er með Hilux ’84 sem er væntanlega eins og þinn að flestu leiti.
Kv.
Emil Borg
28.10.2008 at 08:16 #631812Sæll Atli
Fyrir tveimur árum keypti ég ónegld snjódekk hjá VDO. þau voru þá þau ódýrustu sem ég fann.
Ekki veit ég nú hvort þeir séu enn með ódýrustu dekkin, en þetta eru einhver bestu vetrardekk sem ég hef keyrt á. það sakar allavega ekki að heyra í þeim.kv.
Emil Borg
09.10.2008 at 11:17 #630842Sælir
það er ekki alveg rétt að allir LC70 bílarnir séu með millibilsstöngina aftan við hásingu. Ég veit ekki hvort þetta sé mismunandi eftir árgerðum, en ég sjálfur er með hásingu með öllu undan LC70 sem er með örmunum framan við rörið. Ég tók þetta sjálfur undan bílnum, þannig að ég get staðfest að svona var þetta í þeim bíl. Ég nota armana af þeim bíl, sem eru tveir hægra megin. Annar er festur undir kúluna og hinn ofaná hana. Millibilsstöngina og togstöngina nota ég einnig frá þessum bíl, en stýrismaskínan er úr klafabíl. Til að geta notað hana keypti ég arm úr LC60 á netinu.
Kv.
Emil Borg
01.10.2008 at 08:49 #630028Er það bara mér sem þykir það frekar dapurlegt að sá eða sú sem skrifar fyrir hönd skemmtinefndar skuli ekki gera það undir nafni?
Skammast fólk sín kanski fyrri það að vera að vinna fyrir klúbbinn?Kv.
Emil Borg
30.09.2008 at 15:35 #630024það væri líka gaman að vita meira um árshátíðina. T.d. hvar hún verði haldin og fleira sem gæti hjálpað við að ákveða hvort mann langi eða ekki.
Emil
29.09.2008 at 08:27 #629812Hverngi ætli mitt nafn hafi ratað á þennan lista. Ekki hef ég gefið kost á mér, en hef aftur á móti svarað neitandi þegar til mín var leitað. Þýðir nei kanski já í þessu samhengi?
Emil Borg
09.09.2008 at 14:05 #629112Sæll Vilhjálmur
Ég keypti Range Rover gorma undir Hiluxinn minn í BSA, reyndar að framan. Þegar ég fór að ræða við höfðingjann þar um dempara, sagði hann mér að menn væru oft í vandræðum með að finna dempara sem hentuðu með gormunum. Hann benti mér á að Range Rover dempararnir væru hannaðir til að vinna með þessum gormum, þannig að ég keypti þá líka. Þetta kostaði í fyrra um 25þús. allt settið.
Ég hef ekki keyrt á þessu enn, en hef fulla trú á því að það virki vel.
Ekki veit ég nú hvað hann heitir í BSA, en hann veit hvað hann syngur og veitir frábæra þjónustu. Þú getur t.d. skipt gormunum ef þú ert ekki sáttur við þáEmil Borg
26.08.2008 at 08:57 #628094Ég get ekki hamið mig legur um að taka þátt í þessari umræðu. Á enn einu sinni að snúa umræðum í persónulegt skítkast. Stefanía, hættu nú. Þetta er orðið miklu meira en nóg.
Mitt álit er það að við höfum sloppið ótrúlega vel frá skemmdum á Setrinu. Auðvitað er þetta ömurlegt og lýsir best innra manni þeirra sem þannig haga sér, en mér sýsast skemmdirnar ekki vera nærri eins miklar og allavega ég óttaðist í fyrstu. En það hlaut að koma að því að eitthvað þessu líkt kæmi fyrir hjá okkur eins og svo mörgum öðrum. Í gegnum árin hefur svosem ýmislegt gerst þarna uppfrá. Sjálfur hef ég orðið vitni að því að litlu mátti muna að húsið myndi brenna til ösku, þegar maður fyrir mistkök notaði hreinan spíra í stað vatns til að þvo pönnu yfir eldi. Fyrir snarræði eins klúbbfélagans var komið í veg fyrir eldsvoða í það skiptið. Ég hef líka séð fremra húsið fullt af snjó þegar einhver hafði lokað illa á eftir sér. Sama hefur komið fyrir gamla klósetthúsið og þá eyðilaggðist loftið í húsinu og eitthvað fleira.
Það kemur alltaf öðru hvoru upp umræða um að setja upp eftirlitsmyndavélar í Setrinu. En það er ekki svo einfalt. Það má heldur ekki rugla saman eftirlits- myndavélakerfi og nettengdri myndavél. Það er langt frá því sami hluturinn. Ef kerfið á að koma að gagni til þess að rekja mannaferðir að einhverju gagni þarf svo margt til. Það þarf a.m.k. 3 myndavélar í upphituðum húsum sem þola okkar veðráttu. Það þarf upptökutæki og svo þarf nettengingu sem ræður við það að senda frá sér öll gögn jafn harðan á annað upptökutæki í bænum, því ekki er raunhæft að ætla að senda gögn frá öllum vélum jafn harðan í bæinn. (upptökutækið sendir frá sér á öðru formi sem tekur minni bandbreydd)
Svona kerfi gerir ekkert gagn ef ekki er hægt að skoða allar upptökur jafn óðum, og ekki væri mikið gagn að því að ætla að sækja þær, t.d. daginn eftir innbrot, því nánast öruggt væri að upptökutækið væri tekið. Það er fjandi erfitt að ganga þannig frá þeim að þeim verði ekki stolið. Svo þarf auðvitað stöðugt rafmagn til að knýja allt þett. Þetta er pakki fyrir að lágmarki 500 þús.
Þið sjáið trúlega að okkur vantar ansi margt til að þetta geti gengið upp. Það vantar háhraða nettengingu til gagnaflutninga. 3G kerfið er bara ekki nærri nóg fyrir þetta. Það vantar stöðugt rafmagn, þó sumir hlutar þessa kerfis gætu gengið á 12v. geta það ekki allir hlutar þess. T.d. þarf hitara við myndavélarnar og þeir eru ekki hagkvæmir á 12v.Svo er spurningin um nettengda myndavél. Það er allt annað mál. Þannig vél má vel setja upp við húsið. Hún myndi t.d. sýna hlaðið við húsið og umhverfið til suðurs. Það væri frábært að geta séð hvernig veðrið væri og hvort einhver væri á staðnum. Til þess þarf miklu minni búnað. Það þarf einfaldari myndavél. Hún sendi myndir með 3G kerfinu t.d. á 30 mínútna fresti. Sú mynd væri svo sett sjálfvirkt á vefinn. Þetta krefst samt þess að sólarsella væri sett upp með öllu sem henni fylgir. Það þarf myndavélina sjálfa og svo 3G módem til að senda efnið. Í bænum þarf svo tölvu sem tæi á móti myndunum og setti þær á netið. (myndirnar væru auðvitað vistaðar þannig að hægt væri að skoða þær seinna) Myndgæðin í svona vél eru allt önnur og minni en í hinu kerfinu og ólíklegt er að andlit eða smáatriði séu auðgreinanleg.
Og hvernig get ég verið viss um þetta allt? Ég hef starfað við innflutning, sölu, hönnun og uppsetningu á myndavélakerfum af ýmsum gerðum um árabil.
Kv.
Emil Borg
19.08.2008 at 11:35 #627788það er margt áhugavert í þessari lesningu, og gott framtak að byrta þetta.
Þar kemur m.a. fram að skálanefnd ætli að fara að grafa fyrir sökklum. En hvaða sökklum og fyrir hvað?? Ég mynnist þess ekki að heyrt neitt um frekari byggingar á svæðinu.Emil Borg
12.08.2008 at 11:40 #202769Góðan daginn.
Hvernig er það. Á ekki að halda upp á afmæli Setursins um næstu helgi?
Verður af þessu?
Verður dagskrá?
Mætir einhver?
Verður þetta fjölskylduvæn uppákoma?Fer ekki að verða tímabært að koma með upplýsingar um þetta?
kv.
Emil Borg
07.08.2008 at 10:04 #626732Ég tek undir með þeim sem hafa þakkað Agnesi fyrri vel unnin störf.
Það sýnir best trygglyndi hennar við klúbbinn að hún skuli ekki löngu hafa gefist upp fyrir þeim ósvífnu árásum sem hún hefur setið undir frá félagsmönnum. Hennar skarð verður erfitt að fylla og það verður ekki öfundsvert fyrir þann/þá sem mun taka við af henni, hver sem það nú verður.
Emil Borg
08.07.2008 at 15:05 #625532Sæll Gylfi
Þú getur notað arm úr 60 krúser ef þú finnur hann. Þessir armar liggja ekki á lausu, og ég sjálfur keypti hann á netinu. það er t.d. slóð einn hér að néðan.
Þeir hafa stundum verið til hjá Toyota og hafa þá verið á alveg þokkalegu verði. [url=http://http://cgi.ebay.com/ebaymotors/Trail-Gear-Toyota-Truck-4-Runner-Standard-Pitman-Arm_W0QQcmdZViewItemQQ_trksidZp1638Q2em118Q2el1247QQcategoryZ33587QQihZ003QQitemZ130114610306QQrdZ1QQsspagenameZWD1V:1b0tqfll][b:1b0tqfll]Armur á ebay[/b:1b0tqfll][/url:1b0tqfll]Kv.
Emil Borg
29.04.2008 at 15:24 #621782Gísli, virka flækjurnar ekki líka með túrbínu?
Ef maður skoðar myndir af t.d. keppnisbílum (kvartmílu) sem eru með túrbínu, eru þeir oftast með flækjum líka. og allt lesefni sem ég hef séð um þetta segja að flækjur geri allavega sama gagn á dílselvélum, jafnvel meira.
Það væri gaman að prófa þetta, en ég nenni ekki að smíða flækjur á minn til að prófa.kv.
Emil
25.04.2008 at 09:11 #621460Sælir allir
Eitt skemmtilegasta atvik sem ég hef upplifað á fjöllum tengist milligírnum hans Tóta, sem hann lýsir hér að ofan.
Ég held það hafi örugglega verið í fyrstu ferðinni með milligírinn sem við Tóti fórum upp í setur. Ég sem farþegi hjá honum. Á leiðinni uppeftir fór að syngja talsvert í milligírnum, þannig að við ákváðum að á meðan restin af hópnum fór í bíltúr í Kerlingarfjöll, myndum við komast fyrir sönginn.
Víð tókum kassana undan, og þegar við vorum búnir að rífa milligírinn í frumeindir, og höfðum raðað öllum hlutunum skipulega á afturhlerann á bílnum, kemur að vélsleðamaður. Það gustaði af honum þegar hann arkaði til okkar, og spurði með með miklu háði í röddinn: [b:12mkp0sc]Er bilað hjá ykkur??[/b:12mkp0sc]
Tóti leit á manninn, graf alvarlegur og svaraði: [b:12mkp0sc]Nei, hann var bara að spyrja mig hvernig þetta virkaði, og ég ákvað að sýna honum það.[/b:12mkp0sc]
Þið hefðuð átt að sjá þegar andlitið datt af sleðamanninum. Ég mynnist þess ekki að hann hafi sagt fleira áður en hann settist upp á sleðann og keyrði burt.kv.
EmilP.s.
Það vara lítil koparskinna sem orsakaði sönginn.
27.03.2008 at 15:47 #618592Sæll Tómas
Ég tek undir það sem Ívar sagði. Notaðu 50q kapal. Töflur segja að þú þurfir ekki svo sveran vír, en þær miða við 230V. en ekki 12V. Spennufall er miklu meira á 12V. en 230V., þannig að ekki spara í kaplinum, og vandaðu til allra tenginga.
Svo mæli ég með því að þú setjir öryggi á kapalinn, því ef þú lendir t.d. í aftanákeyrslu og tengið skammhleypist, getur þú lent í djúpum skít. Lyftaraöryggi, 300A. er málið.
Kv.
Emil Borg
17.03.2008 at 12:58 #617818Sæll Bjarki
Vantar ekki plúsinn inn á mælana hjá þér?
Mælarnir sem þú nefndir fá mínus frá skynjurum, þannig að líklega vantar plúsinn. En er hraðamælirinn ekki barkatengdur? Ef svo er, er barkinn væntalnega í sundur.Emil
17.03.2008 at 08:17 #617738Sæll aftur Kristinn
Ég hef atvinnu af því m.a. að flytja inn rofa og annað dót. Ég ráðlegg þér að eyða ekki tíma í okkur sem í því stöndum, heldur fara beint í Vöku. Það er lang einfaldast fyrir þig og skilvirkast. Þú getur notað þennan rofa úr nánast hvaða bíl sem er án vandræða.
Kv.
Emil
-
AuthorReplies