Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
05.05.2008 at 09:46 #620692
Heiðar, velkominn í tækninefnd! Ég er sannfærður um að með ykkur Rúnar þar innanborðs, þá verður breytingafrelsi bílskúrskallanna varið af krafti. Hvað menn gera annað í bílskúrunum varðar mig ekkert um 😉
-Einar
p.s.
Þessi óskiljanlega lagabreyting sem fór inn á aðalfundi 2007, sýnir einfaldlega mikilvægi þess að vandað sé til verka þegar verið er að krukka í lög félagsins.
04.05.2008 at 22:52 #620678Ég er sammála Val, sem mest af spjallinu ætti að vera opið. Ég hef trú á því að þau leiðindi sem hafa hrjáð spjallið muni ganga yfir, e.t.v. með hjálp eitthverskonar ritstjórnar. Með viðeigandi ritstjórn (moderation) er hægt að minnka suðið, þannig að fleiri nenni að lesa þræðina. Vefsíðan, þar með talið spjallið, er besta tækið sem við höfum til þess að ná til nýrra félaga.
-Einar
04.05.2008 at 18:51 #621430Fundurinn stóð í um það bil 4 tíma, Sveinbjörn Halldórsson var sjálfjörinn formaður, þeir úr fyrri stjórn sem ekki höfðu lokið kjörtímabili, sögðu af sér. Sjálfkjörið var í stjórn og allar nefndir nema vefnefnd og skálanefnd, þar var kosið. Öllum tillögum til lagabreytinga var vísað frá.
-Einar
03.05.2008 at 19:26 #621368Ægir, hvers vegna slepptir þú innleggi Þorgers? Hér er mitt svar til Þorgeirs.
Þann 2008-05-03, skrfaði Einar Kjartansson:
[b:29zeqj80]
Ekki slæm hugmynd Þorgeir. Ég á líka nokur skeyti fráBarböru og Agnesi sem myndu eiga heima þarna.
Annars er planið hjá okkur að skila skýrslunni á rafrænu formi til fundarritara á aðalfundi, líkt og gert var í fyrra. Skýrslunni er ætlað að fjalla um starfsárið, því lýkur á aðalfundi. Því er réttast að skýrslan enduspegli stöðuna eins og hún er þá.
Mér finnst ekki viðeigandi að skrifa fundargerð fyrirfram.
[/b:29zeqj80]Þann 2008-05-03, 11:41:33 (-0000) skrifaði Helena og Þorgeir:
[b:29zeqj80]
Legg til að þessir 3 póstar hér að neðan verði settir orðrétt í lokaorð skýrslu stjórnar, þar sem þetta lýsir nokkuð vel því starfsumhverfi og viðmóti sem við höfum fengið frá mörgum félagsmönnum þetta árið.
kveðja Þorgeir
[/b:29zeqj80]-Einar
02.05.2008 at 08:42 #621714Flestar lagabreytingatillögurnar eru að mínu mati vanhugsaðar, og ósennlegt að þær verði samþykktar á aðalfundi, enda þarf 2/3 greiddra atkvæða til þess að breyta lögum. Fækkun nefnda, og fækkun í nefndun þýðir að færri fá tækifæri til að taka þátt í starfi félagsinn, t.d. landsfundum. Það breytir hér engu þótt þeir sem kosnir eru í nefndir, taki mjög mis virkan þátt í starfi félagsins.
Á aðalfundinum er kosið í nefndir eftir að lagabreytingar hafa verið afgreiddar, þá geta menn bæði gefið kost á sér eða dregið framboð sín til baka.
Varðandi vefnefndina, þá er það mikill miksskilningur að þar þurfi ekki lengur fólk sem ber skynbragð á tæknilega hlið netsins. Jafnvel þó verulegur hluti vinnu við aðlögun og viðhald síðunnar verði aðkeyptur, þá þurfa menn að hafa vit á því sem þeir eru að kaupa, ef menn ætla ekki að láta taka sig í …., líkt og gerðist í viðskiptunum við Castor miðlun fyrir rúmum 3 árum.
-Einar
27.04.2008 at 14:36 #621610Allar þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á umferðarslysum á Íslandi, sem ég haft spurnir af, hafa sýnt að breyttir jeppar lenda síður í slysum en óbreyttir. Sömu rannsóknir hafa líka sýnt að gamlir bílar valda færri slysum en nýir.
Þessum niðurstöðum hefur ekki mikið verð hampað, enda henta þær ekki vel hagsmunum þeirra sem hafa atvinnu af því að selja eða þjónusta bíla, hvað þá verktaka sem hafa kynt undir þeirri kenningu að svarið við umferðarslysum sé að setja meiri peninga í umferðarmannvirki.-Einar
21.04.2008 at 10:43 #620942Þessi [Vefslóð fjarlægð – Vefnefnd]linkur datt út 😉
[Vefslóð fjarlægð – Vefnefnd] Linkur kominn afturVæri ekki við hæfi að ritskoðarar rökstyðji gerðir sínar, t.d. með tilvísun í landslög, stjórnarskrá eða jafnvel vefreglur klúbbsins ?
-Einar
21.04.2008 at 05:05 #202335Á aðalfundi fyrir ári voru 7 einstaklingar, að varamönnum meðtöldum, kosnir í stjórn. Fljótlega fór að bera á útistöðum milli hluta stjórnar og annara félagsmanna, m.a. þeirra sem starfa í ýmsum nefndum félagsins. Þetta hefur ágerst og leitt til þess að töluverður hópur nefndar og stjórnarmanna hefur sagt af sér eða hætt þáttöku í störfum nefnda og stjórnar. Nokkrir þeirra hafa sett nöfn sín undir [Vefslóð fjarlægð – Vefnefnd] þessa áskorun
Þarna eru m.a. nöfn þriggja þeirra sem kosnir voru í stjórn í vor. Á listanum er þorri þeirra sem hafa verið virkastir í starfi félagsins undanfarin ár, t.d. formenn félagsins og formenn margra nefnda.
Stjórn hefur af mikilli elju fjarlægt alla linka á áskornina af vef félagsins og þeir fyrstu sem vísuðu á hann voru útilokaðir frá aðgandi að vefsíðunni. Væntanlega verða það líka örlög þessa innleggs.Einar Kjartansson, R-292, formaður tækninefndar 4×4
12.04.2008 at 00:36 #620352[b:21g86sj3][url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=breytingar/5895:21g86sj3]Hér eru[/url:21g86sj3][/b:21g86sj3] nokkrar myndir.
-Einar
08.04.2008 at 09:25 #619246Á fundinum í gærkvöld flutti Gylfi Már Jónsson frá Símanum fróðlegt erindi um það sem er á döfinni í þar á bæ varðandi fjarskiptamál á fjöllum. Þar kom m.a. fram:
Það hefur verið ákveðið að byggja upp UMTS kerfi á 900 MHz sem nær til mest alls landsins. Það verður líklega hætt við CMDA2000, ákvörðun tengist útboði á háhraða netþjónustu á sveitabæi, þannig að CDMA2000 verður tæplega markaðssett sem almennt símkerfi.
Það er mögulegt að NMT kerfið rúlli eithvað fram yfir næstu áramót.
15 júlí n.k. verður búið að setja langdræga GSM senda á slatta af fjöllum, m.a. Búrfell, Bláfell, Strút, Skrokköldu, Slórfell og Fjórðungsöldu. Vatnsfell var ekki á þessum lista.
Símtæki sem styðja munu UMTS á 900 MHz munu líka ganga með UMTS á 2100 Mhz (núverandi 3G) og GSM á 900 og 1800 MHz.
Útbreiðslukort Símans ( og Vodafone) miðast við handsíma, útiloftnet ætti að bæta samband talsvert en það er lítið framboð á tækjum sem hægt er að tengja við loftnet.
Það eru ekki til tæki sem geta á sjálfvirkan hátt stutt samtímis bæði GSM og CDMA2000.
Sem sagt, næsta vetur getum valið milli þessa að nota NMT eða GSM frá Vodafone eða Símanum, eftir það þá dettur NMT líklega út en við bætist UTMS á 900 MHz.
-Einar
06.04.2008 at 11:54 #619588Eyðslan sem Ægir gefur upp er í samræmi við það sem ég hafði sagt fyrir um, áður en þessum fjanda var dröslað uppeftir. Ef gert er ráð fyrir því að skálinn sé í notkun 100 sólarhringa á ári, þá er árseyðslan um 8000 lítrar. Miðað við núverandi verðlag þá kostar þessi olía um 800.000 kr, ef ekki er gert ráð fyrir kostnaði og fyrirhöfn við að flytja hana á staðinn.
Til samanburðar má hafa það í huga að olían sem þarf til að full kynda einbýlis hús á Íslandi, af samærlegri stærð og Setrið, 365 daga ári, er um 3-4000 lítrar á ári. Hvort þessari olíu er brennt með sóló vél eða rafknúnum brennara, breytir ekki öllu.
Mér finnst það lýsa ótrúlegri ósvífni, af hálfu stjórnar og skálanefndar, að fara svona með fjármuni félagsins.-Einar
05.04.2008 at 10:49 #619302Það er ekki aðalatriðið hversu mikið er hleypt úr dekkjunum, heldur hvort aksturs mátinn á þeim úrhleyptum sé þannig að hiti valdi skemmdum á burðavirki dekksins.
Mesta hitamyndun verður þegar ekið er hratt á linum dekkjum. Þungir bíla hita dekkin miklu meira en léttir. Stíf dekk, með massívar hliðar, hitna að öðru jöfnu meira dekk með þunnar og ræfilslegar hliðar. Ef menn finna fyrir því að það þurfi meira vélarafl til þess að koma bílnum áfram þegar hleypt er úr, þá fer sú orka að mestu í að hita dekkin, þar með að valda tjóni á þeim. Því er meiri hætta skemmtum á dekkjum undir þungum bílum og aflmiklum.-Einar
05.04.2008 at 07:51 #619258Ef þetta er eins báðum megin að framan, þá leyfir þetta ekki mikla misfjöðrun. Að aftan virðist þetta leyfa misfjöðrun því það er bara tengt við hásinguna öðru (vinstra) megin.
-Einar
04.04.2008 at 02:18 #619234Ég sé ekkert nýtt í þessari frétt. Síminn virðist, a.m.k. ekki opinberlega, geta ákveðið hvort af tveimur langdrægum 3G kerfum þeir velja, [url=http://www.siminn.is/um-simann/frettasetur/nanar/store63/item57086/:l2zlyqob]UMTS[/url:l2zlyqob] eða CDMA2000. Kannske fáum við að vita eitthvað meira á næsta félagsfundi, en þar mun fulltrúi Símans væntanlega troða upp.
En það blasir við GSM verður í reynd arftaki NMT, nú þegar eru Vodafone komnir víða með samband og eftir sumarið verður Síminn væntanlega kominn með svipaða þjónustu. Síðan kemur bara í ljós hvort 3G kemur að eitthverju leiti í stað GSM, velji síminn UMTS, þá verður það ekki strax, því tæki fyrir almenning eru ekki komin í framleiðslu.Þeir sem vilja tryggja samband allsstaðar hafa val milli [url=http://www.haf.is:l2zlyqob]Spot[/url:l2zlyqob] eða að fá sér radíóamatörleyfi og nota stuttbylgjur.
Síðan geta þeir sem þurfa að hámarka dótastuðulinn svo fengið sér Tetra eða Irridium, hentar þeim sem hafa þörf fyrir að sýna hvað þeir eiga mikið af penigum.
-Einar TF3EK
27.03.2008 at 23:32 #617572Það er rétt að kálfurinn er með "venjulega" 5 stífu fjöðrun. Undir kerru hefur svoleiðis fjöðrun enga kosti fram fyrir útfærsluna sem Rúnar lýsir hér að ofan, en er miklu flóknari í smíði og viðhaldi. Mig rámar í að hafa heyrt að stífufestingar hafi brotnað á kálfinum, enda er hætta á þvingun í svona 5 stífu útfærslum. Ég dreg það ekki í efa að kálfurinn virki þegar allt er í lagi. En ég myndi hugsa mig tvisar um áður en ég réði aðiila í vinnu, sem nota miklu flóknari útfærslur en þörf er á, eins og þarna var gert.
-Einar
27.03.2008 at 12:25 #618584Það er leiðinlegt að þurfa að segja frá því, en stærðin á þessum skjálfta eru um eða undir einum. Vefsíðan sem vísað er á er byggð á sjálfvirkri vinnslu, sem á það til að ruglast. Staðsetningin er þó nokkuð nærri lagi.
-Einar
25.03.2008 at 15:12 #618394Bandaríski herinn gerði tvisvar kort af íslandi, í mælikvarða 1/50000, strikuð með UTM griddi. Í fyrra skiptið voru gerð kort af öllu landinu, út frá loftmyndum sem voru teknar skömmu fyrir 1950. Þessi kort eru markt Army Map Service (AMS). Í seinna skiptið var bara hluti landsins kortlagður, þau kort eru merkt DMA (defense mapping agency) og Landmælingum. Yngstu kortin eru rúmlega 20 ára gömul. Þessi kort, skönnuð fylgdu Navtrek.
Draumurinn er að fá skönnuð AMS kort, til að nota þar sem DMA kortin ná ekki til.-Einar
18.03.2008 at 02:44 #617904Skrapp í Þórsmörk um helgina. Fórum úr Fljótshlíðinni yfir Markarfljót í Húsadal og þaðan inn í Bása.
[img:23iond8a]http://vegir.klaki.net/k100/08mar15/t/2008_0315_160216.jpg[/img:23iond8a]Til baka hefðbundna leið. Ég held að þetta sé með allt með lagni fært óbreyttum bíl á 31" dekkjunm. Næst Básum gæti þurft að halda sig í förum, en þar er hátt í 50 sm jafnfallinn snjór. Það er talsvert fljótfarnara að fara Fljótshlíðina, því það eru víða krappir skorningar í lækjarfarvegum milli Stóru Markar og jökullónsins.
Það er merkilegt ef það þarf jarðýtu til að fara á undan paraferðinni. Er þetta það sem koma skal í ferðum á vegum klúbbins?[img:23iond8a]http://vegir.klaki.net/k100/08mar15/t/2008_0315_172919.jpg[/img:23iond8a]
Þessi mynd er tekin á móts við Langadal. [b:23iond8a][url=http://vegir.klaki.net/k100/08mar15/index.html:23iond8a]Hér eru fleiri myndir.[/url:23iond8a][/b:23iond8a]Þarna voru vinnuvélar eins og hráviði út um allar trissur, það er greinilega mjög atvinnuskapandi að vernda náttúruna fyrir sjálfri sér. Sú skoðun virðist enn útbreidd að jökulsár séu best komnar í jarðgöngum eða stokkum.
-Einar
17.03.2008 at 17:49 #617808Siminn hefur verið að prófa tvö þriðju kynslóðar farsmímakerfi, sem bæði byggja á CDMA tækni. Annað kerfið fylgir stöðlum frá sömu aðilum og GSM, og er sambærilegt við kerfið sem Síminn og Nova reka í þéttbýli, nema að langdrægi hlutinn vinnur á sömu tiðnum og 900 MHz GSM, í þéttbýli eru notaðar tíðnir nærri 2100 MHz. Þetta kerfi heitir UMTS og notar tækni sem kallast W-CDMA. Þetta er líklega það kerfi sem verður fyrir valinu. Hitt kerfið nefnist CDMA2000 og vinnur á sömu tíðnum og NMT notar, 450 MHz. Síminn er búinn að frá leyfi til þess að nota NMT tíðnirnar fyrir CDMA2000, en virðast ætla að falla frá því.
Einn galli við UMTS/900 kerfið er að það er varla tilbúið og símtæki fyrir það eru ekki komin á markað. Sjá [b:zyguwfyu][url=http://www.siminn.is/um-simann/frettasetur/nanar/store63/item57086/:zyguwfyu]frétt á vef símans.[/url:zyguwfyu][/b:zyguwfyu]Bæði þessi kerfi hafa þann ókost, samanborið við 1G (NMT) og 2G (GSM/Tetra), að símar sem eru nær stöð fá forgang fram yfir þá sem eru lengra í burtu. Þannig að ef notandi sem er nærri stöð fer að hlaða niður miklu af t.d. myndum, þá er hætta á að þeir sem fjær eru komist ekki að.
-Einar
16.03.2008 at 22:01 #617560Samála Runari. Veit um eina kerru þar sem þessi aðferð var notuð. Þar var notaður einn loftpúðí undir miðju og ballansstöng. Virkar mjög vel.
Með lausninni sem Rúnar bendir á þarf aðeins 3 fóðringar ( 2 fyrir hliðarstífu), og það myndast engin þvingun við misfjöðrun.Eitthvert kjánalegasta fyrirbæri sem ég hef séð er olíkálfur klúbbsins. þar er loftpúðafjöðrun með 5 stífum, hver stífa er með 2 gúmífóðringum. Að mínu mati ekki góð auglýsing fyrir breytingaverkstæðið sem framdi gjörninginn.
-Einar
-
AuthorReplies