Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
22.03.2005 at 11:28 #519476
Mér finnst að menn ættu að fara gætilega í að dæma þessa krakka. Þau hefðu vissulega átt að láta vita af ferðum sínum, sérstaklega þar sem þau völdu að fara leið sem er ekki fjölfarin. Það er GSM símasamband á þeim slóðum sem þau fundust þannig að það var væntanlega stutt í að þau hefðu getað látið vita af sér.
Mér persónulega finnst háttsemi [url=http://www.f4x4.is/vefspjall/tradur.asp?t=4927#34514:zct7391w]þess sem ók blindandi í vonarskarði[/url:zct7391w], miklu ámælisverðari. Það eru mjög fáir staðir utan jökla þar sem það er réttlætanlegt að aka eftir tækjum eingöngu. Þetta er þriðja bílveltan í Vonarskarði sem fjallað hefur verið hér á vefnum.
Mér er sú hugsun lítt að skapi að menn megi ekki fara á fjöll ef þeir eru ekki græjaðir samkvæmt nýjustu tísku eða að það sé í lagi að skilja skynsemina eftir heima bara ef græjurnar eru nógu flottar.
-Einar
21.03.2005 at 14:55 #519462Samkvæmt [url=http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1130611:1oass2fb]Mogganum[/url:1oass2fb] sáust bílarnir við Dúfunefsfell um fimm leitið í gær.
-Einar
17.03.2005 at 15:25 #519222Hvaða superswamper er þetta? Nú er GVS búinn að viðurkenna hér á spjallinu að Super Samper TrXus henti ekki við Íslenskar aðstæður, líklega vegna þess að það baninn á það til að losna frá hliðunum eftir c.a. árs notknun. Nú er Super Swamper Irok haldið stíft að mönnum þó slík dekk hafi ekki verið í notkun í snjóakstri nema fáeina mánuði. Það eru líka til Super Swamper SSR og Super Swamper TSL. Þessi dekk eru með mismunandi mynstur og e.t.v. líka eitthvað mismunandi að innri gerð, þó það sé óljóst.
Það er líka spurning hvaða mark er takandi á svona reynslusögum þegar þær eru nafnlausar.-Einar
16.03.2005 at 23:23 #519178Þú getur uppfært upplýsingar með því að logga þig inn á síðuna, fara inn á spjallþráð þar sem þú átt færslu og smella á þitt nafn. Þá áttu að fá hnapp til að breyta upplýsingum.
-Einar
16.03.2005 at 14:57 #519174Varst þú búinn að skoða [url=http://www.f4x4.is/VHF/VHF_leidbein.html:7bzhx64f]þetta[/url:7bzhx64f].? Þetta er gagnlegur pistill þó nokkuð sé um villur og að þetta sé að hluta auglýsing fyrir einn söluaðila. Annars sé ég ekki félagsnúmer í skráningunni. VHF rásirnar, að 45 undanskilinni, eru aðeins til afnota fyrir félagsmenn í 4×4 og aðila sem Serstaklega er samið við.
-Einar
16.03.2005 at 14:38 #519200Ég fór þessa leið 1. maí 1995. Þá var allt á kafi í snjó. Dalsá og Kisa voru undir ís og snjó en margar af minni ánum voru opnar. Engin ánna var farartálmi þá, en við fengum gat á eitt dekk í Hnífánni. Gagnlega upplýsingar um [url=http://vegir.klaki.net/vegir/?q=taxonomy/term/20:1ruwn53o]leiðir á þessum slóðum[/url:1ruwn53o] eru á [url=http://vegir.klaki.net/vegir/?q=:1ruwn53o]Vegasafni 4×4.[/url:1ruwn53o]
-Einar
16.03.2005 at 12:08 #519116Auglýsingar af þessu tagi eiga hvorki erindi á spjallið eða í tölvupóst. En það væri hið besta mál að hafa tilboðssíður á vef klúbbssins þar sem þeir sem óska geta séð hvaða tilboð eru í boði. Þetta var á síðunni og verður án efa gert aftur þegar síðan losnar úr klóm Emils og Castor.
-Einar
16.03.2005 at 09:52 #519096Ég fékk þetta skeyti, [url=http://www.f-prot.com/products/corporate_users/aves/:1yciu5m7]pósthreinsunarkerfið[/url:1yciu5m7] sem ég nota hafði merkt þetta sem líklegt spam, yfirleitt hendi ég slíkum pósti óskoðuðum en í þetta skipi kíkti ég á innihaldið. Þetta var óumbeðinn ruslpóstur, í engu frábrugðinn víagra og typpastækkunar auglýsingunum sem flæða yfir allt. Það má vel vera að þarna sé verið að auglýsa gagnlega hluti, fyrir þá sem á þurfa að halda, en þessi ófögnuður er ólöglegur og alvarleg ógnun við notagildi netsins.
-Einar
15.03.2005 at 08:50 #518956Stundum fer það í taugarnar á mér hversu margir eru að láta ljós sitt skína á spjallinu án þess að hafa fyrir því að lesa það sem aðrir skrifa. Kíktu á [url=http://www.f4x4.is/vefspjall/tradur.asp?t=4906:39fewkd7]þetta[/url:39fewkd7]
-Einar
15.03.2005 at 08:35 #518866Ég fór og fletti upp [url=http://www.althingi.is/altext/130/s/1306.html:1mmajl1g]greinargerðinni með upphaflega frumvarpinu.[/url:1mmajl1g]
Þar stendur orðrétt : [i:1mmajl1g]
X. Fjárhæð olíugjalds og kílómetragjalds.
1. Olíugjald.
Í lögum nr. 34/1995, um vörugjald af olíu, var kveðið á um að fjárhæð olíugjalds skyldi vera 38,50 kr. á hvern lítra af olíu. Í frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 34/1995, sem lagt var fram á 122. löggjafarþingi, var lagt til að olíugjaldið yrði lækkað í 34 kr. á lítra. Í frumvarpinu sem lagt var fram til kynningar á Alþingi í maí 2002 var lagt til að olíugjaldið yrði 36,50 kr. á lítra.
Í frumvarpi því sem hér er lagt fram er í 3. mgr. 1. gr. miðað við að fjárhæð olíugjalds skuli vera 45 kr. á hvern lítra. Ef miðað er við verð á dísilolíu eins og það er núna (miðað við 1. mars 2004) þýðir það að öðru óbreyttu að verð dísilolíu verður um 94 kr. á lítra, með virðisaukaskatti. Til samanburðar má geta þess að algengt verð á 95 okt. bensíni er nú um 100 kr. á hvern lítra, mismunandi eftir þjónustustigi. Með því að hafa verð á dísilolíu ívið lægra en bensínverð má reikna með að dísilknúnar fólksbifreiðar verði ákjósanlegri kostur sem einkabifreiðar.
[/i:1mmajl1g]
Mér sýnist á þessu að frármálaráðherra hafi þarna platað þingmenn til að samþykkja verð sem er um það bil 10 kr (með vsk) hærra en var í kynningarfrumvarpinu. Það sem þarna er sagt um samanburð á verði á bensíni og olíu stenst ekki miðað við 45 krónu olíugjal.
Á grundvelli þessara upplýsinga sýnist mér eðlilegt að snúa sér til alþingis og fara fram á að upphæð gjaldsins verði leiðrétt í samræmi við það segir í greinargerðinni.-Einar
14.03.2005 at 17:11 #518732Ég er yfirleitt alltaf með ísexi í fjallaferðum að vetri til. Í þessari ferð var líka með ein önnur ísexi, sigstóll og band. Þessi búnaður hefði dugað til að fara niður brekkuna með ásættanlegu öryggi, en það hefði verið erfitt og tímafrekt að komast til baka. Þar hefðu broddar flýtt fyrir.
Þriðja ísexin og broddar hefðu verið til taks ef ekki hefði verið núbúið að fara inn í einn bílinn, þar sem þessum hlutum var stolið.
Ein af ástæðum þess að við ákváðum að kalla strax á aðstoð var hættan af ofkælingu. Maður er fljótur að kólna niður þegar frostið er 17° og vindur um og yfir 20 m/s. Við þær aðstæður getur hálftími til eða frá skipt sköpum.Þarna hefði líka komið sér vel að hafa tiltækan lista með gsm símanúmerum allra. Það hefði líka verið gott að hafa hand talstöð, t.d. vhf. Annars er erfitt að tala í síma eða talstöð í stormi. Eitt sem þarf líka að hafa í huga, er að lithium rafhlöður eins og notaðar eru í flestum nýrri gsm símum og handtalstöðvum, þola kulda mjög illa. Til þess að geta treyst á slík tæki til fjalla er vissast að hafa þau innan klæða.
-Einar
14.03.2005 at 11:59 #518726Það átti að standa "Vegna hálku og hvassviðris komust við EKKI að til að sjá afdrif bíls og farþega."
-Einar
14.03.2005 at 11:56 #518724Dagur Bragason á bílinn sem rann niður af Tindfjallajökli í gær. Við, ásamt Birgi Sigurðsyni ókum upp á Tindfjallajökul frá Belsamýri við Eystri Rangá í gær. Eftir að hafa ekið að Ými og Búra, þar sem útsýni var frábært, héldum við að Saxa, ég fyrstur en Birgir síðastur. Dagur fór næst Saxa, þar brjaði bíllinn að renna undan hvössum vindi, í átt að brattri brekku sem er þarna við jökuljaðarinn. Bílstjóri og ökumaður náðu að kasta sér út áður en bíllinn rann fram af brekkubrúninni en farþeginn náði ekki að stoppa sig og rann á eftir bílnum niður brekkuna. Vegna hálku og hvassviðris komust við að til að sjá afdrif bíls og farþega.
Farþeginn sem rann fram gat hringt með gsm í 112, við sem vorum uppi hringdum líka í 112 og síðan kallaði ég á rás 46 til að athuga hvort eitthverjir væru stdaddir sunnan Tindfjallajökuls sem gætu komist til til farþegans. Jón Hermannsson, björgunarsveitarmaður á Hvolsvelli var þá staddur við Sámsstaði í Fljótshlíð. Hann fór rakleiðis á vettvang og fann farþegann og bílinn tæplega einni og hálfri klukkustund eftir að við óskuðum eftir aðstoð.
Vegalengdin sem bíllinn rann mannlaus er tæplega 700 metrar og hæðarbreyting 182 metrar. Bíllinn endaði í gill réttum um 600 metra í há suður frá hátindi Saxa. Leiðin sem bíllinn rann sker algenga gönguleið á Tindfjallajökul. Hér eru [url=http://www.molar.is/listar/gutti/2005-03/0006.shtml:1b4po7jx]3 myndir[/url:1b4po7jx], ein þeirra er á síðu 2 í Mogganum í dag.
-Einar
10.03.2005 at 23:34 #195643Í síðasta Setri er frásögn af þorrablóti Eyjafjarðardeildar. Þar er mynd af dekki sem spundraðist á keyrslu. Mér sýnist á myndinni að þarna sé um að ræða eitt af Irok 39.5″ dekkjunum sem Benedikt og Elías hafa verið að dásama hér spjallinu.
Á síðasta mánudagsfundi voru sýndar myndir af Trexus dekki frá sama framleiðanda sem virðist hafa farið á sama hátt. Það kom fram að þetta væri í annað skipti sem þetta hefði gerst undir þessum bíl. Þessi dekk eru framleidd af sama framleiðanda (Interco) og seld af Gúmívinnustofunni.Þessi tilfelli, meðal annara, benda til þess að ef dekk frá Interco eru notuð í snjóakstri, þá megi búast við því að þau hvellspringi hvenær sem er, eftir fárra mánaða notkun.
Hvar er tækninefndin?
-Einar
10.03.2005 at 16:56 #518538Ég fékk Setrið síðastliðinn mánudag. Ætli samhengið milli raunveruleikans og [url=http://www.f4x4.is/vefspjall/tradur.asp?t=4773#33423:30ygdrt9]staðhæfinga Emils[/url:30ygdrt9] sé ekki bara svipað að endranær.
-Einar
10.03.2005 at 09:13 #518500Næstu leiðir við Öræfajökul eru Breiðamerkurjökull og Skeiðarárjökull. Briðamerkurjökull ætti að vera fær núna. Ég held ekki að hafi [url=http://klaki.net/gutti/vatnaj04/:1mpwlqr9]síðast verið farið Skeiðarárjökul um Páska 2000[/url:1mpwlqr9] en það er vel hugsanlegt að sú leið sé fær núna, a.m.k hef ég ekki séð jafn mikinn snjó og nú er sunnan jökla, síðan þá.
Bjarni staðarhaldari í [url=http://www.glacierjeeps.is/joklasel.htm:1mpwlqr9]jöklaseli[/url:1mpwlqr9] gæti vitað um ástand á Breiðamerkurjökli.
-Einar
09.03.2005 at 16:09 #518438Því miður er afskaplega lítið að marka kortin á þessum slóðum.
Ég hef farið þessa leið tvisvar, í sitthvoar áttina, í fullkomnu skyggni í bæði skiptin, niðurstaðan er að það sé best að fara langleiðina suður að (Syðri) Hásteinum. Það er allt í lagi með punkta 2 og 3, það er leiðin á milli þeirra sem er ekki í lagi.
Feillinn sem ég gerði þegar ég bjó til leiðina var einmitt að taka mark á kortinu og halda að það væri í lagi að sleppa króknum suður að Hásteinum.Ég mæli ekki með því að fara norðar, brattinn vex til norðurs. Ferillinn sem Skuli bendir á hér að ofan fer aðeins sunnan við punkta 2 og 3, það er allt í lagi en óþarfi.
-Einar
09.03.2005 at 00:10 #518434Sprungurnar sem Austfirðingarnir lentu í eru á milli TJK02 og TJK03. Ef farið er að nýjapunktinum við Hásteina, þá er aldrei ekið nær en c.a. km frá sprungunum sem Austfirðingarnir lentu í. Þegar ég segi að TJK03 sé á sprungusvæði á við að þar sé líklegt að sprungur opnist á sumrin, þar voru hvorki sprungur nú eða 1 apríl 2000 þegar við Þrándur fórum þarna.
Ég held að ferillinn sem Skúli setti og leiðin með Hásteina punktinum, sem fylgir ferlinum frá 2000, séu báðar öruggar á þessum árstíma en þarna má búast við sprungum á sumrin.
-Einar
08.03.2005 at 23:04 #518472Felgur undan gömlum Bronco passa ekki, það er leingra á milli gata þar. Felgur undan Bronco II passa líklega.
-Einar
08.03.2005 at 22:59 #518464Í þessum bílum hafa aldrei verið orginal læsingar í framdrifi. Orginal hlutföll með 4 gata vélinni eru 4.10, með 6 gata vélinni eru hlutföllin 3.05 beinskipt en 3.54 eða 3.73 sjálfskipt.
Flestar læsingar eru fáanlegtar í Dana 30 framdrifið, m.a. ARB loftlæsing.
-Einar
-
AuthorReplies