Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
24.02.2005 at 09:57 #517660
Samkvæmt mínum reikningi gera 55 lítrar á 14 tímum rétt um 4 lítra á klukkustund. Mér finnst það alls ekki fráleitt fyrir bensínvél sem er í lagi. Ég á von á því að færið sé frekar gott núna, líklega keyra konurnar mest í förum eftir hverja aðra.
Annars er miklu auðveldara að spá um eyðslu á dieselbílum því eldsneytisnotkun bensínbíla er miklu háðari aðstæðum og aksturslagi. Með smá heppni sé eg ekki hversvegna bensínbíll ætti ekki að komast á 60 lítra tanki fram og til baka milli Hrauneyja og Seturs. Annað eins ætti að duga sem varaforði.
-Einar
24.02.2005 at 09:01 #516156Ég hef ekki fengið mikið af athugasemdum við gps leiðirnar sem ég setti hér inn. Þó sendi Gretar Ívarsson mér athugasemdir frá Smára Sigurðsyni. Samkvæmt því hef ég tekið næsta punkt austan við Galtaból úr leiðinni um Vallafjall í Timburvalladal, og hnikað til næsta punkti, sem líka er byrjunarpunktur fyrir leið í Bárðardal.
Um síðustu helgi fór ég í Kerlingarfjöll og þaðan upp í 1700 m hæð í Hofsjökli. Við ókum eftir Þverfellsleiðinni, ég hef aðeins lagfært hana og bætt við punktum fyrir leiðina frá vegi við skálana í Kerlingarfjöllum.
Hér eru punktar fyrir [url=http://www.klaki.net/gutti/hofs53/hofs53.gps:wbsjaz26]leiðirnar með þessum breytingum.[/url:wbsjaz26]
Þar sem þessi þráður inniheldur megnið af praktískum upplýsingum um Höfsjökulsferðina, nota ég hann ferkar en [url=http://www.f4x4.is/vefspjall/tradur.asp?t=4767:wbsjaz26]þennan[/url:wbsjaz26] eða [url=http://www.f4x4.is/vefspjall/tradur.asp?t=4373:wbsjaz26]þennan[/url:wbsjaz26].
-Einar
23.02.2005 at 15:22 #517608Eftir að "nýja svuntan" var sett á síðuna í byrjun nóvember hefur þurft að fara krókaleiðir til þess að gera þetta.
Ég held að eitthvað í þessa átt eigi að geta dugað:1. innskrá
2. finna pistil eða auglýsingu sem maður hefur sett inn.
3. smella á notendanafnið.
Þá á að birtast hnappur til að breyta upplýsingum um notenda, þar með talið aðgangsorð.Samkvæmt Emil og stjórnarmönnum er ný síða væntanleg í gagnið eftir örfáar vikur. Þetta er reyndar búin að vera viðkvæðið síðan í október. Vegna þessa má ekki laga neitt í gömlu síðunni. [url=http://www.f4x4.is/new:33i62s4g]Hér[/url:33i62s4g] er hægt að skoða nýju síðuna. Hún virðist mjakast í áttina, nú virðist t.d. vera hægt að innskrá sig.
-Einar
23.02.2005 at 13:25 #517596Öll skíðasvæðin á höfuðborgarsvæðinu eru opin, þannig að það þarf varla að fara mjög langt til að finna snjó. Á föstudaginn var talsverður snjór á Kjalvegi strax fyrir ofan Gullfoss og mikill snjór á Bláfellshálsi. Eftir það minnkaði snjórinn eftir því sem norðar kom á Kjalvegi, norðan Hveravalla var ekki mikill snjór. Það er lítill snjór í nágrenni Akureyrar.
-Einar
22.02.2005 at 11:23 #517524Ég hef alltaf haft tjakkinn inni í bíl, sundurtekinn. Í einum bílanna passaði stöngin undir aftursætið. Það er mjög langt síðan ég hef notað tjakkinn í drullu, þá er lítið mál að þurka af fætinum og neðsta hluta stangarinnar.
-Einar
22.02.2005 at 10:39 #517474Ég geri ráð fyrir því að þarna sé um að ræða öxullið út við frmahjól. Þegar bílnum var breytt var drifið væntanlega síkkað eitthvað, er hugsanlegt að það hafi ekki verið nóg miðað við hvað bíllinn var hækkaður.
Þegar ég hækkað minn grindarlausa, klafa MMC um árið, síkkaði ég stýrisvélina og drifið jafnmikið og hjólin þannig hreyfingin á öxulliðunum breyttist ekki, enda voru þeir til friðs.
-Einar
18.02.2005 at 08:35 #516150Var að bæta inn [url=http://klaki.net/gutti/hofs53:29oerimd]skrá sem vantaði[/url:29oerimd] fyrir leiðir í OZI Explorer.
-Einar
17.02.2005 at 15:11 #516144Óskar er búinn að gera skrár fyrir Hofsjökulstúrinn á Nobeltec, MapSourse og OziExplorer formi. Þetta er sett upp sem leiðir (routes). Skrárnar eru [url=http://klaki.net/gutti/hofs53:2av0hc4l]hér[/url:2av0hc4l]
-Einar
17.02.2005 at 14:48 #517120Ég held að Jón Snæland hafi aðeins misskilið mig. Mér finnst alls ekki ósennilegt að það geti verið vit í því fyrir klúbbinn að eignast húsnæði sem hentar fyrir geymslu, opinhús og fundi stjórnar og nefnda, það getur vel verið að það sé grundvöllur fyrir þessu núna, og ef ekki núna, þá eftir að fasteignaverðið er komið á eðlilegt ról aftur.
En mér líst ekki á að klúbburinn fari að fjárfesta í sal sem dugir fyrir mánudagsfundina með það fyrir augum að fara út í þann rekstur að leygja salinn út. Ég held einmitt að Ferðafélagið sé víti til varnaðar í því efni. Annars áskil ég mér rétt til að skipta um skoðun þegar eitthverjar tölur eru komnar fram 😉
-Eianr
17.02.2005 at 13:28 #517108Ég er sammála því að núna er ekki rétti tíminn til að fjárfesta í fasteignum, a.m.k. ekki íbúðarhúsnæði á Reykjavíkur svæðinu. Ég held líka að það sé ekki raunhæft fyrir klúbbinn að eiga og reka húsnæði sem dugir fyrir mánudagsfundina, það er ekki góð nýting á slíkri fjárfestingu að nota hana aðeins þrjár klukkustundur á mánuði.
-Einar
16.02.2005 at 10:43 #516140Gísli Ófeigsson lagfærði [url=http://klaki.net/gutti/hofs53/hofs53.txt:o2w7asbx]Nobeltec skrána[/url:o2w7asbx]. Í þessari [url=http://klaki.net/gutti/hofs53/hofs53.zip:o2w7asbx]zip skrá[/url:o2w7asbx] eru ferlarnir hver í sínu lagi.
Vona að þetta gagnist mönnum.
-Einar
16.02.2005 at 06:55 #516138Ég gerði tilraun til að búa til skrá sem gengi í Nobeltek, en það tókst ekki í fyrstu tilraun. [url=http://www.klaki.net/gutti/hofs53/hofs53.txt:b2fgroi6]Skráin er hér.[/url:b2fgroi6] Ég held að það sé hægt að fá hana til að virka með því að skeyta inn í hana eitthverju af hausa kraðakinu sem Nobeltek býr til. Það ætti ekki að vera mjög mikið mál.
Ef eitthverjum tekst að fá þetta til að virka, þá má senda mér árangurinn eða hlaða upp á [url=http://vegir.klaki.net/vegir:b2fgroi6]vegasíðuna[/url:b2fgroi6]
-Einar
15.02.2005 at 17:15 #516752Hún er lífseig þjóðsagan sem segir að það sé ekki hægt að nota loftpúða án þess að kaupa rándýra koni dempara og borga síðan fyrir að rífa allt innan úr þeim. Ef núverandi demparar eru í lagi, þá er ekkert síður hægt að nota þá áfram með loftpúðum heldur en gormum. Þegar ég setti loftpúða undir hjá mér fékk ég Gabríel dempara af réttri lengd og stillti þá á mýkstu stillingu og hef verið mjög ánægður með útkomuna. Ég efast ekki um að Koni demparar séu mjög góðir, en ef eitthvað er, þá reynir minna á dempara með loftpúðum en gormum.
-Einar
15.02.2005 at 12:14 #516960Samkvæmt [url=http://www.wkjeeps.com/wk_overview.htm:2wu8q5q4]þessari síðu[/url:2wu8q5q4] þá var 2004 síðasta árið fyrir [url=http://www.wjjeeps.com/jmenu.htm:2wu8q5q4]WJ[/url:2wu8q5q4], 2005 árgerðin af Grand Cherokee er með klöfum að framan.
15.02.2005 at 12:02 #516958Jeep Grand Cherokee (WJ) er ennþá með rör að framan en ég las eitthversstaðar að það honum yrði skift út fyrir klafabíl. Jeep XJ var skift út fyrir KJ 2002 sem er á klöfum.
-Einar
15.02.2005 at 10:55 #516952Þessir bílar eru með "unibody" og klafa fjöðrun að framan þannig að það er snúið að hækka þá meira en 5-6 sm. Þeir eru líka talsvert þyngri en Jeep XJ (Cherokee: 1984-2001). [url=http://www.rocky-road.com/kjsus.html:3ow0al42]Á þessari síðu[/url:3ow0al42] eru upplýsingar um aukahluti og breytingar.
-Einar
15.02.2005 at 08:54 #516130Hér er uppkast af [url=http://klaki.net/gutti/hofs53/hofs53.gps:1jzv44kf]gps gögnum[/url:1jzv44kf] fyrir leiðir vegna ferðar yfir Hofsjökul. Ennfremur [url=http://klaki.net/gutti/hofs53/hofs53.notes:1jzv44kf]athugasemdir[/url:1jzv44kf] og [url=http://klaki.net/gutti/hofs53/hofs53.png:1jzv44kf]kort[/url:1jzv44kf].
Það væri vel þegið að þeir sem rekast á eitthvað sem betur má fara í þessu komi ábendingum á framfæri.
-Einar
15.02.2005 at 08:53 #516128Hér er uppkast af [url=http://klaki.net/gutti/hofs53/hofs53.gps:1mx1oo04]gps gögnum[/url:1mx1oo04] fyrir leiðir vegna ferðar yfir Hofsjökul. Ennfremur [url=http://klaki.net/gutti/hofs53/hofs53.notes:1mx1oo04]athugasemdir[/url:1mx1oo04] og [url=http://klaki.net/gutti/hofs53/hofs53.gps:1mx1oo04]kort[/url:1mx1oo04].
Það væri vel þegið að þeir sem rekast á eitthvað sem betur má fara í þessu komi ábendingum á framfæri.
-Einar
15.02.2005 at 02:52 #516824Mér sýnist á myndunum að sjónvarpsstandurinn gæti látið illa þegar bíllinn fer að hreyfast. Ég er búinn að pæla mikið í tölvuborðum og mín niðurstaða er sú að það þurfi að festa slíkt við bílinn á a.m.k 3 stöðum, til þess að það verði nægilega stöðugt. Þetta borð er bara fest á einum stað, og meir að segja á hjörum við festinguna.
-Einar
14.02.2005 at 14:52 #516806WGS 84 er sú hnattstöðuviðmiðun sem GPS kerfið byggir á. Þegar verið er að vinna með gömul kort, þá getur stundum verið hagræði að stilla á þá viðmiðun sem notuð er á kortunum. Betra er að kortaforritin leiðrétti kortin en þær útgáfur af Nobeltek forritum sem ég hef séð gera það ekki.
WGS 85 er "rétt" og það er mín skoðun að menn ættu alltaf að nota hana þegar þeir skiptast á gögnum, ef ekki þá þarf að taka fram hvaða viðmiðun er notuð.
-Einar
-
AuthorReplies