Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
23.11.2004 at 11:46 #509364
Ég held að slóðamaĺið sé ekki sambærilegt við þjóðlenduferlið. Það er byggt á lögum sem Alþingi setti, en í slóðamálinu er verið að safna gögnum, eftir því sem ég best veit er ekki til stoð í lögum fyrir því að nota þessi gögn til þess að segja til um það hvar megi aka, og hvar ekki.
Enda töluðu embætismennirnir um það að það þyrfti breyta lögum. Það er sjálfsagt mál að safna og eiga gögn, en það kemur ekki í staðinn fyrir að halda vöku okkar og að bregðast við ef tilraunir til þess að breyta lögum, skjóta upp kollinum.-Einar
23.11.2004 at 07:41 #509334Mér finnst ekki líklegt að það sé raunhæft að fá converter sem ræður við það afl (straum) sem spilið þarf. En það væri alveg hægt að bæta við 12 volta rafgeymi sem væri raðtengdur við núverandi kerfi (mínusinn í plúsinn á núverandi kerfi, og eitthvern búnað til þess að hlaða þann geymi, t.d. sér alternator eða einangrunarspenni sem væri tendur við riðstaum frá núverandi alternator. Ef settur er sér alternator þá þarf jörðin á honum að vera einöngurð frá bílnum.
-Einar
21.11.2004 at 07:08 #509160Bílaverkstæði G K, Flugumýri 16c Mofellsbær, 566-6257
-Einar
19.11.2004 at 09:20 #508946Listinn sem e11t gaf hér að ofan gefur þann sverleika af vír sem þarf til að koma í veg fyrir hættu á íkveikju. Í lágspennukerfum (12V) skiptir orkutapið oft verulegu máli, tölurnar sem bassi gefur miðast við halda því innan ásættanlegra marka. Ef menn fara að ráðum isan og leggja allt tvöfalt (fram og til baka), þá þyðir það tövföldun á vírlengd, sem þýðir að fyrir orkuferk tæki, eins og ljós eða spil, þarf að tvöfalda sverleika vírsins til að halda sömu orkunýtingu. Til dæmis, í stað þess að nota 2m af 2.5q vír þarf 4 m af 6q vír, eða fjórföldun á koparmagninu. Það er því ómaksins virði að vanda sig við jarðtengingar.
Ef bílaframleiðendur færu að ráðum isan, þá yrðu vírabúntin allt að því fjórfalt fyrirferðarmeiri en þau eru nú.
-Einar
18.11.2004 at 19:18 #508938Negatív spenna fyrir orginal raftæki í bílum er yfirleitt leidd í gegnum vél, grind eða boddí eftir því sem við á. Ef tengingar eru í lagi, þá veldur straumurinn óverulegum spennumun og þarafleiðandi ekki tæringu. Þar sem vél, grind og boddí eru aðskilin með gúmípúðum er sérstök jartenging milli þessara hluta. Það er því hreinn óþarfi að leggja tvo víra fyrir hvert rafmagnstæki sem menn setja í bílinn.
Undantekning frá þessari reglu eru fjarskiptatæki þar sem stundum er mælt með því að nota par af vírum sem eru snúnir saman fyrir bæði jörð og 12 voltin, til þess að draga úr hátíðni truflnum.
-Einar
18.11.2004 at 19:18 #508936Negatív spenna fyrir orginal raftæki í bílum er yfirleitt leidd í gegnum vél, grind eða boddí eftir því sem við á. Ef tengingar eru í lagi, þá veldur straumurinn óverulegum spennumun og þarafleiðandi ekki tæringu. Þar sem vél, grind og boddí eru aðskilin með gúmípúðum er sérstök jartenging milli þessara hluta. Það er því hreinn óþarfi að leggja tvo víra fyrir hvert rafmagnstæki sem menn setja í bílinn.
Undantekning frá þessari reglu eru fjarskiptatæki þar sem stundum er mælt með því að nota par af vírum sem eru snúnir saman fyrir bæði jörð og 12 voltin, til þess að draga úr hátíðni truflnum.
-Einar
18.11.2004 at 15:44 #508960Þessi [url=http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1112760:yr8yp5s9]frétt[/url:yr8yp5s9] á vef Moggans gefur kannske vísbendingu um færð á vestanverðu hálendinu.
-Einar
17.11.2004 at 14:18 #507874Það er rétt að Lúther hefur ekki komið við sögu í öllum eftirminnilegum ferðum sem farnar hafa verið á þessar slóðir. En ég er forvitinn að frétta nánar af þessum "uppátækjum" sem "margir" sögðust hafa séð í [url=http://www.f4x4.is/vefspjall/tradur.asp?t=2880:m5cfv3wa]þessari ferð[/url:m5cfv3wa].
-Einar
17.11.2004 at 11:38 #507868Ekki má gleyma [url=http://www.f4x4.is/vefspjall/tradur.asp?t=991:257ic4hv]þorrablótsferðinni[/url:257ic4hv] sællar minningar.
-Einar
17.11.2004 at 08:50 #194866Mér leikur forvitni á að vita hvernig prófílar eru notaðir til að festa færanleg spil á bíla, það er innanmál, utanmál, veggþykkt og lengd.
-Einar
15.11.2004 at 18:02 #508694Mér sýnist að í núverandi stöðu væri til mikilla bóta að setja aftur inn gömlu forsíðuna en nota netfangasíðuna til að sýna nýja kerfið og að gefa mönnum kost á að prófa nýju fídusana. Eitt af því sem vantar á nýju síðunni er tengill á síðuna þar sem hægt er að breyta aðgangsorði. Þetta var á gömlu síðunni og sýndi hvort maður væri loggaður inn eða ekki.
Varðandi hvað eigi að vera á forsíðunni og hvað ekki, þá tel ég að þar sé eðlilegt að vera með fyrirsagnir og og ágrip af því sem er nýtt á síðunni, hvort sem það er spjall, auglýsingar, tilkynningar eða tilboð. Nú er á forsíðunni hellingur að linkum á útrunnin tilboð, slíkt á ekki heima þar.
Notkun á fjölda af litlum gifmyndum fyrir tengingar líkt og er hægramegin á síðunni nú, er úrelt og sést sjaldnar á síðum sem hafa fylgst með þróuninni.Það þarf að laga hýsinguna, ég er búinn að bíða í næstum hálftíma eftir að koma þessu inn, út af villum (plássleysi) í kerfinu.
-Einar
15.11.2004 at 11:52 #508678Hvernig getur gagnagrunnurinn fyrir spjallið verið týndur? Gögnin í honum eru sýnileg á vefnum, þar með eru þau ekki týnd. Þessi staðhæfing er svona álíka gáfuleg og að útskýra rafmagnsleysi með því að rafmagnið komist ekki upp í móti.
Á spjallinu eru um það bíl 4000 þræðir. Ég gerði smá tilraun um daginn þar ég prófaði að hlaða niður 100 þráðum. Það tók innan við 20 sekúndur. Með þessum hraða myndi það taka innan við 800 sekúndur ( 13 mánútur ) að sækja allt spjallið yfir netið.Nú er komið á daginn að það hefur verið fallið frá þeirri kröfu að verkinu yrði lokið innan þriggja mánaða. Hvenær rennur sá dagur upp að það verði leyflegt að tjá skoðun sína á árangriunum?
-Einar
15.11.2004 at 10:37 #508676Besta leiðin á Höfsjökul er úr norðri, frá Ingólfsskála. Sú leið er fær allt árið, það liggur stikaður vegur að jöklinum sem notaður er af Vatnamælingum Orkustofnunar sem mælt hafa ákomu og bráðnun jökulsins síðan 1988.
[url=http://um44.klaki.net/setur04/gps.html:24u33uw3]Hér[/url:24u33uw3] eru punktar fyrir leiðir sem ég hef farið frá Setrinu seinni hluta vetrar.
Ferðir um jökla eru varasamastar á haustin þegar ótraustur snjór getur hulið sprungur, vatnsfarvegi og svelgi.-Einar
15.11.2004 at 09:20 #508610Ef flett er í [url=http://www.simaskra.is/control/index?pid=10371&SIMI=8624055:3jbmxxl6]símaskránni[/url:3jbmxxl6] fæst vísbending um það hvernig símamálum Castor miðlunar er varið. Eftir því sem Emil segir er viðkomandi einstaklingur aðalforritari "fyrirtækisins" en samkvæmt [url=http://www.ruv.is/main/view.jsp?branch=2578243&spID=2578306:3jbmxxl6]vef RÚV[/url:3jbmxxl6] er hann starfmaður þar á bæ. Hinn forritarinn mun vera nemandi við [url=http://www.unak.is/template1.asp?PageID=768:3jbmxxl6]Háskólann á Akureyri"[/url:3jbmxxl6]
Þetta sannar ekki að viðkomandi séu ekki liðtækir við vefsíðugerð og tengd verkefni, en reynslan er ekki mikil og þeir hafa aldrei haft þetta að aðalstarfi, sem var helsta krafan sem gerð var til verktaka.
Sé það sem sést hefur hingað til, eitthver vísbending, þá virðist þó ferkar ósennilegt þeir nái að [url=http://www.f4x4.is/vefspjall/tradur.asp?t=3968#27341:3jbmxxl6]ljúka verkefninu[/url:3jbmxxl6] á þeim vikum sem eftir eru af tímanum sem til þess var ætlaður. Ég tel undir með Vals að það væri forvitnilegt á sjá framkvæmda áætlunina, og að fá fréttir af gangi verksins.
Skúli nefnir að það þurfi að taka ákvarðanir um hvað verði á forsíðunni. Hvernig á að taka slíkar ákvarðanir? Emil hefur oftar en einusinni látið í ljósi þá skoðun sína að notendur síðunnar eigi að hafa sem minnst um útlit og virkni síðunnar að segja.
-Einar
15.11.2004 at 08:26 #507848Það er best að geyma pílurnar heima, næst best er að hafa þær þar sem þær eru ekki að þvælast fyrir, t.d. í hanskhólfinu. Einusinni átti ég pílujárn, en hef ekki séð það síðan ég lánaði það í nýliðaferð fyrir þremur árum. Ég hef ekki saknað þess.
-Einar
13.11.2004 at 14:38 #508062Hann Lúther er nefninlega ekki það sem hann Hlynur kallar [url]faramaður[/url].
12.11.2004 at 10:39 #507998Er ekki hægt að nota VHF endurvarpann á Bláfelli til að ná sambandi við þá? Svo er líka NMT á Skrokköldu sem dekkar Setrið og nágrenni vel. Er það rétt skilið að ekki hafi nást samband við C-hlutann síðan um þrjú í nótt?.
-Einar
10.11.2004 at 20:17 #508496Fyrir um það bil 15 árum voru 6 hjóla Pinzgauer bílar í notkun hjá hjálparsveitum, bæði á Akureyri og á Reykjavíkursvæðinu.
-Einar
09.11.2004 at 14:24 #508420Það er margt sem getur valdið því að bremsupedalinn fer niðurundir gólf:
[list:36reia9u][*:36reia9u]Loft á kerfinu[/*:m:36reia9u]
[*:36reia9u]Slitnir borðar[/*:m:36reia9u]
[*:36reia9u]Vantar að herða borðana út í, fastar útíherslur[/*:m:36reia9u][/list:u:36reia9u]
Mér finnst ekki líklegt að þessi einkenni stafi af lélegri höfuðdælu, ef pedalinn sígur þegar staðið er áhonum, án þess að það sé sýnilegur leki á bremsuvökva, þá myndi ég kenna höfuðdælunni um það.-Einar
09.11.2004 at 11:01 #507498Það er ekki endilega nauðsynlegt að breyta festingum á þverstífu þó bíll sé hækkaður aðeins á gormum. Það er æskilegt að stífan sé sem næst láréttu en þó hún halli um nokkrar gráður þá þarf það ekki að valda mikilli hliðarfærslu á hásingunni.
Að framan er grundvallatriði að þverstífan sé samsíða tögstönginni frá stýrisvélinni, ef halla á anniri er breytt, þarf að gera samsvarandi breytingu á hinni.-Einar
-
AuthorReplies