Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
28.12.2004 at 23:03 #511840
Vonandi fáum við að fylgjast með björgunaraðgerðum hér á síðunni. Samkvæmt veðurspám verðum miðja lægðarinnar yfir Vestfjörðum á hádegi, en áður verðu hún búin að senda skil austur yfir landið. Í nágrenni skilanna verður skyggnið á Vatnajöklu líklega mælt í sentimetrum frekar en metrum þannig að það er ekki víst að það takist að mynda mikið að aksjóninni.
Það kæmi mér ekki á óvart þó færið yrði af þeirri sortinni sem kallar á bæði 44" og skriðgír, og yfirferðin í samræmi við það.Hverjir eru það sem verið er að bjarga, auk Hlyns?
-Einar
27.12.2004 at 10:28 #511668Ef maður ber saman myndirnar hans Lalla og [url=http://enigma.network.is/myndir/falkafell2004/IMG_0084:pub0chb3]Fálkafells[/url:pub0chb3] myndirnar hans Erlings kemur í ljóst það það er lítil ástæða að öfunda norðlendingana af snjónum, því það virðist vera mun meiri snjór í fjöllum sunnanlands heldur en fyrir norðan. Ef ég man rétt er Fálkafell í svipaðri hæð yfir sjó og Bragabót.
Nú er spáð suðlægum áttum með umhleypingum og ennþá meiri snjó í sunnlensk fjöll.
-Einar
23.12.2004 at 11:51 #511506Hversvegna farið þið ekki bara til [url=http://www.f4x4.is/vefspjall/tradur.asp?t=4278:2k65981m]Húsavíkur[/url:2k65981m]?
-Einar
22.12.2004 at 19:36 #511500Samkvæmt [url=http://kjolur.f4x4.is/photoalbum/view.php?action=image&imageid=18371&albumid=379&collectionid=2829&offset=0:3rwub56u]þessum myndum[/url:3rwub56u] er snjórinn á Húsavík ekki sérlega jafnfallinn. Samkvæmt [url=http://www.vedur.is/athuganir/urkoma/snj0.html?:3rwub56u]snjómælingum Veðurstofnunnar[/url:3rwub56u] er snjódýpt á næstu veðurathugunarstöðvum við Húsavík, Mánárbakka og Staðarhóli 16-20 sm.
-Einar
21.12.2004 at 20:53 #511260Myndir í myndaalbúminu eru geymdar á .jpg sniði. Þegar myndir eru settar inn í mynaalbúmið er upplausnin minnkuð í 640×480, hafi hún verið hærri, og búin til "thumb nail" sem er 100×70 punktar. Eftir að hýsing myndalbúmsins var flutt norður um síðustu mánaðamót virðast báðar útgáfurnar taka mun meira pláss en þær gerðu áður. Þetta getur legið í því ekki sé notað sama forritið til að breyta myndunum og áður, eða að aðrar stillingar séu notaðar.
Þegar mynd er vistuð á jpg formi, er hægt að hafa áhrif á gæði og plássið sem myndin tekur með því að velja mismunandi gildi fyrir eiginleika þjöppunarinnar.Með því að minnka mynd í 640×480, áður en hún er sett í myndaalbúmið, getur notaninn valið sjálfur stillingar fyrir þjöppunina. Það sparar líka tíma í upphleðslunni, að senda ekki stærri myndir en hægt er að sýna.
-Einar
21.12.2004 at 09:23 #511250..ég sem hélt að Suburban væri jeppi, að vísu of stór og þungur til að vera til mikils gagns sem slíkur, en það á líka við um Landcruser 80 og 100 og nýjustu gerðir af Patrol.
Magnet, ég er ítrekað búin að [url=http://www.f4x4.is/vefspjall/tradur.asp?t=4229#29228:2hdcx4fa]benda[/url:2hdcx4fa] þér á það hvernig þú þú getur nýtt betur plássið sem þú ert með í myndaalbúminu.
Meðan vefurinn er munaðarlaus, eins og hann virðist vera um þessar mundir, þá er þetta eina leiðin til að koma myndum inn á síðuna. Er þetta of flókið?
-Einar
17.12.2004 at 12:23 #511218Diskarnir sem Guðmundur [url=http://www.off-road.com/toyota/tech/balancers:1c0y8pqz]vísar[/url:1c0y8pqz] innihalda á annaðhvort olíu með járnögnum eða kvikasilfur sem væntanlega eru sífellt á hreyfingu, eins og vatnið. Ég held ekki að vatnið sé of létt, það er miklu meira pláss inni í dekkinu heldur en inni í disk sem er innan við felguna.
Einn kostur sem ég sé við þessar aðferðir, er að þær ráða við að vega upp á móti áhrifum frá bognum öxlum eða nöfum, þar sem hefðbundin hjólastilling er gagnslaus.
Svo er náttúrulega allt sem forðar manni frá því að skipta við íslensk dekkjaverkstæði af hinu góða.
-Einar
17.12.2004 at 09:05 #511214Mér sýnist að það væri einfaldast að prófa þetta með því að setja vatn, með forstlegi eins og við á, til þess að prófa þetta. Eitt til tvö glös í hvert hjól ættu að duga.
Ég myndi hafa áhyggjur af því að hlutir eins og loftbyssuskot eða álíka gætu valdið sliti á dekkinu, sem gæti orðið til þess að það færi að leka lofti.
Annars er ég ekki í aðstöðu til þess að prófa þetta því 36 tommu mödderarnir sem ég hef ekið á siðastliðin þrjú ár hafa aldrei verið balanseraðir þar sem ég hef aldrei orðið var við neitt sem benti til þess að þess væri þörf. Raunar hafa þessi dekk aldrei á dekkjaverkstæði komið.-Einar
16.12.2004 at 16:18 #511238Mér sýnist í fljótu bragði að ef þú færir eftir [url=http://www.f4x4.is/vefspjall/tradur.asp?t=4229:3ia49eye]þessum[/url:3ia49eye] ráðum ættir þú að geta tvöfaldað myndafjölda í sama plássi.
-Einar
15.12.2004 at 16:50 #511118Bíllinn minn er hækkaður um c.a. 10 sm að framan, með klossum og OME gorumum. Ég hef ekki breytt stýrisgangi en ég færði festinguna á hásingunni fyrir þverstífuna aðeins með því að bora nýtt gat.
Mér hefur verið ráðlagt að minnka hallann á togstönginni með því að snúa stýrisendum við þannig að togstöngin komi ofan á arminn á liðhúsinu. Ég hef ekki gert þetta og finn ekki að bíllinn sé neitt lakari í stýri en hann var óbreyttur. Ef halli á togstönginni er minnkaður svona, þá þarf líka að minnka hallann á þverstífunni til að hún haldist samsíða togstönginni.-Einar
15.12.2004 at 15:02 #511112Ég held að eyðslan sé um 10 lítrar á hundraðið í sumarferðum, heldur meiri innanbæjar. Í snjónum er eyðslan mun minni en á bensínbílunum sem ég átti á undan, þótt vélaraflið sé verulega meira, ég fór t.d. á einum tanki frá Hrauneyjum að gosstöðvum í Grímsvotnum og til baka á Selfoss, þann 4 nóv síðastliðinn.
Annars er erfitt að mæla eyðsluna nákvæmlega því það getur verið þolinmæðisverk að fylla tankinn og það hversu mikið fer á tankinn fer nokkuð eftir því hvernig bíllinn stendur. Ég hef heyrt að það sé hægt að laga þetta með því að breyta önduninni fyrir tankinn.Fyrir sérskoðun sýndi viktin 990 kg að framan og 700 kg að aftan, samtals 1690 kg. Áður var hann skráður um 1550. Þessi munur liggur dekkjum og felgum, loftpúðar, stífur og brettakantar eru léttari en flatjárnin og blikkið sem fór við breytingar.
-Einar
15.12.2004 at 13:49 #511106Ég á 95 árgerð af bíl með svona vél. Túrbínan og millikælirinn koma með bílnum orginal. Bíllinn er ekinn tæplega 160000 km, var í rúmlega 80 þúsund þegar ég eignaðist hann. Síðan ég eignaðist bílinn hefur verið skipt um ventlalokspakkningu og glóðarkerti. Það hefur einusinni gerst að undirliftustöng villtist, hún var sett á sinn stað og hefur síðan verið til friðs.
Vélin er alveg orginal hjá mér, ég er mjög ánægður með kraftinn, ég á ekki í neinum vandræðum með að fylgja ferðafélögunum sem eru flestir með stærri vélar í þyngri bílum.
Þegar vélin er gangsett köld þá heyrist aðeins í henni, sérstaklega ef glóðarkertin eru ekki í lagi. Eftir að vélin er orin heit heyrist lítið í henni. Ef rafgeymir og glóðarkerti eru í lagi, þá fer hún hjálparlaust í gang þó frostið sé um og yfir 20 gráður.-Einar
15.12.2004 at 11:46 #509650Ég er sammála Rúnari um samsláttinn, TLC 80 er ekki léttur bíll, sérstaklega að aftan og plássið í hjólskálunum nýtist best þegar samsláttarpúðarnir er eins utarlega og kostur er.
Varðandi lið 2, þá skil ég ekki alveg hversvegna festingin fyrir þverstífuna á framhásingunni er sett svona framarlega, en ég sé ekki að þetta komi að sök. Aðalatriðið er að hallinn á togstönginni úr stýrisvélinni, og þverstífunni, sé sá sami.
Það er rétt hjá Rúnari að sviðið sem gefið er upp fyrir algengustu loftpúðana er 23 og 25 sm. En með loftpúðum þá nýtist fjöðrunarsviðið miklu betur, sérstaklega að aftan, þar sem ekki þarf að nota verulegan hluta þess til taka upp áhrif af breytilegri hleðslu.
Ég þekki engin dæmi þess að bílar hafi verið eyðilagðir með "loftpúðaklúðri" en mörg dæmi þess að óþarflega stífir gormar takmarki verulega yfirferð í skemmtilegu færi á jökli. Ég veit ekki hvort það á við í þessu tilfelli, en það virðist vera algengt að settir séu stífari gormar þegar bílum er breytt, ég veit ekki hversvegna en helst dettur mér í hug peningaplokk, það er dýrara að framleiða mjúkan gorm sem þolir sama burð og stífur. Þessar myndir sýna fjöðrunarsviðið með 23 sm loftpúðasviði og samsláttarpúðann út við hjól:
[img:39urr39c]http://klaki.net/gutti/vatnaj_03b/t/2003_0530_220542.jpg[/img:39urr39c] [img:39urr39c]http://klaki.net/gutti/vatnaj_03b/t/2003_0530_230236.jpg[/img:39urr39c] Fleiri myndir eru [url=http://klaki.net/gutti/vj03b.html:39urr39c]hér[/url:39urr39c]-Einar
14.12.2004 at 18:23 #511080Prófaðu að skoða [url=http://www.f4x4.is/vefspjall/tradur.asp?t=4237:39il3mst]þetta.[/url:39il3mst]
14.12.2004 at 09:35 #509638Það er mikilvægt að samsláttarpúðar séu sem næst hjóli. Það eru tvær ástæður fyrir þessu, í fyrsta lagi gefur það betri nýtingu á fjöðrunarsviðinu og plássi í hjólskjálum, þar sem það dregur áhrifum af staðsetningu hins hjólsins innan fjöðrunarsviðs. Í öðrulagi minnkar það álag á hásinguna þegar fjöðrunin slær saman. Vægið á hásinguna er í hlutfalli við fjarlægð frá púða að miðju hjóls.
Staðsetning gorms skiptir aftur á móti litlu máli, sérstaklega ef notaðar eru balansstangir.-Einar
14.12.2004 at 08:15 #510938Það virðist ekki vera neinn vefstjóri á síðunni núna, Emil og stjórnin líklega búin að gefast upp á Castor piltunum og Helgi Hrafn líklega í prófum, ef til vill getur þetta komið að gagni.
Í byrjun þessa mánaðar, eftir að hýsingin var flutt norður yfir heiðar, þá virðist þjöppun á myndum hafa klikkað í myndaalbúminu. Þetta virðist vera í lagi núna. Þeir sem settu myndir inn á þessum tíma geta komið inn fleiri myndum með því að fjarlæga myndir sem taka mikið pláss og setja þær inn aftur.
Ég mæli með því að menn sníði myndirnar sínar til sjálfir, í stærð 640×480, [url=http://gimp-win.sourceforge.net/stable.html:3laxvsgr]Gimp[/url:3laxvsgr] er verkfæri sem hentar vel til þessa.
Það á að vera hægt að sjá í vafranum hvað myndin tekur mikið pláss, eðlileg pláss notkun fyrir jpg myndir í uplausninni 640×480 er 30-60 kbæti.-Einar
13.12.2004 at 19:59 #510998Eftir að Castor piltar fóru að krukka í forsíðu vefsíðunnar, þarf að fara krókaleiðir til þess að beyta notendaupplýsingum og myndaalbúmi. Leiðin sem ég hef fundið er eitthvað á þessa leið:
Innskrá notanda.
Finna eigin spjallfærslu og smella þar til að fá upplýsingar um notanda.
Þar á að vera hnappur fyrir myndaalbúm, ef smellt er á hann, kemur upp valmynd sem hægt er að nota til að virkja eða breyta eigin myndaalbúmi.
Þangað til Emil eignaðist [url=http://kjolur.f4x4.is/photoalbum/view.php?action=image&imageid=17929&albumid=56&collectionid=2053&offset=0:1veh3yt4]hjákonu[/url:1veh3yt4] var reyndar hægt að breyta öllum myndaalbúmum, þegar hér var komið.
-Einar
13.12.2004 at 16:49 #509986Helgi Hrafn segist hafa [url=http://www.f4x4.is/vefspjall/tradur.asp?t=4153#28686:1tly9qmw]fundið[/url:1tly9qmw] gögnin sem týndust af spjallinu þann 28. nóvember. Stendur ekki til að setja þau inn?
-Einar
13.12.2004 at 12:01 #510954Eftir vefmyndavél í [url=http://www.mmedia.is/~essoblaf/blafjoll.jpg:3aj792j3]Bláfjöllum[/url:3aj792j3] og sjálfvirkum [url=http://www.vedur.is/athuganir/sjalfvirkar/setur/:3aj792j3]snjódýptarmæli[/url:3aj792j3] við Setrið að dæma, lét snjórinn ekki mikið á sjá í rigningunni í gær. Nú er frost til fjalla, og spáð kólnandi með umhleypingum eins og langt og veðurspár ná. Þetta er bara eins og eftir pöntun.
-Einar
10.12.2004 at 15:01 #510832Þú miskilur þetta, auglýsingar eru ætlaðar til þess að menn geti boðið hluti til sölu, eða óskað eftir hlutum sem þá vantar.
Spjallið er hinsvegar vettvangur sem er ætlaður til þess að tjá skoðanir. Og hér kemur mín skoðun: TLC 80 er of þungur til þess að vera nothæfur í snjó dekkjum sem eru minni en 44", og orginal framhásingin er of veikbyggð fyrir 44" dekk undir svona þungum bíl. Svo er nú gersamlega óskiljanlegt hvað menn eru að hugsa þegar þeir breyta svona bensínbíl. Bara mín skoðun.-Einar
-
AuthorReplies