Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
29.10.2004 at 08:53 #507308
Þú getur sótt [url=http://www.garmin.com/support/userManual.jsp?market=2&subcategory=All&product=All:106jt1po]handbók[/url:106jt1po] á heimasíðu Garmin.
-Einar
28.10.2004 at 16:25 #505418Það er [url=http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1109324:z1da7vc7]frétt[/url:z1da7vc7] á mogga vefnum í dag. Eftir fréttinni að dæma hefur ráðherra kosið að taka ekki tillit til umsagnar Samút um reglugerðardrögin sem komu fram í september síðastliðnum. Mín skoðun er að þetta ség mjög alvarlegt mál, ekki aðeins kýs ráðherran að ganga á svig við álit [b:z1da7vc7]allra[/b:z1da7vc7] samtaka útivistar fólks sem málið varðar, heldur stenst reglugerðin ekki lög þar sem [url=http://www.althingi.is/lagas/126b/1999044.html:z1da7vc7]náttúrverndarlögin[/url:z1da7vc7] heimila aðins takmarkanir á umferð sem byggja á verndun náttúrnnar.
-Einar
26.10.2004 at 18:19 #507124Það er töluvert mikilill munur á því að keyra beinskipta eða sjálfskipta jeppa í snjó. Svarið við spurninguinni um það hvort sé betra fer eftir því hver er spurður.
Ég held að sjálskipting komi oft betur út þar sem reynir á vélarafl, t.d. upp langar brekkur, en þeim er hættara við að sitja fastir og þurfa oftar spotta en beinskiptir. Aðrir þættir skipta þó ekki síður máli í þessu samhengi, t.d. niðurgírun og læsingar en þó síðast en ekki síst, færni ökumansins.
Ég átti einu sinni sjálfskiptan bíl fimm ár og ég hef ekið mörgum sjálfskiptum bílum, m.a. jeppum í snjó. Það þarf mikið að breytast til að ég vilji eiga sjálfskiptan bíl.
-Einar
22.10.2004 at 09:04 #506496Semsagt, dekkin eru efnismikil og stíf, lítið skárri en Trexus dekkin sem virkuðu ekkert fyrstu 20 þúsund kílómetrana? Hvað varð annars um Texus dekkin sem þú varst að [url=http://www.f4x4.is/vefspjall/tradur.asp?t=2703:1esnw1wv]lofsyngja[/url:1esnw1wv] hér í fyrra?
-Einar
21.10.2004 at 14:51 #506606Það eru tvær skýringar á þessum mun sem koma til álita, annarsvegar skekkjur í loftmælunum og hinsvegar að stífleiki hliðunum hafi haldið bílnum uppi að hluta. Þrýstingur ofan á og neðaná þann hluta dekksins sem er [b:3kd73z96]flatur[/b:3kd73z96] á jörðinni (gólfinu, snjónum) er sá sami, eða loftþrýstingurinn sem er í dekkinu. Ef hliðarnar eru að þrýsta fastar niður þá mundi það sjárst í förunum í snjónum, þegar ég hef skoðað för eftir jeppa í lausum snjó, hafa þau verið flöt og ekki verið synileg ummerki um hliðarnar væru að sökkva mera í en miðjan.
-Einar
21.10.2004 at 13:51 #506600Ég tók það fram að reglan gilti aðeins ef dekkið væri nógu stórt til að bera þungann, í dæminu sem hmm tekur, er dekkið ekki nógu stórt til að lyfta bílnum við 1 psi, því á reglan up hlutfall þyngdar og þrýstings ekki við. Eitt af því sem menn þurfa að passa sig á, er að hlutfallsleg skekkja algengra loftmæla getur verið mjög mikil við svona lágan þrýsting.
38" dekk er ekki nógu stórt til að bera 500k við 1 psi. (ef réttur loftmælir er notaður).
-Einar
21.10.2004 at 13:16 #506590Þetta er allt rétt skilið hjá þér Skúli. Ég held að það væri
hægt að sannreyna þetta, t.d. niðurstöðuna við 15 pund, með því að setja blöð með kalkipappír á milli, undir hjól, og slaka bílnum svo niður.-Einar
21.10.2004 at 11:28 #506476Flatarmál snertiflatar dekks við jörð (snjó) er enfaldlega þyngdar krafturinn sem hvílir á viðkomandi hjóli, deilt með þrýstingi. Ef krafturinn er í Newtonum og þrýstingur í pascal, þá verður stærð snertiflatar í fermetrum.
Þetta er háð því að dekkið sé nægilega stórt til að geta gefið nægilega stóran snertiflöt til að loftiþrýstingurinn geti haldið bílnum uppi. Ef hliðarnar eru það stífar að þær hafi marktæk áhrif á þetta, þá eru viðkomandi dekk ekki nothæf til aksturs á snjó. Á slíkum dekkjum fer mikil orka í að aflaga hliðarnar, sem veldur að dekkin hitna, bíllinn kemst lítið áfram (virkar kraftlaus) og eldsneytiseyðsla rýkur upp úr öllu valdi.
Við gefinn þunga og loftþrýsing, þá verður bæling á litlu dekki miklu meira áberandi en á stóru, flotið er það sama en hæð undur bílinn verður að sjálfsögðu meiri með stærra dekkinu.
Einföld aðferð til að bera saman mismunandi dekk, er að hleypa öllu lofti úr dekkinu, og mæla síðan þann þrýsting sem þarf til að bíllinn lyftist um t.d. 5 sm. Ef þessum þrýstingi er deilt í þungann, þá er komin góð mæling á mesta snertifleti sem dekk (og felga) geta gefið.
-Einar
19.10.2004 at 11:57 #506360Ég hef nokkrum sinnum lent í því á fá göt í dekk. Í flestum tilfellum hefur það dugað sem "varanleg viðgerð" að setja tappa í götin. Ég hef tvisvar eða þrisvar prófað að fara með dekk á dekkjaverkstæði, þær viðgerðir hafa ekki haldið, þannig að þá hefur töppum aftur verið troðið í götin. Ég hef ekki brúk fyrir jeppadekk sem ekki má hleypa úr 😉
-Einar
23.09.2004 at 19:22 #506232Ég hef ekið með tölvu í bílnum síðastliðin 12 ár, ég hef aldrei lent í því að raki eða hristingur truflaði tölvuna.
Ég er með nokkur hundruð trök og ferla, samtals um 200,000 punkta í minni tölvunnar, þegar ég er á ferðinni. Mér gengur miklu betur að vinna með gögn á tölvu sem er með mús og skjá og lyklaborð í fullri stærð heldur en á tæki sem er með lítinn skjá og nokkra takka.
Það er hægt að kaupa notaðar fartölvur, sem duga mjög vel til að tengja við GPS, fyrir minni pening en menn eru að tala um fyrir bíltæki.
-Einar
21.09.2004 at 14:53 #506112Hversvegna eru menn sífellt að staglast á því að það sé eða verði bannað að aka á jöklum ef þeir eru innan þjóðgarða? Það er ekki bannað að aka á jökli innan [url=http://um44.klaki.net/sfj/:3ahwc9ub]Snæfellsjökuls þjóðgarðs[/url:3ahwc9ub]
Reyndar er bannað að aka á Grímfsjalli og í nágrenni samkvæmt núgildandi [url=http://www.natturuvernd.is/3_Fridlysingar/Tjodgardar/Jokulsargljufur/3_2_1_Regluged_Skaftafell.htm:3ahwc9ub]reglugerð[/url:3ahwc9ub]um Skaftafellsþjóðgarð. En það virðist engum detta í hug að fara eftir eða framfylgja þessu banni. Samkvæmt drögum að nýrri reglugerð fyrir stækkaðan Skaftafellsþjóðgarð verður þessu banni aflétt, en akstur á sjálfan Hvannadalshnjúk veður bannaður. Í drögunum eru líka illa útfærðar tímabundnar takmarknir á akstri á Skeiðarárjökli og Öræfajökli.
Í umsögn Samút var samstaða um lagfæringar á þessum tímabundnu lokunum, þangað til annað kemur í ljós, vænti ég þess að við frágang reglugerðarinnar verði tekið til einróma tillagna sem Íslenski Alpaklúbburinn, Ferðafélag Íslands, Útivist og Jöklarannsóknafélagið, auk 4×4 og samtaka vélsleðamanna, standa að.
21.09.2004 at 14:03 #506060Ætli það sé rétt, sem brutal gaf í skyn hér að ofan, að það sé algengt að menn fái 70-80% afslátt af sölulaunum bílasala?
-Einar
21.09.2004 at 02:30 #506148Það er rétt sem Skáli bendir á, að upplýsingar um skála eru ekki áberandi á vefsíðunni, reyndar kemur upp mynd af Setrinu og listi yfir aðra skála, ef smellt er á mynd þar sem stendur [url=http://www.f4x4.is/netfrettir/vedrid.htm:3f6nez2t]veðrið[/url:3f6nez2t]
Þar undir er hægt að smella á [url=href=]skálareglur[/url]
en ég fann ekkert um skálagjöld, né hvernig farið er að því að greiða þau, ég nennti reyndar ekki að fara og leita í [url=http://www.f4x4.is/bokasafn/index.html:3f6nez2t]bókasafninu[/url:3f6nez2t].Þegar það er haft í huga hversu stór hluti félagsgjaldanna fer í rekstur Setursins, þá er þetta hlutur sem mér finnst að mætti lagfæra.
-Einar
16.09.2004 at 13:10 #505620Ég er samála Emil um flesta punktana að ofan, nema þann síðasta. Núna er vel hægt að breyta leturgerð, stærð og litum í spjallinu, en það hefur ekki skapað vandamál. Því er ástæðulaust að gefa sér að það verði vandamál í framtíðinni, ef það gerist þá er bara að taka á því þegar þar að kemur.
Ég held að það gæti heppnast vel að nota [url=http://en.wikipedia.org/wiki/Category:Wiki:3i5aku91]Wiki[/url:3i5aku91] hugbúnað til þess að halda utan um tækni upplýsingar, bæði um jeppabreytingar og bilanir og viðgerðir á jeppum.
Það þarf að varast það vefsíðan verði aftur "one man show". Ég held að það væri ráðlegt að umsjón með vefsíðunni verði í höndum fullskipaðrar 5 manna nefndar sem kosið væri í á aðalfundi, með sama hætti og t.d. ritnefnd og skálanefnd. Þetta kallar á lagabreytingu, sem hægt er að gera á næsta aðalfundi. Til að brúa bilið þangað til, gæti stjórnin látið fara fram kosningu á félagsfundi.
-Einar
16.09.2004 at 08:57 #194643Í dag er síðasti séns að skrá þátttöku í stikuferðinni um næstu helgi
Það lítur út fyrir ágætis veður um helgina, það er ekki á hverjum degi sem mönnum býðst grillmáltíð í góðum félagsskap, á kostnað klúbbsins.
-Einar
14.09.2004 at 11:53 #505736Mér var sagt það fyrir ca 15 árum, að bandaríski vísindasjóðurinn (NSF) ætti a.m.k eina stóra jarðýtu í sprungu eitthversstaðar á Suðurskautslandinu.
-Einar
14.09.2004 at 09:21 #505608Í [url=http://www.f4x4.is/tilkynningar/index.asp?ID=484:1pecqvwa]lýsingu stjórnar[/url:1pecqvwa] á nýjum vef, er gert ráð fyrir að seldum auglýsingum verði gert hátt undir höfði á vefsíðunni. Hvað finnst mönnum um þetta? Er klúbburinn í slíkri fjárþröng að það sé nauðsynlegt að spilla vefsíðunni með hvimleiðum auglýsingum?
-Einar
11.09.2004 at 12:11 #505636Þetta er allt gott og blessað, en það er hægt að minnka líkurnar á því að lenda í svona, með því að fylgjast með kælkikerfinu og með fyrirbyggjandi viðhaldi.
Flestir framleiðendur mæla með því að skipt sé um frostlög á tveggja ára fresti, til þess að viðhalda tæringarvörn kælivökvans.
Það er líka nauðsynlegt að fylgjast með því hvort kerfið er farið að leka. Á bílum sem eru með sjálfstætt forðabúr, sem er ekki undir þrýstingi (þetta á við alla japanska bíla sem ég hef séð síðustu 25 árin), þá er best að athuga vökvamagnið þegar bíllin er kaldur, og bæta á forðabúrið eftir þörfum. Lokið á vatnskassanum á aðeins að hreyfa þegar bíllin er kaldur, þar á alltaf að vera fullt upp í stút. Ef vatnskassin er ekki stútfullur, þá er líklegasta ástæðan sú að forðabúrið hafi tæmst eða að vatnskassalokið sé bilað.
Ef hvergi lekur, þá liða margir mánuðir milli þess sem bæta þarf á forðabúrið, ef ekki hefur komist loft inn á vatnskassann. Það getur þó tekið nokkra daga að losna við loft af kerfinu eftir að skipt er um kælivökva eða kerfið hefur verið opnað vegna viðhalds.
Ef fylgst er með forðabúrinu reglulega, þá er hægt að finna og laga leka, áður en svo mikill kælivökvi tapast að það fari að hafa áhrif á miðstöð eða hitamæli. Þegar svo er komið er mjög líklegt að heddið hafi mishitnað og skemmst. Algengasta ástæða fyrir lekum eru lausar hosuklemmur eða sprungur í gömlum miðstöðvar eða vatnskassa hosum. Gúmíslöngur harðna og verða stökkar með tímanum, því er ráðlegt að skipta um allar hosur þegar þær fara að eldast.
Auðveldast er að finna leka rétt eftir að bíllin er settur í gang, og þrýstingur er byrjaður að myndast á kerfinu, en vélin ekki orðin svo heit að vökvinn gufi strax upp. Eitt sinn fór heddpakkning hjá mér að leka vökva út á blokkina, ég uppgvötvaði lekann áður en verulegt magn vökva tapaðist, þar sem aldrei hafði soðið á bílnum sleppti ég því að láta plana heddið þegar ég skipti um pakkninnguna, þessi viðgerð hélt í a.m.k. sjö ár.
Ef bæta þarf vökva á forðabúrið oftar en á nokkura mánaða fresti, og enginn leki finnst, þá er líklegt farið sé að leka með heddpakkningunni.
-Einar
09.09.2004 at 15:16 #505584Ég held að það sé mikilvægt að tilvísanir í gamla spjallþræði haldist óbreyttar, ef þessa er ekki gætt, tapast sá fjársóður upplýsinga sem komið hefur á spjallinu.
Þótt það væri ágætt að hafa leitarvél á síðunni, þá kemur það ekki svo mjög að sök vegna þess að það virkar ágætlega að nota [url=http://www.google.com:2h9r3gq4]google[/url:2h9r3gq4] til að leita á henni, með því að nota elitarskilyrðið [b:2h9r3gq4]site:f4x4.is[/b:2h9r3gq4]. Ef tilvísanir breytast, þá verða leitarvélar og tilvísanir sem menn eiga, t.d. sem bookmark eða favorites, ónýtar.-Einar
09.09.2004 at 09:13 #505566Sæmkvæmt þessu er tog vélarinnar um það bil tífalt það sem túrbínulaus vél að þessar stærð skilar, enda eru túrbínurnar að þjappa loftinu tífalt. Þá þarf þjöpunarhlutfall vélarinnar ekki að vera nema 1:2, ef ekki er notaður millikælir.
Annars væri áhugavert að sjá hvernig togið breytist með snúningshraða, væntanlega er sú kúrfa ekki flöt 😉-Einar
-
AuthorReplies