Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
08.01.2004 at 10:09 #483532
Ég fór í [url=http://klaki.net/gutti/landml04.html:326wbkew]Landmannalaugar[/url:326wbkew] síðastliðinn laugardag. Væntanlega hefur snjórinn sjatnað síðan þannig að færi ætti að vera þokkalegt.
-Einar
06.01.2004 at 13:54 #482972Á [url=http://www.lehighgroup.com/fiber.htm:vnqemsr4]þessari síðu[/url:vnqemsr4] er gott yfirlit yfir þær tegundir að köðlum sem í boði eru.
Það ekki sérlega flókið að splæsa lykkjur á kaðla, hér eru [url=http://klaki.net/gutti/splaes.png:vnqemsr4]leiðbeiningar[/url:vnqemsr4]-Einar
05.01.2004 at 13:32 #483236Yfirleitt ganga sömu læsingar drif, hvort sem þau eru "reverse" eða "normal rotation". Munurinn liggur í kambi og pinjón.
05.01.2004 at 10:55 #483362Ég lenti í sviðpuðu á leið inn í Landmannalaugar á laugardaginn. Bíllinn minn er beinskitpur, með [url=http://www.novak-adapt.com/knowledge/ax15.htm:229knx0i]AX-15[/url:229knx0i] gírkassa. Gírkassinn hegðar sér að öllu leiti eðlilega, nema að gírstöngin fer ekki í bakkgírinn.
Mér dettur helst í hug að búnaður sem kemur í veg fyrir að skipt sé beint úr 5. gír á bakk, standi á sér.Kannast einhver við svipaða hegðun? Er líklegt að hægt sé að laga þetta með því að skipta um olíu (olíuskipti eru líklega komin á tíma og vel það) og setja t.d. sjálskifti olíu eða eitthver hreinsi/bæti efni í olíuna.
-Einar
02.01.2004 at 10:18 #483012Er þessi vefur um jeppa eða vörubíla?
31.12.2003 at 17:53 #482962Ég held að kósi sé stykki sem sett er innan í splæsta lykkju á kaðli, til að hlífa kaðlinum.
Hnútar, þar með talið pelastikk, eru neyðarúrræði. Mín skoðun er að það sé miklu betra að nota splæstar lykkjur og lása ef með þarf. Strangt til ekið á maður líka að nota kósa en stundum er erfitt að koma þeim við. Ég er líka þeirrar skoðunar að menn eigi að varast kaðla úr öðrum efnum en næloni, alla vega tengi ég ekki öðruvísi spotta við mína bíla.
Samkvæmt [url=http://www.realknots.com/knots/sloops.htm:1bsjo4ni]þessari síðu[/url:1bsjo4ni] er áttuhnúturinn, sem mikið er notaður í fjallaklifri öruggari en pelastikkið (bowline). Á síðunni eru sýnd tvö afbrigði af pelastikki, kannske svarar það spurningu Elvars.
-Einar
30.12.2003 at 15:49 #482940Þessi grein sem Emil vísar til úr Setrinu er gagnslaus, þar sem þar kemur ekki fram neitt af því sem máli skipir þegar þarf að losa bíla úr festum. Raunar er greinin verri en ekki því þar er gefið í skyn að kaðlar úr öðrum efnum en næloni (polyamide) séu nothæfir sem teyjuspottar.
-Einar
29.12.2003 at 23:04 #483000Ekki kalla staðinn nornabæli, nafnið er Skessuskjól. Skessurnar eru þrjár, ég hef orðið þess heiðurs aðnjótandi að kynnast þeim öllum.
-Einar
29.12.2003 at 23:01 #482924Ég myndi mæla með ca. 25 mm sverum nýlon spotta (hvítum), 10-12 metra löngum. Oft er teyjan í svoleiðis spotta óþarflega mikil, þá er hægt að nota hann tvöfaldan. Ég hef splæstar lykkur á báðum endum, hnútar jafnvel pelastikk, veikja kaðalinn. Ef maður notar skriðþungann, þá reynir ekki sérlega á drif eða fjaðrabúnað. Mín reynsla er að ef eitthvað gefur sig í þetta löngum spotta, þá fer spottinn og það sem hugsanlega hangir í honum, undir bílinn ferkar en í aftur hlerann eða gegnum um afturrúðuna.
Ég hef fengið beyglur bæði í bæði afturhlera og vatnskassa eftir slitna teyjuspotta, en þá var spottinn frekar stuttur (6-8 m).
Eftir að ég fór að nota lengri spotta, þá hefur hann altaf farið undir bílinn þegar eitthvað hefur gefið sig.
25 mm nylon hefur slitþol upp á umþað bil 8 tonn og tegist um a.m.k 30%.
Ég nota lása til að festa í lokuð augu þegar þess þarf, ef lásinn flýgur af stað þá fylgir honum væntanlega stykki úr bílnum, þannig að hann skiftir ekki sköpum um skriðþungann sem fer af stað.-Einar
29.12.2003 at 11:48 #482886Ert þú viss um að það séu ekki sjókort sem vantar? Þau eiga að fylgja Navtrekinu. Þau eru gefin út af Sjómælingum, Seljavegi 32, s. 5452000.
27.12.2003 at 22:49 #482854Eftir upphækkun á mínum XJ um ca 10 sm, færðist framhásingin aðeins til hliðar. Ég kom henni á sinn stað með því að bora nýtt gat þar sem þverstífan er fest við hásinguna. Það er ekkert slag í kúluliðnum þar sem stífan festist í grindina, ef passað er að smyrja í þetta stöku sinnum sé ég ekkert að þessu fyrirkomulagi.
-Einar
23.12.2003 at 09:53 #482734CB stöðvar eru notaðar til samkipta innan hóps. Yfirleitt reyna menn að velja rás sem er tiltölulega laus við truflanir og halda sig við hana.
22.12.2003 at 13:50 #482638Það virðist sem það vanti tæpa viku í spjallið, það er frá 13 des þangað til kerfið hrundi sem var að mig minnar að kvöldi 18 desember. Hvað gerðist?
-Einar
28.11.2003 at 19:57 #481640Síðasti gangur af BFG 35" dekkjum sem ég notaði, varð ónýtur vegna sprunga í hliðum, þó slatti væri eftir af munstri á bananum. Ég sé engin merku um slíkar sprungur á Mudderunum sem ég ek á núna. Einn af ókostum þess að vera með mjög breiðar felgur, er að dekkin aflagast meira við kantana þegar ekið er á þeim úrhleyptum. Dekk með þunnar hliðar ættu að þola það betur en dekk með efnnis meiri og stífari hliðar.
Þessir mudderar eru alveg lausir við hopp, raunar hef ég ekki séð tilefni til þess að láta balansera þá, er búinn að aka hátt í 40000 km á þeim.-Einar
28.11.2003 at 15:56 #481646[url=http://www.klaki.net/gutti/skofluklif:1rdajxdc]Hér eru myndir[/url:1rdajxdc] frá Syðra Fjallabaki um síðustu helgi.
-Einar
28.11.2003 at 15:54 #481600Það á bæði við um VW Touareg og Jeep TJ Rubicon, að það er ólíklegt að ég eftir að eignast slíka gripi, a.m.k. ekki nýja, en mér finnst það mjög jákvætt að menn skuli vera að þróa og framleiða slíka bíla. Touareg er heldur þungur fyrir snjóakstur, eitthversstaðar sá ég 2530 kg, held það hafi verið með díselvélinni. Touareg er andstæða nýja Hummersins sem er bara venjulegt amerískt pallbílakram í með forljótu boddíi.
-Einar
28.11.2003 at 10:17 #481584WV [url=http://www.vw.com/touareg/tech.htm:1vo1c3el]Tourareg[/url:1vo1c3el] er ekki jepplingur. Orginal kemur hann með millikassa (1:2.66) og læsingar. Skriðhlutfallið í með bensínvél og sjálfskiptingu er 50.3. Díselvélin togar 750 Nm, þar er skriðhlutfallið 36.1. Hann er fáanlegur með loftpúðum allan hringinn.
-Einar
27.11.2003 at 15:46 #481612Ég myndi ekki setja fjaðrirnar upp á hásinguna, það er ávísun margskonar vandamál. Í svipaðri stöðu setti ég einu sinni vibótar gorma, ég fór á partasölu og fék afturgorma úr smábíl, suzuki swift, að mig minnir. og setti milli grindar og fjaðrar, rétt fyrir framan hásingu. Það er líka hægt að síkka fjaðrafestinguna á grindinni og/eða lengja hengsli (í hófi). Sá galli fylgir því að bæta við gormi, að það gerir fjöðrunina stífari, sem er yfirleitt ekki æskilegt.
-Einar
27.11.2003 at 11:36 #481354Þetta getur alveg staðist hjá Guðmundi að bílar geti orðið valtari með stífum jafnvægisstöngum. Mér finnst t.d. líklegt að það yrði erfiðara að velta mínum bíl ef jafnvægisstöngin sem er að framan, væri fjarlægð en í staðinn sett mýkri stöng að aftan. Ég hef lent í því, í beyju á malbiki og á frekar lítilli ferð, að annað framjólið fór á loft. Ég held að þetta hefði ekki gerst ef jafnvægisstöngin hefði verið að aftan.
-Einar
27.11.2003 at 11:10 #481642Ég fór í landmannalaugar fyrir 2 vikum, þá var snjólaust þar. Síðan hefur eitthvað snjóað á þessum slóðum, mælir í [url=http://www.vedur.is/athuganir/sjalfvirkar/veivh:31odoa7b]Veiðivatnahrauni[/url:31odoa7b] sýnir 12 sm snjódýpt.
[img:31odoa7b]http://eik.klaki.net/gutti/03nov16/t/2003_1116_144952.jpg[/img:31odoa7b]
-Einar
-
AuthorReplies