Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
07.02.2003 at 13:01 #468110
Þetta er líklega rétt hjá þér Teddi.
Ég ætlaði einmitt að setja inn myndir af þínum.
Emil.
06.02.2003 at 22:02 #192138Sælir strákar.
Veit einhver hvað er að myndaalbúminu?
Það er ekki hægt að setja inn myndir þessa dagana.Emil
06.02.2003 at 21:58 #468082Sælir
Þarna get ég talað af reynslu, og tek undir með Bjarna.
Ég smíðaði fyrir mörgum árum stífur undir Bronco sem ég átti. þar var uppsetningin ekki ósvipuð og hjá HalldorG, en þó var aftara augað undir hásingunni miðri. Það endaði með ósköpum. Þetta brotnaði, og hásingin snérist um sjálfa sig. Sem betur fer var ég að taka af stað þegar það gerðist.
Ég endaði í fourlink sem reyndist vel.
Kv.
Emil
06.02.2003 at 17:46 #468056Sælir.
Ég er með festingu frá Aukaraf, og get ekki mælt með henni. Allir liðir á henni leka niður, sama hversu mikið er hert, og ég þurfti að stífa mína mikið af til að fá hana þokkalega stöðuga.
Prinsippið er gott, en þvi miður er þetta ekki það sem ég vonaðist eftir. Trúlega er hún smíðuð fyrir mun léttari tæki en fartölvu. Svo virðist mér smíðin ekki vera fyrsta flokks, t.d. þarf að passa að þegar borðið sjálft er sett á festinguna má það ekki setjast alla leið niður, því þá herðist það ekki rétt saman.
Ég veit svosem ekki hvort aðrar festingar séu nokkuð betri.
Kv.
Emil
06.02.2003 at 17:40 #467922Elvar,
Ég er ekki viss um að það sé málið að uppfæra Garminn. Trúlega er Garmurinn orðinn fullkomari en forritið. Ég tel líklegt að þetta stafi af því að þessi fullkomnu tæki okkar eru með mikið meira track mynni heldur en eldri tækin. Ennig geyma þau fleri trökk heldur en eldri tækin.
Ég geri ráð fyrir að nýrri gerðir Visual Series geti þetta, en ég sjálfur hef ekki séð yngra að version 4 af þeim góða hubúnaði. Nú er komin version 6.
Ég veit að nýjustu útgáfur bæði Ozi og MapSource fara létt með þetta.En í sambandi við hugbúnaðinn í Garminum, þá geturðu sótt hann á vef Garmin. Nýjasta útgáfa fyrir tækin okkar er frá 22. jan. 03. eða splunku ný. Ég á eftir að sækja hana sjálfur. Verðum við ekki að prófa?
En hafið þið þarna úti prófað að nota OziExplorer eða MapSource? Og hefur einhver séð íslandskort fyrir MapSource? Ég sjálfur hef aðeins prófað Ozi, og lýst ágætlega á. Hann er sérstaklega góður fyrir gamlar þreyttar tölvur, því forritið er mjög lítið.
Kv.
Emil
05.02.2003 at 22:37 #467540Sammála, sammála.
Þetta var vel mælt.
Ég vil þó bæta við vogaraflinu sem fjöldinn hefur á þá sem ráða þeim lögum og reglum sem við verðum að fara eftir.Sameinaðir stöndum vér…
Emil
05.02.2003 at 16:38 #467938Jahérnahér.
Vegir Toyota eru órannsakanlegir.
Þú ert með svo nýja vél og bíl, og ég þekki ekki stýringarnar á þessum nýmóðins dóti. Er ekki farið að stjórna þessu öllu með rafmagni nú til dags? það var ekki í þá gömlu góðu daga þegar minn var smíðaður.
En svona grínlaust, þá ertu örugglega að glíma við sambandsleysi einhversstaðar. Gæti verið þannig að mælirinn fái jörð um leið og straumur fer á 4wd ljósið. (ef ég man rétt þá er fastur straumur á ljósið, og mínusinn kemur frá rofanum) það gæti þurft að athuga kontakta aftaná mælunum sjálfum, eða í millitengjum á leið frá snúningsnemanum hvar sem hann nú er, að mælinum.
Emil
05.02.2003 at 15:25 #467914Sæll.
Þetta er ekki alveg rétt hjá Skúla, því sum tækin geta ekki sent trökkin í Navtrek. Ég er sjálfur með Garmin 162, og þetta virkar ekki með það tæki. Áður var ég með Garmin 128 og þar virkaði þetta fínt.
Ég er búinn að prófa að sækja trökkin í tækið með OziExplorer, og það virkar fínt. Þá þarf að búa til rútu úr trakkinu, og flytja hana í Navtrek. Það er smá handavinna. Mér hefur ekki tekist enn (svosem ekki reynt mikið) að exporta trakk sem textaskrá úr Ozi og innporta í Navtrek. Það má vel vera að það sé hægt.
kv.
Emil
05.02.2003 at 15:20 #467934Er semsagt snúningsmælir á þinni? Ekki minni.
Er ekki líklegt að neminn sé annaðhvort á olíuverkinu eða við trissuna á sveifarásnum?
Ef þú finnur hann máttu gjarnan deila vitneskjunni.
kv.
Emil
05.02.2003 at 11:24 #467900Ja, nú hefði verið gott fyrir ykkur að vera á fundinum á mánudaginn.
Þar kom fram að nákvæmari kortin koma út á næstu tveimur útgáfum á diskinum. það verður á þessu ári og næsta.
Fyrst 1:100.000. og svo 1:50.000.Hugbúnaðurinn sem er á disknum kemur frá Danmörku, en danskurinn er blankur og hefur ekki pening í að uppfæra forritið. það hefur heldur aldrei verið ætlað til að trakka eftir, og verður trúlega aldrei þannig.
Svo er því við að bæta að kortin eru á einhverju spes formati sem danskurinn bjó til. það mátti skilja þann sem kynnti þetta á fundinum að það væri mögulegt að breyta þessum kortum þannig að þau mætti nota í önnur forrit. Hann sagði allavaga að það væri örugglega einhver búinn að finna lausn á því. Hann sýndi okkur sýnishorn af nýju skönnununum af kortunum sem koma næst, og þau lofuðu mjög góðu. Það verður spennandi að sjá þau.
Kv.
Emil.
31.01.2003 at 18:28 #192087Sælir utanfélagsmenn.
Ég hef tekið eftir því í gegnum not mín af þessum vef, að þið eruð þó nokkrir sem ekki eru félagar í Ferðaklúbbnum 4×4, og er svolítið að velta fyrir mér ástæðunni.
Ég sjálfur er búinn að vera félagi síðan ?88, reyndar með smá hléi. Í klúbbnum hef ég kynnst stórum hópi frábærs fólks, og átt frábærar stundir, bæði í byggð og óbyggð. Reyndar var ég svo heppinn að kynnast mínum bestu vinum í gegnum klúbbstarfið.
Ég geri ráð fyrir að þið séuð meðvitaðir um þau störf sem unnin hafa verið á vegum klúbbsins, bæði í því að bæta ímynd okkar jeppamanna og ekki síst í baráttunni við að fá yfir höfuð að aka breyttum bílum, og ég er ekki í vafa um að þið vitið um ávinninginn af því að vera með félagsskírteini í vasanum ef maður þarf t.d. að versla í Bílanaust og víðar.
Því spyr ég, hvað er það sem heldur ykkur frá klúbbnum? Ég hef oft velt þessu fyrir mér, og vonast til að þið getið svolítið uppfrætt mig.
Ég er alls ekki að halda því fram að allir eigi að ganga í klúbbinn, þó mér þætti það æskilegt, því það er okkur í hag að vera sem flestir, því þá er vogarafl okkar meira.
Með kveðju,
Emil Borg
31.01.2003 at 18:04 #467380Sælir
Ég er með borð sömu tegundar og selt er í Aukaraf. Það er fest í gólf/sæti eða eitthvað þvílíkt. Hugmyndin er góð, og það er hægt að stilla þetta í allar áttir. En ég er ekki sáttur. Þetta leikur allt á reiðiskjálfi, og allar herslur losna á fáum mínútum. Ég þarf að laga mitt heilmikið til að það verði gott.
Emil
29.01.2003 at 11:36 #467180það er gott að heyra að þetta sé allt á beinu brautinni.
Það verður gaman að sjá bílinn á fjöllum, enda stórglæsilegur í alla staði.Emil
29.01.2003 at 09:00 #467176Sælir allir.
Veit einhver hvernig þessu máli er farið? Ég hef frétt að Toyota geti ekki staðið við afhendingar sem búið var að lofa, og að þeir hafi ekki lausn á þessu máli með frambremsurnar.
Er ekki annars svolítið skrítið að minnka bremsur á bílum? Er það forsvaranlegt öryggisins vegna?Emil
28.01.2003 at 19:37 #466854Bjarni,
Þú villt kanski segja okkur hvað þú ert búinn að eiga fínu græjuna lengi, og hvernig hún virkar, t.d. við að stjórna loftpúðunum?
Emil
24.01.2003 at 18:43 #466940Ford,
Ef þú kveikir í bensín/dísel gufu undir gífurlegum þrýstingi eins og er í brunahólfi bílvélar, hvað gerist? Brennur það hægt og rólega, eða verður sprenging? Ef vélin þín er að snúast 3000 snúninga á mínútu, eru það 50 hringir á sek. Það þýðir að hver snúningur tekur 0,2 sek. Er ekki óhætt að kalla það sprengingu? Ég man heldur ekki betur en að við notum gerð véla sem kallast sprengihreyfill, eða Internal-combustion engine á útlensku.
Emil
24.01.2003 at 16:08 #466934Sælir allir.
Strákar, ég vil endilega benda ykkur á að lesa grein sem er
[url=http://www.highpower.freeserve.co.uk/water.htm:3jmruhuc]að finna hér.[/url:3jmruhuc] Hún útskírir vel hvernig vatnsinnsprautun virkar, og hversvegna. Eins og fram kemur þar eru áhrifin fyrst og fremst kæling í sprengihólfinu, og í framhaldi af því að minna fer fyrir köldu lofti en heitu, að hægt er að koma meira eldsneyti inn í vélina.Þið bendið á að vatn þenjist út 1700 sinnum við að breytast í gufu, og mér dettur ekki í hug að efast um það. En hversu mikið haldið þið að bensín eða díselgufa þenjist út við sprengingu?
Emil.
24.01.2003 at 12:49 #466928Það eru greinilega einhverjar villur í þessum slóðum mínum.
Trúlega er auka skástrik aftan við þær.sorrý
Emil
24.01.2003 at 12:46 #466926Hér eru nokkrar slóðir sem ég fann í fljótheitum.
[url=http://www.aquamist.co.uk/:2pwwl12m]Slóð 1[/url:2pwwl12m]
[url=http://http://www.se-r.net/about/200sx/scc/feb99/water_injection.html/:2pwwl12m]Slóð 2[/url:2pwwl12m]
[url=http://www.racetep.com/wik.html#faq/:2pwwl12m]Slóð 3[/url:2pwwl12m]
[url=http://www.rallycars.com/Cars/WaterInjection.html/:2pwwl12m]Slóð 4[/url:2pwwl12m]
[url=http://homepage.swissonline.ch/3000gt/water_injection.html/:2pwwl12m]Slóð 5[/url:2pwwl12m]Það má örugglega finna miklu fleiri.
Emil.
24.01.2003 at 12:03 #466924Blessaður.
Þetta er nú heldur mikil einföldun hjá G7729. Það er ekki verið að tala um að fylla vélina af vatni, heldur er spautað með háum þrýsting litlu magni.
Vatnsinnsprautunin gerir aðallega þetta:
Hún kælir blönduna í brunahólfinu og kemur því í veg fyrir forsprengingar, mishita í brunahólfinu (hot spot) og bætir brunann á allan hátt. Á bensínvél má líkja áhrifunum við að nota bensín með hærra oktangildi.
Við lækkun hitastigs í brunahólfinu fellur þrístíngur líka. Því er óhætt í flestum tilfellum að hækka þjöppu eða auka við blástur túrbínu, og dæla því meira lofti og eldsneiti inn á vélina.
Aukið loft + eldsneyti = meiri kraftur)
Þetta virkar jafnt á bensín og dísel vélum.Hefur þú ekki annars tekið eftir því að bílar eru kraftmeiri í fínni rigningu en í þurru veðri?
Vatnið er ástæðan.Ég er ekki viss um af hverju maður heyrir ekkert um að menn séu að prófa þetta. Ég hef hugsað um það sjálfur, en ekki gert meira en að hugsa. Ég geri ráð fyrir að það sé í lagi að blanda vatnið með einhverju sem ekki frýs, en hef þó ekki kynnt mér það. En er það nokkuð vandamál þó það frjósi? Þiðnar ekki fljótlega í húddinu hjá manni, ef forðabúrið er nálægt vélinni?
Kveðja,
Emil.P.s. Það má finna fullt af upplýsingum um þetta á netinu.
-
AuthorReplies