Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
04.07.2003 at 11:09 #192699
Sælir spekingar.
Ég er í þeirri aðstöðu að afturbremsurnar á Hiluxnum mínum eru orðnar slitnar og skálarnar sérstaklega. því hefur mér dottið í hug að setja diskabremsur.
Það er ekkert mál að finna dælur, því Subaru dælur virka trúlega mjög vel í þetta, og þær eru með handbremsu. En það er spurning um diska. Veit einhver um 6 gata diska sem má nota án þess að borga bílverð fyrir þá? Ef það væri 5 gata mætti nota Lada sport, en því er ekki til að dreyfa.Emil
04.07.2003 at 11:00 #474634Sælir.
Ég hefði kanski átt að taka það fram að ég var bara að spekúlera en er ekki endilega á annari skoðun.
En hvað um það. Sjálfur er ég með gamlan Hilux með loftpúðum að aftan. Það er að mínu mati frábær búnaður. Ég er búinn að vera á bílnum í 2 ár, og hef reyndar þurft að skipta um annan púðann, en það var vegna þess að hann var of utarlega og dekkið náði í hann. Að öðru leiti er þetta algerlega viðhaldsfrýtt.
Ég er ekki sammála því að það þurfi flókið loftkerfi til að nota púðana. Ég er með 2 ventla sem ég pumpa í þá með. Það er gert á nokkurra vikna fresti því þeir leka smávegis, en margfalt minna en dekkin mín. Og ég er algerlega ósammála því að það þurfi stöðugt að vera að pumpa í og úr púðum. Mín reynsla er sú að þeir virka best í einni stöðu, og það breytist nánast ekkert eftir hleðslu bílsins. Og með dempara. Ég er með Rancho 9000, og hef aldrei litið á þá. Veit ekki hvernig þeir eru stilltir, og þarf ekki að vita, því þetta virkar mjög vel.Kv.
Emil
03.07.2003 at 15:04 #474630Sæll Lúther.
Hver eru rökin fyrir því að loftpúðar ættu ekki að vera undir bíl að framan?
Emil
30.06.2003 at 17:07 #474572Sælir.
Ég kann eins litla sem ég ætla að deila með ykkur, þó hún sé ekki nærri eins krassandi og vina minna Eyþórs og Bjarna.
Fyrir fáeinum árum ætlaði ég að vera við skálavörslu í Setrinu eina viku. Ég átti ekki jeppa, en fékk lánaða stutta, óbreitta Vitöru til að fara á. Mér fannst liggja beinast við að fara Gljúfurleitina uppeftir, því þá leið hafði ég ekki farið dálítinn tíma. Vikuna áður en ég lagði upp hafði rignt meira en elstu menn mundu, enda þeir löngu orðnir kalkaðir. Nema hvað, það var óhemju mikið í ánum, en ég fór yfir Dalsá, og uppað Kisu þegar þegar ég ákvað að hún væri ófær. Þá var ekki um annað að ræða en að snúa við með skottið á milli lappanna. Mér gekk ágætlega niður efir, en þegar ég kom að Fremri Skúmstungnaá, hafði hún breytst í stórfljót. Ég sat á bakkanu góða stund og taldi í mig kjark. Loks lét ég mig hafa það og fór útí. Súkkan fór sem leið lá á siglingu niður eftir ánni, og kom að landi nokkrum metrum néðar en ég ætlaðist til, rétt ofan við stórgrýti. Hún náði í bakkann með framhjólunum, og krafsaði sig upp að lokum.
Minn lærdómur af þessu er sá að maður getur komist ótrúlega lengi af í hjartastoppi. En svo mikið er víst að ég fer ALDREI aftur yfir á á svona farartæki ótilneyddur.Kv.
Emil
18.06.2003 at 16:32 #474326Sæll Bjarki.
Þú getur fengið analog mæla í Bílanaust og á fleiri stöðum. Ef þú hinsvegar ert ákveðinn í að fá stafrænan getur þú leitað til Íhluta, Miðbæjarradíós, eða fundið einn frá RS-components. Þú finnur allar upplýsingar á [url=http://www.rsiceland.com:1t6t9z97]þessari[/url:1t6t9z97] slóð. Þar sérðu einnig uppl. um hvernig hvert þú leitar til að fá verð og annað.
kv.
Emil Borg
16.06.2003 at 08:57 #474248Sælir.
Fyrir ca. 10 árum setti ég Centerforce kúplingu í Bronco sem ég átti. Ég náði að aka 500km. áður en pressan brotnaði. Ég geri mér ekki grein fyrir ástæðunni, og vera má að þetta hafi verið einstök óheppni. En mín reynsla er allavega ekki góð, og ég nota orginal kúplingar síðan.
Kv.
Emil
13.06.2003 at 18:05 #474202Sælir.
það er rétt að 2L vélin er með 6v. kertum. En svo skrítið sem það nú er, þá er 2LT með 7v. kertum, og það þýðir ekki að skipta þeim út fyrir þau sem eru 11v. Þá hitnar ekki neitt. Með því að tengja relayið beint við rofa virka 7v. kertin mjög vel.
Emil
12.06.2003 at 22:08 #474194Sæll Valdi.
Mér finnst nú líklegast að þú sért að glíma við bilun í svissbotninum. það að ljósið komi ef þú snýrð lyklinum hægt bendir til þess.
Ef svo er ekki, þá er stjórnbox fyrir forhitunina undir spjaldinu framan við bílstjórahurðina. það hefur stundum bilað.
Forhitunin stjórnast af nokkrum atriðum eins og hita vélarinnar o.fl. Ég lenti í því hjá mér (er með ’84 bíl og 2LT vél)að þetta bilaði og mér tókst ekki þrátt fyrir talsverða leit að finna bilunina. Var þó með teikningar og allt. Ráðið var að setja þrýstirofa í mælaborðið og tengja hann beint við relay frammi í húddi sem hleypir straum á glóðarkertin. Þessi viðgerð tók tæpan hálftíma. Nú hita ég þegar mér finnst þess þurfa og ræð tímanum sjálfur. Og ekkert vesen.Kveðja
Emil
12.06.2003 at 08:21 #474114Setrið var byggt sumarið 1988.
Í myndaalbúminu mínu er talsvert af myndum frá byggingunni.Emil.
07.05.2003 at 13:05 #473166Sælir strákar.
Ég á nú ekki til orð.
Þið vitið trúlega mína afstöðu til ofnamálsins því það var ég sem byrjaði að "væla um einhverja ílla þefjandi kabissu sem hvarf svo OFSAlega í vetur að menn grétu úr sér augun og breyttu hálendinu í einn krapa pitt í öllu táraflóðinu".
þá virtist sem enginn annar en ég og félagi Eyþór hefðum skoðun á þessu máli. En nú þegar þessir menn eru hættir störfum í skálanefnd byrjið þið á skítkastinu. Því gerðuð þið það ekki á meðan þeir voru enni við störf?
Er nokkuð mögulegt að hugrekkið sé ekki nægt til að tala illa um menn fyrr en þeir eru horfnir á braut og hættir störfum?
Emil Borg
02.05.2003 at 10:31 #473016Sæll Siggi.
Við fórum á nokkrum bílum á Langjökul í gær, 1. maí.
Farið var upp Húsafellsmegin og upp á Geitlandsjökul í hörðu og góðu færi. Jökullinn er mjög harður og sprungulaus á þessu svæði, en dálítið er af nýjum snjó sem hefur skafið í skafla. Því er ansi óslétt.Veðrið þarna uppfrá var leiðinlegt. Skafrenningur og ekkert skyggni, þannig að við fórum suður af og upp á Langafell og þaðan yfir Skjaldbreið. Leiðin frá Skjaldbreið og að Bragabót er mjög slæm. Þar er dálítill nýfallinn snjór, en ekki nægur til að hilja grjótið sem er undir. Þessi kafli tók uppundir 3 klst. að aka og kostaði gat á einu dekki. Það er ekki hægt að mæla með því að aka þessa leið eins og er.
Á þessari ferð okkar sáum við aðeins merki um einn krapapoll og það var undir Langafelli.
Kv.
Emil
15.04.2003 at 19:35 #472504Sælir strákar.
Eruð þið nokkuð komnir út á hálan ís?
Ég ætla ekki að reyna að neita því að varahlutaverð hefur hækkað. En mín reynsla er greinilega ekki sú sama og ykkar.
Ég á gamal Toyotu ’84 módel með díselvél. Það litla sem ég hef þurft að kaupa í hana kostar í Bílanaust ca. 30-50% af verði sömu hluta hjá Toyota. Mest munar þó á glóðarkertum. Ég man ekki tölurnar, en munurinn er mikill. Annað sem mig hefur vantað eru tímareim, vatnsdæla og annað smálegt.
Og ekki er ég hissa á þessu með 50q vírinn. Auðvitað er hann miklu ódýrari í heildsölu sem flytur hann inn sjálf, en hjá smásöluaðila sem kaupir hann hjá heildsölunni. Er örugglega um samskonar kapal að ræða? Hann getur líka verið misjafn þó sverleikinn sé sá sami. Og fer maður ekki í rafmagnsverslanir til að kaupa rafmagnsdót? Maður kaupir allavega ekki kúplingsdiska í rafvöruverslunum, þó þeir gætu eflaust reddað því.
Ég held það þurfi að gæta sanngirni í þessu eins og öðru.
Og áður en einhver spyr. Nei, ég hef engra hagsmuna að gæta.
Kv.
Emil
10.04.2003 at 19:29 #472296Sæll Bæring
Ég keypti svona dælu um daginn og er búinn að fara í einn túr með hana.
Ég er sáttur. Þessi 70Db. eru ekki nærri eins hávær og ég bjóst við. Og hún er ágætlega fljót að dæla.
Hún er ekki orðin föst inni í bíl, því ég á eftir að leggja að henni, og einnig að koma loftinu útúr bílnum. Mig langar líka að setja við hana loftkút (sem er innbyggður í framstuðarann hjá mér) því það hjálpar örugglega mikið.
Kv.
Emil
09.04.2003 at 21:56 #471914Sælir allir.
Ég má til með að leggja smá orð í belg í þessa skemmtilegu umræðu.
Ég finn fátt í málflutningi eiks sem mér hugnast utan þetta með að stöðvarnar séu dýrar hér heima. Að öðru leiti finnast mér rökin vera slöpp.
En ég þekk dálítið þetta með verðin. Ég starfa við innflutning og er m.a. innflutningsaðili fyrir Kenwood talstöðvar. Hugmyndin var að fara í innflutning á þeim og reyna að bjóða félagsmönnum stöðvar á sem allra hagstæðasta verði. En reyndin er sú að kosnaðarverð stöðvanna er hærra en útsöluverð hjá RSH í dag.
(það borgaði sig ekki einu sinni fyrir mig að flytja inn stöð fyrir mig sjálfan) Reyndar eru þær stöðvar sem ég hef um að velja með eitthvað fleiri fídusum eins og stærra mynni og stærri skjá. Hver ástæðan er fyrir þessu háa innflutningsverði veit ég ekki, því eins og fram hefur komið eru menn að taka með sér stöðvar frá USA og sumum Evrópulöndum fyrir langtum minni pening.En það treysti ég mér til að fullyrða að söluaðilar hér heima eru ekki að taka okkur í þurrt ……
Með kveðju
Emil Borg
02.04.2003 at 12:39 #471958Sælir.
Ég er einn af þeim sem á gamla Toyotu.
Mín var orðin þannig að ekki þurfti nema skrúfjárn til að opna dyrnar. Þá gerðist það að einhver reyndi að fara inn í bílinn með stóru verkfæri og braut sílinderinn.
Ég fékk annan á partasölu, náði honum í sundur, skipti um innmatinn þannig að hann passaði við lykilinn, hreinsaði og smurði. Eftir það er ég nokkuð viss um að ekki er farið inn í bílinn nema með réttum lykli, eða þá í gegnum glugga.
Niðurlagið er semsagt það, að með lægni er hægt að hressa töluvert upp á sílindrana í Toyotunum þannig að ekki sé eins létt að komast inn í þær. En auðvitað er best að setja þófavörn í bílinn.
Emil
01.04.2003 at 22:35 #471940Sæll Björn.
Þú ert trúlega að glíma við sama vandamál og ég.
Á þessum ágætu bílum er tekinn fastur straumur gegnum relay sem er frammi í húddi inn á öryggi og þaðan inn á sameginlega pólinn á perunum í aðalljósunum. Þann straum getur þú rakið með mæli, þ.e. ef þú tekur báðar perurnar úr áttu að fá 12v. á einn pinnann i tenginu inn á þær. Athugaðu að þú verður að taka báðar perurnar úr sambandi, annars ertu að mæla í gegnum þær.
Ljósarofinn sendir mínus inn á sitthvorn geyslann á perunum. Þú getur prófað að tengja frá mínus á geymi og í annan af þeim pólum á perunnum sem ekki eru með 12v. þá áttu að fá ljós. Ef það gerist, ertu ekki að fá mínusinn frá ljósarofanum. Þá ertu búinn að einangra vandamálið í að annaðhvort vantar ljósarofann mínus, eða að hann er bilaður, og er ekki að hleypa í gegnum sig. Ég er ekki vis hvar þinn tekur mínusinn inn á rofann, og veit ekki heldur hvort hægt er að gera við ljósarofann. Það er ekki víst það borgi sig.
Vonandi hjálpar þetta eitthvað.
Kv.
Emil
01.04.2003 at 16:19 #471866Sælir.
Ég hef stundum blaðrað hér um að vilja fá opinberaðar tíðnir okkar rása, en eftir að hafa hlustað á rök gegn því að birta þær hefur mér snúist hugur. Ég tel að þetta skuli vera falið.
Reyndar verð ég að viðurkenna að eiga sjálfur eintak af þessum umtalaða lista sem m.a. inniheldur okkar rásir. En það hvarflar ekki að mér að fá settar í mína talstöð eitthvað af þessum rásum. Hvaða gagn ætli ég hefði svosem af því að hlusta á Jón Jónsson byggingarverktaka? Varla neitt, og örugglega ekki gaman heldur. Þeir eru greinilega til sem geta forritað sínar "smígluðu" (fljótur að tileinka mér nýyrðin) stöðvar sjálfir, en mér finnst hæpið að þeir sækist eftir mörgum öðrum rásum en okkar. Því hvað er svosem meira spennandi en að hlusta á sögur af krapapyttum og tómum olíutönkum?
Emil
31.03.2003 at 11:56 #192424Sælir allir.
Ég vil byrja á því að þakka þeim sem voru í Setursferðinni fyrir helgina. Það er vart hægt að ætlaðst til að að fjallaferðir séu betri en þessi. Veðrið frábært sem og félagsskapurinn.
það er í raun lítið um þessa ferð að segja annað en FRÁÆBÆR FERÐ. Þvílík blíða er sjaldgæf á fjöllum. Reyndar blés lítillega á leiðinni heim í gær, og stöku bíll þurfti smávægilegan stuðning á heimleiðinni, en það var ekkert til að tala um. Allir komumst við til baka.
Á laugardagskvöld kom hópur til okkar og gisti. Í honum var Fjalli og menn með honum. Þeir fóru Klakkinn í gær, og mér skilst þeir séu þar enn. þar er víst allt á floti og þeir munu ætla að snúa við og fara í hjólför okkar hinna sem eru búnir að riðja þeim slóð yfir Sóleyjarhöfðann.
Fjallakveðja
Emil Borg
26.03.2003 at 22:38 #471280Af því ég var að læra nýja brellu, þá er hér kort fyrir laugardaginn, tekið af veðurvefnum hanns Einars.
[img]file:///C:/myndir/veðurkort.gif[/img]
Emil
26.03.2003 at 22:36 #471566Sælir
Er ekki hægt að setja í spjallþráð mynd sem er á tölvunni, en ekki á vefnum?
Ætli það sé gert svona?
[img]file:///C:/myndir/veðurkort.gif[/img]
Tja, ekki veit ég, en það kemur í ljós
Emil
-
AuthorReplies