Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
24.12.2003 at 01:15 #482762
Afsakið, ég sló víst saman númerum sem ég nota mikið, rétt númer er [b:1twz6dd5]693 5332[/b:1twz6dd5]
Elvar
24.12.2003 at 00:39 #193335Ef einhver er á leið að sunnan á Hveravelli þann 25. þá þætti mér gott ef ég mætti vera í samfloti. Hafðu samband við mig í síma 6932522.
Elvar
22.12.2003 at 13:34 #482636Gott að vita til þess að verið sé að vinna í málunum. Vonandi er þá verið að tala um lausnir sem duga meira en í nokkrar vikur. Vefurinn er mikið þarfaþing og sést það best á því hvað menn verða pirraðir þegar hann er á hliðinni.
Áfram vefnefnd!
Elvar
09.12.2003 at 15:50 #482370Sælir og takk fyrir góð viðbrögð.
Ég er með nýja geyma og nýjan spennustilli, spennustillirinn fór fyrir nokkrum mánuðum og grillaði geymana mína :(.
Lélegt jarðsamband hljómar ekki ólíklega. Læt athuga þetta fyrir mig. Ég er ekki með aukarafkerfi í bílnum en það er á óskalistanum
Ef fleiri hafa eitthvað um málið að segja þá skuluð þið ekki halda ykkur frá lyklaborðinu.
Elvar
09.12.2003 at 11:10 #193301Sælir félagar,
Var í ferð um helgina og í ljós kom óæskileg hegðun tækja í bílnum. Góðir hlutir eins og tölva, sími og útvarp gáfust upp. Þ.e. slokknaði á tækjunum í þessari röð.
Hverjar eru helstu ástæður að slíkt gerist?
Er með með tvo geyma í bílnum 60 amperstundir hvor ef ég man rétt. CB, gps og miðstöð voru í gangi og héldust í gangi og slokknaði á útvarpinu þegar kveikt var á rúðuþurkum.Kveðja
Elvar
09.12.2003 at 10:31 #482346Hljómar eins og þú þurfir að rífa þetta í sundur aftur, ef þú hefur nóg af tíma þá finnur þú útúr þessu eða færð kunnáttumann í verkið.
Elvar
09.12.2003 at 10:28 #482292Ef þú ætlar að hringja og gera verðsamanburð þarftu einnig að vita hvort þú ert með vinstri plús eða hægri plús.
Elvar
02.12.2003 at 09:38 #481858Felgubreytingar í Axlarhöfða, fullkomin tæki og tól í svona vinnu, og ekki svo dýrt og vönduð vinnubrögð.
Hann reddaði mér með fólksbílinn á stuttum tíma.
Elvar
25.11.2003 at 15:44 #481360Þú mátt alveg missa útúr þér hvað þetta kostar svona sirka.
Elvar
24.11.2003 at 09:43 #481274Ef þú setur tölvuna í rjáfrið þá máttu gjarnan láta okkur vita hvernig reynist að nota gripinn þannig.
Elvar
22.11.2003 at 08:44 #481172GPS tengist við SerialPort á tölvum, og portið er kallað com1. Einnig í USB port en þá þarf millistykki sem eru misjöfn að gæðum hef ég heyrt.
Þú verður sjálfur að finna hvernig GPS tæki þú ætlar að nota eftir því hvað hentar þér. Ég svaraði sambærilegri fyrirspurn um daginn, líttu á þennan [url=http://www.f4x4.is/vefspjall/tradur.asp?t=2018#12763:1qit3qye]þráð[/url:1qit3qye]
Varðandi lappann, skemmtilegra að hann sé nægilega öflugur til að leysa verkefnið sem honum er ætlað með sómasamlegum hætti, sjálfur á ég gamla ferðavél sem mætti ekki vera máttlausari.
Gangi þér vel.
Elvar
21.11.2003 at 18:08 #481170Eru menn að fara að snobba með undirskriftir
Vil bara benda þeim fáu sem hugsa sér að snobba svona að þeir sem eru með lélega tengingu verða aðeins lengur að sækja þráðinn. En eru menn ekki annars almennt komnir með ágæta tengingu og finna ekkert fyrir svona smásnobbi.snobbkveðjur
e l v a r
21.11.2003 at 09:45 #481100Ég var að velta því fyrir mér hvort ekki séu til stærri lofttjakkar og úr verulega sterku efni sem rifnar ekki og jafnvel það þungir að þeir fjúka ekki svo auðveldlega í burtu. Einhver séð svoleiðis?
Elvar
21.11.2003 at 09:40 #4811343900 skipt á 12 mánuði er 325.
Verð jeppans segir ekki allt um það hversu efnaðir menn eru. En Það hlýtur að vera hægt að koma með tillögu á félagsfundi sem tekur á því hvort mönnum finnist skynsamlegt að hækka félagsgjöldin eða ekki. Nokkuð stutt (kannski meira en ár) er síðan hækkun var nefnd á félagsfundi og vildu menn þá ekki hækka.
Elvar
20.11.2003 at 23:20 #481094Veit einhver úr hvaða efni þessir púðar eru?
Er einhver að selja eitthvað þessu líkt á klakanum?
Þetta er sjálfsagt ágætt ef það er hægt að lyfta framenda á jeppa í krapa með þessu apparati. En miðað við þær lýsingar sem að framan eru þá er þetta algert skrapatól.Elvar
20.11.2003 at 16:00 #481012Eins og ég ímynda mér að þetta verkfæri lítur út þá er það ekki ætlað til langflutninga, er það rétt skilið?
Elvar
13.11.2003 at 23:39 #478018Sælir L-200 eigendur,
Við erum nú greinilega nokkrir með þessa hugmynd bak við eyrað. Ég er með toyota hásingu að framan en orginal hásing að aftan með 5.29 hlutföllum. Mig hefur langað í soldið meiri getu fyrir bílinn til að komast áfram í þungu færi. Boddíið á mínum bíl árg ’94 gerir ráð fyrir því að stöng geti komið uppúr gólfinu á þessu svæði, skoðaði þetta fyrir einhverju síðan. Mér er nokk sama um innréttinguna enda ekki eins fín og í nýrri bílunum.
Það væri nú kannski sterkur leikur að fá sér góða læsingu að framan áður en maður fær sér skriðgír.Enn er spurningunni um hvað eigi að gera við stútinn fyrir framdrifskaftið útúr orginal kassanum ósvarað. Ég held það sé sett lok fyrir. Það er áhugavert að skoða hvernig þetta er gert í öðrum bílum.
Hvernig útfærsla er skynsamleg á L-200? þe. er sniðugt að setja annan orginal kassa aftaná hinn eða er betra að fá sér sjálfstæðan kassa sem er með úttaki fyrir fram og afturskaft?
Hefur einhver skoðað hvað fæst í þessa bíla?
Veit einhver um vefsíðu sem getur sagt okkur allt um þessa bíla?Kveðja
Elvar
13.11.2003 at 22:54 #480470Ég er sammála því sem fram hefur komið að fólksem stundar útivist á hálendinu og á fáförnum stöðum ættu að beina viðskiptum sínum til björgunarsveita í stað íþróttafélaga því íþróttafélögin fá sínu framgengt yfirleitt hvort sem er. Ekki skilja það sem svo að mér sé eitthvað illa við íþróttafélögin þau vinna jú gott starf líka, á öðrum vettvangi.
Þetta er ágæt umræða sem hefur farið fram hér og hef ég nú upplifað "deja vou" því ég hef fylgst með og tekið þátt í svona umræðu áður. Mig langaði aðeins að beina umræðunni í aðra átt og spyrja hvort einhver kannast við að björgunarsveit hafi beðið kurteislega um styrk fyrir björgun á farartæki.
Segjum sem svo að jeppi bilar á Langjökli og er skilinn eftir af einhverjum ástæðum. Eigandi jeppans biður björgunarsveit um aðstoð við að sækja jeppann án þess að fólk sé í hættu. Taka björgunarsveitir að sér slík útköll eða á að kalla þetta verkefni?
Það sem ég er í raun og veru að spyrja um, starfa björgunarsveitir eftir einhverjum reglum um að til að útkall megi eiga sér stað þá verði ákveðnum skilyrðum að vera fullnægt, t.d. fólk eða fjármunir í hættu.
Kveðja
Elvar
13.11.2003 at 12:40 #480378Sælir,
"…þegjandi krafa um verklegra tæki…",
Þetta fer nú nokkuð mikið eftir því hvað þú treystir þér til að gera, þe. hvað finnst þér sjálfum. Það gefur auga leið að þægilegra og betra að mörgu leiti er að nota "verklegra tæki" en göngutæki getur dugað ef það er tengt við rafmagn í bílnum og nær sambandi þar sem þú staðsetur það.Treystir þú þér til að nota tækið til að rata heim aftur eða til að komast á næsta ákvörðunarstað í slæmu skyggni á því svæði sem þú ætlar að ferðast um? Ef svo er þá dugir tækið. En "verklegra" tæki gæti hjálpað þér að vera sneggri að taka ákvörðun um hvert skal halda.
Nokkrir kostir eru í stöðunni.
– Læra nógu vel á tækið til að þú getir ratað heim
– Tengja tækið við tölvu sem þú hefur í bílnum.
– Setja upp tæki sem er "verklegra"
– Fá þér verklegra tæki og tölvu.Sama hvað þú gerir þá verður þú að kunna að nota gps tækið sem þú ert með í notkun og muna að tölvan getur bilað.
Elvar
12.11.2003 at 17:49 #480350Sælir,
JÞJ, vinsamlegast póstaðu á okkur þegar lausnin er fundin og segðu okkur hver galdurinn var. Menn verða svo ánægðir þegar svarið er fundi. Einnig er þetta gott uppá síðari tíma og sama vandamál kemur upp hjá öðrum, þá er gott að fletta upp þessum þráð og athuga hvað átti að skoða til að finna bilunina.
Kveðja
Elvar
-
AuthorReplies