Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
27.02.2008 at 20:56 #615072
Snorri, ertu virkilega að halda því fram að Tetra náist víðar en NMT í dag?. Tetra er með 56 km hámarks vegalengd frá stöð þannig að þó Tetra sé e.t.v. komið með fleiri stöðvar en NMT, þá skiptir þessi fjarlægðartakmörkun máli.
Það er ekki 3 faldur munur á tíðni Tetra og GSM, líklega vegur háþróaðri merkjavinnsla í GSM upp að verulegu leiti það forskot sem Tetra hefur vegna lengri bylgjulengdar.
Bæði þessi kerfi eru sjónlínukerfi sem ná sambandi þar sem víðsýnt er, en ekki í þröngum dölum.-Einar
27.02.2008 at 16:14 #615060Það er athyglisvert að Síminn fylgir fordæmi Tetra, og auglýsir kort sem sýna eitthvað sem á að gerast eitthverntíman í framtíðinni, en hafa með kerfi sem á að slökkva í árslok.
Þeir virðast enn ekki vera búnir að ákveða hvort 3G langdræga kerfið þeirra verður UTMS á 900 MHz eða CDMA2000 á 450 MHz. Bæði þessi kerfi nota CDMA tækni, en UTMS er samkonar og 3G kerfin sem nova og síminn reka nú þegar, en á annari tíðni, og er samhæft við GSM, sem CDMA2000 er ekki.
Fer á Vatnajökul um helgina, þar verður GSM og HF prófað, ennfremur verða eitthverjir ferðafélaganna með Tetra.
Ætli sé ekki hægt að nota GPS/ferlunarfítusana í Tetra til þess að safna gögnum til að gera raunverulegt útbreiðslukort?-Einar
25.02.2008 at 11:36 #615038Ég fór inn Landmannalaugar milli [url=http://www.flickr.com/photos/annierhiannon/sets/72157603587859831/:2k2gs5fn]jóla og nýárs.[/url:2k2gs5fn] Á þeim hlutum leiðarinnar þar sem er fjallasýn, þá voru [url=http://annierhiannon.blogspot.com/2007/12/it-depends-how-many-sandwiches-youve.html:2k2gs5fn]farþegar á netinu.[/url:2k2gs5fn] Veit ekki hvor símafyrirtækið var notað, líklega bæði því síminn sem notaður var að ég held með erlent sim kort.
NMT virkaði líkt og það hefur alltaf gert, fínt samband á stíflugarðinum við hesthúsið sunnan við skálann.-Einar
25.02.2008 at 08:36 #615258Ég held að Freysi hafi verið á sama bílnum vel á annan áratug. Þessi mynd var tekin í fyrstu þingmannaferðinni, eigandinn er lengst til hægri.
[img:w88yk64v]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/3784/24994.jpg[/img:w88yk64v]-Einar
25.02.2008 at 08:25 #615024Ég er sammála Hlyn varðandi það að samstarfið við OgVodafone er það langbesta sem hefur komið út úr öllu þessu Tetra brölti. Sérstaklega, ef það er rétt skilið hjá mér að kostnaður skattgreiðenda af Tetra + langdræga Vodafone GSM stöðvunum, er sé minni en það sem símafyrirtækin hafa fengið fyrir að stoppa í GSM göt á hringveginum og nokkrum fjallvegum innan þjóðvegakerfisins.
Ég er mestu sammála Benna hér að ofan, en ég held að það sé ekki miklar líkur á að menn fari almennt að nota Tetra í staðinn fyrir talstöðvar. Ég lít á Tetra sem gamaldags síma sem er forritaður til að hegða sér líkt og talstöð.Þegar menn bera saman kortin hér að ofan, þá er vert að hafa í huga að útbreiðslu kort Tetra hafa verið mjög bjartsýn, þar hefur oft verið lofað hressilega upp í ermina, meðan símafélögin hafa verið með mun raunsærri kort. Ég hef oft náð sambandi, bæði með NMT og Vodafone, langt utan þeirra svæða sem þeir sýna á sínum kortum, meðan menn virðast vera í vandræðmum með Tetra samband þó menn séu í innan við 25 km frá stöð í sjónlínu.
Menn meiga heldur ekki gleyma því að öll þessi kerfi eru háð sjónlínu. Þar sem GSM er á hærri tíðni (900 MHz) þá er það að öðru jöfnu aðeins háðara sjónlínu en Tetra, en það kemur á móti að GSM tæknin er miklu háþróaðri og næmari, þar er langdrægni allt að 100 km meðan fræðilegt hámark í Tetra er 56 km.
Það verður forvitnilegt á fylgjast með því hvernig þetta kemur út þegar það fer að koma reynsla á langdræga GSM kerfið, og menn fá samanburð.-Einar
21.02.2008 at 22:19 #614836Hraðamælir sem er réttur á bíl með 30" hjólbarða, sýnir 10% of lítið ef sami bíll er settur á 33" dekk. Þar sem ekki þarf breytinga- eða sérskoðun þegar dekk eru stækkuð um allt að 10%, þá er hraðamælir oft ekki leiðréttur í slíkum tilfellum. Verkstæði sem þjónusta ökumæla geta tekið út hraðamæla.
Þegar dekk eru stækkuð er um nokkrar leiðir að velja til að fá hraðamælinn rettann. Best er að breyta drifhlutföllum, þá haldast aksturseginleikar svipaðir og á óbreittum bíl, og álag á kúplingu eða sjálfskiptingu minnkar. Í mörgum bílum er hægt að fá mismunandi tannhjól í hraðamælisdrifið í millikassanum, þetta er oft ódýrasta leiðin til að leiðrétta hraðamælinn.
Flestir bílar núorðið nota rafeindamerki í stað hraðamælissnúru, hægt er fá tæki sem breytir merkinu til að leðrétta hraðamælinn.-Einar
20.02.2008 at 14:56 #614670Hér verða menn passa sig að rugla ekki saman að ábyrgðar tryggingum sem eru skilgreindar í landslögum, og kaskótryggingum, sem eru frjálsar tryggingar.
Tryggingafélögin hafa ekki lögjafarvald (það er hjá Alþingi) og geta þessvegna ekki breytt skilmálum ábyrgðartrygginganna, nema að mjög takmörkuðu leiti.
Það sem ég sagði hér að ofan á við ábyrgðartryggingu, enda hef ég ekki verið með kaskótryggingu í bíl í næstum 15 ár.
Ég hef aldrei sagt að það væri refsivert að bakka á, heldur aðeins að sá sem bakkar á, þarf að bæta það tjón sem hann veldur. Ef hann er með ábyrgðartryggingu ( sem er skylda ) þá bætir tryggafélagið tjónið að fullu (yfirleitt er ekki sjálfsábyrgð á ábyrgðartryggingum). Hafi ökumaðurinn verið fullur eða bakkað vísvitandi á, þá á trygginafélagið endurkröfurétt á hann. Endurkröfuréttur skapast ekki þótt bílar sé óskoðaðir, því er það þjóðsaga að menn séu ótryggðir ef reglum um skoðanir hefur ekki verði fylgt út í æsar.-Einar
20.02.2008 at 08:38 #614658Menn geta samið um hvað sem er, en samningar sem stangast á við lög halda ekki fyrir dómstólum ef annar aðilinn skiptir um skoðun.
Ég er ábyrgur fyrir mínum akstri, sama hvað ég er að gera. Ég tel mig kunna að umgangast bæði dráttartóg og startkapla en röng notkun þessara öflugu tóla getur valdið stórtjóni. Það er fullt af fólki sem kann ekki með þessi tól að fara. Mér er t.d. sagt að hvorki löggan né leigubílstjórar þori lengur að nota þessi tæki.Ég er sammála Hafsteini, ef spottinn er vel yfir 10 m að lengd, þá er hættan á tjóni vegna slits miklu minni en með styttri spotta.
-Einar
19.02.2008 at 22:50 #614648Þegar bíll bakkar á kyrstæðan bíl, þá er það á ábyrgð þess sem bakkar, gildir þá einu hvort það er spotti á milli bílanna og hvort annar var að hjálpa hinum.
Ég þekki dæmi þess að sá sem verið var að hjálpa, bakkaði á bjargvættinn. Það tjón sem af því hlaust hefur án efa lent á dráttarþeganum.
Almennar umferðarreglur falla ekki úr gildi, þó menn séu komnir út fyrir þjóðvegakerfið, og einn sé að aðstoða annan. Þeir sem ekki hafa vald á sínu ökutæki, eru best kominir heima.-Einar
19.02.2008 at 21:20 #614644Sá sem bakkar á kyrstæðan bíl ber ábyrgð á því tjóni sem af .því leiðir. Ég efast um að það breyti nokkru í .því efni þó menn hafi skrifað upp eitthvert blað af því tagi sem hér er stungið upp á.
Það eru gildar ástæður fyrir því að reglurnar eru eins og þær eru.-Einar
18.02.2008 at 21:25 #614498Á síðu 21-14 í skjalinu sem Þorvaldur bendir á, þá er sýnt hvernig millikassinn er losaður frá gírkassanum. Í fljótu bragði sýnist mér að það þurfi að losa stangirnar úr millikassanum til þess að hægt sé að skilja kassana í sundur.
-Einar
18.02.2008 at 13:43 #614482Ég held að hér hafi Þorvaldur ruglast á Isuzu og MMC. Þeir Isuzu bílar sem ég þekki eru með millikassa og gírkassa sambyggða, en MMC eru með þá aðskilda. Ég hef grun um að fram til 1991 þá hafi sömu millikassar verið notaðir í L200, (pallbíla) L300, (sendibíla) og Pajero. Það hafa verið settir milligírar í nokkra Pajero bíla, m.a. þann sem Hveravallaskreppur spilaði upp á Eiríksjökul vorið 1994. Ég veit af einum nýjum Pajero sem átti að fá milligir í þessum mánuði.
-Einar
15.02.2008 at 09:24 #614238Ég á handstöð sem sendir með 1.5 W styrk, hún hefur dugað vel til að tala milli bíla. Það er best að hafa loftnetið uppi á miðjum toppi, ef þú setur það á brettið, þá myndi ég nota 1/4 bylgju loftnet.
Félagi minn hefur notað [url=http://cgi.ebay.com/Feidaxin%2FFDC-FD-150A-VHF-Radio-+-FREE-PTT-earpiece_W0QQitemZ140206693470QQcmdZViewItem?IMSfp=TL0802120988a8290:11p7kjkp]svona stöð[/url:11p7kjkp] með góðum árangri. Hann hélt að það væri hægt að fá hana CE merkta, þá ætti ekki að þurfa amatör leyfi til þess að flytja hana inn.-Einar TF3EK
11.02.2008 at 18:20 #613656Sum loftnet eru stillanleg, önnur ekki. Ef loftnið er ekki stillanlegt, þá gefur standbylgjumæling samt til kynna hvort allt sé eins og þá á að vera, lengd loftnets, jarðsamband og aðrar tengingar. Það kemur t.d. stundum fyrir að tengi eru ekki rétt sett á sammiðujukapla. Slíkt getur valdið skemmdum á talstöð, ef reynt er að senda í loftnetskapal sem er ekki í lagi.
-Einar
11.02.2008 at 15:57 #613762[img:27ub33jh]http://www.procom-dk.com/pco/pco_web_int.nsf/85a39e77ed6f9aa3c1256f13006b3be7/18d2fdd1100b74cdc1256eeb005cbd50/FrmPGDbody/0.49EA!OpenElement&FieldElemFormat=gif[/img:27ub33jh]
Líklega er hægt að skrúfa [b:27ub33jh][url=http://www.profilant.net/uk/mobile/15050600:27ub33jh]svona topp[/url:27ub33jh][/b:27ub33jh] í staðinn fyrir NMT loftnetið, þá er hægt að nota festinguna og kapalinn áfram. Ég held að maður fái ekki mikið betra loftnet sem sendir í allar áttir, en með Yagi (greiðu) er hægt að fá meiri mögnun í eina stefnu. Svona loftnet er best komið inni á toppi, t.d. a.m.k. 20 sm frá þakbrún. Miðjan er náttúrulega best.
-Einar
11.02.2008 at 10:53 #613642Það er umfjöllun um [url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=fjarskiptamal/10773&calendar=2008-02#84827:6sm5kc3y]þessa spurningu hér[/url:6sm5kc3y]
-Einar
10.02.2008 at 23:33 #613638Nú er ég ekki sammála Agnari. Það má þó vera að ef loftnetið er sett á miðjan topp, og því fylgja leiðbeiningar um lengd vs. tíðni, að það sé í lagi að sleppa standbylgju mælingu.
Þegar ég athugaði standbylgju á mínu loftneti, eftir að hafa notað það í 3 ár, kom í ljós að loftnetið var kolvitlaust stillt. Ég var orðinn hræddum um að ég hefði skemmt stöðina á því að nota hana með vitlaust stilltu loftneti, en ég virðist hafa sloppið með skrekkinn. Það er alltaf vissara að athuga standbylgju, sérstaklega ef loftnetið er sett nærri þakbrún, eða á bretti.
-Einar
10.02.2008 at 17:03 #613480Ég er nokkuð viss um að þetta er á 900 MHz, annars gengi þetta ekki með venjulegum símum. Með góðu Yagi beam loftneti þá ætti að vera hægt að nálgast 120 km. t.d. frá Háubungu við Grímsvötn í Búrfell.
Ein leið væri að setja síma (með handfrjálsum búnaði) í stað tvípólsins, reflector fyrir aftan og nokkur styttri element fyrir framan.
Guinness félagið er búið að bóka skálana á Grímsfjalli um næstu mánaðamót-Einar
10.02.2008 at 15:31 #613630Mér urðu á mistök hér að ofan varðandi árgjald af VHF stöðvum. Það var afnumið með lögum sem sett voru í desember 2006, ég hef marg lesið þessi lög en samt klikkaði ég á þessu.
Kristmann límir hér að ofan inn texta sem er á [b:1m8mfs01][url=http://www.aukaraf.is/newsdesk_info.php?newsdesk_id=21:1m8mfs01]þessari síðu,[/url:1m8mfs01][/b:1m8mfs01] þar stendur að félagar í 4×4 greiði 2400 kr. á ári. Eftir því sem ég best veit þá er þetta ekki rétt, ef eitthver kann skýringu á þessu þá væri gaman að heyra hana.Þó árgjaldið hafi verið afnumið þá er þó nokkuð pengaplokk af VHF stöðvum. T.d. þurfa menn að borga í hvert sinn sem menn vilja bæta við tíðnum í stöðina, bæði til þjonustuaðilans og stundum líka til Póst og Fjar.
Til að gera langa stögu stutta, ef menn ætla að fara á fjöll, þá er lágmarks fjarskiptabúnaður PMR466 stöð í hverjum bíl ásamt GSM síma með OgVoafone korti. Ef menn ætla ekki að hringja annað en í 112, þá má sleppa kortinu. Þegar Vodafone hefur set upp boðaðar stöðvar þá ætti GSM síminn að vera með betri dekkun en Tetra, því Tetra er með innbyggða 56 km fjarlægðar takmörkun, meðan langdrægu GSM stöðvarnar ná í allt að 120 km
Veit einhver hvort 112 getur hringt til baka ef maður er ekki með simkort í símanum?
-Einar
10.02.2008 at 12:44 #613624Sigurður, ég held að þú gerðir sjálfum þér og öðrum greiða með því að sleppa því að tjá þig um hluti sem þau veist [b:4rlooc48]ekkert[/b:4rlooc48] um.
Það er hægt að nota marger gerðir af loftnetum á HF samskiptum, í þingmannaferðinni þá prófaði Snorri (TF3IK) 100 m langan vír, [url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=fjarskiptamal/8287#63170:4rlooc48]hér reynslusaga[/url:4rlooc48] þar sem notaður var 40m langur vír. Bílstöngin hans Snorra hefur líka virkað ágætlega, sem og 20 m langur vír sem lagður er á jörðina.-Einar TF3EK
-
AuthorReplies