Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
07.11.2003 at 01:43 #479810
Sælir allir,
Ég heyrði einu sinni af rannsókn um áverka sem fólk fengi í umferðaróhöppum. Rannsóknin leiddi í ljós að margir hlutu áverka af hlutum sem það var með í bílnum sem ekki komu frá framleiðanda bílsins, t.d. rúðusköfum sem lágu á mælaborðinu og fleirum hlutum sem fólk hefur með sér í bíla. Tölvuborð er eitthvað sem gæti valdið miklum líkamlegum skaða í árekstri eða bílveltu. þekkir einhver útfærslu á borði sem er sniðugt út frá þessu sjónarhorni?
Ég veit til þess að menn hafa beygt brúnir á borðplötum svo þær sé ekki eins skarpar.
Fleiri lausnir er vel þegnar í umræðuna.Elvar
07.11.2003 at 01:32 #479808Sælir,
Tölvuna í loftið á bílnum, og hvað svo þegar þú þarft að velja nýja skrá fyrir trakkið eða eitthvað, þe. að nota lyklaborðið. Hugsaðu dæmið til enda. Hvar á að hafa músina? á lærinu, er ekki hætt við að hún týnist þegar þú tekur góða dýfu á góðri snjóöldu.Þetta er sniðugt ef þú getur aðskilið lyklaborðið fra skjánum. T.d. haft lyklaborðið í hanskahólfinu til að geta notað það með öruggum hætti þegar þess þarf.
Ég myndi treysta á hefðbundnar lausnir í þessum málum, og lýst vel á kúluliðina frá R.Sigmunds.
Elvar
05.11.2003 at 09:33 #479678Sælir
Ég var að velja mér tæki um daginn og er því alveg til í að deila með ykkur eftir hverju ég fór við valið. Ekki horfa á þetta sem heilagan sannleik, má vel vera að annað henti þér en mér.
Hvernig á að nota tækið? Keyra og ganga, jafnvel hjóla?
– Veldu þér skjástærð sem hentar miðað við aðstæður sem á að nota tækið við
– Eru til hentugar festingar
– Kemst tæki fyrir þar sem þú vilt hafa það
– Skoðaðu tengimöguleika útiloftnet,tölvutengi og 12volt
– Þarftu íslandskort
– Hver er minnisþörfin.
– Aðrar kröfur, passar í vasa, vatnshelt o.fl.Þegar ég var búinn að fara í gegnum þetta valdi ég mér
garmin gpsmap 76.
Ég valdi Garmin af því að ég átti garmin áður og margir sem ég þekki eru að nota garmin án þess að hafa heyrt eða kynnst verulegum annmörkum á notendaviðmót eða notagildi.
Ég spáði lítið í rafhlöðuendingu af því að ég nota tækið langmest í bílnum.Vona að þetta gagnist
Kveðja
Elvar
14.10.2003 at 16:41 #477956Þessum pósti er sérstaklega beint til vefstjóra til að hann geti haft gagn af.
Ég veit ekki hvort ég er einn um þetta vandamál en mig grunar ekki. Eða jafnvel að eitthvað sé að þessum tilteknu myndaalbúmum.
Litlu myndirnar koma ekki fram og ekki heldur stóru myndirnar hér er dæmi um eitt slíkt albúm.
http://kjolur.f4x4.is/photoalbum/view.p … tionid=974Gott að fá að vita hvað það er sem veldur.
En annars er ég mjög feginn að albúmið virðist virka að öðru leiti.Elvar
14.10.2003 at 10:33 #477892Sælir félagar,
Ég á bíl með svona útbúnaði (keypti hann þannig)
Helstu veikleikar eru að ef notaður er hefðbundinn rúðupissbrúsi með hefðbundinni rúðupissdælu þá er hætt við að þéttifóðringar milli brúsa og dælu gefi sig þar sem þær þola ekki dekkjahreinsi. Amk. var þetta nánast hætt að virka þegar ég fékk bílinn og dekkhjahreinsir komst inní dæluhúsið og sá til þess að það leiddi hressilega út og öryggi entust afskaplega stutt og dælurnar gefa sig.
Annar galli er að spíssarnir sem væntanlega eru settir inní hjólskálar eða undir brettakanta verða fyrir steinkasti og spíssinn skemmist og fer að sprauta beinni bunu (ekki endilega á dekkið) en ekki úða snyrtilega yfir dekkið, af því leiðir að þú þarft að nota mun meira af dekkjahreinsi en þú þyrftir ella.
Enn annað atriði sem tengist þessu er að þú þarft að gæta þess að álíka mikið komi úr spíssum að framan og aftan. það gerir þú best með því að hafa sinhvort forðabúrið fyrir fram og afturhjól sem þýðir nánast að helmingi fleiri hlutir geti bilað í þessum búnaði.Mín ráðlegging er: [b:uasg79q4]sprautaðu á dekkin úr handvirkum úðabrúsa letihaugur :)[/b:uasg79q4] eða bentu á aðra góða útfærslu.
Ég hætti á að skemma siggið sem ég er búinn að safna á rassinn með þessari hreyfingu.dekkjahreinsikveðjur
Elvar
15.09.2003 at 13:00 #476380Óljóst er hvernig Þjófurinn komst inn í bílinn, m.ö.o ég veit það ekki, en svissinn er greinilega orðinn svo slitinn að viðkomandi hefur getað startað með öðrum lykli.
Elvar
15.09.2003 at 09:06 #476408Ég mæli með Garmin GPS Map 76.
Kostir
– Gengur á 12 voltum og er með batterí.
– Tengist við utanaðkomandi loftnet ef mönnum sýnist svo.
– Tengist að sjálfsögðu við tölvu.
– Er með sæmilegum skjá sem hægt er að keyra eftir ef maður er ekki með tölvuna.
– Tækið ræður við Íslandskort.
– passar í vasa og fer ágætlega í hendi
– Er með nægjanlegt minni til að nota í göngu.Gallar
– Sumum finnst erfitt að koma því fyrir á hentugum stað í mælaborði.
– Getur ekki haft endalaust margar leiðir geymdar í minni, en þetta á nú við um öll tæki.Elvar
15.09.2003 at 08:53 #476376Sælir félagar,
Bíllinn er fundinn, fannst eftir ábendingu frá manni sem las þennan þráð. CB-stöðinni var stolið og einhverju smálegu.
Kærar þakkir fyrir að hafa augun opin.
Elvar
12.09.2003 at 11:49 #192862Sælir félagar,
Bíl kunningja míns var stolið í Hraunbæ á
milli kl. 23:00 í gær til kl. 5:00 í nótt.Lýsing bíls:
Nissan Patrol árg. 92 á 35″ dekkjum, fögrænn að lit með strípum á hliðum. Grá auðþekkjanleg heimasmíðuð toppgrind. gps loftnet aftast á toppnum. Lítið upphækkaður með orginal svörtu köntunum. White spoke felgur. Númer bílsins er LR-609.Vinsamlegast hafið augun hjá ykkur.
Þeir sem verða varir við bílinn vinsmlegast látið Kolbein í síma 8947664 vita eða lögregluna í Reykjavík.Elvar
02.09.2003 at 08:45 #475852Ég man ekki betur en ég fór í ferð á vegum umhverfisnefndar uppá Grímsfjall rétt fyrir áramótin 2001-2002 í þeirri ferð voru bæði reyndir og óreyndir. Einnig fór ég í dagsferð uppá Langjökul í febrúar eða mars þar sem var góð þáttaka og þar voru bæði reyndir og óreyndir.
[url=http://um44.klaki.net/jokh01/:29qyeium]Grímsfjall[/url:29qyeium]
[url=http://um44.klaki.net/la02/:29qyeium]Langjökul[/url:29qyeium]Ég vona að ég geti tekið þátt í fleiri jafn skemmtilegum ferðum í vetur.
Ferðakveðja
Elvar
29.08.2003 at 09:42 #475846Samkvæmt félagsskírteininu er gildistími þess Október 2002 til október 2003.
Það er spurning um að JHG komi með lagabreytingatillögu á næsta aðalfundi til að aðlaga reglurnar að raunframkvæmdinni eða að bera upp formlega kvörtun.
Persónulega líst mér betur á lagabreytingatillöguna.
Svo má náttúrulega deila um það hvenær upphaf starfsársins er.Elvar
18.06.2003 at 15:53 #474234Sælir,
"Þungt" færi, og ekki "þungt" færi.
Ég veit af þrem bílum sem fóru á Langjökul um helgina, tveir 38" og einn 35 tommu og allir töluðu um frábært færi.
Getur verið að menn sé að ýkja færið eitthvað… "Jú það var rosalega þungt færi en ég dreif allt og var bestastur"Ferðakveðja
Elvar
30.05.2003 at 09:56 #473880Ég myndi bora gat að framanverðu og festa filterefni fyrir innan. Einnig myndi ég bora gat í botn eða neðarlega í kassann sömu leiðis með filter efni. Þegar þú keyrir þrýstist loft innum fremra gatið og streymir inní kassann, filterefnið á að varna því að það snjói og rigni inn. Sjálfur er ég með þetta svona á húsinu á pallinum hjá mér, og þetta virkar ágætlega á meðan þéttikantar við hlerann eru í góðu lagi.
Það hljóta einhverjir að eiga fleiri lausnir…
Elvar
22.05.2003 at 13:23 #473664Sælir,
Flestir með púða kannast við að það leki smá. Það er erfitt að finna hvar lekur þegar það lekur voðalega hægt. Ég þarf að athuga púðana mína uþb. tvisvar í mánuði.
Kostur við loftpúða er að þeir bera meira en gormar. Þ.e. ég hrúga dótinu mínu á pallinn (sem er mikið) og pumpa svo í púðana og stilli bilið undir samsláttarpúða. Bíll með gorma myndi síga niður og fjöðrunarbilið mingar með aukinni þyngd á pallinn. Þá er ekki hægt að gera neitt til að auka fjöðrunarbilið.Ég legg til að þú leggir niður fyrir þér hvað þú vilt fá útúr fjöðrun bílsins og hvaða eiginleikar eru æskilegir að bíllinn hafi og leitir svo að fjöðrunarkerfi sem uppfyllir eða kemst næst því að uppfylla þau skilyrði sem þú setur.
Ég er mun ánægðari með mjúka fjöðrun bílsins að aftan þar sem ég er með loftpúða heldur en að framan þar sem ég er með gorma. En það geta eflaust verið ástæður fyrir því, t.d. að ég gæti fengið mér öðruvísi gorma og öðruvísi dempara að framan.
Góðar stundir
Elvar
21.05.2003 at 15:56 #473656Ég er að velta fyrir mér ástæðunni fyrir því að þú viljir að skipta um fjöðrunarkerfi að aftan. Þú ert með hilux ekki satt á loftpúðum? Ertu óánægður með fjöðrunina?
Ég er ánægður með loftpúðana mína að aftan miðað við fjaðrirnar sem ég var með. Það Það kom ekki til greina að fá mér gorma þar sem ég sé enga kosti við gormafjöðrun umfram loftpúðafjöðrunina með (manual) stilltum dempurum.
Leyfðu okkur að heyra (lesa) þín sjónarmið
Elvar
16.05.2003 at 11:22 #473374Fínn listi frá Einari, kærar þakkir.
Það væri gott að fá greinarstúf í Setrið frá kunnáttumanni og reynslubolta til að segja frá þessum hlutum. Eða jafnvel fyrirlestur á mánudagsfundi.
Elvar
15.05.2003 at 16:34 #192586Sælir félagar,
Nokkuð reglulega kemur fram í hinum ýmsu þráðum eitthvað um hásingar, og þá er ekki óalgengt að menn séu að tala um öxla með með X-mörgum rillum og mismunandi heiti á hásingum t.d. dana.
Er einhver viskubolti hér á spjallinu sem er til í að ausa úr skálum þekkingabrunnsins og lofa okkur hinum að njóta.
Þá kannski helst hvaða tegundir hásinga eru í gangi og undir hvernig bílum þær eru orginal. Einnig má fylgja með umsögn um gæði, hvernig öxlar, hvort kúla sé vinstra eða hægra megin og þar fram eftir götunum. Hvaða drifhlutföll er hægt að setja í hásinguna.
Fleiri spurningar sem gott og gaman er að vita svörin við eru t.d. hvaða hásingar eru undir bílum frá Asíu, hvaða hásingar eru undir bílum frá Ameríku. Eru til læsingar í allar þetta, svona mætti lengi telja. Allar upplýsingar eru betri en engar upplýsingar.
Kveðja
Elvar
12.05.2003 at 10:23 #473240Sælir mig grunar að Fastur fari með rangt mál hér eða hefur mismælt sig. Þegar rætt er um ofurbilara er hann líklega að tala um sjálfan sig. Hann bíður eftir að fá lánaða aðstöðu í skúrnum mínum til að geta gert við sínar bilanir. Auðvitað er honum velkomið að gera við í skúrnum mínum. Hann verður bara að bíða þar til ég hef lokið reglulegu viðhaldi.
Ef vel myndin er vel skoðuð má sjá að ég sit ekki undir stýri heldur Höddi kunningi okkar. En annars er ég í góðum gír.Elvar
09.05.2003 at 09:41 #473230Ískrið gæti bent til þess að kúplingsdiskur sé brotinn og brot úr honum sé að snuða uppvið diskinn.
Sjálfur lenti ég í því að kúplingsdiskur brotnaði í marga búta, örlitlar málmleifar úr disknum urðu eftir inní kúplingshúsinu þegar ég setti nýjan disk í. Nokkrum vikum síðar heyrðist mikið ískur þegar leifarnar voru að snuða við kúplingsdiskinn.
Ég myndi ekki vera að bíða neitt með að opna þetta og líta á málið til að þetta skemmi ekki meira út frá sér.
Gangi þér vel,
Elvar
29.04.2003 at 08:52 #472952Sæll jong,
Ég leit á vefsíðuna og bjó mér til gorm í huganum og setti svo inn tölurnar til að reikna út hver væri stífleiki gormsins, niðurstaðan birtist eins og við var að búast.
Þetta er nokkuð flott og líka góð skýringarmynd sem fylgir þessu. Það sem vafðist fyrir mér var þrýstingur við samþjöppun, hvaða mælieining er á því?Ef ég veð í villu og svima með spurningu minni biðst ég afsökunar á því en jafnframt væri gott að fá útskýringu.
Kveðja
Elvar
-
AuthorReplies