Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
23.02.2004 at 08:58 #496172
Það kólnaði fyrst vestantil á landinu fyrir helgi, þannig að það hefur líklega fryst um það bil hálfum sólarhring fyrr á vestanverður hálendinu en austar.
Annars finnst mér það ruglandi að menn kalla alla bleytu sem er til trafala á fjöllum, krapa. Í mörgum ám eru kaflar þar sem grunnvatn streymir í árnar, þar leggur þær yfirleitt ekki nema í miklum frostum, þá bólgna þær oft upp en ísinn er yfirleitt ótraustur. Ásbrandsáin sem Lúther lenti í er ein af þessum ám. Ef menn kalla slíkar aðstæður krapa, þá er hálendið sjaldan laust við hann, a.m.k ekki þegar mikið frost er.
Bláfjallakvíslin á leiðinni úr Fljótshlíð í Hvanngil og Markarfljót sunnan Laufafells, Hengladalaáin á Hellisheiði og Grafarlandaáin í Ódáðahrauni eru fleiri dæmi um ár sem sjaldan eða aldrei eru á traustum ís.
-Einar
23.02.2004 at 08:58 #489590Það kólnaði fyrst vestantil á landinu fyrir helgi, þannig að það hefur líklega fryst um það bil hálfum sólarhring fyrr á vestanverður hálendinu en austar.
Annars finnst mér það ruglandi að menn kalla alla bleytu sem er til trafala á fjöllum, krapa. Í mörgum ám eru kaflar þar sem grunnvatn streymir í árnar, þar leggur þær yfirleitt ekki nema í miklum frostum, þá bólgna þær oft upp en ísinn er yfirleitt ótraustur. Ásbrandsáin sem Lúther lenti í er ein af þessum ám. Ef menn kalla slíkar aðstæður krapa, þá er hálendið sjaldan laust við hann, a.m.k ekki þegar mikið frost er.
Bláfjallakvíslin á leiðinni úr Fljótshlíð í Hvanngil og Markarfljót sunnan Laufafells, Hengladalaáin á Hellisheiði og Grafarlandaáin í Ódáðahrauni eru fleiri dæmi um ár sem sjaldan eða aldrei eru á traustum ís.
-Einar
21.02.2004 at 02:10 #489578Ég myndi nú ekki vera svo viss um að allt sé ófært. Það frysti upp úr hádegi á fimmtudag. Síðan hefur verið um það bil 5 gráðu frost á hálendinu. Þó vatn sitji víða í lægðum, þá tekur ekki marga daga fyrir ísinn að verða bílheldur, og hjarnið verður víðast hart á nokkrum klukkutímum.
Við svona aðstæður geta þó víða leynst staðir þar sem hægt er að festa bíl í bleytu. t.d. þar sem snjór nær að einangra bleytuna, eða þar sem vatnið sjatnar eftir að það leggur, og það myndast einangrandi loftrými undir ísnum. Þetta er algengt í Þjófahrauni milli Bragabótar og Skjaldbreiðar.
Við svona aðstæður skiptir miklu að varast pollana, t.d. þar sem ekið er meðfram fjöllum, að halda sig aðeins uppi í hlíðinni. Ég hef trú á því að með lagni, sé vel hægt nota góða veðrið sem spáð er, a.m.k fyrir laugardaginn, og fara á fjöll.
-Einar
-Einar
21.02.2004 at 02:10 #496154Ég myndi nú ekki vera svo viss um að allt sé ófært. Það frysti upp úr hádegi á fimmtudag. Síðan hefur verið um það bil 5 gráðu frost á hálendinu. Þó vatn sitji víða í lægðum, þá tekur ekki marga daga fyrir ísinn að verða bílheldur, og hjarnið verður víðast hart á nokkrum klukkutímum.
Við svona aðstæður geta þó víða leynst staðir þar sem hægt er að festa bíl í bleytu. t.d. þar sem snjór nær að einangra bleytuna, eða þar sem vatnið sjatnar eftir að það leggur, og það myndast einangrandi loftrými undir ísnum. Þetta er algengt í Þjófahrauni milli Bragabótar og Skjaldbreiðar.
Við svona aðstæður skiptir miklu að varast pollana, t.d. þar sem ekið er meðfram fjöllum, að halda sig aðeins uppi í hlíðinni. Ég hef trú á því að með lagni, sé vel hægt nota góða veðrið sem spáð er, a.m.k fyrir laugardaginn, og fara á fjöll.
-Einar
-Einar
20.02.2004 at 08:38 #489418Ég vil taka undir það sem þeir Snorri, Skúli og Þorkell skrifa hér að ofan. Suma hluti lærir maður best með því að leysa viðfangsefnin sjálfur, i rólegheitum, án aðstoðar annarara. Ég myndi t.d. ekki vilja vera án reynslunnar af því að losa sig úr festum sem ég hef lent í þegar ég hef verið að þvælast einbíla.
Með drullutjakk, skóflu. NMT síma og smá reynslu, þá er vel hægt að ferðast öryggi einbíla um fjöll. Reynslunnar má t.d. afla á Hengilssvæðinu, þar er víðast innan við tveggja tíma gangur til byggða eða á fjölfarinn þóðveg, en mjög fjölbreytilegt landslag og oftast hægt að finna snjó þegar líður á veturinn.
-Einar
20.02.2004 at 08:38 #495833Ég vil taka undir það sem þeir Snorri, Skúli og Þorkell skrifa hér að ofan. Suma hluti lærir maður best með því að leysa viðfangsefnin sjálfur, i rólegheitum, án aðstoðar annarara. Ég myndi t.d. ekki vilja vera án reynslunnar af því að losa sig úr festum sem ég hef lent í þegar ég hef verið að þvælast einbíla.
Með drullutjakk, skóflu. NMT síma og smá reynslu, þá er vel hægt að ferðast öryggi einbíla um fjöll. Reynslunnar má t.d. afla á Hengilssvæðinu, þar er víðast innan við tveggja tíma gangur til byggða eða á fjölfarinn þóðveg, en mjög fjölbreytilegt landslag og oftast hægt að finna snjó þegar líður á veturinn.
-Einar
19.02.2004 at 08:45 #459054Þrjár tegundir af millikössum frá NV hafa verið notaðr í Jeep ZJ (grand cherokee), NV231, NV242 og NV249. NV231 er ekki með sídrifi, með NV242 er hægt að velja milli sídrifs, afturdirfs eða læsts fjórhjóladrifs. Þú er líklega með NV249, samkvæmt [url=http://www.alldata.com/techtips/2003/20030323b.html:1wejpldi]þessari síðu[/url:1wejpldi] er sá kassi með seigjutengi sem getur þurft viðhald. Það ætti ekki að vera mikið mál að finna annaðhvort NV231 eða NV242 millikassa, þessir millikassar hafa verið notaðir í flestum Jeep, og mörgum öðrum amerískum jeppum síðustu 20 árin.
-Einar
19.02.2004 at 08:24 #495399Mér sýnist að það form sem fellur best að núverandi skipulagi ferðaklubbsins, sé að setja á laggirnar nefnd, sem að forminu til væri skipuð af stjórn klúbbsins, til að sinna málum þeirra sem eru á hóflega breyttum bílum. Þetta er líkt og núverandi ferða- og fjarskipta nefndir, ef ég man rétt þá er hvorug þeirra tiltekin í lögum klúbbsins, og ekki er kosið í þær á aðalfundi.
Það getur hver sem er sett upp vefsíðu, ég get boðið hýsingu og aðstoð við tæknimál og ritstjórn.
-Einar
19.02.2004 at 08:24 #489204Mér sýnist að það form sem fellur best að núverandi skipulagi ferðaklubbsins, sé að setja á laggirnar nefnd, sem að forminu til væri skipuð af stjórn klúbbsins, til að sinna málum þeirra sem eru á hóflega breyttum bílum. Þetta er líkt og núverandi ferða- og fjarskipta nefndir, ef ég man rétt þá er hvorug þeirra tiltekin í lögum klúbbsins, og ekki er kosið í þær á aðalfundi.
Það getur hver sem er sett upp vefsíðu, ég get boðið hýsingu og aðstoð við tæknimál og ritstjórn.
-Einar
18.02.2004 at 15:45 #488764Er ekki kerran með 2 hjól en kó-rollan með 4 ?
-Einar
18.02.2004 at 15:45 #494512Er ekki kerran með 2 hjól en kó-rollan með 4 ?
-Einar
18.02.2004 at 05:07 #494793Þegar ég var að tala um lan nettengingar, var það fyrst og fremst sem aðferð til að tengja bíltölvuna við aðrar tölvur, stjórntölvu eða heimilistölvuna.
Notkun á þráðlausu neti til samkipta milli bíla líkt og Arnór lýsir, er hlutur sem ég ætla að prófa. Ég er með tvö USB netkort, það er vel hægt að hafa þau uppi á toppi bílanna. Ég á eftir að prófa þetta í akstri, en þær prófanir sem ég hef gert benda til að þetta dragi a.m.k 2-300 metra.
Með stefnuvirkum loftnetum og mögnurum er hægt nota þráðlaus net yfir [url=http://iwce-mrt.com/ar/radio_shootout_desert/:9y70o3e4]verulegar vegalengdir[/url:9y70o3e4], en vegna þess hver tíðnin sem notuð er er há, þá verður sambandið alltaf bundið við það sé næstum því sjónlína milli bíla.
-Einar
18.02.2004 at 05:07 #488902Þegar ég var að tala um lan nettengingar, var það fyrst og fremst sem aðferð til að tengja bíltölvuna við aðrar tölvur, stjórntölvu eða heimilistölvuna.
Notkun á þráðlausu neti til samkipta milli bíla líkt og Arnór lýsir, er hlutur sem ég ætla að prófa. Ég er með tvö USB netkort, það er vel hægt að hafa þau uppi á toppi bílanna. Ég á eftir að prófa þetta í akstri, en þær prófanir sem ég hef gert benda til að þetta dragi a.m.k 2-300 metra.
Með stefnuvirkum loftnetum og mögnurum er hægt nota þráðlaus net yfir [url=http://iwce-mrt.com/ar/radio_shootout_desert/:9y70o3e4]verulegar vegalengdir[/url:9y70o3e4], en vegna þess hver tíðnin sem notuð er er há, þá verður sambandið alltaf bundið við það sé næstum því sjónlína milli bíla.
-Einar
17.02.2004 at 18:04 #494767Einfaldast er að tengjast jeppatölvinni yfir nettengi (þráðlaust eða vír). Ef jeppatölvan talar http (er vefþjónn) þarf ekki að hafa áhyggjur af hugbúnaði í tölvunni sem notuð er til samskiptanna. Ef þráðlaust net er notað, þá er hægt að gera þetta frá heimilstölvunni inni í stofu. Sama þráðlausa enttengið getur einnig nýst til að fylgjast með ferðafélögunum og jafnvel til þess að tala við þá.
-Einar
17.02.2004 at 18:04 #488888Einfaldast er að tengjast jeppatölvinni yfir nettengi (þráðlaust eða vír). Ef jeppatölvan talar http (er vefþjónn) þarf ekki að hafa áhyggjur af hugbúnaði í tölvunni sem notuð er til samskiptanna. Ef þráðlaust net er notað, þá er hægt að gera þetta frá heimilstölvunni inni í stofu. Sama þráðlausa enttengið getur einnig nýst til að fylgjast með ferðafélögunum og jafnvel til þess að tala við þá.
-Einar
17.02.2004 at 17:55 #495341Ég átti 87 Trooper mér tókst reyndar að skemma stýrismaskinuna á honum við að brölta í svelluðu stórgrýti á 35" dekkjum. Stýrismaskína úr ca. 95 amígo passaði í minn, þannig að mér finnst mjög líklegt að að sama passi í pallbíla frá 91.
Ég myndi ekki hafa neinar áhyggjur af þessari stýrismaskínu með 38" dekkjum. Bíllinn minn var keyrður á þriðja hundrað þúsund km þegar ég eignaðist hann, ég þjösnaðist á honum í sex ár, samt bilaði hann miklu minna að MMC bíllinn sem ég átti á undan og keypti nýjan.-Einar
17.02.2004 at 17:55 #489176Ég átti 87 Trooper mér tókst reyndar að skemma stýrismaskinuna á honum við að brölta í svelluðu stórgrýti á 35" dekkjum. Stýrismaskína úr ca. 95 amígo passaði í minn, þannig að mér finnst mjög líklegt að að sama passi í pallbíla frá 91.
Ég myndi ekki hafa neinar áhyggjur af þessari stýrismaskínu með 38" dekkjum. Bíllinn minn var keyrður á þriðja hundrað þúsund km þegar ég eignaðist hann, ég þjösnaðist á honum í sex ár, samt bilaði hann miklu minna að MMC bíllinn sem ég átti á undan og keypti nýjan.-Einar
17.02.2004 at 16:33 #494751Það er þægilegt að hafa tölvu til að sjá um hluti sem taka tíma, eins og að stilla loftþrýsting í dekkjum. Annað slíkt verkefni er dæling milli eldsneytistanka.
Annars veit ég ekki til að það séu margir jeppar með lofttengingu út í hjól, og þeim fjölgar ekki hratt.
Eftir sem ég hef séð til Nobeltek hugbúnaðar (navtrek), þá vantar mikið upp á að hann sé viðunandi til að skrá ferla og önnur gögn frá GPS tæki. Þessi skráning þarf helst að vera sjálfvirk, mér finnst t.d. ekki skemmtilegt að nota GUI með mús, í jeppa á ferð.
Ég býst við því að Ozi Explorer sé betri en hef enga reynslu af því forriti.
-Einar
17.02.2004 at 16:33 #488880Það er þægilegt að hafa tölvu til að sjá um hluti sem taka tíma, eins og að stilla loftþrýsting í dekkjum. Annað slíkt verkefni er dæling milli eldsneytistanka.
Annars veit ég ekki til að það séu margir jeppar með lofttengingu út í hjól, og þeim fjölgar ekki hratt.
Eftir sem ég hef séð til Nobeltek hugbúnaðar (navtrek), þá vantar mikið upp á að hann sé viðunandi til að skrá ferla og önnur gögn frá GPS tæki. Þessi skráning þarf helst að vera sjálfvirk, mér finnst t.d. ekki skemmtilegt að nota GUI með mús, í jeppa á ferð.
Ég býst við því að Ozi Explorer sé betri en hef enga reynslu af því forriti.
-Einar
17.02.2004 at 14:54 #494738Það er ekki víst að þurfi sérstakan búnað til að tengjast tölvunni, það er hægt að nota prentara- leikja eða serial port fyrir stafrænan inn og útgang. [url=http://www.tldp.org/HOWTO/IO-Port-Programming.html:ioidwk3d]Hér eru t.d. leiðbeiningar[/url:ioidwk3d] fyrir linux stýrikerfið.
-Einar
-
AuthorReplies