Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
06.01.2005 at 10:16 #510468
Ég hef ekki skift við þá, en mér skilst að Fjallabílar, stál og stansar, Vagnhöfða 7, kunni vel til verka þegar amerísk drif eru annarsvegar. Ég á orginal dana 30 drif með legum og 3.73 hlutföll sem ég hef ekki brúk fyrir og myndi láta fyrir sanngjarnan pening.
-Einar
06.01.2005 at 09:56 #512118Hversvegna má ekki laga innskráninguna? Hún var alltaf í lagi á gömlu síðunni og vandamálin tengjast öll því sem Castor setti á vefinn í nóvember síðastliðnum. Það væri vissulega áhugavert að sjá hvort Castor getur gert [b:2zp6qeqj]EITTHVAÐ[/b:2zp6qeqj] sem virkar eins og til er ætlast.
-Einar
06.01.2005 at 08:53 #512324Lúther, [url=http://www.f4x4.is/vefspjall/tradur.asp?t=853#5026:26ofq514]hér[/url:26ofq514] er sýnt hvernig html linkar eru settir inn í spjallið.
-Einar
06.01.2005 at 08:48 #512354Á opnu húsi í kvöld ætlar Gunnar Kristjánsson að sýna vidío frá aldamótaferðinni (krapa 2000).
-Einar
06.01.2005 at 00:59 #512488Það er ekki mjög flókið að komast að því hvað hægt er að fara langt niður í þrýstingi. Ein aðferð er að að hleypa öllu lofti úr dekkinu og dæla síðan í lofti þangað til felgan byrjar að lyftast frá jörðu. Sá þrýstingur sem þá er í dekkjunum er minnsti þrýstingur sem gagn er í að nota í snjó akstri. Ég býst við þetta séu um 3 psi fyrir hilux á 32" dekkjum.
-Einar
05.01.2005 at 18:14 #512478Bíll í þessum þyngdarflokki (1700 kg eigin þyngd) kemst helling á 32" dekkjum að því gefnu að menn séu óragir við að hleypa loftinu úr dekkjunum. Eftirfarandi gefur hugmynd um það hlutfall aðstæðna sem lagnir ökumenn komast utan hjólfara í djúpum snjó.
32" 70%
35" 90%
38" 95%35" og stærri dekk ráða yfirleitt við að aka í förum eftir öflugri bíla en bílar á minni dekkjum geta lent í vandræðum í djúpum hjólförum og eru þá stundum betur settir utan hjólfara.
Þetta er minna vandamál ef þeir með stóru dekkin fást til að hleypa almennilega úr.Færið um síðustu helgi var frekar erfitt, í Þjófahrauni fóru 38" bílar ekki hratt yfir utan slóða.
-Einar
05.01.2005 at 18:05 #512474Bíll í þessum þyngdarflokki (1700 kg eigin þyngd) kemst helling á 32" dekkjum að því gefnu að menn séu óragir við að hleypa loftinu úr dekkjunum.
32"
05.01.2005 at 14:47 #512108Ég stóð í þeirri meiningu að Castor hefði tekið að sér hýsingu vefsíðunnar, þar með talið gömlu síðunnar meðan á smíði stæði. Var flutningur síðunnar ekki innifalinn í þessu?
Ef svo er ekki, hver sér um að flytja síðuna og að reka hana þangað til nýja síðan kemst í gagnið?
Hversvegna var þeim spurningum sem ekki er hægt að svara á vefsíðunni, ekki svarað á síðasta félagsfundi?
Við flutninginn tapaðist hluti af virkni myndaalbúms og hluti gagna spjallsins. Á að láta við svo búið standa?
-Einar
04.01.2005 at 18:17 #512034Þetta vandamál sem Pétur talar um hér að ofan, virðist vera að ágerast. Nú er spjallið búið að vera óaðgengilegt í nokkra tíma, þetta hefur gerst því sem næst daglega upp á síðkastið.
Það má vera að þetta sé skylt því sem gerðist meðan síðan var hjá Hringiðunni en þá komu yfirleitt villu tilkynningar, oft um plássleysi á vinnu svæðum. Núna hangir vafrinn einfaldlega þegar reynt er að vísa í spjall eða auglýsingar. Þetta virðist líka vara lengur í hvert skipti en það gerði hjá Hringiðunni.
-Einar
04.01.2005 at 13:25 #512392Mér kemur þetta ekki á óvart. Þegar menn eru skrúfa upp í olíuverki hefur það aðeins áhrif undir fulltri inngjöf. Þar sem flestir keyra yfirleitt ekki með inngjöfina í botni, þá hefur þetta lítil áhrif á meðaleyðsluna.
Það er eðlismunur á dísel og bensínvélum að þessu leyti, ef átt er við stillingar á blöndungi hefur það áhrif á hlutfallið milli lofts og bensíns sem fer inn á vélina, það hefur áhrif á nýtingu eldsneytisins hvort sem ekið er á fullri inngjöf eða ekki.
Inngjöfin á díselvél takmarkar bara olíuna, vélin fær alltaf eins mikið loft og kostur er á.
Á bensínvél stillir inngjöfin bæði loftið og bensínið, reynt er að hafa hlutfallið fast (1/15), á díslelvél er hlutfallið breytilegt. Svartur reykur myndast þegar ekki næst að brenna allri olíunna að fullu, það gerist helst undir fullri inngjöf.
Því hefur stilling á olíverkinu áhrif á reyk og kraft en lítil áhrif á eyðslu þegar ekki er ekið á fullri inngjöf.-Einar
04.01.2005 at 08:37 #512098Í "útboðslýsingu" sem Emil sendi út í september, sem og á öllum fundum þar sem Emil tjáði sig um málið í september og október, var það skilyrðislaust að vinnunni yrði lokið innan þriggja mánaða frá gerð samnings eða fyrir áramót, sem er nokkurn veginn það sama. Það var fyrst [url=http://www.f4x4.is/vefspjall/tradur.asp?t=4116#28334:ae24b0dx]hér[/url:ae24b0dx] sem það kom fram að þetta gæti tekið meira en þrjá mánuði, þó þannig að vinnunni yrði að fullu lokið á 6 mánuðum.
Það er fyrst nú sem það kemur fram að þetta geti tekið allt að níu mánuði.
Það sem að mínu mati er alvarlegast í málinu er að fátt af því sem sagt var þegar lagt var af stað hefur staðist, og sá þvættingur sem borinn hefur verið á borð fyrir félagsmenn í því samhengi. Það er ljóst af því sem fram hefur komið frá Jóni Snæland, að a.m.k. sumir stjornarmanna hafa þarna verið á sama báti og óbreyttir félagsmenn.
Ég skildi það sem Arnór vísar hér til að ofan þannig að þar væri Emil að vísa til þess tíma sem það tæki að forrita vefsíðuna frá grunni. En okkur hafði verið sagt Castor ætti þetta allt nánast tilbúið, enda er ástæðurlaust að vera að finna up hjólið upp á nýtt því það er mikið til af mjög góðum hugbúnaði fyrir svona kerfi, mikið af honum ókeypis.
-Einar
03.01.2005 at 19:49 #512086Ég hef bent á það að virkni myndaalbúmsins breyttist þegar hýsingin var flutt. Er ætlast til þess við trúum því að það hafi gerst af sjálfu sér? Þetta minnir á það þegar okkur var sagt í haust að gagnagrunnur vefsíðunnar væri týndur, og þess vegna væri ekki hægt að færa hýsinguna.
Er enginn ábyrgur í þessum efnum?
Hver tók ákvörðun um að hætta að merkja myndir í albúminu?
Hvar er Emil?-Einar
03.01.2005 at 12:58 #512352Hér er stundataflan hans Emils fyrir opin hús. Mér finnst nú reyndar að hann ætti að geta sett þetta sjálfur á vefinn 😉
[img:1osw9ktr]http://klaki.net/tmp/opid_hus.gif[/img:1osw9ktr]
Samkvæmt þessu verður opið hús n.k. fimmtudag.-Einar
02.01.2005 at 21:09 #512072Munurinn liggur í því að Stebbi setti sínar myndir inn áður en Castor piltarnir fóru að eiga við myndaalbúmið, en Olio setti sínar myndir inn eftir að hýsingin fór norður.
-Einar
02.01.2005 at 07:13 #510384Verður félagsfundur 3. janúar?
Síðasta [url=http://www.f4x4.is/netfrettir/dagskra.asp:3l0sqaph]tilkynning[/url:3l0sqaph] á vefsíðunni er um fund 1. nóvember. Þar varð boðuð opnun á nýrri vefsíðu, eftir því sem þá var sagt, átti að taka síðuna í notkun 1. nóvember og vinnu við síðunna að vera að fullu lokið fyrir áramót.-Einar
02.01.2005 at 07:05 #511884Það væri líka áhugavert að fá hnit á Háubungunni þar sem rotturnar Ofsi og Kjartan mættust. Ég hef grun um að Hlynur hafi nokkuð til síns máls og að hún sé aðeins nær Jökulheimum en þessi sem hefur verið fyrir suð vestan Grímsvötn.
-Einar
02.01.2005 at 07:00 #512172Það er rúmur áratugur síðan ég hætti að skipta við smurstöðvar. Það var eftir að ég þurfti að skipta um spindilkúlur báðum megin á MMC sem ég átti þá. Gúmíhlífarnar á kúlunum högðu verðið sprengdar með því að setja of mikla feiti í þær.
Smurstöðvar eiga það sameginlegt með dekkjaverkstæðum að ekki eru gerðar kröfur um fagþekkingu þeirra sem þar starfa.Ég er búinn að lána Ásgeiri áhald til að losa smursíur, vonandi passar það.
Þegar smursía er sett í á að setja smurolíu á þétti hringinn og skrúfa hana á með hendinni. Eftir að olía er sett á, er bíllinn settur í gang og síðan bætt á olíu og athugað hvort lekur með síunni. Það er langt síðan ég hef þurft að nota verkfæri til að ná smursíu af.-Einar
01.01.2005 at 13:50 #512138Oft er auðveldast að komast í snjó með því að fara að vörðunni [url=http://vegir.klaki.net/vegir/?q=node/183:1wqro82x]Bragabót[/url:1wqro82x], sem er í um 500 m hæð yfir sjó norðan Gjabakkavegar sem liggur frá Þingvöllum að Laugarvatni.
Frá Bragabót er greið leið að Skjaldbreið og Langjökli.
-Einar
30.12.2004 at 15:14 #511860Þarna stefnir sem sagt í spennandi framhaldssögu fyrir okkur sem heima sitjum. Þetta er vel af sér vikið hjá Hlyn og félögum, og það án aðstoðar frá Lúther eða öðrum Trúðum.
-Einar
30.12.2004 at 14:32 #512036Ég hef farið þá leið, að frekar en að kaupa verkfærasett, að kaupa sjálflímandi tappa, sem ég held að séu ætlaðir til að fylla inn í sett, og nota skrúfjárn til þess að troða töppunum í eftir þörfum. Kostar minna og tekur minna pláss í bílnum.
-Einar
-
AuthorReplies