Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
11.01.2008 at 09:23 #609502
Það eru tæpir 3 km frá Setrinu að fossi í Blautukvíslargljúfri. Nú veit ég ekki hvort hann þornar algerlega á veturnar, en sé hægt að ná c.a. 10 lítrum á sekúndu þar, þá myndi það nægja fyrir rafstöð sem dygði fyrir ljós og hita í Setrinu. Kostnaður við rafmagns loftlínur, eins og liggja á flesta sveitabæi, er ekki nema lítið brot af því sem jarðstrengir kosta.
Það sem er þó brýnast núna er að hætta að nota rafmagnsofnana, taka til í annarri orkunotkun og koma fyrir rafstöð sem passar fyrir ljós og dælur.
Ef notaðar eru flúor/sparparperur þá duga 100-200 wött fyrir mjög frambærilega lýsingu. Það þarf ekki mikla orku til að dæla vatni úr borholu. Ennfremur þarf að setja tímarofa á hitaþræðina svo þeir gangi bara þegar þeirra er þörf. Talstöð notar sáralítið rafmagn nema þegar verið er að senda. Með þessu móti mætti minnka olínotkun um a.m.k 75% frá því sem verið hefur, sá sparnaður myndi borga efniskostnað á fáum mánuðum.
Síðan getur það ráðist af smekk og áhuga hvort menn setja upp sólarsellur og vindrellu, þannað að díselrafstöðin verði óþörf nema sem varavél. Því fylgir nokkur kostnaður, þó hann geti verið vel undir 2 miljónum. Það þarf ekki að skipta úr 220 volta raflögnum, það vel gerlegt að breyta milli 220 volta og 12 volta með þokkalegri nýtingu. Slíkur búnaður er t.d. í varaaflgjöfum sem mikið eru notaðir með tölvum nú til dags.
Það eru hundruð miljóna húsa í heiminum hituð með olíu, að er því afskaplega skrítið þegar menn halda því fram slík kynditæki séu svo óáreyðanlega að ekki sé hægt að nota þau í Setrinu.-Einar
09.01.2008 at 14:35 #609482Takk fyrir þessar upplýsingar. Séu þessar eyðslutölur sem Kári gefur upp réttar, þá hef ég vanmetið stórlega sparnaðinn sem hægt er að fá með því að taka til í orkusukkinu í Setrinu. Þrír lítrar á klukkustund, sinnum 24 tímar sinnum 102 dagar á ári, gerir rúmlega 7300 lítra á ári en ekki 3600, eins og ég hef reiknað með.
Ef það fer meira rafmagn í ljós og önnur raftæki en til hitunar, þá er mjög mikið að þarna. Við það að tvöfalda stærð rafstöðvarinnar eykst olíunotkunin um tugi prósenta, séu þessar tölur réttar, þá stefnir í að það fari 10000 lítrar á ári í þessa hít.
Til þess að setja þetta í samhengi, þá er dæmigerð olínotkun til að kynda 500 m³ einbýlishús á Íslandi 365 daga á ári, um 3500 lítrar.
Það væri forvitnilegt að fá upplýsingar um það hverjar tekur af gistigjöldum í Setrinu eru.-Einar
09.01.2008 at 09:13 #609478Þetta er ekki í fyrst sinn sem þessu spurning kemur fram, án þess að henni hafi verið svarað, er þá ekki nærtækast að grea ráð fyrri að það hafi farist fyrir að skipta um smurolíu á vélinni? Það er jú tölvert umstang sem fylgir því að fara á nokkra vikna fresti og sinna því viðhaldi sem fylgir því að keyra svona vél dag og nótt.
Annars eru viðbrögð stjórnar og skálanefndar í þessu máli merkileg. Eins og fram hefur komið á [url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=skalamal/10944:2po6swtw]þessum þræði[/url:2po6swtw], þá var árleg olínotkun í Setrinu um 4000 lítrar meðan notuð var rafhitun með 15 kW rafstöð til kyndingar. Við að fara í 30 kW rafstöð má gera ráðfyrir að notkunin aukist um ríflega 50%. Þegar bent var á að með því að hætta að nota olíu til kyndingar mætti minnka árlega notkun í um 1000 lítra, þá eru viðbrögðin þau að það kosti 2 miljónir í stofnkostnað og komi því ekki til greina. Ef það væri rétt að það kostnaðurinn væri 2 miljónir, þá myndi það þó ekki taka nema 4 ár fyrir þá fjárfestingu skila sér í olísparnaði.
En það þarf ekki að fjárfesta fyrir 2 miljónir til að losna við rafmangskyndinguna.
Ef [url=http://www.holt1.net/5kw_rafstodvar.html:2po6swtw]svona vél[/url:2po6swtw] væri notuð til þess að framleiða rafmagn fyrrir ljós, olíubrennara og önnur nauðsynleg raftæki, þá fengist mest þessum sparnaði.Ég sé ekki hvernig menn geta ætlast til þess að tekið sé mark á mótmælum gegn háu eldsneytisverði, þegar menn bruðla svona með eldsneytið, að því er virðist af einskærri þrjósku.
-Einar
09.01.2008 at 08:36 #609334Kannske hef ég ekki lesið svar Ívars nógu vél, ég er allavega sammála því að það sé betra að fá pláss með því að skera úr, heldur en að hækka á boddíi.
En ég hef aldrei skilið það hversvegna menn vilja frekar hækka bíla eins og Patrol á fjöðrum en boddíi.
Mér virðist að það sé algengt að bílum eins og Patrol er TLC80 er breytt þannig að það er hækkað á fjöðrum fyrir 38" breytingu og síðan hækkað á boddii ef farið er í 44". Ég myndi snúa röðinni við og sleppa fjaðrahækkun þar sem það er hægt.-Einar
08.01.2008 at 10:55 #609328Þyngdarpunktur hækkar MINNA þegar pláss fyrir stærri dekk er fengið með boddyhækkun heldur en þegar skrúfað er upp eða hækkað á fjöðrum með öðru móti. Þegar boddy er hækkað, þá eru vél, kassar og grind ekki hækkuð, en þegar bíl er lift á fjöðrum hækkar allt nema hásingarnar og hjólin.
Hækkun þar sem boddyfestingar eru færðar upp, breytir aksturseginleikum minna en allar aðrar aðferðir til hækkunar.
Að mínu viti er það sterk vísbending um fúsk ef hækkað er um meira en 3-4 sm með því að skrúfa upp klafa.-Einar
07.01.2008 at 13:57 #609356Gps gögn vegna nýliðaferðar 24. nóvember síðastliðinn eru [url=http://klaki.net/gutti/strutur/gps.html:17uq1ebz]hér[/url:17uq1ebz], þar á meðal er ferill ferðarinnar, bæði á .gdb og .gpx sniðum.
-Einar
07.01.2008 at 07:05 #605666Mér finnst líklegt að það megi finna jarðhita í nágrenni þessara skála, en ég á ekki von á því að notkun þar standi undir kostnaði við [b:1d9tjs0u][url=http://www.isor.is/id/145:1d9tjs0u]leit[/url:1d9tjs0u][/b:1d9tjs0u] og [b:1d9tjs0u][url=http://www.samorka.is/Apps/WebObjects/Samorka.woa/1/swdocument/1000720/Gu%C3%B0mundur+Karl+Gu%C3%B0j%C3%B3nsson_Borun+og+virkjun+%C3%A1+litlum+borholum.pdf:1d9tjs0u]borun.[/url:1d9tjs0u][/b:1d9tjs0u]
-Einar
06.01.2008 at 14:15 #605662Setrið er mitt á milli þekktra jarðhitastaða við Ólafsfell annarsvegar og í Kerlingarfjöllum hinsvegir, fjarlægð er um 10 km í báðum tilfellum. Jarðhiti á yfirborði er þar sem heitt vatn streymir upp til yfirborðs, þetta uppstreymi er hluti af hringrás þar sem skiptist á heitt uppstreymi og kalt niðurstreymi. Dæmi um svona niðurstreymi er t.d. við Kaldársel, þar sem hiti á botni meira en 1000 djúprar holu er um 4°. Þvi er lílegt að það sé ekki nýtanlegur jarðhiti mikið nær Setrinu en 10 km. Þetta hefur þó ekki verið full kannað.
Ég hef komist yfir hitamælingar frá veðurstöðinni við Setrið. Árið 2006 var meðalhiti ársins rétt um frostmark, mesta frost var 23.3° en mesti hiti 18.5°
Ég hef notað þessi gögn til þess að reikna það magn olíu sem þarf til þess kynda Setrið með mismunandi aðferðum.
Ef gengið er út frá tölum Fasteignamatsins um flatarmál, gert ráð fyrir 4.5 metra lofthæð (inniheldur svefnloft), og að hitatap sé eins og meðaltal íbúðarhúsa á Íslandi sem ekki eru hituð með jarðhita, þá er meðal aflþörf til að halda 20° htita inni rúmlega 2.5 kW en mesta aflþörf(-23° úti 20° inni) 5.5 kW.
Ef notuð er 15 kW díselrafstöð til að framleið 2.5 kw í 102 daga (2 daga í viku í ár) þarf til þess um 3600 lítra af olíu . Ég held að þetta sé nokku nærri því magni sem notað hefur verið í Setrinu undanfarin ár. Ef hins vegar er notðu 30 kW rafstöð, þá eykst olíuþörfin um meira en 50% og verður um 5500 lítrar.
Sé hinsvegar notaður olíubrennari (Webasto/Solo/..), þá þarf aðeins 730 lítra. Svipað olímagn þarf til þess að halda 5° hita allt árið.Þessar tölur sýna að það má búast við að árleg olíunotkun aukist um a.m.k 2000 lítra við að skipta úr rafhitun með 15 kW stöð í 30 kw. Ef hins vegar verður notuð olíukynding þá má minnka oliunotkun um c.a. 80% af því sem verið hefur.
Því hefur verið haldið fram að tölur Fasteignamatsins séu rangar, sé svo þá breytir það þó ekki þessum hlttfallstölum ekki neitt að ráði.Hægt er að ná mestu af þessum sparnaði með því að setja rafstöð sem dugir fyrir ljósum og dælum, en nota olíu til hitunar. Til viðbótar við Sóló vélina sem er þar nú má bætia við rafdrifnum brennara. t.d. Webasto en í sjálfu sér mætti líka setja brennara sem gengur fyrir 220 voltum, en þá yrði hann háður rafstöðinni.
Verði farið með 30 kW vélina í Setrið, og hún notuð í aðeins 6 mánuði, þá kostar auka olínotkunin sem af því leiðir meira en rafstöð af þeirri stærð sem hentar fyrir ljósin.
-Einar
04.01.2008 at 16:33 #602768Ég skal koma með. Á sjálfur ísöxi.
73 de TF3EK
03.01.2008 at 13:29 #607968Aðferðin sem Agnar vitnar til var notuð þegar bókin Farið var gerð. Ég held að það sé reynsla sem engan langi til að endurtaka.
Ferðaklúbburinn 4×4 er hagsmunafélag áhugamanna um fjórhjóladrifsbifreiðar. Hann er ekki fyrirtæki, og það er ekki markmið í sjálfu sér að hann velti sem mestum peningum. Hann stendur og fellur með starfi áhugamanna, sem hafa á bak við sig stóran hóp félagsmanna. Svona félag þarf að gefa út fréttabréf reglulega, en það er ekkert sem segir að það þurfi að vera litprentað eða af eitthverri tiltekinni stærð. Í flestum tilfellum er hægt að dreyfa frettabréfinu rafrænt. Í þessum efnum þurfa menn einfaldlega að kunna að sníða sér stakk eftir vexti.
Það er mjög varasamt þegar félagið verður háð stuðningi utankomandi aðila, hvort sem það eru olíufélög, ríkisstofnanir sem reyna að reka fjarskiptaþjónustu, eða eitthverjir aðrir.
Það á ekki að skipta við eða gera samninga við aðila sem reyna að ritskoða efni fréttabréfsins eða vefsíðunnar. (Í þessu felst svar við ítrekaðri spurningu Baldvins hér að ofan.)-Einar
03.01.2008 at 11:26 #608800Þegar felgur eru óhóflega breiðar og útstæðar veldur það því að bíllinn rífur í stýrið ef það er ekki sama fyrirstaða við framhjólin, t.d. þegar það springur, eða keyrt er hratt í polla eða krapa.
"Bump stear" stafar af mismunandi halla á togstöng og þverstífu.Stýrisdempari dregur úr skjálfta (jeppaveiki), en af allt er í lagi er hann óþarfur. Skjálftinn stafar oftast af sliti í fóðringum, legum, spindilkúlum eða stýrisendum, eða því að þarf að jafnvægisstilla framhjólin.
-Einar
03.01.2008 at 10:02 #602758Hefur einhver náð sambandi við/um endurvarpann á Höluðfelli, rás 58, undanfarnar vikur?
Ég var á ferð um suðuland fyrir síðustu helgi en náði aldrei neinni svörun á rás 58, þótt fjallið blasti við. Bljáfjöll (46) og Bláfell (44) virkuðu ágætlega.
Fyrst eftir að endurvarpinn var settur upp, þá náði ég honum heima hjá mér í Reykjavík.-Einar
02.01.2008 at 23:07 #608670Benni, þessi fréttatilkynning sem þú ert að vitna í er gömul. Síðan hefur það m.a. gerst að Daimler seldi Chrysler, og þar með Jeep, og Jeep hóf fjöldaframleiðslu á Wrangler með 2.8 lítra VM vélinni.
Nú þegar Jeep og Benz eru ótengd fyrirtæki, þá er varla líklegt að Jeep fari að skipta frá VM díesel vélum( sem eru frábæarar !) yfir í Bens.
Það sem mér finnst lakara, er ef það er tilfellið að Rubicon sé aðeins boðinn í Evrópu tveggja dyra og sjálfskiptur.-Einar
02.01.2008 at 21:32 #608666Jeep Wrangler, þar með talinn Rubicon, hefur verið í boði í þýskalandi með 2.8 lítra VM díselvél í nokkra mánuði, a.m.k. Rubicon virðist aðeins vera fáanlegur þar tveggjadyra og sjálfskiptur. Millikassar eru NV 231 í Sport og Sahara (1:2.72) og NV 241 OR (1:4.0) í Rubicon.
Sjá [url=http://jeep.de/pdf/wrangler.download.pdf:6vg046h5]hér[/url:6vg046h5] og [url=http://jeep.de/wrangler/modelldaten/modelldaten_und_preise.html:6vg046h5]hér.[/url:6vg046h5]
Ef ég man rétt, þá er Rubicon fáanlegur í USA beinskiptur og 4 dyra (unlimited), en díselvéilin er þar bara boðin í Liberty (Cherokee).-Einar
01.01.2008 at 12:51 #608450Þetta er rétt hjá Guðmundi. Land sem er þakið mosa er viðkvæmara en að annað fyrir spjöllum af völdum aksturs og annarar umferðar, og áhrifin koma ekki strax ljós.
Það dregur ekki úr skaðanum þó menn séu á stórum dekkjum, ef menn nenna ekki að hleypa úr þeim.
Þetta sem sást í Skaupinu á ekki að sjást, og það er lítil afsökun þó eitthvert möppudýr hafi gefið leyfi.Ákstur á flestum öðrum tegundum lands getur skilið eftir sig ljót sár, en þau hverfa oftast á fáeinum missirum, nema þar sem þau breytast í vatnsfarvegi.
-Einar
28.12.2007 at 08:16 #607820Það er óvenju mikil úrkoma í veðurspánum fyrir sunnudaginn, eins og er lítur út fyrir að það verði að mestu snjór til fjalla. Þessu fylgir stormur eða rok. Það er því hætt við því að það verði ekki skyggni eða ferðaveður á fjöllum á sunnudag, en vonandi bætir í snjóinn.
-Einar
26.12.2007 at 14:39 #607788Ef klafarnir eru ekki síkkaðir, þá er ástæðulaust að breyta jafnvægisstöngum. Oft má að skaðlausu fjarlægja þær, en það er hætt við því að þá rekist hjólin frekar í.
-Einar
20.12.2007 at 14:12 #605650Miðað við þessar forsendur sýnist mér allt stemma. Skálinn er eitthvað stærri en 250 rúmmetrar, og við þrufum að ráða við meira frost en -15 gráður, mér sýnst að 13 kW sé hæfilegt. Én ég vona að Sóló vélin fái að vera áfram, og það er líka hægt að nota gasið í eldavélinni, ef eitthvað bilar.
-Einar
20.12.2007 at 13:49 #60564650-60 manns gefa frá sér svipaðan hita eins og þarf til að kynda svona hús. Orkuþörfin er því mest þegar skálinn er tómur.
Því meiri sem orkuþörfin er, því meiri er sóunin sem fylgir því hita með rafmagni sem búið er til með díselvél, þar sem 2/3 af varmanum fara beint út í loftið.
Það þarf bæði að taka með í dæmið meðal notkun og hámarks notkun (uppsett afl). Með webasto vélinni sem ég linkaði á hér að ofan er uppsett afl fjórfalt meðalafl, sem dugar vel til að ná upp og halda hita á skálanum í mestu frostum.
-Einar
20.12.2007 at 13:32 #605640Benni, er þetta meðaltal út frá ársnotkun, eða er þetta uppsett afl? Ef þetta á að vera meðal notkun yfir árið, þá er þetta næstum 4 sinnum hærra en reynslutölur frá Grímsey. Þessi tala, 25W/m2, getur alveg passað, ef þetta á við um uppsett afl. Ég fletti upp tölum um meðalhita, meðalhiti ársins er um 5 gráður í Reykjavk, 2 gráður í Grímsey en um frostmark á Hveravöllum.
[url=http://www.orkusetur.is/Apps/WebObjects/Orkustofnun.woa/wa/dp?id=2373]
Orkusetur[/url] er með upplýsingar um orkuþörf til húshitunar, þær tölur eru eins eða lítið eitt hærri en reynslan frá Grímsey.
Ef gengið er út frá viðmiðunum Orkuspárnefndar og 500 rúmmetrum, þá gefur það 3.4 kW.-Einar
-
AuthorReplies