Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
09.03.2003 at 21:34 #470144
Sæll Liam.
Það er engin ástæða til þess að hlaða rafgeyma öðruvísi en í bílnum. Þegar þú keyrir gerist nákvæmlega það sama og þegar geymirinn er tengdur við hleðslutæki. Þ.e. inn á hann fer straumur. Ef hleðslan í bílnum er í lagi er það allt sem geymirinn þarf.
það er ekki galið að vera með voltmæli. Sérstkalega ef þú ert með mikið af aukadóti á bílnum, eins og kastara og spil. Voltmælirinn sýnir best allra mæla ef geymirinn er að tæmast. Þú getur líka fylgst með ástandi geymisins með voltmælinum. Hann er best að tengja í svissaðan straum. Þá er mælirinn ekki að taka straum þegar bíllin er ekki í gangi. Hann tekur reyndar mjöööög lítinn straum sjálfur. Einnig er best að tengja hann sem næst svissinum til þess að minnka líkurnar á spennufalli í tengingum og þess háttar.
Kv.
Emil
05.03.2003 at 21:42 #468136Sæll Rikki.
Þetta virðist vera spennandi diskur hjá ykkur.
Manstu nokkuð hvað hann kostar?Emil
26.02.2003 at 12:48 #469272Sælir.
Ég vil benda ykkur öllum á að kíkja ágömlu eintökin af Setrinu sem er að finna hér á vefnum. Þegar flett er í gegnum þau má sjá hvaða málefni hafa verið efst á baugi hjá félagninu á hverjum tíma.
þar má t.d. sjá að fyrir allnokkrum árum var stóðum félagsmönnum til boða fræ og ruslapokar til að taka með í ferðir undir slagorðinu "fræ á fjöll – ruslið heim" Þetta átak miðaðist að sjálfsöggðu við sumarferðir sem eru jú á færi allra jeppa, óháð dekkjastærð.
Þetta er aðeins eitt dæmi um þá margháttuðu starfssemi sem klúbburinn hefur staðið fyrir og má lesa um í gömlum heftum af Setrinu.
Emil Borg
25.02.2003 at 22:05 #469418Sæll Arnór.
Ég verð nú að leiðrétta smá misskilning hjá Þér.
Nafn skálans okkar er ekki dregið af staðsetningunni. Það fór fram samkeppni um nafn hússins og þetta varð ofaná. Lengi vel var talað um að fara upp í Skálabotna, og það urðu margir fúlir þegar Seturs nafnið var valið framyfir það.
Auðvitað hafði nálægð Setanna (hvernig beygir maður þetta annars) áhrif á nafngiftina, en frekar er vitnað í húsið sem setur, þ.e. háklassa viðverustað.
kv.
EmilÉg tek líka undir það að það er FÍNT að fara upp á Lyngdalsheiði.
25.02.2003 at 21:41 #469242Strákar, nú verð ég að játa að vera algerlega áttavilltur.
Um hvaða gjöld eruð þið að tala??þarf að borga fyrir að fara í nýliða- eða aðrar skipulagðar ferðir hjá okkur í Ferðaklúbbnum??
Ég er ekki að rengja það sem þið segið, hef bara aldrei heyrt á það minnst. Um hvaða upphæðir er verið að tala?
Emil
25.02.2003 at 20:25 #469380Sælir.
Því meira sem ég hugsa um þetta, því meira hissa verð ég. Það er enginn að biðja um að þeir haldi stóra veislu með nautasteik og rauðvíni, þar sem allir verði svo leystir út með kastarasetti eða varaöxlum. Alls ekki.
En að umboð sem selur 80% allra bíla sem notaðir eru í fjallferðir skuli ekki bjóða okkur velkona á bílastæðið sitt á þessum lang stærsta jeppadegi sem haldinn hefur verið er mjög skrítið.
Ég hefði orðið stoltur af að koma til þeirra í Kópavoginn, þiggja kanski einn kaffibolla og e.t.v. límmiða með Toyota merkinu. það væri varla svo mjög kostnaðarsamt, en myndi vera hin besta markaðssetning.
Getur verið að þeir séu farnir að taka okkur sem sjálfsagðan hlut, og hugsi sem svo að við komum hvort sem er?? Ég veit ekki.
Kv.
Emil Borg
25.02.2003 at 09:56 #468878Sko…
Siggi, ég hélt við værum vinir. Brakar nokkuð í framfjöðruninni í dag??
En fyrst þú endilega villt…
Ég get því miður ekki sett myndir inn héðan í vinnunni, en geri það þegar ég kem heim.
Emil
24.02.2003 at 23:55 #469232Sælir.
Eiki, þetta held ég sé nú ekki alveg rétt hjá þér. Allavega ekki að öllu leiti.
Þeir sem ég þekki hjá Útivist eru akkúrat þeir sem eru í því að skipuleggja ferðirnar há þeim.
Hér væri gaman að fá álit ykkar Útivistarmanna, t.d. þína Viðar. Ég geri ráð fyrir að þú lesir þetta, enda góður og gildur félagi beggja vegna.
Emil
24.02.2003 at 23:50 #468866Sælir.
Mér var svo mikið um að ég fékk stífkrampa í fingurna og mátti þá ekki hræra fyrr en nú. Ætla mínir menn ekki að gera neitt?? Og ég sem hef snúist frá trú á ameríska töfratrukka í að ferðast á langþreyttum sojaolíubrennara með fullt hanskahólf að þolinmæðispillum. Ja hérna hér.
Ég get nú ekki varist þeirri hugsum að þarna sé verið að líta aðeins niður til okkar sem stiðjum við bakið á Toyota. Við jeppakarlar erum örugglega bestu viðskiptavinir umboðanna. Mér dettur strax í hug hvort það geti verið við séum taldir frekar tregir. Og mynni á nafngiftina á nýja krúser. Nei, nú er ég hættur. það hefur nóg verið um það rætt.
Mitt nafn er löngu komið á lista yfir vinnumenn í þessari ferð, og miðað við hversu gaman var á jeppadegi fjölskyldunnar hér í denn, þá er þetta tilhlökkunarefni og verður okkur vonandi til sóma.
Emil
24.02.2003 at 23:27 #469228Sælir.
Ég er oft undrandi þegar ég hugsa um hversu mikil áhrif menn haldi að Einar Sól hafi í þessu félagi. Mér líkar ljómandi vel við Einar, en mér dettur ekki í hug að hann hafi þau áhrif á stóran hluta félagsmanna í 20 ára gömlu félgi að uppákomur þess standi og falli með honum. Því má heldur ekki gleyma að Einar hefur unnið mjög gott starf þó það sé greinilega ekki alltaf öðrum þóknanlegt, eða allavega hans starfsaðferðir.
Ég tel reyndar að stjórnin hafi gert mikil mistök með því að ræða ekki opinskátt um þennan ágreining þeirra Einars sem ég var að vona að væri gleymdur og grafinn. Það hefði verið öllum fyrir bestu að (Warn)spilin væru lögð á borðið. Sú aðferð að reyna að þegja málefni í hel virkar sjaldnast, og er til þess eins fallin að koma einhliða umræðu og rangfærslum af stað.
Mér finnst líklegra að aðrar ástæður en flokkadrættir hafi ráðið úrslitum um dræma aðsókn á árshátíðina, þó ég viti ekki hverjar. Sjálfur hef ég ekki farið á þær í nokkur ár, en var að velta þessari fyrir mér. það voru þó aðrar ástæður en innanfélagsmál sem komu í veg fyrir mína þáttöku í henni. Þær árshátíðir sem ég hef sótt hafa alltaf verið hin besta skemmtun. Lengi vel voru þær haldnar á sama kvöldi og Eurovision, en það var nú fyrir löngu síðan.
Mig langar aftur að velta því upp sem ég nefndi í síðasta pósti, og það er hvað við getum gert til að gera félagsstarfið aðlaðandi fyrir nýliða. Mig langar sérstaklega að fá álit þitt, Björn Þorri, því þú hefur ákveðnar og írgundaðar skoðanir á mörgu. (þetta er hól) Það er rétt að á síðasta fundi var mjög margmennt, og fundurinn fínn, en var það ekki aðallega hremmingum þorrablótsfara að þakka??
Og að lokum vil ég taka undir það sem Björn Þorri sagði um þá sem vinna gegn hagsmunum félagsins, og treysti þvi að hann telji mig ekki í þeirra hópi.
Emil
24.02.2003 at 22:01 #469224Sælir allir.
Ég er feginn því að Guðmundur var ekki að reyna að koma af stað umtali, og átti alls ekki von á því.
En það er réttmætt og tímabært að hugsa aðeins um hvers vegna önnur jeppafélög stækka eins hratt og raun er vitni. Sjálfur þekki ég nokkra sem eru í jeppadeild Útivistar, og sjálfur var ég nánast innlimaður í hana í haust. Það virðist líka vera fínasti félagsskapur.
Þessir ágætu menn finna okkar félagi það helst til foráttu að það sé erfitt fyrir nýja félaga að komast inn. Ég er ekki hissa á að það sé rétt. Mánaðarlegu fundirnir eru ekki vel til þess fallnir, enda að mestu orðnir auglýsingafundir að mínu áliti. Félagsmálin virðast vera aukaatriði, en kynningar á öllu mögulegu og ómögulegu taka ótrúlega mikinn tíma. Ég sakna þeirra tíma þegar stór hluti fundar fór í að ræða félagsmál á breiðum grundvelli. Menn létu í sér heyra og höfðu skoðanir. það leit út fyrir að aðeins ætti að taka á þessum málum um daginn þegar boðaður var liður á dagskrá sem hét önnur mál. En svo undarlegt sem það nú virðist var sá liður síðastur á dagskrá, og flestir farnir heim þegar að honum kom.
Þetta var nú smá úturdúr frá því sem ég var að hugsa um í upphafi. Þ.e. möguleiki nýrra félagsmanna að kynnast okkur hinum.
En hvernig er með fimmtudagskvöldin? Í örfá skipti hef ég sjálfur komið í Mörkina, en ekki stoppað lengi. það er rétt sem Björn Þorri skrifað í örðrum þræði að þar má hitta fugla af ýmsum gerðum, og hlusta á góðar sögur. En er þetta heppilegur vettvangur til að kynnast mönnum? Ég veit ekki. Þeir sem ég hef spurt segja svo ekki vera.
Ég hef enga töfralausn á þessu máli, en hef trú á að við þurfum að gera eitthvað í því.
Hefur einhver skoðun á þessu??
Ekki væri ég hissa á því.
Kveðja,
Emil Borg
24.02.2003 at 16:00 #469216Sælir.
Ég er einn þeirra sem fór í þetta svokallað "Einarsblót". Að halda því fram að við séum að kljúfa okkur úr félaginu er eins fjarri sannleikanum og verið getur. Allavega er þannig farið með mig.
Þannig vildi til að þetta var helgi sem hentaði mér og mínum félögum vel, og einnig sóttumst við í félagsskapinn sem var okku að skapi. þarna var meðal annara hópur manna sem ekki hefur sést mikið á fjöllum undanfarin ár.
Þetta má ekki skiljast þannig að ég (nú tala ég fyrir mig sjálfan) sé of góður til að umgangast einhvern ákveðinn hóp félagsmanna. Síður en svo. En eins og kom fram í fyrri pósti er mönnum heimilt að haga sínum ferðum að vild, eftir eigin hentuleika og velja sér ferðafélaga. Þannig var það í þetta skiptið.Að halda því fram að ef menn taka sig saman um ferðalög og borði saman skemmdan mat, séu þeir að kljúfa sig úr félaginu er ávísun á slúður og leiðindi. Ég vona að það hafi ekki verið tilgangurinn með skrifum Guðmundar.
Með kveðju,
Emil Borg
20.02.2003 at 17:56 #468820Sælir strákar.
Ég hef stundum hugsað mér að fá mér svona "go fast" síu.
Hver er ykkar reynsla af þeim? Er einhver munur, og er þetta peninganna virði?Emil
14.02.2003 at 09:12 #468458Sæll Krstján, Player1
Þú ert greinilega minn maður. Ég get bent þér á mun auðveldari leit til að fikta í bústinu heldur en að setja skinnur og dót undir ventilinn. Ég keypti nálaloka, slöngur, bústmæli og allt sem við á að éta í Landvélum fyrir ca. 3.500.- kr. Nú er ég með stilli inni í bíl til að fikta í. Ég skal með ánægju sýna þér útfærsluna við tækifæri.
En annað.
Þú segist hafa skrúfað upp í olíuverkinu. Hvernig gerðirðu það? Ég er aðeins búinn að spá í það, en hef ekki hugmynd um hvaða skrúfu á að skrúfa til að bæta við verkið. Er hægt að lýsa því í rituðu máli?Kv.
Emil.
13.02.2003 at 13:27 #468450Æ, Teddi.
Þurftirðu að skemma þetta fyrir mér.
Mér fannst þetta hlóma svo skemmtilega.Við Eyþór höfum veri að dunda okkur við að setja búst mæla og stilla í bílana hjá okkur. Nú getum við stillt þrýstinginn innan úr bíl í miðri brekku ef því er að skipta. En hvorugur okkar er með millikæli eða afgashitamæli, sem er jú allt að því nauðsinlegur eins og þú bendir réttilega á.
Emil.
13.02.2003 at 11:43 #468546Þetta er til í ýmsa bíla, t.d. Toyota.
En er þetta nokkuð sniðugt? Ég er ekki viss. Nú eru oft þær aðstæður að maður keyrir í t.d. 3. til 5. gír í lága, en færi bíður ekki upp á að nota háa. En ef maður er með enn lægra lágadrif, er það ekki úr sögunni?
Emil
12.02.2003 at 23:10 #468438Sæll og blessaður.
Ég veit að í Nýherja hafa verið seldar skjásíur fyrir kjöltuvélar. Þær eru rammalausar og festar við vélarnar með margnota límflipa. Þær eru held ég bæði til eingöngu sem glampavörn, og líka þannig að eingöngu sæist á vélina ef setið var beint á móti henni, sem er varla það sem þú ert að leita að.
Kv.
Emil
12.02.2003 at 23:06 #192169Sælir allir.
Ég er að spá í hversu mikið menn eru að blása inn á 2L vélar. (2,4l dísel Toyota)
Sjálfur er ég með 2LT sem er að blása orgínal um 6psi.
Hvað eru menn að láta túrbínur hjá sér blása, og veit einhver hversu hátt má fara án þess að hætta öllu?Það eina sem ég veit um þetta er að Teddi er að blása um 20psi á 6,5 GM.
Kv.
Emil
11.02.2003 at 11:05 #468270Sælir.
Ætli það væri nú ekki búið að gera eitthvað í málinu ef þetta væri "klárlega hönnunargalli". Auðvitað eykur það álagið á þessu eins og öðru að setja bílana á stór dekk. Og fyrir utan það að vera veikur punktur, er þetta leiðinda búnaður. þarna eru margir slitfletir og svo er aldrei hægt að leggja á bílana til hægri.
Tjakkur leysir "klárlega" vandamálið með brotin, en mín skoðun er sú að með því að skipta um stýrismaskínu og setja stýrisarm fáist á allan hátt betri og öruggari búnaður.
Kv.
Emil.
07.02.2003 at 15:49 #468144Sælir.
Má ekki aðeins pæla í þessum kubbum sem Benni talaði um á síðasta fundi? Hann sagði þá auka afl bensín túrbó bíla um 25-35%, og kubbinn vera viðbót v. tölvuna sem er til staðar í bílnum.
Mér fanst það hljóma spennandi.
Emil
-
AuthorReplies