Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
26.03.2003 at 22:30 #192405
Sælir.
Ég fann ekki aftur þráðinn sem Snorri Ingimars kom af stað um daginn, svo ég geri bara nýjan.
Ég tók mig til og mældi þetta hávísindalega.
Dekkin mín eru svolítið slitin Groundhawk, 38″ á 13″ breiðum felgum.Ég setti strik á dekkið, og samsvarandi á gólfið og rúllaði bílnum fram og til baka. Niðurstaðan var sú að algerlega óháð þrýstingnum í dekkinu (fór frá 20psi í 1,5psi) var vegalengdin sem dekki fór á heilum hring 287cm.
Mér sýnist þetta sanna það sem var auðvitað augljóst fyrir að hringurinn minnkar ekki þó hann sé aflagaður.
En Snorri.
Mælduð þið félagarnir ekki endur fyrir löngu hvað dekk hrinda frá sér af vatni, og ýmislegt annað skemmtilegt?Kv.
Emil Borg
26.03.2003 at 22:22 #471278Sælir allir.
Nú er heldur betur farið að styttast í þetta hjá okkur.
Veðurspáin hefur síður en svo versnað, allavega ekki frá [url=http://www.vedur.is/vedrid/stutt_spa.html?:3kc8r57n]Veðurstofu Íslands.[/url:3kc8r57n]Ef maður svo kíkir á [url=http://www.ecmwf.int/products/forecasts/d/guide/deterministic/world/msl_uv850_z500!Wind%20850%20and%20mslp!96!Europe!12!pop!od!oper!public_plots!latest!/:3kc8r57n]þessa[/url:3kc8r57n] spá, má sjá að þetta er alls ekki svo slæmt.
Það stefnir í að hópurinn verði 13 bílar. Svo er líklegt að við fáum heimsókn á laugardeginum frá þeim í Hveravallahópnum.
Ég kem til með að loka skráningunni um miðjan dag á morgun og mæli með því að þeir ykkar sem geta komi og hitti mig og Eyþór (sem stendur jafn mikið í þessu og ég), sjái framan í okkur og helst geri upp við okkur gistigjöldin.
Ég sendi ykkur kanski póst líka.
Kveðja
Emil
25.03.2003 at 13:27 #471256Einar,
Voðalega ertu svartsýnn.
Líttu nú þér nær og skoðaðu spána frá [url=http://www.vedur.is/vedrid/stutt_spa.html?:1104efvt]Veðurstofu Íslands.[/url:1104efvt]
Emil
25.03.2003 at 13:00 #471248Sæll Fastur.
Ég er ekki viss hvernig ég á að skilja þetta hjá þér.
Ætlarðu að koma með?? Ef svo er, hafðu samband með formlegum hætti svo ég geti fengið hjá þér allar upplýsingar.
Emil
24.03.2003 at 11:40 #471358Sæll Björn.
Ég er alveg hjartanlega sammála þér um að þeir sem eru ekki góðir og gildir félagar eigi ekki að njóta þess sem við hinir erum að berjast fyrir að byggja upp.
það má líka vera að það sé stærri hópur en mig grunar sem eru með ólöglega stöðvar. Voru þær eikki kallaða "smeglaðar"?
En það sem ég ekki skil er því ég sem er fullgildur félagi og hef verið árum saman, má ekki vita þessar tíðnir. Þó ekki væri til annars en að stilla loftnetið mitt sjálfur.
Ég er einn af þeim sem vill gera allt sjálfur, og það fer ferlega í taugarnar á mér að geta ekki stillt lengdina á loftnetstoppnum mínum sjálfur. Þú svarar örugglega á þá leið að ég geti bara farið til Sigga Harðar og fengið þá til að klippa toppinn. Það er akkúrat það sem ég gerði, en þar voru menn ekki á einu máli um hversu langur hann ætti að vera.
Í þessum bæklingi Sigga (sem ég veit ekki hvernig er til kominn) kemur m.a. fram að rás 16 sem einhverjir hér hafa talið vera opna öllum er neyðarrás báta. Ekki hafði ég hugmynd um það, enda ekki með þá rás í minni stöð.
Kveðja
Emil.
24.03.2003 at 09:12 #471354Sælir.
Ég hef látið þá skoðun mína í ljós áður að þetta eru skrítin rök.
Síðastliðið fimmtudagskvöld var ég í Mörkinni og rakst á bækling liggjandi á borði frá Sigga Harðar. Bæklingurinn heitir ef ég man rétt "Kallmerkjaskrá" eða eitthvað þvíumlíkt.
Í þessum bækling eru tíðnir allra hjálparsveitarásanna byrtar. Ef það má, því ekki okkar tíðnir?
Og hversu margir eiga talstöðvar sem þeir geta forritað sjálfir? það er varla stór hópur.kv.
Emil
22.03.2003 at 22:49 #459970Sælir.
Ég ætla ekki að þykjast hafa töfralausn á innheimtumálunum. En mér dettur nú í huga að stundum gleymi menn hreinlega að borga gjöldin þegar í bæinn er komið, án þess að ætla sér að svíkjast um. En hitt er ábyggilega algengara að menn hreinlega svíkist um viljandi.
En í sambandi við að hafa rafræna aðgangsstýringu, þá þekki ég nokkuð til þar. Svoleiðis búnaður er ekki heppilegur til notkunar í skálum. Fyrir það fyrsta er ekki líklegt að hita og rakasveiflur færu vel í hann, og svo er þetta tölvustýrt. það er svosem ekki útilokað að þetta gæti gengið, en því væri ekki að treysta.
Mér lýst betur á þá hugmynd að setja myndavél sem horfir á innganginn og tekur mynd af þeim sem ganga um. Það eru tæki sem auðveldlega mætti setja upp við þessar aðstæður og krefjast ekki annars en 12v. geymis og sellu.
Aðal gallinn við svona dót er að myndavélin er mjög dýr.Kv.
Emil
22.03.2003 at 22:39 #471378Strákar.
Þetta er náttúrulega hrein snilld.
Þarna er enn eitt dæmið um að grútarbrennararnir okkar eru bensínhákunum svo langtum fremri.Á tiltektardögum í eldhúsinu má tæma djúpsteikingarpottinn, gömlu ólífuolíuna, matarolíuna og lýsið sem er aðeins farið að fúlna og hella öllu á trukkinn. það má nota aukatankinn í þetta, því ekki þarf að bæta öðru við en hita í hann til að halda herlegheitunum fljótandi.
Og er ekki betra að hafa ylm af frönskum kartöflum (eða frelsiskartöflum eins og kaninn kallar þær í dag) í kjalsoginu heldur en hráan olíufnikinn??
Olíukveðja,
Emil
22.03.2003 at 22:30 #471344Sæll Lalli.
Nú ertu kominn á hálan ís. Búinn að grafa upp þessar leynilegu tíðnir.
Endurvarparnir sem við notum, þ.e. rásir 44,46 og 88 nota sitthvora aðferðina við þetta.
Rás 44 og 46 senda á hærri tíðninni, en 88 á þeirri lægri.
Hvað ræður þessu hef ég ekki hugmynd um.
Svo notar rás 46 sítón, en ekki hinar tvær.kv.
Emil
21.03.2003 at 22:42 #471242Fastur, vertu velkominn.
Mér væri sönn ánægja að sjá amerískan jeppa í flotanum.
Reyndar þætti mér sjálfum betra að á honum stæði Ford. En skítt með það.En ef þú talar í alvöru, hringdu í mig eða sendu mér póst.
Kv.
Emil.Ps.
það er hópur frá Útivist á leið í setrið í fyrramálið og þá kemur í ljós með færð og sjóalög.
21.03.2003 at 09:08 #192383Sæl öll sömul.
Nú er orðið stutt í 4ra ferða helgina og tími til kominn að ská sig til þáttöku.
Ég vil mynna ykkur á að í boði eru 4 ferðir, allar nokkuð ólíkar.Þessar ferðir eru tilvaldar til að kynnast öðru jeppafólki, og því er upplagt fyrir nýja félaga, eða þá sem eru að hugsa um að ganga í félagið að taka þátt í þeim.
Ég vil benda þeim sem hafa hug á að vera með í ferðinni í Setrið að setja sig í samband við mig í síma 898-8506, eða á emil.borg@isl.is
Ekki er annar kostnaður við ferðina frá klúbbsins hálfu en gistigjald í Setrinu, og fallið hefur verið frá þeirri kröfu að jepparnir kosti 5 millur eða meira.
Með kveðju,
Emil Borg
20.03.2003 at 23:35 #471220Sæll Flippi.
Ég hef ekki hugmynd um hvort það gerir eitthvað fyrir þig að skrúfa upp olíuna. Þú verður bara að prófa. En eins og Isan segir skalltu passa vel upp á hversu mikð þú skrúfar. Þessi blessaða skrúfa er á leiðinlegum stað og allavega hjá mér var best að taka framhjólið undan og komast þá leiðina að.
En með hitaskynjarann, þá er enginn auka nippill á vatnskassanum, og ég veit ekki um neinn á blokkinni. Þó gæti vel verið að þú gætir útbúið "T" stykki og sett í gatið sem orginal hitamælirinn notar. þá værirðu með báða í sama gatinu og á besta stað. Í blokkinni er rörsnitti, og fittings sem passar í það fæst í öllum búðum sem selja píparadót. Og örugglega bæði í Landvélum og Barka.
Kv.
Emil
20.03.2003 at 14:47 #471214Þú þarft að koma hitanemanum einhversstaðar í vatnskassann. það er enginn stútur í honum, en rafmagnsviftur eru lang oftast með hitanemann í kassanum og þá sem næst þeirri slöngu sem fer aftur inn á vélina. þú gætir þurft að setja nippil í kassann. Svo er líka hægt að setja "T" á lögnina inn á vélina.
Einfaldasta aðferðin er samt að setja rofa inni í bíl sem stjórnar viftunni. þá kveikir þú bara þegar þér finnst bíllinn orðinn heitur.
Emil.
P.s. Skrúfan til að bæta við olíuverkið er aftan á verkinu, rétt fyrir ofan nippilinn þar sem olína fer inn á verkið. Passaðu þig bara að skrúfa ekki nema ca. 1/4 úr hring í einu.
16.03.2003 at 15:10 #470838Sælir
Þið sem efuðust um mínar röksemdir hafið að hárrétt fyrir ykkur. Að hliðtengja 2 12v. geyma er auðvitað allt í fínasta lagi. Þeir deila hleðslunni á milli sín sjálfir og hjálparlaust. Þetta er orginal í fjölmörgum bílum og þar á meðal mínum.
Ég var með hugann við 2f. kerfi, þar sem annar geymirinn er eingöngu fyrir startið, en hinn fyrir allt annað. Þá þarf hleðsludeili.
En í einu er ég ekki sammála Eik. Það er að hleðsla geymis ráði spennunni á honum. Það er ekki fyrr en geymir er orðinn allt að því tómur að spennan lækkar. Fram að því er hún mjög svipuð. Sama og gerist í alcaline rafhlöðu.
Kv.
Emil.
14.03.2003 at 23:49 #470816Sælir.
Það er ekki rétt að það sé í lagi að hliðtengja 2 geyma misstóra. þeir mishlaðast við það og það getur skapað alls konar vandamál eins og hita og stutta endingu. Hleðsludeilirinn er uppbyggður af 2. díóðum sem hætta að hleypa straum í gegnum sig við ákveðna spennu. þetta er eingöngu til að nota ef hlaða á 2 geyma með sömu spennu.
Það sem heijo er að lenda í er allt annað mál en reyndar tengt. þar er verið að taka mismikinn straum af geymunum sem eru hlaðnir með sama alternator. (Geymarnir eru raðtengdir) Þegar alltaf er verið að taka meiri straum af öðrum geyminum ákveður alternatorinn að hlaða báða þegar aðeins vantar á annan.
Þetta er hægt að leysa með því að taka jafnt af báðum geymunum. það er algengasta aðferðin. Ef maður veit nokkurn vegin hvað tækin taka mikinn straum (það má mæla með ampertöng eða mæli) er hægt að deila því jafnt á báða geymana.
Þetta er stöðugt vandamál í bílum með 24v. spennu. Flestir virðast leysa málið með sér geymi og alternator fyrir 12v. þvi eins og heijo bendir á þarf ansi góðan spennubreyti fyrir allt þetta dót.
Passið þið bara í þessu eins og öðru rafmagnsveseni að nota nógu svera víra. Það er allt of algengt að menn noti of granna víra sem valda hita og spennufalli sem veldur erfiðleikum í tækjum eins og talstöðvum.
kv.
Emil Borg
13.03.2003 at 21:03 #470758Sæll Viðar.
Ertu nokkuð að gefast upp á jeppanum, og farinn að leita að ódýrari ferðamáta???
Ég frétti að þú hefðir að sjálfsögðu keyrt af þér alla Datsúnana um daginn.
Emil
12.03.2003 at 23:00 #470454Takk Palli.
Þetta er akkúrat það sem mig vantaði að vita.
Emil
11.03.2003 at 21:24 #470448Sælir.
Það vildi enginn svara mér, þannig að ég geri það bara sjálfur.
Eftir talsverða leit fann ég skrúfuna sem stjórnar olíunni aftan á oíuverkinu mínu, falda bakvið fullt af slöngum.
En það er eitt sem mér finnst skrítið. Hér er allt vaðandi í snillingum sem hafa vit á öllu mögulegu og ómögulegu, en það virðist oft vera að þegar einhvern vantar hagnýtar upplýsingar þá þegja allir þunnu hljóði. En svo nenna menn að skrifa langhunda í æsingatón um ekki neitt.
Og talandi um það. Þið eruð náttúrulega búnir að sjá að félagi Lada er að leita að reiðhjóli?
Ætli hann sé að fara að ferðast með íslenskusnillingunum á 35" Toyotunum? Hann ætlar trúlega að sanna í eitt skipti fyrir öll að það er ekki dekkjastærðin sem skiptir máli, heldur ökumaðurinn.Kv.
Emil.P.s. Ég er með olíuverk, og meira að segja stundum gangverk.
10.03.2003 at 21:11 #470390Sæll Sveinn.
Þú ert trúlega að meina að þinn sé mikið kraftminni en aðrir samskonar bílar.
Það sem ég held þú ættir að athuga er eins og áður hefur verið bent á hér með loftleka og tregðu í síjum. Einnig hvort hann sé ekki örugglega að fá nóg loft.
Er nokkuð ventlaglamur í vélinni hjá þér? Ég tók einu sinni upp á því að stilla ventla í mínum, og hef aldrei fengið aðra eins aflaukningu ( í prósentum).
svo er líka spurning hvort nokkuð sé búið að rugla tímanum á olíuverkinu hjá þér. það má víst alls ekki.
kv.
Emil
10.03.2003 at 21:07 #192326Sælir snillingar.
Nú langar mig að reyna á snilli ykkar.
Í mínum fjallatrukk er 2,4l. dísilvél, nánar tiltekið 2LT frá Toyota.
Ég veit að það er hægt að skrúfa upp og niður í olíuverkinu á honum, en hef ekki hugmynd um hvar. það er skrúfur útum allt á þessu dóti. Ég mynnist þess að hafa einhverntíman heyrt um að þessi tiltekna skrúfa sé aftaná verkinu, en langar að fá það staðfest.
Það er líka annað fyrst ég er byrjaður á þessu.
Á mínu olíuverki er tekið inn búst frá túrbínunni. Getur einhver frætt mig á tilgangi þess, og eins hvort eitthvað sé hægt að fikta í því?Ég er að spá í að reyna að fá eins og eitt hestafl eða tvö í viðbót, (ekki að það þurfi), eða allavega að bæta við smá reyk, þannig að menn gætu haldið að ég sé á margra miljón króna Patrol inni í reykmekkinum.
Kv.
Emil
-
AuthorReplies