Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
13.10.2003 at 22:55 #477942
Sæll.
Ég er með svona udir hjá mér að aftan. Þeir demparar voru þar þegar ég keypti bílinn fyrir tveimur árum. Ég hef ekki litið á þá, og þeir eru að virka mjög vel með loftpúðum og fá góða einkunn frá mér. Þeir eru með stillihnapp, en ég veit ekki hvort hann virkar, því ég hef ekki séð ástæðu til að prófa það.
Emil
10.10.2003 at 12:48 #477696Sælir.
Ég man nú þegar þetta þóttu príðis dekk. það var reyndar áður en radíal kom á markaðinn. Diagonal dekk eru með sterkari hliðar heldur en radíal, og fletjast ekki eins vel. En þau drífa nú samt. Ef dekkin fást fyrir lítinn pening má alveg nota þau.
En annað. Eru þau ekki orðin rosalega gömul? Ef svo er, hefði ég áhyggjur af að þau séu of fúin til að hægt sé að treysta þeim.Emil
07.10.2003 at 20:01 #477540Sæll.
Ég er búinn að eiga Kempi vél í rúm 10 ár. Hún hefur aldrei bilað, og hefur þjónað mér og mínum vinum vel. Þannig vél væri mitt fyrsta val. Enda er nokkuð öruggt að á hvaða verkstæði sem þú færir væri þar Kempi vél.
Emil
06.10.2003 at 11:38 #477412Sælir.
Það má ekki gleyma því að allir geta gert mistök. Því er auðvitað rétt að ræða við þá sem þetta gerðu og athuga hvort þeir vilji ekki bæta skaðann, því dekkin hljóta að vera stórhættuleg. Ef þeir sýna ekki skilning er rétt að vara aðra við þeim, en ekki fyrr.
Emil
03.10.2003 at 21:53 #477360…Stór dekk, stórir kubbar…..
Emil
01.10.2003 at 11:19 #477184Við félagarnir smíðuðum einu sinni fínasta snorkel.
Við boruðum gat með dósabor á húddið, settum plaströr uppá soggreinina og hnoðuðum málningardós á endann á rörinu. Þetta var bæði ódýrt of fljótlegt.Þetta er trúlega ekki lausnin sem þú ert að leita að. Mér skilst að bílaleiga Flugleiða hafi flutt inn og jafnvel selt hugguleg snorkel á Toyotur.
Emil.
01.10.2003 at 10:14 #477170Jú, er það ekki. Bara svona svipað og að laga myndaalbúmið.
Ég er annars viss um að þetta þarf að vera undir umsjá Skálanefndar eins og þú nefndir Skúli.Emil
01.10.2003 at 09:05 #477178Sælir.
Útivist á svo skálann í Básum, en Básar teljast víst til Goðalands en ekki Þórsmerkur. Það er víst ein af höfuðsyndunum að rugla því tvennu saman.
Emil
30.09.2003 at 23:03 #192930Sæl öll.
Nú er trúlega kominn ferðahugur í mannskapinn því fréttst hefur af þessu hvita á fjöllum. Mér skilst líka að um síðustu helgi hafi verið fjölmennt í Setrinu.
Ég vil benda þeim sem hafa hugsað sér að bruna þangað uppeftir, að þar verður ca. 40 manna hópur sem hefur bókað húsið fyrir löngu síðan.
Auðvitað eru aðrir velkomnir á meðan húsrúm leifir, en ég vil nefna þetta til að fólk lendi ekki í því að koma að fullu húsi.
En á meðan ég er að skrifa þetta dettur mér eitt í hug. Væri ekki snjallt að hafa stað hér á vefnum þar sem sjá mætti bókanir i Setrinu? Það væri þægilegt að geta séð það hér á auðveldan hátt. Þ.e. ef einhverntima verður eitthvað unnið hér við vefinn.
Kv.
Emil
30.09.2003 at 22:53 #477076Hæ.
Ég keypti mína Fini dælu í Bykó á rúmlega 30 þús. og get hiklaust mælt með þeim.
Emil
30.09.2003 at 14:30 #477114Sælir.
Þó ég sé sprenglærður rafvirki er ég á þeirri skoðun að kynding með rafmagni sé ekki besti kosturinn í fjalla skálum. Eins og bent var á hér áður þarf meiri olíu í að búa til rafmagn sem býr til hita, heldur en að brenna oíunni beint.
En það er kanski ekki allt.
Olíuofnar hitna mun hraðar og meira en rafmangns. Og annað er að það er mjög leiðinlegt að þurfa alltaf að hafa rafstöð í gangi til að hafa hita. Þó malið í díselvél sé jú mjög huggulegt, er afskaplega þægilegt að geta slökkt á því. í Setrinu hafa menn mikið kvartað yfir því að þurfa að hafa rafstöðina stöðugt í gangi. Það er ein ástæða þess að til stendur að setja upp sólarsellur fyrir ljós og fjarskiptatæki þar.Emil
29.09.2003 at 13:04 #477064Sæll Birkir.
Takk fyrir þetta. Þetta er huggulegasta mynd og svalar sárasta myndaþorstanum.
Emil
29.09.2003 at 08:56 #192920Sælir
Í dag er 101 dagur síðan myndaalbúmið dró síðasta andann, fyrir utan þennan dauðakipp sem það tók þegar jepp kom in tveimur myndum.
Albúmið veitti notendum sínum mikla ánægju, og vona ég að þeir finni fljótlega annan farveg fyrir fróðleiksfýsn sína. Einnig votta ég aðstandendum albúmsins samúð mína, og mynni á að tíminn læknar öll sár, þannig á endanum gleyma trúlega flestir að þetta stórgóða albúm hafi nokkurn tíma verið til nema í hugarfylgsnum manna.
Samúðarkveðja,
Emil Borg
27.09.2003 at 22:24 #477006Ég þakka greinargóða lýsingu. Eitthvað af snjó hér, og minna þar. Þetta segir allt sem segja þarf. Ekki satt?
Emil
27.09.2003 at 21:18 #477002Kæri Hlynur. (eða einhver annar úr ferðinni.)
Villtu nú vera svo vænn og segja okkur sem heima sátum, syndandi í sýrunum, pínulítið frá eigin brjósti um ferðina. Er snjórinn upp í hné, eða er hann bara fjúk á framrúðunni? Er kominn klaki og skarir? Sumir okkar munum ekki geta sofið fyrr en við fáum meira að heyra.
Emil
27.09.2003 at 20:02 #476996Blessaður Lúther.
Er eitthvað að frétta af görpunum? Maður er búinn að sitja við skjáinn og bíða frétta í allan dag. Ég trúi því ekki að þú sért aftur á körfuboltaleik í stað þess að afla okkur frétta.
Emil
25.09.2003 at 11:20 #476852Strákar, haldið þið nokkuð að það hafi verið sett datsun vél í þennan Dodge? Hann reykir allavega eins og Datsun.
En ef maður ætlaði í svona langferð á gömlu Toyotunni minni, þá væri þetta góð helgarferð.
Emil
23.09.2003 at 09:05 #476764Sælir.
Ég er nú kanski bara svo Heimsgur, en mér finnst þessi lang flottastur. Hvernig haldið þið að hann væri á 38"?
[img:2d16ouej]http://this.is/rotta/album/30-47-DSCF3974.JPG[/img:2d16ouej]
Skildi hlekkurinn minn virka?
Emil
15.09.2003 at 11:21 #476396Sælir
Mikið er gaman að sjá að það skuli enn vera til menn sem þora að breyta öðruvísi en allir hinir. Þetta er tæki sem verður gaman að sjá á fjöllum. Og auðvitað var ekki hægt að finna betri vélbúnað en Ford. Það vantar bara Toyota hásingar, þá væri bíllinn fullkominn.
Emil
10.09.2003 at 08:52 #476206Sælir.
Það virðist alltaf koma betur út að nota lengri loftnet. Bæði í sendingu og móttöku.
Með standbylgjuna, þá ætti hún að vera nærri lagi, en því er naðsynlegt er að mæla hana til að vera viss.Eitt hefur ekki komið fram hér enn, en það er að ef loftnet er sett t.d. á framhorn bíls er hann stefnuvirkur, þ.e. skilyrði eru best í þá átt sem er lengst í burtu frá loftnetinu. það á bæði við um sendingu og móttöku. Þetta hefur kanski ekki gríðarleg áhrif, en er vel þess virði að athuga.
Emil
-
AuthorReplies