Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
10.02.2008 at 09:28 #613620
Á fjöllum þarf þarf þrennskonar fjarskipti, 1) leið til að tala milli bíla, 2) aðferð til þess að kalla á hjálp ef eitthvað ber útaf, og síðast en ekki síst, 3) þá vilja flestir geta látið aðstandendur vita reglulega af ferðum okkar.
Þegar menn ferðast einbíla þá er ekki þörf fyrir millibíla fjarskipti og þegar menn ferðast fleiri saman þurfa ekki allir að vera með búnað fyrir langdrægari fjarskipti.
Ódýrasta leiðin til að tala milli bíla er með PMR446 talstöðvum sem fást víða og kosta örfáa þúsundkalla. Slíkar stöðvar hafa verið notaðar í jeppaferðum á vegum Ferðafélags Íslands, annars hafa íslenskir jeppamenn ekki notað þær mikið. Ekki þarf sérstakt leyfi eða skráningu til að nota þessar stöðvar.
Áður voru CB stöðvar almennt notaðar til að tala milli bíla, eins og með PMR446 stöðvarnar, þá þarf ekki leyfi eða skráningu, en það þarf stór loftnet og stöðvarnar eru straumfrekar þannig að handstöðvar eru óhentugar. Síðan er það stundum til ama að stuttbylgjan sem CB stöðvarnar nota getur við viss skilyrði borist milli landa, sem veldur truflunum. Flestir jeppamenn nota VHF stöðvar til að tala milli bíla, þær geta líka oft gagnast til þess að kalla á hjálp. Af VHF stöðvum þarf að borga árlegt leyfisgjald.
Undanfarna áratugi hafa NMT símar verið notaðir fyrir #3 og #2, þar á undan svokallaðar Gufunes stöðvar. Nú stefnir í að GSM simi með OgVodafone áskrift taki við þessu hlutverki NMT símans.
GSM, eins og önnur fjarskipti á VHF og UHF, er háð sjónlinu. Því duga þau ekki ef menn vilja vera öruggir um að ná sambandi þar sem eitthvað kemur upp á. Þar duga aðeins gervihantta símar (iridium) eða talstöðvar sem vinna á mið- og stuttbylgjum. Eina raunhæfa leiðin til þess að hafa aðgang að slíkum fjarskiptum í dag, er að fá sér leyfi sem radíó amatör.
Skálarnir í Kerlingarfjöllum er dæmi um stað þar sem hvorki Tetra, GSM, NMT né VHF ná sambandi við umheiminn.-Einar
09.02.2008 at 12:24 #611730Ætli Tetra handstöðin sem Þórhallur Ólafsson afhenti Þorgeiri og öðrum stjórnarmönnum af manngæsku sinni, sé ekki bara dottin úr sambandi. Það tekur ekki langan tíma í þokkalegu skyggni að keyra frá Hrauneyjum upp fyrir Ósölduna.
En ef eitthvað er að marka yfirlýsingar Og Vodafone, þá ætti venjulegur Vodafone gemsi að ná sambandi þar sem hæst ber á leiðinni sem og i brekkunum fyrir ofan Setrið og jafnvel í sjálfu Setrinu. Forvitnilegt á frétta hvernig það kemur út.-Einar
09.02.2008 at 02:09 #613532[url=http://www.naxja.org/forum/showthread.php?t=22982:3ijyyqxv]Hér eru upplýsingar[/url:3ijyyqxv] m.a. um tog sem kassarnir þola. Hummerinn er með NP242 fyrir 8 gata díselvél, þannig að þeir ættu að þola talsvert.
Margir amerískir kassar og millikasar nota sama 6 gata flansinn, síðan eru til milliplötur fyrir marga fleiri. Sjá t.d. [url=http://www.novak-adapt.com/catalog/kit_131.htm:3ijyyqxv]þetta[/url:3ijyyqxv].
-Einar
09.02.2008 at 02:02 #613444Ég held að ástæðan fyrir því að það hefur ekki tekist að fá fulltrúa Símans til þess að koma á félgsfund, sé að þeir séu ekki búnir að ákveða hvort þeir velja CDMA2000 eða UTMS á 900 MHz. Þeir eru að prófa bæði kerfin.
Ég held að þeir muni enda á að velja UTMS, vegna þess að það er samhæft við GSM, þetta er 3G kerfið sem þeir hafa verið að auglýsa mikið upp á síðkastið, nema það vinnur á 900 MHz. Það er ekki mikil glóra í því að sama fyrirtækið sé að reka tvö ósamhæfð 3G símkerfi á íslenska markaðinum.CDMA2000 er amerískt kerfi sem er sáralítið notað í Evrópu, þar er t.d. takmarkaður stuðningur við reikisamninga líkt og við eigum að venjast í GSM kerfum.
-Einar
09.02.2008 at 01:31 #613440Það er orðið nokkuð ljóst að það verður engin ein heildarlausn fyrir fjarskipti ferðafólks á hálendinu. Ef svo fer sem horfir, og Síminn hættir við CDMA2000 kerfið en setur í þess í stað UTMS á 900 MHz, þá verða 3 aðskilin sjónlínu-símkerfi á hálendinu, Vodafone, Síminn og Tetra. Ef maður er með áskrift hjá öðru símafélaginu þá kostar ekki mikið að vera með frelsiskort frá hinu. Það verða margir staðir þar sem ekkert þessara kerfa nær, því þarf stuttbylgjustöð eða gervihnattasíma, til þess vera sæmilega öruggur um að geta náð sambandi í neyð. En gsm kerfin munu væntanlega ná víðast hvar, og duga til þess að menn geti sinnt daglegri "tilkynningaskyldu".
Ef síminn hættir við CDMA2000 kerfið, þá er ekkert sem segir að það þurfi að slökkva á NMT kerfinu um næstu áramót. Þrátt fyrir alla þess annmarka, þá efast ég stórlega um að hin þrjú símkerfin muni samanlagt ná þeirri dekkun sem NMT kerfið hefur.
-Einar
09.02.2008 at 00:06 #613436[url=http://www.vodafone.is/gsmdreifikerfi:12gsltza]Hér er ítarlegri frétt.[/url:12gsltza]
Ég held að reikisamningar virki á tilteknum stöðvum, t.d. hefur samningurinn milli símans og vodafone ekki virkað á suðvestur landi, þar eru staðir þar sem og vodafone sími nær ekki sambandi, þótt símar frá Símanum nái.
Svona lítur útbreiðslu kortið út núna:
[img:12gsltza]http://www.vodafone.is/images/thjonustusvaedi-basic4web.gif[/img:12gsltza]
Ef þetta er í samræmi við raunveruleikann, þá nær GSM sími frá Vodafone líklega víðar sambandi núna heldur en Tetra handstöð. Á næstu mánuðum bætast svo við 40 sendar.-Einar
08.02.2008 at 13:33 #613316Það var komið fram að Tetra með 6db útileftneti hefði virkað inn í Setur, ég var að forvitnast um hvernig handstöð inni í bíl virkaði.
Það á að vera Tetra stöð á Bláfelli, því kemur það ekki á óvart þó tetra náist kaflanum frá Bláfellhálsi að Árbúðum, en þar hefur aldrei verið NMT samband. Annars skilst mér að Tetra hafi ekki staðið undir væntingum þegar menn voru að hjakka þá þeim slóðum í þingmannaferðinni.Það er náttúrlega mikil kostur í slæmu skyggni, að hafa stórt og mikið vörubílshúdd fyrir framan sig 😉
-Einar
08.02.2008 at 13:16 #613310Það er gsm samband frá Vatnsfelli talsvert inn á Kvíslaveituveg. Það verður forvitnilegt að frétta hvort dettur fyrr út, GSM eða Tetra handstöðin.
Þó veðurspáin hljóði upp á 20-25 m/s með slyddu, þá má búast við að það verði ekki svo hvasst í Setrinu, það er oftast mun minni vindur áveðurs við fjöll heldur en hlé megin. Því er sjáldan mjög hvasst í Setrinu í sunnanátt. Þetta sést vel á [b:2i8x0giq][url=http://www.belgingur.is/index.php?pg=landshlutar3km:2i8x0giq]belgingskortunum[/url:2i8x0giq][/b:2i8x0giq], sérstaklega 3 km griddinu. Ef rýnt er í þau, þá má sjá að þar er spáð yfir 25 m/s við Jaka milli en 10 og 15 m/s við Setrið. Eru þessir staðir þó á sama spásvæðinu.-Einar
08.02.2008 at 09:01 #611956Þetta eru athyglisverðar tölur sem Guðmundur er með. Til fróðleiks má geta þess að 15" þvermál samsvarar 1196.95 mm í ummál.
Ég setti í gær ný 38" mudder dekk á felgur. Þetta voru notaðar felgur sem hafa að því best er vitað hvorki verið valsaðar né soðnar. Áður en dekkin voru sett á þá voru felgurnar pússaðar og sett ein umferð af grunnmálningu á sætið. Það þurfti rúmlega 15 psi til þess að fá dekkin til að smella að ytri kantinum, en heldur minna fyrir þann innri. Ég held að það sé öruggt að þessi dekk muni ekki spóla á felgunum, og það þarf töluvert mikið að ganga á til að þau affelgist.
Það er oft miðað við að líter af málningu þeki 10 fermetra, þetta samsvarar því að málningarlagið sé 0.1 mm að þykkt. Auking á radíus um 0.1 mm þýðir að ummál eykst um 0.63 mm. Ef menn vilja auka ummál sætisins á felgunni, þá ætti að vera hægt að ná því með nokkrum umferðum af málningu, 0.6 mm í hverri umferð.
Annars var aðal ástæðan fyrir því að við máluðum sætið, að fá betri viðloðun dekksins við felguna. Mín reynsla er að með tímanum þá límist dekkið við sætið, ef það fær að vera í friði.-Einar
07.02.2008 at 08:00 #613186Nú er ég sammála Glanna, þessi vörubílaútgerð er fáránlega dýrt "sport".
En það þarf ekki að vera sérlega dýrt að stunda vetrarferðir, ef menn velja bíla sem eru nægilega léttir til að geta flotið ofan á snjónum, á dekkjum sem eru ekki stærri en orginal hjólabúnaður þolir.
En þegar bílarnir eru orðnir of þungir til að fljóta og dekkjastærð miðast við að geta keyrt í gegnum krapann og snjóinn, þá fer dæmið að kosta 😉-Einar
06.02.2008 at 11:02 #613046[b:bx20bnd5][url=http://www.flickr.com/photos/annierhiannon/2149419965/sizes/l/:bx20bnd5]Þessi mynd[/url:bx20bnd5][/b:bx20bnd5] var tekin fyrir 5 vikum síðan.
[img:bx20bnd5]http://farm3.static.flickr.com/2276/2149419965_dfa644fa17.jpg?v=1199060562[/img:bx20bnd5]
Þetta er efnilegt!
-Einar
05.02.2008 at 19:26 #613156[url=http://www.novak-adapt.com/knowledge/np231.htm:3136w96z]Samkvæmt Novak[/url:3136w96z] dugir 231 millikassinn vel með áttagata vélum. Hann er talinn sterkari en 242 kassinn.
-Einar
24.01.2008 at 10:03 #609542Hér með ítreka ég ósk um að skálaenfnd og/eða stjórn upplýsi félagsmenn það hver árleg olíunotkun hafi verið í Setrinu undanfarin ár, og hverjar tekjur af gistigjöldum í Setrinu hafi verið. Þessu má svara hvor sem menn kjósa, á lokuðum vef undir innanfélagsmál, eða á fundi sem stjórn er búin að boða með nefndum í kvöld.
Ég hygg að þegar þessar upplýsingar liggja fyrir sé hægt að reikna arðsemi fyrir þá kosti sem eru í stöðunni, m.a. vatnsaflsvirkjunina sem ég nefndi. Mér sýnist að miðað við þær tölur sem Ísan er með fyrir kostnað af jarðstreng, þá myndi jarðstrengur borga sig, en það er margfalt ódýrara að flýtja rafmagn eftir loftlínu.
Ég treysti mér til þess að hanna vatnsaflsvirkjun, þannig að efniskosnaður fyrri virkjun og línu, fari ekki yfir miljón. Ef það er áhugi fyrir því að skoða þetta frekar, þá legg ég til að menn hittist og fari yfir mögulegar útfærslur.
-Einar
22.01.2008 at 23:21 #611222Ég veit ekki hvernig mál það væri sem ætti erindi til allra nefnda og stjórnar, en ekki má fara á lokaðan vef félagsins.
Ef bréfið er lesið, þá eru þeir Tryggvi og Jón einmitt að kvarta undan purkrinu sem einkennt hefur vinnubrögð meirihluta stjórnar.
Óskar var útnefndur sem tengiliður stjórnar við Tækninefnd. Hann hefur ekki átt nein samskipti við okkur, hvorki svarað tölvupóstum né símhringingum, síðan meirhluti stjórnar fann upp á því að senda Tækninefnd upp í Kerlingarfjöll til þess að grafa skurð, í september síðastliðnum. Ég veit ekki hvort hann hefur sagt sig formlega úr stjórninni, en hann hefur a.m.k. ekki átt nein samskipti við okkur síðan þá.En ég get tekið undir það sjónarmið að þeir þremenningar, sem og aðrir stjórnarmenn, ættu að gera grein fyrir málnum, eins og þau horfa við þeim.
-Einar
22.01.2008 at 21:27 #201690Ég fékk eftirfarandi áðan í tölvupósti, sem stílaður var á stjórn og nefndir:
Undirritaðir hafa hér með ákveðið að segja sig úr stjórn Ferðaklúbbsins 4×4 frá og með deginum í dag. Meginástæða þessarar ígrunduðu ákvörðunar er að við sjáum okkur ekki lengur fært að vinna að hagsmunum og uppbyggingu klúbbsins í núverandi stjórn. Fyrir því liggja margar ástæður bæði persónulegar en einnig tengdar stjórnsýslu og ákvarðantöku innan klúbbsins sem einkennist ekki lengur af lýðræðislegri umræðu og opnum samskiptum um starfssemi og ákvarðanir hvort sem þær snerta stjórn, ákveðnar nefndir eða hinn almenna félagsmann, eru um þetta fjölmörg dæmi svo sem nýleg lokun vefaðgangs eins félagsmanns. Við teljum að meðal annars sé upplýsingaflæði innan klúbbsins, og þá ekki eingöngu milli stjórnar og nefnda annars vegar og hins almenna félagsmanns hins vegar ábótavant heldur einnig milli stjórnar og nefnda og jafnvel innan stjórnar. Slíkt er ekki til þess fallið að teknar séu ígrundaðar ákvarðanir byggðar á málefnalegum forsendum og er slíkt mjög hættulegt fyrir opin áhugamannasamtök sem eru að berjast fyrir mikilvægum hagsmunamálum félagsmanna sinna.Jón G. Snæland
Tryggvi R. Jónsson
Af þeim 7 einstaklingum sem kjörnir voru í stjórn á síðasta aðalfundi, eru nú fjórir eftir, en Óskar Erlingsson gafst upp á vinnubrögðunum í september síðastliðnum.
Undanfarnir mánuðir hafa einkennst af stöðugum útistöðum milli formanns og gjaldkera annarsvegar einstakra félagsmanna, nefnda og deilda klúbbsins. Sjálfur hef ég tvisvar sinnum fengið hótanabréf frá formanninum.
Þó það sé minnihluti stjórnar sem hefur sagt skilið við hana, þá er það mitt mat að með þeim hafi svo til öll vitglóran tapast úr stjórninni.
Eitt af ótalmörgum dæmum um þessi vinnubrögð, er síðasti félagsfundur, en þar kom ekki orð frá stjórn um innanfélagsmál. Þó stóð þá fyrir dyrum hin margumtalaða miðjuferð og búið var að segja klúbbnum upp húsnæðinu, hvort tveggja mál sem ég hefði haldið að kæmu félagsmönnum við.
Annað dæmi er að við undurbúning áðurnefndar boðsferðar, var ekkert samband við formann tækninefndar, er sú nefnd þó önnur af þeim tveim nefndum sem ætlað er, samkvæmt lögum félagsins, að eiga samskipti við stjórnvöld.-Einar, tækninefnd 4×4.
20.01.2008 at 17:46 #610862Tryggvi, oft hafa verið fréttir "live" hér á spjallinu, sérstakelga af ferðum á vegum klúbbsins. [b:3t2zyhrh][url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=ferdir/2880:3t2zyhrh]Þetta er ágætt dæmi.[/url:3t2zyhrh][/b:3t2zyhrh]
Svona fréttaþjónusta bætir upplýsingaflæði, jafnframt því að draga úr ónæði vegna hringinga í ferðalanga.-Einar
20.01.2008 at 16:14 #610986Þegar það snjóar mikið í hægviðri, þá er snjórinn það laus í sér að bílar ná ekki að fljóta á snjónum nægilega til þess að geta ekið viðstöðulaust áfram. Þetta gerist ekki oft utan jökla, en aðstæður svipaðar og nú eru sumstaðar, voru t.d. þegar haldið var upp á 10 ára afmæli klúbbsins í mars 1993, og þegar Hekla gaus síðast, í febrúar 2000. Léttir bílar, á 44" dekkjum og með skriðgír geta oft haldið viðstöðulaust áfram, síðan komast bílar með minna flot, eða án skriðgírs, í förunum.
Á aðfaranótt föstudags tók það Fúlagengið rúmlega hálfan sólarhring að komast frá vörðunni á Bláfellshálsi í Árbúðir, þetta er vegalengd sem gangandi maður gæti farið á innan við helmingi þess tíma. Þarna voru eingöngu bílar á 44" dekkum og stærri, og með skriðgíra. Ég treysti mér ekki til þess að spá fyrir um það hvernig léttum bíl á 38" og með skriðgír, hefði gengið við þessar aðstæður.-Einar
20.01.2008 at 12:56 #610836Ég talaði við Freysa fyrir um hálftíma síðan. Þá voru þeir komnir yfir Blöndu á Eyfirðingaleið í átt að Ingólfsskála.
Eitthverjir höfðu verið að prófa tetra tækin, handastöðvarnar virka lítið inni í bíl.-Einar
16.01.2008 at 09:42 #610118Það er fátt nýtt í þessum fréttum. UTMS er þriðjukynslóðar arftaki GSM, slíkir símar eru GSM samhæfðir. CDMA2000 er þriðjukynslóðar útfærslan af amerískum stöðlum sem hafa miklu minni útbreyðslu en GSM kerfin. Öll þessi kerfi geta unnið að mismunandi tíðnisviðum, hærri tíðnir henta betur í þéttbýli en lægri tíðnir í strjálbýli, eða fyrir kerfi (eins og CDMA2000 í a-evrópu) sem hafa litla markaðshlutdeild.
Það er ekkert sem bendir til annars en að almenningur á Íslandi, eins og annarstaðar í Evrópu, muni nota GSM/UTMS kerfi í fyrirsjánlegri framtíð.
Þess vegna mun koma GSM/UTMS þjónusta á þær leiðir og staði á hálendinu sem eru mest sóttir af ferðamönnum. CDMA2000 kerfið verður líklega notað meira fyrir gagnaflutninga heldur en almenn símtöl, kannske verður það notað af sjómönnum, en sennilega verður GSM/UTMS þjónusta við þá bætt verulega.Tetra kerfið er hannað fyrir viðbragðs aðila en mér finnst afar ólíklegt að það muni ná með tærnar þar NMT kerfið er með hælana þegar kemur að því að ná til hálendisins.
Öll þessi kerfi eru, eins og VHF fjarskiptin, háð sjónlínu, þó mis mikið. Ef menn vilja geta náð sambandi hvar sem er, þá eru bara tveir valkostir, stuttbylgja (HF) eða Iridium. Radíó amatör leyfi sem gildir ævilangt kostar svipað og eins mánaðar áskrift að Iridium. Það er heldur engin trygging fyrir því að Iridium verði til frambúðar, það gæti dottið upp fyrir þegar gervitunglin ganga úr sér, eins og virðist hafa gerst með Globalstar.
-Einar TF3EK
12.01.2008 at 01:15 #606604Okkur hefur verið sagt að þetta ákvæði sé úr sögunni. Það er ekki að finna í þeirri útgáfu af [url=http://brunnur.stjr.is/servlet/stjrtid/B/2004/822.pdf:3r34x7d0]reglugerð 822/2004[/url:3r34x7d0] er er núna á vefnum.
-Einar (tækninefnd)
-
AuthorReplies