Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
06.09.2003 at 00:23 #476094
Sælir.
Þeir í sólningu á Smiðjuveginum munu eiga vél sem ballanserar saman dekkin og felgurnar. það hefur víst lagað ýmiss skrítin vandamál.
Emil
P.s. er ekki örugglega allt í lagi með spindlana? Stundum hjálpar að herða upp á þeim ef það er hægt.
06.09.2003 at 00:19 #476066Sælir strákar.
Ekki ætla ég að letja ykkur við að smíða rafkerfi.
Ég vil aðeins benda ykkur á að vanda vel til verksins. Það er mjög snjallt að kaupa rakaþéttan kassa (tengibox) og nota sem töflu. Að honum er rétt að leggja eins og Isan leggur til 10 -16q vír, en ath. að hann þarf að vera varinn við rafgeyminn með ca. 80A. öryggi.Í kassanum dreifist svo straumurinn inná fleiri og minni öryggi, og þaðan inn á relay. Öryggin skulu vera framan við relayin því þau þola miklu minni straum heldur en kapallinn fram í geymi.Passið líka að nota vönduð relay sem eru allavega gefin upp fyrir 30A. Ég mæli líka með að setja relayin í sökkul þannig að auðveldara sé að ná þeim úr. Snjallt er að hafa eitt öryggið fyrir stýristraum, þ.e. fyrir rofana. Þeir þurfað að sjálfsögðu að vera með ljósi samkv. reglugerðinni. Það er ekki nauðsynlegt að vera með relay fyrir öll tæki. Ef notaður er t.d. rofi sem þolir 16A. er það nóg fyrir fullt af dóti. Þó skal varast að fulllesta rofann. Svo þarf auðvitað að passa að straumur inná rofa fyrir kastara sé aðeins virkur þegar kveikt er á stöðuljósum. Og þegar þið tengið inná vírinn frá parkljósunum, EKKI NOTA STRAUMÞJÓF SEM FER INNÁ VÍRINN. Það er ávísun á vandræði.
Ef notuð eru raðtengi til að taka strauminn út úr kassaum mæli ég ekki með tengjum sem er stungið inná, heldur með skrufuðum tengjum. Þannig næst betri og öruggari tenging. Einnig er nauðsinlegt að fortina endann á vírnum sem fer inná tengið, eða nota vírendahulsur. Gott er líka að setja vaselín á öll tengi til að halda rakanum frá. Ég legg heldur ekki næga áherslu á að nota nægjanlega svera víra í tækin. Ég hef mælt CB stöð sem sendi 3,5W. á vírnum sem fylgdi henni, en 5W þegar búið var að setja sverari vír. Þetta gildir líka um ljós og annan búnað þvi spennufall er miklu meira á 12V. en 230V.
Ísan nefndi sjálfvör. Þau eru frekar dýr, en hafa þó verið að lækka. Helsti ókosturinn við þau er stærðin. Þið getið séð dæmi um slík vör á http://WWW.RSICELAND.COM eða http://www.rswww.com vörunúmer er slegið í gluggann til vinstri. Prófið 854-453 eða 458-8740. Þarna er auðvitað hægt að panta rofa, tengi, skó, hefðbundin spaðavör og flest annað sem þarf í bílarafmagnið.
Kveðja,
Emil
05.09.2003 at 16:20 #476042Strákar, þið eruð að tala um Hiluxinn hans Davíðs. (ljósblár með lengdu húsi og 455cid v8)
Bíllinn er með sérsmíðaða "coil over" fjöðrun. Eins og einhver benti á er hún sérsmíðuð í útlandinu eftir forskrift eigandans. Þetta er ekki eitthvað sem maður gerir til að spara, heldur til að fá flottustu ofurfjöðrunina sem völ er á.En var ekki farið út í að setja gormadempara á bíla með blaðfjaðir til að reyna að redda vondri fjöðrun? og eins með gorm með fjöðrini. Er það ekki skítredding?
Emil
05.09.2003 at 11:07 #476058Sæll Jón.
Þú hittir naglann á höfuðið þegar þú talaðir um að hugsa fram í tímann. Á endanum átt þú trúlega eftir að vera með talstöð, síma, GPS, tölvu og hugsanlega 3-4 sett af kösturum á bílnum. Fyrir þetta þarf rofa, relay og öryggi og allt tekur þetta sitt pláss. Því er í flestum tilfellum heppilegast að hafa þetta í einu boxi sem hægt er að staðsetja þar sem pláss er fyrir hendi. Ég er ekki viss um að 50 þús. sé mikið fyir þetta, því efnið kostar jú sitt, og svo vinnan við að setja það saman.
það má heldur ekki gleyma því að rafkerfið er hlutur sem ekki má kasta til hendinni við, og þónokkra þekkingu þarf til að geta smíðað það svo vel sé.
En það þarf líka að passa að lagnir að og frá aukarafkerfinu hvort sem það er keypt eða smíðað séu fagmannlega unnar og vel frá þeim gengið. Kapalskór þurfa að vera vel klemmdir, og vírendar sem fara inná raðtengi eins og eru í aukarafkerfunum skulu undantekninalaust vera fortinaðir eða með vírendahulsum. Ég hef séð allt of mörg dæmi um að það sé ekki gert og þar myndist hiti og sambandsleysi. Einng þarf að passa vel uppá að vírar séu nógu sverir, en það vill klikka hjá sumum.
kv.
Emil Borg, alltaf í stuði
18.08.2003 at 11:49 #475660það er örugglega átt við mig, þennan myndarlega á kraftmikla Toyota jeppanum.
Emil
14.08.2003 at 09:14 #475468Sælir aftur.
Voðalega vakna menn snemma á þessum bæ. Byrjaðir að skrifa fyrir kl. 7.
Ég held það væri engum til góðs að setja vefmálin í hendur annara félaga nema að mjög vel athuguðu máli. Oddur hefur unnið frábært starf, og ég efast um að aðrir félagar hafi mikið meiri tíma í þetta en hann. Það sem ég var að spá í er hvort málið sé nokkuð betur komið í höndum einhvers sem hefur þetta að atvinnu og hægt er að segja við "þetta þarf að laga, og það í dag." Best væri auðvitað að það væri gert undir stjórn Odds því hann þekkir þetta út og inn.
Og ég er algerlega ósammála því að nefndir eigi að hafa sjálfstæða vefi og hugsa um þá algerlega sjálfstætt. Þeir eiga að sjálfsögðu að vera í sama formi og vefur félagsins, og með sama útliti. Þeir eiga ekki að líta út eins og þeir séu vefir sjálfstæðra félaga. Þó að vefur umhverfisnefndar sé mjög góður, er hann ekki í neinu líkur vef félgasins. það líkar mér illa.
Emil
13.08.2003 at 12:54 #192790Sælir félagar.
Í dag eru 86 dagar síðan síðast var sett mynd inn í myndaalbúmið okkar. Því langar mig að deila með ykkur mínum hugleiðingum um vefinn okkar.
Ég held það sé óumdeilt að það er vefnum að þakka hvað félagið hefur vaxið, og þekking manna á því aukist síðan hann kom til. Vefurinn okkar er mjög vel upp settur og skipulagður, og vefstjóri á mikinn heiður skilinn fyrir þá gríðarlegu vinnu sem hann hefur lagt í hann. En því er ekki að neita að þróun hans hefur ekki verið mikil undanfarið, og sýnir helfrost myndaalbúmsins það glögglega. Ég geri mér fulla grein fyrir að það er mikil vinna að hugsa um svona vef svo vel sé.
Og þá er komið að því sem mér býr í brjósti.
Getur hugsast að það sé kominn tími til að ráða utanaðkomandi fagmann/menn til að sjá um vefinn? Ég geri ráð fyrir að okkar ágæti vefstjóri vinni hann meðfram annari vinnu, og auðvitað er ekki hægt að ætlast til að hann eyði öllum sínum frístundum í viðhald hans. Það eru nokkur mál sem koma upp hér á spjallinu aftur og aftur í sambandi við vefinn. T.d. óskir um flokkun mynda, að fleiri auglýsingar og spjallþræðir sjáist o.s frv. Ég gæti best trúað því að tímaskortur valdi því að ekki hefur verið unnið í þessum málum.Ég vil ítreka að ég er síður en svo að deila á vefstjóra, bara að velta því fyrir mér hvort verkið sé nokkuð vaxið honum upp fyrir höfuð. Ef málið snýst um peninga, því allt kostar þetta jú sitt, þá mundi ég ekki sjá eftir nokkrum hundraðköllum á ári til vefmála.
Kveðja,
Emil Borg
12.08.2003 at 16:50 #475452Sæll.
Þetta mun vera hægt með breyti sem breytir Serial í USB. Þessir breytar eru víst ekki allir að virka, en eftir því sem ég best veit fæst vandað þannig stykki í Nýherja sem ku virka til þessara nota.
Emil
11.08.2003 at 10:25 #475258Ja, nú hefur einhver gleymt að taka lyfin sín í morgun.
10.08.2003 at 23:54 #475250Sælir allir.
Ég er ekki hissa á að þér hafi brugðið Beggi. Þetta getur ekki verið annað en skelfileg lífsreynsla að lenda í. Ég tek undir það að það er nauðsinlegt að yfirfara dekkin reglulega og leita að kúlum og þessháttar.
Ég hef verið að heyra undanfarið sögur af ýmsum gerðum dekkja sem hafa sprungið svona. Einn þekki ég sem lenti í þessu með DC. Það sprakk dekk sem var á felgu en ekki undir bíl. Þetta gerðist í bílskúr í fjölbýlishúsi, og það lá við að næstu íbúðir losnuðu vegna skindilegs fráfalls eigendanna. Þvílik var bomban.
Ég er svolítið hissa á vantrú margra á Ground Hawg dekkjum. Það virðist vera að menn hafi minni trú á þeim en öðrum, trúlega vegna þess að þau eru ódýrari. En svo hafa margir hér á vefnum talað um að dekkin séu í grunnin sömu dekki og Mudderinn. Ég veit ekki um það, en hef ekki nema góða reynslu af þessum dekkjum. Flestir mínir félagar hafa notað þau með góðum árangri og án áfalla. Því hika ég ekki við að nota þau áfram.
Emil
06.08.2003 at 20:21 #475240Sælir allir.
Nei Gunni, það er ekki sama dekkið.
En talandi um það þá hafði ég keyrt á dekki með stóra kúlu í tæpt ár án nokkurra vandamála. (afturdekk) Ég skipti því samt út að lokum þar sem ég treysti því ekki. En dekkið sem sprakk núna var kúlulaust eftir því sem ég best veit. Ég var nýbúinn að skoða þau öll. Ég er nokkuð viss um að á mínum dekkjum hefur ekki verið keyrt mikið með lítið loft. Bíllinn er mjög leiðinlegur þannig, og ég hef forðast þannig akstur.
Það virðsit vera að þetta gerist öðru hverju og á öllum gerðum dekkja, þó Ground Hawg séu trúlega verri með þetta en önnur dekk. Ég viðurkenni að hafa fengið lítilsháttar taugaáfall yfir þessu, því samkv. upphaflegri ferðaáætlun minni hefði ég verið enn á keyrslu þegar dekkið sprakk, og það gæti ekki hafa endað vel. Ég ætla þó ekki að hafa áhyggur af þessu í framtíðinni, því þetta er örugglega mjög sjaldgæft miðað við þann fjölda stórra dekkja sem er í umferð.
En á nokkur eitt dekk handa mér?
Kv.
Emil
04.08.2003 at 16:09 #192764Sælir spekingar
Ég má til með ad deila með ykkur því sem henti mig í gær.
þar sem ég sat í rólegheitum inni í stofu kvað við gríðarleg sprenging úti á plani. Hún var svo öflug að rúðurnar nötruðu í húsinu. þegar að var gáð hafði annað framdekkið á bílnum hjá mér sprungið. það er ca. hálfslitið 38″ Ground Hawg. Nú er tætt gat á dekkinu sem hægt er að stinga hnefa í gegnum.
það sem mér finnst óhugnarlegast við þetta er að það gerðist ca. 2. tímum eftir að ég kom á bílnum norðan úr landi. Ég var með ca. 30psi í dekkjunum, en venjulega keyri ég með 25psi. Þau eru gefin upp fyrir hámarksþrýsting 35psi.Nú er ég forvitinn að vita hvort einhver hafi lent í þessu. Ég hef aldrei heyrt um svona lagað áður, og viðurkenni að það skaut mér skelk í bringu.
Emil Borg
15.07.2003 at 23:51 #474874Sælir.
Ég hef dálítið velt þessu fyrir mér með bókina.
Er það eðlilegt að við leggjum til efni og myndir í bókina, og kaupum hana fyrirfram óséða? Ég er ekki tilbúinn í það. Ég er tilbúinn að gera ýmislegt fyrir okkar ágæta klúbb, en ekki þetta.
Og svo er annað sem ég ekki veit. Hver hagnast á þessari útgáfu. Er það klúbburinn, eða Hönnun og umbrot? Er einhver hér sem veit það?En á meðan ég man. Ég sá í glugga í dag ofsalega flotta óbyggðabók sem ég vonast til að eignast við tækifæri. Til hamingju með barnið Jón.
Emil
08.07.2003 at 11:28 #474740Sælir.
Þetta var það sem ég hafði frétt, en vonaði að sjálfsögðu að það væri stórlega ýkt, slitið úr samhengi, eða rangt með farið.
Mikið þykir mér annars leiðinlegt að heyra svona sögur.
En þér Óskar?Emil
07.07.2003 at 14:40 #474736Hver þarf óvini sem á svona vini?
Heimsgukveðja
Emil
07.07.2003 at 12:26 #474730Þetta þykir mér heimsguleg athugasemd, og algerlega óþörf.
07.07.2003 at 09:22 #192705Sælir félagar.
Það er eitt sem mig langar að spyrja þá sem vita að.
Ég hef frétt eftir „ónafngreindum heimildum“ að í hópferðinni sem Toyota fór um daginn að kynna nýju bensínvélina í Lc?? hafi ekki þurft að opna húdd á einni einustu Toyotu, (nema auðvitað til að dáðst að nýju vélinni) en að í trússliðinu hafi verið þrír Patrolar og að þeir hafi allir bilað.
Er hugsanlegt að þetta sé rétt, eða er þetta haft eftir henni Gróu á Leiti?
Emil
04.07.2003 at 18:10 #474674Sæll Smári.
Rétt hjá þér. Það er trúlega einfaldast, ef ekki væru að þeir eru tvöfaldir. Mig grunar líka að þeir séu og djúpir, þó það þurfi ekki að vera. yfirleitt eru notaðir einfaldir, því þeir passa svo fínt í þessar fólksbíladælur.
Emil
04.07.2003 at 14:17 #474670Jú, Patrolman, það er rétt.
Takk fyrir ábendinguna, og ég játa heimsgu mína. Ég á það til að fyllast óraunhæfri bjartsýni. Sérstaklega eftir að ég braut öxul um daginn.Emil
04.07.2003 at 13:45 #474666Sko.
það sem ég sé sem stæðsta kostinn við að fara í diskana er að það kemur í veg fyrir smá viðnám sem er í skálunum, því það myndast loftrými milli borða og skálar. Í því er viðnám sem mín 97,3 hestöfl meiga ekki við.
Það er málið.Emil
-
AuthorReplies