Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
23.02.2004 at 12:20 #489688
Snýst þetta ekki um að þú finnir þér félaga sem eru á svipuðu reki og þú, þe. með sömu eða svipaða dekkjastærð. Þá verður ferðahraði ykkar að öllum líkindum sambærilegur.
Ef þú ert að spá í hvort félagið eigi að hleypa minna breyttum bílum í fullvaxnar ferðir hefur reynslan sýnt að það er ekki það sniðugasta sem hægt er að gera. Spilar þar sjálfsagt drifgeta og ferðahraði mestu.
Þess má geta að það sem menn fóru á 35" fyrir nokkrum árum á helgi fara menn á skemmri tíma í dag vegna stærri dekkja t.d. 38" – 44".
Það virðist vera að meirihluti virkra félagsmanna séu á 38" dekkjum og hafa því ferðir yfirleitt miðast við þá.
Ég sé ekkert að því að menn skipuleggi ferðir fyrir minna breytta bíla og hefur það verið gert og þá einnig verið fundin viðeigandi verkefni sem hæfa þeirri dekkjastærð.
Skipuleggjendur ferða vilja ekki lenda í því að vera með nokkra minni bíla í of erfiðu færi. Má t.d. nefna að ég hefði ekki viljað lesa fréttir um 35" bíla í krapatúrnum sem suðurlandsdeildin fékk sér í Landmannalaugar í fyrra þar sem sexhjóla bílarnir voru þeir einu sem dugðu.
Það vissulega kemur stundum fyrir að minni og léttari bílar eru þeir einu sem virka og spóla hringi í kringum þunga draslið, en stærri dekk virka betur að meðaltali.
Vona að þetta sé innlegg í þínar pælingar og gaman væri að fá málefnalegt svar við þessu.
Góðar stundir
Elvar
23.02.2004 at 12:20 #496270Snýst þetta ekki um að þú finnir þér félaga sem eru á svipuðu reki og þú, þe. með sömu eða svipaða dekkjastærð. Þá verður ferðahraði ykkar að öllum líkindum sambærilegur.
Ef þú ert að spá í hvort félagið eigi að hleypa minna breyttum bílum í fullvaxnar ferðir hefur reynslan sýnt að það er ekki það sniðugasta sem hægt er að gera. Spilar þar sjálfsagt drifgeta og ferðahraði mestu.
Þess má geta að það sem menn fóru á 35" fyrir nokkrum árum á helgi fara menn á skemmri tíma í dag vegna stærri dekkja t.d. 38" – 44".
Það virðist vera að meirihluti virkra félagsmanna séu á 38" dekkjum og hafa því ferðir yfirleitt miðast við þá.
Ég sé ekkert að því að menn skipuleggi ferðir fyrir minna breytta bíla og hefur það verið gert og þá einnig verið fundin viðeigandi verkefni sem hæfa þeirri dekkjastærð.
Skipuleggjendur ferða vilja ekki lenda í því að vera með nokkra minni bíla í of erfiðu færi. Má t.d. nefna að ég hefði ekki viljað lesa fréttir um 35" bíla í krapatúrnum sem suðurlandsdeildin fékk sér í Landmannalaugar í fyrra þar sem sexhjóla bílarnir voru þeir einu sem dugðu.
Það vissulega kemur stundum fyrir að minni og léttari bílar eru þeir einu sem virka og spóla hringi í kringum þunga draslið, en stærri dekk virka betur að meðaltali.
Vona að þetta sé innlegg í þínar pælingar og gaman væri að fá málefnalegt svar við þessu.
Góðar stundir
Elvar
22.02.2004 at 22:16 #489674Ertu að biðja okkur um að spá í hvernig veðrið verði næstu vikur? Er ekki betra að þú hafir samband við Veðurstofu Íslands til að fá upplýsingar um það. Ef þú ert að spá í færð á vegum þá getur þú haft samband við Vegagerðina og spurt þá hvenær hálendið er yfirleitt opnað fyrir umferð.
Gangi þér vel
Elvar
22.02.2004 at 22:16 #496256Ertu að biðja okkur um að spá í hvernig veðrið verði næstu vikur? Er ekki betra að þú hafir samband við Veðurstofu Íslands til að fá upplýsingar um það. Ef þú ert að spá í færð á vegum þá getur þú haft samband við Vegagerðina og spurt þá hvenær hálendið er yfirleitt opnað fyrir umferð.
Gangi þér vel
Elvar
20.02.2004 at 13:20 #487630Það er náttúrulega alltaf fastur kostnaður við að eiga bíl og svo skiptir líka máli hvernig þú ferð með bílinn. Dýrt ef þú ferð illa með hann.
Elvar
20.02.2004 at 13:20 #492264Það er náttúrulega alltaf fastur kostnaður við að eiga bíl og svo skiptir líka máli hvernig þú ferð með bílinn. Dýrt ef þú ferð illa með hann.
Elvar
19.02.2004 at 20:06 #489394Í staðin fyrir að væla um að fá ekki að vera með hefur mér sýnst að sniðugast sé að skipuleggja sjálfur. Já það er smá vinna að skipuleggja, og kostar nokkur símtöl eða tölvupóstsamskipti. Það þarf ekki einn og sami maðurinn að skipuleggja allt, gott að skipta á milli sín einn pantar skála og annar heldur bókhald utanum skráningu hverjir ætla með og upplýsingagjöf um áætlun (plan A, plan B) og brottfararstað. Sá þriðji getur gengið úr skugga um að matur og nauðsynlegur búnaður verði með í för.
Ég er einn af þeim sem ekki komst í ferð á vegum 4×4 fyrir áramót. Við félagarnir hóuðum því saman í ferð helgina eftir og úr varð að 10 – 12 bílar mættu í ferðina. Þetta fór þannig fram að við vorum þrír sem tókum sameiginlega ákvörðun um hvert ætti að fara og ræddum hvað gert yrði ef sú áætlun myndi ekki standast. Svo voru boð látin út ganga um að við værum að fara í ferð og kunningjum var boðið með. Fjórir til sex voru látnir rotta sig saman um mat og farið var sameiginlega yfir hvort nauðsynlegur búnaður væri meðferðis.
Þetta lukkaðist ágætlega og ég hika ekki við að gera svona aftur.
Til þess að það sé skemmtilegt í ferð er ekki nauðsynlegt að hafa einhvern sem þú heldur að sé skemmtilegur, ég efast um að félagar með félagsnúmer undir 1500 eru skemmtilegri en þeir með hærri númerin. Það er mikilvægast að vera skemmtilegur sjálfur og gefa eitthvað af sér.
Snúðu við blaðinu
Þeir sem eru búnir að láta skoðun sína í ljós um óánægju vegna þess að fá ekki að vera er frjálst að skipulagt eigin ferð helgina eftir. Hver veit nema þeir sem eru minni en 1500 verði þá öfundsjúkirElvar
19.02.2004 at 20:06 #495784Í staðin fyrir að væla um að fá ekki að vera með hefur mér sýnst að sniðugast sé að skipuleggja sjálfur. Já það er smá vinna að skipuleggja, og kostar nokkur símtöl eða tölvupóstsamskipti. Það þarf ekki einn og sami maðurinn að skipuleggja allt, gott að skipta á milli sín einn pantar skála og annar heldur bókhald utanum skráningu hverjir ætla með og upplýsingagjöf um áætlun (plan A, plan B) og brottfararstað. Sá þriðji getur gengið úr skugga um að matur og nauðsynlegur búnaður verði með í för.
Ég er einn af þeim sem ekki komst í ferð á vegum 4×4 fyrir áramót. Við félagarnir hóuðum því saman í ferð helgina eftir og úr varð að 10 – 12 bílar mættu í ferðina. Þetta fór þannig fram að við vorum þrír sem tókum sameiginlega ákvörðun um hvert ætti að fara og ræddum hvað gert yrði ef sú áætlun myndi ekki standast. Svo voru boð látin út ganga um að við værum að fara í ferð og kunningjum var boðið með. Fjórir til sex voru látnir rotta sig saman um mat og farið var sameiginlega yfir hvort nauðsynlegur búnaður væri meðferðis.
Þetta lukkaðist ágætlega og ég hika ekki við að gera svona aftur.
Til þess að það sé skemmtilegt í ferð er ekki nauðsynlegt að hafa einhvern sem þú heldur að sé skemmtilegur, ég efast um að félagar með félagsnúmer undir 1500 eru skemmtilegri en þeir með hærri númerin. Það er mikilvægast að vera skemmtilegur sjálfur og gefa eitthvað af sér.
Snúðu við blaðinu
Þeir sem eru búnir að láta skoðun sína í ljós um óánægju vegna þess að fá ekki að vera er frjálst að skipulagt eigin ferð helgina eftir. Hver veit nema þeir sem eru minni en 1500 verði þá öfundsjúkirElvar
17.02.2004 at 14:26 #488868Eitthvað sem mér dettur í hug bara núna:
1. olíuhiti í fram og afturdrifi
2. hiti á skjálfskiptingu
3. Ef til eru skynjarar á sjálfskiptingu til að meta gæði sjálfskiptivökvans þá er það flott
4. Skynjarar í samsláttarpúða til að gefa manni til kynna hver tíðnin er á því að bíllinn slái saman. Gefur vísbendingar um að eitt fjöðrunarkerfi er betra en annað við ákveðnar aðstæður, þetta ættu "öfgamennirnir" sem þræta um fjöðrunarkerfi að fá til að prófa til að fá enn einn pólinn inn í umræðurnar.
5. Skynjari fyrir ísingu, veit ekki hvort slíkt er til, getur sagt til um hvort það sé hálka á malbikinu sem þú ert að keyra á.
6. mengunarmælir (ekki bara fyrir diesel)
7. vatnsmælar í drifum (Hver kannast ekki við áhyggjur af því að vera hugsanlega búinn að keyra lengi með vatn í drifunum)
8. hitaskinjari á loftið sem fer inná vélina, (er millikælirinn að skila sínu)
9. seigjumælir fyrir díselolíu (er olían að þykkna?)Ég bulla kannski meira seinna.
það má að vísu benda á það að of mikið að skynjurum getur skapað óþarfa áhyggjur ef menn fara að horfa á hvernig hiti á olíu breytist, slíkir skynjarar eru hins vegar kjörnir til að læra af þeim hvað sé eðlilegt.
Sammála því sem fram hefur komið að þetta þarf að vera búnaður sem þarf ekki að restarta reglulega. Svona má bara ekki klikka eftir að það er komið í farartæki ef menn ætla að treysta hið minnsta á það
Elvar
17.02.2004 at 14:26 #494728Eitthvað sem mér dettur í hug bara núna:
1. olíuhiti í fram og afturdrifi
2. hiti á skjálfskiptingu
3. Ef til eru skynjarar á sjálfskiptingu til að meta gæði sjálfskiptivökvans þá er það flott
4. Skynjarar í samsláttarpúða til að gefa manni til kynna hver tíðnin er á því að bíllinn slái saman. Gefur vísbendingar um að eitt fjöðrunarkerfi er betra en annað við ákveðnar aðstæður, þetta ættu "öfgamennirnir" sem þræta um fjöðrunarkerfi að fá til að prófa til að fá enn einn pólinn inn í umræðurnar.
5. Skynjari fyrir ísingu, veit ekki hvort slíkt er til, getur sagt til um hvort það sé hálka á malbikinu sem þú ert að keyra á.
6. mengunarmælir (ekki bara fyrir diesel)
7. vatnsmælar í drifum (Hver kannast ekki við áhyggjur af því að vera hugsanlega búinn að keyra lengi með vatn í drifunum)
8. hitaskinjari á loftið sem fer inná vélina, (er millikælirinn að skila sínu)
9. seigjumælir fyrir díselolíu (er olían að þykkna?)Ég bulla kannski meira seinna.
það má að vísu benda á það að of mikið að skynjurum getur skapað óþarfa áhyggjur ef menn fara að horfa á hvernig hiti á olíu breytist, slíkir skynjarar eru hins vegar kjörnir til að læra af þeim hvað sé eðlilegt.
Sammála því sem fram hefur komið að þetta þarf að vera búnaður sem þarf ekki að restarta reglulega. Svona má bara ekki klikka eftir að það er komið í farartæki ef menn ætla að treysta hið minnsta á það
Elvar
17.02.2004 at 14:10 #489082Seldu bókina fyrir tvöþúsund krónur (taktu ljósrit af mikilvægu köflunum áður), mokaðu tröppurnar fyrir eldri borgara gegn greiðslu þar til þú átt fyrir félagsskírteininu og skráðu þig í félagið.
Elvar
17.02.2004 at 14:10 #495153Seldu bókina fyrir tvöþúsund krónur (taktu ljósrit af mikilvægu köflunum áður), mokaðu tröppurnar fyrir eldri borgara gegn greiðslu þar til þú átt fyrir félagsskírteininu og skráðu þig í félagið.
Elvar
16.02.2004 at 15:09 #494551Vélsmiðjan Héðinn átti til plöturnar í Hilux á sínum tíma kostaði um 7-8 þús fyrir rúmu ári. Getur vel verið að það sé komið nýtt og nettara form á þetta. Vertu bara viss um að kaupa rétta dótið.
Þá var eftir að bora göt fyrir fóðringar og setja efni á milli til að búa til samlokur utanum fóðringarnar
Gangi þér vel
Elvar
16.02.2004 at 15:09 #488784Vélsmiðjan Héðinn átti til plöturnar í Hilux á sínum tíma kostaði um 7-8 þús fyrir rúmu ári. Getur vel verið að það sé komið nýtt og nettara form á þetta. Vertu bara viss um að kaupa rétta dótið.
Þá var eftir að bora göt fyrir fóðringar og setja efni á milli til að búa til samlokur utanum fóðringarnar
Gangi þér vel
Elvar
16.02.2004 at 15:01 #488930Þetta svar er sérstakt mótvægi við það sem hev skrifaði nú síðast:
Án þess að vita það fyrir hreinan sannleika, þá er ég nokkuð viss um að slit á draglið er óverulegt, nema þá að framdrifið sé bara notað einu sinni á ári eða álíka sjaldan. Það þarf jú að smurja drifsköft reglulega til að minnka slit.
Það má alveg eins segja að hjöruliðskrossar slitna við að keyra.
Elvar
16.02.2004 at 15:01 #494845Þetta svar er sérstakt mótvægi við það sem hev skrifaði nú síðast:
Án þess að vita það fyrir hreinan sannleika, þá er ég nokkuð viss um að slit á draglið er óverulegt, nema þá að framdrifið sé bara notað einu sinni á ári eða álíka sjaldan. Það þarf jú að smurja drifsköft reglulega til að minnka slit.
Það má alveg eins segja að hjöruliðskrossar slitna við að keyra.
Elvar
12.02.2004 at 09:08 #488342Ég hef kannski ekki mikið vit á endingu véla en ég persónulega væri ekki tilbúinn að borga mikið fyrir bílinn útaf vélinni sem er örugglega komin á seinni hluta lífaldursins. Ef bíllinn er í góðu ástandi að öðru leiti mæli ég með að þú farir á http://www.bgs.is og flettir upp viðmiðunarverði eins og Björn Þorri stakk uppá. Kannski væri áhugavert að einhver hér gæti misst útúr sér hvað gangverð á 2.8 vél með olíuverki er, td. ef hún er ný yfirfarin og í toppstandi.
Elvar
12.02.2004 at 09:08 #493673Ég hef kannski ekki mikið vit á endingu véla en ég persónulega væri ekki tilbúinn að borga mikið fyrir bílinn útaf vélinni sem er örugglega komin á seinni hluta lífaldursins. Ef bíllinn er í góðu ástandi að öðru leiti mæli ég með að þú farir á http://www.bgs.is og flettir upp viðmiðunarverði eins og Björn Þorri stakk uppá. Kannski væri áhugavert að einhver hér gæti misst útúr sér hvað gangverð á 2.8 vél með olíuverki er, td. ef hún er ný yfirfarin og í toppstandi.
Elvar
12.02.2004 at 08:57 #493713Þú þarft að öllum líkindum að tengja stýristraum frá rofa inná relay sem er 30 amper (eða stærra??) og relayið við dæluna. Það er of mikið álag á rofann að allur straumurinn fari í gegnum hann, þess vegna er relayið sett á milli. Þú þarft þá einnig 30 amp öryggi frá geymi að relayi. Mundu að hafa öryggið sem næst geyminum. Nú ef þú ert með aukarafkerfi í bílnum þá skaltu fá leiðbeiningar frá fagaðila.
Ég er með svipaða útfærslu í mínum bíl eins og Einar nefnir. Jörðin er tekin úr dæluhúsinu sjálfu (þe. fyrir segulrofann á dælunni) og hinn vírinn fer á relayið, sem ég er nánast viss um að sé í bílnum hans Einars líka.
Góðar stundir og gangi þér vel
Elvar
12.02.2004 at 08:57 #488360Þú þarft að öllum líkindum að tengja stýristraum frá rofa inná relay sem er 30 amper (eða stærra??) og relayið við dæluna. Það er of mikið álag á rofann að allur straumurinn fari í gegnum hann, þess vegna er relayið sett á milli. Þú þarft þá einnig 30 amp öryggi frá geymi að relayi. Mundu að hafa öryggið sem næst geyminum. Nú ef þú ert með aukarafkerfi í bílnum þá skaltu fá leiðbeiningar frá fagaðila.
Ég er með svipaða útfærslu í mínum bíl eins og Einar nefnir. Jörðin er tekin úr dæluhúsinu sjálfu (þe. fyrir segulrofann á dælunni) og hinn vírinn fer á relayið, sem ég er nánast viss um að sé í bílnum hans Einars líka.
Góðar stundir og gangi þér vel
Elvar
-
AuthorReplies