Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
15.04.2005 at 10:22 #520928
Þetta var ekki meint sem kvörtun, heldur var hugsunin einfaldleaga sú að draga úr líkum á að menn færu fýluferð á morgun. Ég veit að ég er ekki sá eini sem hefur breytt upphafsíðu sinni af forsíðu yfir á spjallð, í þeim hremmingum sem vefsíðan hefur gengið í gegnum undanfarið.
Eitt af því jákvæða sem hefur gerst nýlega, er að hraðavandamálin hafa verið leyst, þetta er atriði sem má alveg koma fram, ég hef ekki tekið eftir því aðrir hafi bent á þetta.
-Einar
15.04.2005 at 10:01 #520924Var að rekast á tilkynningu á forsíðunni um frestun til 30. apríl á málþingi um utanvegaakstur. Hefði getað farið fram hjá mér vegna þess að ég fer yfirleitt beint inn á spjallið frekar en að byrja á forsíðunni, ég vandist á þetta meðan forsíðan var óheyrilega hægvirk.
-Einar
14.04.2005 at 15:10 #521160Ætli þessar þrjár myndir sem eru efst séu nýjustu myndirnar í albúminu? Það kemur hvergi fram hvenær þær voru settar inn, bara hvenær albúmið var stofnað.
Myndadálkurinn sem er vinstra meginn virðist raðast eftir því hvenær albúm voru stofnuð, ekki eftir því hvenar þeim var síðast breytt. Þetta, eins og flest annað á þessari síðu er alveg ótrúlega lélegt, og mér er það alveg óskiljanlegt hvernig nokkrum gat dottið í hug að taka síðuna í notkun í ástandi sem hún er.
-Einar
14.04.2005 at 14:56 #521158Eitthvernvegin komst inn sú meinloka hjá mér að það væri verið fjalla um breytingar á Isuzu, hvers vegna veit ég ekki, en í þessu róti tókst mér að finna myndirnar mínar, nokkuð vel af sér vikið því þær voru vel faldar.
Annars held ég geti svarað því hversvegna Gísli setti balansstöng að framan, bíll sem er á loftpúðum allan hringinn, þó þeir séu settir utarlega eins og þarna, verður afskaplega svagur í innanbæjar keyrslu, því loftpúðarnir fjaðra svo vel. Minn lagðirst á samsláttar púðana í hverri beygju þegar ég reyndi að nota hann án jafnvægisstangar, og er hann þó með frekar stífa gorma að framan.-Einar
14.04.2005 at 12:03 #521150Hér er gott dæmi um hversu misheppnuður þessi vefur er, þrátt fyrri leitarvél, kann ég enga leið til að finna þessar myndir sem Beggi er að tala um. Á gamla vefnum, jafn takmarkaður og hann nú var, var þó hægt að leita eftir notendanöfnum. Kann eitthver þeirra sem dásama þetta sköpunarverk, eitthverja leið sem dugar í svona málum.
-Einar
14.04.2005 at 09:23 #521134Það sem stendur í greininni er ekki flókið: Ef eitthvað er átt við olíumagn á dísel vél (olíverk eða tölvukubbur), þá þarf afgashitamæli. Ef menn vilja ekki stytta líftíma vélarinnar, þá þarf að halda afgashitanum innan við 700 gráður, ef menn vilja mikið afl í stuttan tíma þá má leyfa honum að fara í 760 gráður, en þá má þó búast við minni endingu.
-Einar
13.04.2005 at 23:17 #521114Ef menn lesa [url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=ferdir%2f4925:3cv8y81a]þennan þráð[/url:3cv8y81a], þá fer ekki á milli mála að þegar þingmenn samþykktu olígjaldið, þá var það í þeirri trú að olían yrði ódýrari en 95 oktana bensín. Það má líka sjá þar að fjármálaráðherra veit upp á sig skömmina, upphæð olígjaldsins var samþykkt á fölskum forsendum.
Í þessari stöðu liggur beint við að hafa samband við þingmenn, sérstaklega þingmenn sem láta sig umhverfismál varða, og vekja athygli þeirra á því hvernig málum er komið. Ég hvet félagsmenn til að gera þetta hvern í sínu lagi, en það er líka eðlilegt að forsvarsmenn félagsins geri það.-Einar
13.04.2005 at 12:50 #521042Í þessa útgáfu sem var að koma á síðuna virðist vanta seinni hluta 10 greinar, sem et t.d. í Setrinu frá maí 2002. Lögum var ekki breytt 2002 eða 2003 og 10. greininni var ekki breytt 2004.
Það sem vantar er svo hlóðandi:[i:25jrhszs]Hver fastanefnd (þ.m.t. hjálparsveit skal velja sér formann. Hætti kosinn nefndarmaður störfum í nefnd þá tilnefni þeir sem eftir sitja í nefndinni varamann í hans.[/i:25jrhszs]
13.04.2005 at 11:01 #521028Fyrir páskahlákuna var snjódýpt á veðurathuganastöðinni við Setrið um 135 sm, þegar hlákunni lauk var hún komin í 120 sm en er nú um 175 sm. Ég held að þetta sé það langmesta sem mælst hefur síðan þessi mælir var settur upp.
-Einar
13.04.2005 at 10:01 #521034Lögin sem eru á vefnum eru frá 1998, á síðasta [url=http://www.f4x4.is/bokasafn/Adalfundir/Adalf_2004.pdf:3dxyatfo]aðalfundi[/url:3dxyatfo] var stofnuuð nefnd sem heitir litlanefndin. Því verða nefndir 7 + hjálparsveit þegar vefnefnd og fjarskiptanefnd eru komnar.
Raunar tel ég að það ætti að gera skemmtinefnd að fastanefnd líka, en ég þekki ekki nægilega til starfa hennar, til þess að skilgreina hlutverk hennar.-Einar
13.04.2005 at 09:05 #195827Á föstudaginn (15/4) rennur út frestur til að skila tillögum að lagabreytingum til stjórnar. Ég hef sett saman uppkast að breytingum sem varða fjarskiptanefnd og vefnenfd. Áður en ég sendi þær til stjórnar langar mig til að heyra hvað öðrum félagsmönnum finnst. Lög og fundargerðir aðalfunda er að finna á bókasafninu.
[HTML_END_DOCUMENT]
12.04.2005 at 12:31 #520432Ekki hef ég neitt við það að athuga að þú eða aðrir setji mig á vinalista. Ástæða þess að ég spurði er að fastur heldur því fram að myndalbúmið sé orðið betra an það gamla og að það taki ekki nema mánuð að koma síðunni í viðunandi horf.
Þar sem þú áttir fyrsta nýja albúmið sem ég fann sem var með fleiri en tveim eða þrem myndum ákvað ég að kíkja á það. Castor er semsagt ekki ennþá búinn að ná tökum á að minka og þjappa myndum, er hann þó búinn að vera að slást við þetta vandamál síðan í nóvember.
-Einar
12.04.2005 at 11:18 #520428Þetta hefur verið hin besta ferð. Smá spurning, hversvegna eru [url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/?file=ferdamyndir/3576:27yxzde1]myndirnar[/url:27yxzde1] svona litlar, og hversvegna er ekki texti með einstökum myndum?
-Einar
11.04.2005 at 20:37 #520912Ég get tekið undir það að listi ræðumanna er frekar einhliða, mér sýnist þetta vera að meirihluta jeppamenn. Auk tveggja félasgmanna í 4×4 er þarna formaður Útivistar sem rekur öfluga jeppadeild, hann hefur stutt okkar málstað innan Samút. Ég veit svo sem ekki hvað Freysteinn Sigurðsson ætlar að segja en ég get lofað því að hann segir það skemmtilega. Ég las fyrir allmörgum árum frásögn eftir hann af jeppaferð umhverfis Kleyfarvatn.
Ég vil hvetja menn til að mæta á þennan fund og styðja okkar menn, og láta möppudýrin vita af því hvað okkur finnst um þeirra málatilbúnað.-Einar
11.04.2005 at 03:59 #520818Þessu hefur verið svarað áður á spjallinu, en eftir síðustu æfingar Castors og Emils, þá tekst mér hvorki að finna pistlana, né setja útskýringar inn á skiljanlegan hátt.
-Einar
10.04.2005 at 16:06 #520754Skúli, þetta eru frábærar myndir en það vantar texta við landslagsmyndirnar. Annars væri gaman að vita hversu margir geta svarað því í hvaða sveitarfélagi [url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/?file=landslag/3549/23722:3h0nhhce]þessi mynd[/url:3h0nhhce] var tekin.
-Einar
09.04.2005 at 19:57 #520838Gildir þetta ekki um öll Super Swamper dekk, er Trxus eitthvað spes?
-Einar
08.04.2005 at 23:40 #520718Jón, þú þarft ekki að bíða fram í júní. Samkvæmt tilboði Castor lofuðu þeir að skila fullbúinni síðu fyrir jafndægri. Næstu þrír mánuðir áttu að vera til að laga agnúa sem kæmu upp við noktkun síðunnar, ekki til að forrita virkni sem ekki var til staðar.
Í síðuna, eins og hún er núna, vantar nothæft myndaalbúm og það vantar algerlega aðgangsstýringar kerfi fyrir umsjónarmenn síðna deilda og nefnda. Því hefur Castor klárlega fallið á tíma, ekki aðeins samkvæmt útboðslýsingu (það gerðist fyrir áramót), heldur líka samkvæmt eigin tilboði. Það er því hreinn óþarfi að halda þessum skrípaleik áfram.
-Einar
08.04.2005 at 09:01 #520694Ef uppbygging kerfisins gerir ráð fyrir þessu þá er þetta ekki snúnara en hver annar fídus. Ég hef séð mjög líka fídusa í sumum af þeim ókeypis vefkerfum sem ég hef skoðað. Gallinn við handvirka ritskoðun er að það er mjög erfitt að draga mörkin.
Ein af mörgum röngum beygjum sem klúbburinn hefur tekið í vefmálum, var að fara í að smíða kerfi frá grunni, og síðan ráða til verksins aðila sem ekki hefur burði til þess.
Annars hefur það komið mér ánægjulega á óvart hvað síðan hefur batnað frá því sem fyrst sást, ég hef reyndar rökstuddan grun að þar eigi vefnefndin mikinn hlut að máli. Að mínu mati vantar ekki mikið upp á spjallið geti verið vel nothæft.. En það er langt frá því að síðan uppfylli útboðslýsinguna að öðru leiti og það hefði alls ekki átt að taka hana í notkun í því ástandi sem hún er.
-Einar
08.04.2005 at 06:32 #520690Vefnefndin, fyrir hönd klubbsins, á að sjálfsögðu að sjá um vefsíðuna frá DNS skráningu og upp úr. En ég held að ritskoðun af hálfu klúbbsins ætti að vera í algeru lágmarki. En það er ekkert sem segir að það eigi allar myndir að vera með í safninu sem forsíðumynin er valin úr. Ein aðferð er að notendur síðunnar gæfi myndun einkunn, sem síðan stjórnar því m.a. hvort myndin kemst á forsíðuna.
-Einar
-
AuthorReplies