Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
16.06.2004 at 01:04 #503866
gerðist á fólksbíl hjá mér að það fór að leka með frosttappa en þá sást útfelling, líklega ekki tilfellið hjá þér þar sem þú ert búinn að skríða inní hvern krók á vélinni.
Gangi þér vel
Elvar
14.05.2004 at 12:21 #502181Sæll Vals.
Þetta þarf ekki að kosta svo voðalega.
Ég þekki ekki loftpúðana sem settir eru inní gorm og veit ekki um neinn sem er að nota það. Þar sem bíllinn er nú þegar með gormum er lítið mál fyrir þig að skipta út sætunum sem gormurinn er í fyrir sæti fyrir loftpúða. Að því gefnu að engin sveigja myndast á loftpúðanum.Það sem er misflókið og misdýrt hjá mönnum er hversu flott kerfi menn eru með til að pumpa í púðana og hvort nauðsynlegt er að skipta um dempara.
Demparaskipti fara að mestu eftir því hvort slaglengd breytist með tilkomu loftpúðanna. Stundum nóg að færa demparasæti.
Einfaldasta útgáfa af pumpukerfi er að þú handdælir inná púðana með dekkjapumpunni þinni. Flóknasta útgáfa sem ég gæti hugsað mér er sjálfvirk dæling af kút, stýrt af hæðarskynjara við hvert hjól ásamt því að hafa möguleika á að pumpa og hleypa úr innan úr bíl.
Þitt er valið "mátturinn og dýrðin"
Hitt er annað mál að allir sem ég veit að eru með loftpúða eru hæst ánægðir með græjurnar sínar.Gangi þér vel.
Elvar
13.05.2004 at 15:30 #502122Takk fyrir skjót svör.
Enn sem komið er má finna þarna takmarkað úrval af leiðum og takmarkaðar lýsingar á leiðunum sem kann þó að vera nægjanlegt og einungis tveir höfundar að leiðum. Vonandi stendur þetta til bóta. Því þetta gæti verið eitt hið besta "verkfæri" sem félagið ætti.
Vonandi stendur til að útvíkka þetta verkfæri enn frekar.
Það væri áhugavert að fá smá umræðu um þetta og t.d. svör við ýmsum spurningum.T.d.
1. Af hverju eru innsendar leiðir ekki aðgengilegar beint á vefnum.
2. Er möguleiki á að sjá umbreytingu á milli skráarsniða sjálfkrafa hér á vefnum t.d. milli oziexplorer og visual series og fleiri skráarsnið.
3. Er ástæða til að aðlaga innsláttarformið að þörfum notenda á ferlum. t.d. með því að skrá niður hvenær ferillinn er tekinn (dagsetning), jafnvel útskýra betur fyrir skráningaraðila hvað þarf að koma fram í lýsingu.Kveðja
Elvar
13.05.2004 at 14:53 #502114Sæll Vefstjóri,
Ég vissi ekki af þessum fídus á síðunni, flott.
En bíddu nú við, hvar koma gögnin svo fram til að aðrir geti nýtt sér gögnin sem komin eru inn.Elvar
04.05.2004 at 16:52 #500907Ég er nokkuð viss um að tækið tekur 8 – (20?) volt. Fáðu það bara staðfest í bæklingnum, á tækinu sjálfu eða hjá R Sigmunds. Þar getur þú líka keypt snúru fyrir ekki svo voðalegan pening.
Rétti staðurinn til að fá upplýsingar er R Sigmunds um þessi tæki.
Gangi þér vel
Elvar
04.05.2004 at 11:06 #500847Ég verð bara að segja að þú ert þrefaldur í roðinu lúseríus. Því ég er farinn að halda að þú sért bæði einfaldur og þegar vel er að gáð þá ertu líka tvöfaldur.
En nú er spurning hvort þú blandir ekki sterkari blómaáburð þar sem þú ert farinn að halda að þú sért annar en þú raunverulega ert. Annars máttu hringja í mig og ég aðstoða þig við að komast í hvítu peysuna þína með löngu ermunum og þessum franska.
Það er víst réttast að við förum að hittast í staðin fyrir að slíta lyklaborðinu fyrir framan alþjóð.
Góðar stundir
Elvar
04.05.2004 at 09:33 #500839Þýðir ekkert að munnhöggvast við lúseríus (Luxilíus) hann gerir mest lítið annað en naga hornið á lyklaborðinu. Svo liggur hann í leyni bak við skjáinn og bíður færis á að koma aftan að þér, og þá ýtir hann á Enter.
Lúseríus er bara tækifærissinni sem á það meira að segja til að ráðast á nýliða sem eiga sér einskis ills von. Svo er hann með nefið ofaní hvers manns koppi. T.d. um daginn munaði minnstu að nefið á honum festist á milli pústgreinar og túrbínu hjá mér. Ég var að nota fastan lylil en ekki skrallið úr topplyklasettinu og náði því bara nefhárunum úr honum sem ég ánafnaði Hampiðjunni til að flétta dráttartóg úr.
Kveðja
Elvar
04.05.2004 at 09:00 #500898Ef þú ert með garmin tæki þarftu í mörgum tilfellum að stilla comunication á garmin.
Fyrir aðrar tegundir þarftu líklega í sumum tilfellum að gera sambærilegt. Fer kannski eftir því við hvaða forrit þú ert að tengjast.Gangi þér vel
Elvar
03.05.2004 at 09:24 #501059hefur þú talað við umboðið og spurt þá um þessar spurningar? Ég tel að þessar upplýsingar séu veittar góðfúslega.
Elvar
02.05.2004 at 12:13 #500877Sælir,
Af því að ég lóðaði serialkapal við gps tækið mitt fyrir tölvuna mína og tengdi straum fyrir tækið þá gerði ég það einfaldlega skv leiðbeiningum sem fylgdu tækinu.
Á mínu tæki er 4pinna tengi straumur, jörð, send, receive. Ég man ekki númer á pinnunum en það fann ég í leiðbeiningunum með tækinu. Svo má líka fletta upp á netinu serialtengi til að sjá litina á vírunum ásamt númerum.
þetta á að duga til að samskipti milli tölvu og tækis geti farið fram með eðlilegum hætti. Ef þörf er á að tengja aðra pinna ættu að vera sérstakar leiðbeiningar um það með tækinu.Gangi þér vel.
Elvar
27.04.2004 at 16:15 #500193Að setja læsinguna á pallinn er kannski ekki beint ráð, ég myndi heldur kalla það óráð.
Ef þú átt til raunverulegt ráð þá máttu gjarnan pósta því og svara spurningunni "er mikið mál að koma þessu fyrir"
Elvar
27.04.2004 at 09:50 #500185Þetta er voðalega fyndið eða þannig, mér stökk ekki bros við þetta klunnalega svar. Það má vera að hér sé um einhvern einkahúmor að ræða og þá biðst ég afsökunar á að blanda mér í málið.
Annars fannst mér spurningin vera fullgild og eflaust margir sem gætu svarað þessu með í fáum orðum.
Elvar
20.04.2004 at 10:54 #499372Það hefði svosem mátt fylgja með að þessi glæsilega festa kostaði soldinn tíma líka, þe. 5 klst.
Elvar
15.04.2004 at 09:36 #463734Miðað við póst sem olafurag sendi inn hér fyrir nokkru (Sent inn 24.10.2002 16:19:08) hefur sölustjóri Landmælinga Íslands gefið í skyn að von væri á betri kortum nú fjótlega ef þau eru ekki komin. Væntanlega 1:100.000 kortin. Ég vissulega bíð spenntur eftir 1:50.000.
Tvær spurningar:
1) Hefur einhver heyrt nánar um hvenær þessi kort eru væntanleg?2) ætlar LMÍ að bæta við að hægt verði að vinna með rútur, track og point í þessu forriti?
Elvar
13.04.2004 at 13:51 #498139Það má vel vera að upphengjan sé dýrari búnaður en beint skaft en hefu augljósa kosti sem nefndir hafa verið. Ennfremur færð þú meiri halla á hjöruliði við kassa með beinu skafti (það eykur slit á krossinum í hjöruliðnum) og þarft hugsanlega að snúa afturhásingunni. Ég þyrfti ekki að hugsa mig um, ég héldi mig við upphengjuna frekar.
Elvar
13.04.2004 at 13:24 #498417Kortin eru dýr eftir því sem maður heyrir…. svo dýr að flestir veigra sér við að kaupa þau.
Ég heyrði um daginn af kortum í Kanada sem yfirvöld þar gáfu út og var dreift og allir máttu nota á þann hátt sem þeir óskuðu sér án þess að borga fyrir. Af hverju er þetta ekki hægt hér?
Smá pæling:
Landmælingar eru reknar af ríkinu og eru væntanlega á fjárlögum með sambærilegum hætti og ríkisútvarpið. Ég væri til í að kaupa eina og eina útgáfu af stafrænu korti af öllu landinu á sama verði og eitt afnotagjald af ríkisútvarpinu, ef ekki er hægt að hafa þetta ókeypis.
Það má líka orða þetta þannig að nú er þörf fyrir stafræn kort á lægra verði eins og þörfin fyrir Rás 2 myndaðist á sínum tíma.
Ég ætlaði þó ekki að tjá mig neitt meira um ríkisútvarpið ég bara skil ekki af hverju þessi kort mega ekki vera ókeypis.Kveðja
Elvar
05.04.2004 at 13:39 #503355Kemur þetta þegar þú beygir í báðar áttir?
Rámar í svipaðan póst að vísu um aðra bíltegund en það lýsti sér einnig (ef ég man rétt) þannig að þegar ekið var á einhverri ferð og skyndilega slegið af þá heyrðist undarlegur smellur.Lausnin var að skipta um drifloku. Ef þú getur gefið nánari lýsingu á þessu þá er aldrei að vita nema einhver fái betra minni en ég hef nú. Ertu búinn að tala við umboðið, þeir gætu nú þekkt þetta vandamál…
Gangi þér vel
Elvar
05.04.2004 at 13:39 #496033Kemur þetta þegar þú beygir í báðar áttir?
Rámar í svipaðan póst að vísu um aðra bíltegund en það lýsti sér einnig (ef ég man rétt) þannig að þegar ekið var á einhverri ferð og skyndilega slegið af þá heyrðist undarlegur smellur.Lausnin var að skipta um drifloku. Ef þú getur gefið nánari lýsingu á þessu þá er aldrei að vita nema einhver fái betra minni en ég hef nú. Ertu búinn að tala við umboðið, þeir gætu nú þekkt þetta vandamál…
Gangi þér vel
Elvar
01.04.2004 at 12:06 #502308Eins og fyrra svar stingur uppá, vatn í síu.
Getur verið nóg að skola/tappa af síunni ef ekki er önnur sía við hendina, bara svona til að prófa. Hef þó fengið ábendingar um að skynsamlegt sé að skipta um síuna einu sinni á ári. Við hitabreytingar úti þá þéttist alltaf raki í lokuðum rímum, ótrúlegt en satt, vatn kemur virðist koma uppúr þurruElvar
01.04.2004 at 12:06 #494991Eins og fyrra svar stingur uppá, vatn í síu.
Getur verið nóg að skola/tappa af síunni ef ekki er önnur sía við hendina, bara svona til að prófa. Hef þó fengið ábendingar um að skynsamlegt sé að skipta um síuna einu sinni á ári. Við hitabreytingar úti þá þéttist alltaf raki í lokuðum rímum, ótrúlegt en satt, vatn kemur virðist koma uppúr þurruElvar
-
AuthorReplies