Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
29.10.2005 at 01:54 #519292
Ég er hjartanlega sammála öllu því sem Elías segir um felgur hér að ofan. Álfelgur eiga ekki erindi út af malbiki.
Besta ráðið við afelgunum er að setja dekk á hreinar stálfelgur (mega vera málaðar), og gefa dekkjunum tíma til þess að gróa við þær.
-Einar
29.10.2005 at 01:01 #530242Þetta hljómar eins og þú sért með ónýtan geymi.
Spenna á rafkerfi í bíl þar sem allt er í lagi, rafgeymir full hlaðinni og bíllinn í gang á að vera um 14.4 volt, alls ekki yfir 15. Fljótlega eftir að drepið er á bílnum dettur spennan niður í 12.6 volt, sem er sú spenna sem fullhlaðinn geymir gefur frá sér. Um leið og alternatorinn hættir að hafa undan, dettur spennan líka niður fyrir 12.6 volt. Ef geymirinn er ekki full hlaðinn, þá er spennan nærri 13.5 voltum.
Best er að mæla þessar spennur beint á rafgeyminum en ef allt er eins og það á að vera, skiptir ekki verulegu máli hvar er mælt. Ég hef oft mælt í sígarettukveikjara tenginu og VHF stöðin mín getur sýnt spennu. (mjög þægilegt)
Ef spenna er verulega breytileg frá einum stað til annars, þá bendir það til lélegra tenginga, t.d. á jarðsambandi við grind eða boddy.Mælingar á spennu gefa upplýsingar um ástand hleðsukerfisins en segja lítið um rafgeyminn, annað en það hvort hann er fullhlaðinn eða ekki. Bestu upplýsingarnar um ástand geymis fást með því að prófa hvað bíllinn má standa lengi t.d. með ljósum, áður en hann hættir að starta. Nýr geymir þolir að bíllinn standi með ljósum í eitthverja klukkutíma.
Ég myndi ekki þora að aftengja geyminn með bílinn í gangi.
-Einar
28.10.2005 at 10:39 #530098Mér finnst frekar ólíklegt að vaðið sé íslaust, nú er búið að vera samfellt frost þarna í rúma viku. [url=http://www.pbase.com/skjoldur/image/50600844:3pnvgajb]Svona leit þetta út[/url:3pnvgajb] eftir landsfund þann 9 október. Þá var búið að vera frost í 2-3 daga.
-Einar
28.10.2005 at 08:35 #530094Nú er spáð allt að 28 m/s og talsverðri snjókomu á hálendinu í dag og í nótt. Það má búast við því að færið á Kjalvegi norðan við Hvítárvatn, verði leiðinlegt fyrst eftir að veðrið gengur niður, vegna þess hve vegurinn er niðurgrafinn og stórgrýtt meðfram honum.
-Einar
28.10.2005 at 00:29 #530060Ég skal viðurkenna það að það var svolítið vafasamt að benda á rauða crúserinn í Jökulsá Vestari, en það var bara út í hött að setja mynd af Korando í þessu samhengi.
Ég held að okkur dugi tveir flokkar, jeppar og jepplingar. Niðurgírunin segir mest til um það í hvorn flokkinn bílar lenda. Þessir bílar sem Honda umboðið hefur verið að auglýsa sem "borgarjeppa" eru ekki neitt lægra gíraðr en venjulegir fólksbílar og hljóta því að flokkast sem fólksbílar eða jepplingar, það er að vísu aðeins hærra undir þá en flesta fólksbíla. Veghæðar tölurnar sem Skúli stakk upp á hér að ofan eru óraunhæfar, hæð undir óbreytta jeppa er um eða undir 20 sm.
Hvort bíllinn er með millikassa eða ekki segir ekki alla söguna um niðurgírunina. Amerískir pallbílar hafa oft verið með 1. gír sem er álíka lár og venjulegur 1 gír í lága drifi.
Minnir líka að ég hafi eitthverntíman séð að Unimog væri ekki með sérstakann millikassa.-Einar
27.10.2005 at 18:44 #530042Eruð þið orðnir eitthvað verri strákar? Það er hægt að fara sér að voða á hvaða bíl sem er, saman ber [url=http://www.mountainfriends.com/images/sum04/sum04_28.jpg:18egw116]þetta[/url:18egw116]
Annars var tekin smá rispa varðandi hvað þyrfti til þess að bíll gæti flokkast sem jeppi [url=http://www.f4x4.is/new/forum/?file=bilarogbreytingar/2082:18egw116]hér á spjallinu[/url:18egw116] fyrir nokkrum misserum. Ef ég man rétt fannst ekki betri skilgreining en að miða við skriðhlutfall upp á c.a. 1/30. Korando miklu betri en það en ég held að það standi tæpt að nýjustu pajero bílarnir nái þessu, a.m.k skálfskiptu bílarnir. Toyota RAV og Honda CR-V er ekki jeppar því þeir eru ekki einu sinni með lágu drifi.
-Einar
27.10.2005 at 11:51 #527702Ég held að Guðmundur komist þarna nærri kjarna málsins. Ég er sammála því að stórir kubbar sem ná út á hliðarnar séu til bölvunar, en að það sé hægt að draga úr skaðanum með því að skera hressilega í þá.
Ef ég man rétt, þá sagði Freyr á mánudagsfundi í september að Mudderinn væri 34 kg en AT 405 39 kg. Það væri gott að fá þetta á hreint.
Það felst líka ákveðin vísbending í því að Interco heldur því fram í sínum auglýsingum, að þeirra dekk (superswaper, parnelli, trxus, irok etc) séu með sérlega sterkar hliðar. Ef þetta er rétt það þýðir það meira viðnám og þar með hitamyndun, þegar ekið er á dekkjunum linum.Það fylgir þessu líka að þekk þola úrhleypingar því ver sem þau eru gerð fyirir meiri burðargetu og hærri þrýsting. Dekk sem gerð eru fyrir stærri felgur en 15", eru yfirleitt burðarmeiri en samsvarandi 15" dekk.
-Einar
26.10.2005 at 12:35 #529922Ég hef ekki fundið merkingar á kassanum en á [url=http://www.novak-adapt.com/knowledge/ax15.htm:er1ju6fi]vef Novak[/url:er1ju6fi]eru upplýsingar um kassann og leiðbeiningar um það hvernig hann þekkist. Ég á viðgerðabók frá Chrysler sem dekkar 95 árgerðir af XJ og YJ, þar er kafli um AX-15.
-Einar
26.10.2005 at 08:20 #529918Í [url=http://www.novak-adapt.com/knowledge/yj_87_95_swap.htm:1tyotqdv]þessari grein[/url:1tyotqdv] er fjallað m.a. um það að setja beinskiptan kassa í Wrangler. Kramið í YJ (wrangler fyrir 96) og XJ (cherokee) er nánast eins, þannig að það sem þarna er sagt á líka við um Cherokee. AX-15 gírkassinn, sem þeir mæla með, er í flestum XJ og YJ með 4 lítra og 2.5 lítra díesel vélum, nema þeim allra elstu.
Samkvæmt því segir í greininni, á þetta ekki að vera mikið mál.Hlutfall í hæsta gír í AX 15 kassanum eru mjög svipað og í sjálfskiptingu með overdrive. Þetta á reyndar við um langlesta 5 gíra kassa.
-Einar
25.10.2005 at 14:36 #529858Ætli það sé ekki verið að vísa í [url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/?file=carmembers/3718:35e7kztj]þessar myndir?[/url:35e7kztj]
-Einar
25.10.2005 at 14:13 #528776Ef það er skítmix að valsa felgur til þess að hægt sé að nota dekk sem ekki fylgja stöðlum varðandi þvermál á kanti, hvað er þá ekki skítmix? Frá mínum bæjardyrum séð er þessi aðferð mun snyrtilegri en að sjóða á felgurnar, að ekki sé talað um allt hringja og bolta ruglið.
-Einar
24.10.2005 at 17:43 #529836[url=http://monsterslayer.com/jeep/40Head/40Head.htm:288jcb5d]Hér eru upplýsingar og linkar[/url:288jcb5d] vaðandi breytingar á 258cid vélinni.
-Einar
24.10.2005 at 13:52 #529828Á [url=http://www.novak-adapt.com/index.htm:1acbul8d]vefsíðu Novk[/url:1acbul8d] er mikill fróðleikur um samsetningar af vélum og gírkössum í Jeep. Mér sýnist að 258cid og 4.0l vélarnar séu líkar að því er varðar tengingu við gírkassa. Þeir bjóða líka milliplötur og leiðbeiningar til að nota t.d. [url=http://www.novak-adapt.com/knowledge/yj_87_95_swap.htm:1acbul8d]8 cylindra GM vélar[/url:1acbul8d]. Þeir mæla með notkun AX-15 grrkassans, sem notaður hefur verið í Wrangler með 6 strokka vélunum, með 8 gata vélum.
-Einar
19.10.2005 at 20:25 #529620Færið er oft glettilega fljótt að batna þegar styttir upp, jafnvel þótt lofthitinn fari ekki mikið niður fyrir frostmarkið.
En það lítur út fyrir að það verði talsvert frost inn til landsins næstu daga, það sést t.d. á vefsíðu [url=http://www.os.is/~or/vedurspa/T.html:akcc0n5z]HRAS verkefnisins,[/url:akcc0n5z] sem sýnir líkan af veðri á Íslandi næstu 3 sólarhringana, með töluvert hærri upplausn en útlensk líkön.-Einar
19.10.2005 at 08:20 #529594Þetta þarf ekki að koma á óvart. Hlynur hefur oft látið í ljósi aðdáun sína á Benz vélbúnaði hér á spjallinu, enda notar hann slíkt í vinnunni, og á síðasta landsfundi varð honum tíðrætt um G-Benzinn. En er hann virkilega búinn að selja pattann?
Ég þekki ekki innihald Séð og heyrt, en mér skilst að G-Benzinn hafi verði með hásingar, gorma, sídrif og 100% læsingar sem staðalbúnað síðan 1979, eða áratug áður en hrísgrjónadósaframleiðendur uppgvötuðu gagnsemi fjöðrunar. Þó Landróver eigi ættir síðan að rekja til [url=http://en.wikipedia.org/wiki/Austin_Gypsy:3feb8tbq]Austin Gypsy,[/url:3feb8tbq] sem fjaðraði, virðast heimsveldið ekki enn vera búið að uppgvötva nytsemi driflæsinga.
-Einar
19.10.2005 at 07:58 #529614Strákar, keyrið þið bara eftir baksýnisspeglinum? Það skiptir ekki máli hvernig veðrið var um síðustu helgi, það er verið að spögulera í ferðamöguleikum um næstu helgi;-)
Í stuttu máli sagt, þá eru [url=http://www.vedur.is/vedrid/vedursparit.html:2t9sxmmp]horfurnar frábærar[/url:2t9sxmmp], það frystir í nótt og lítur fyrir hægviðri og bjartviðri með frosti um helgina, sérstaklega á [url=http://eik.klaki.net/vmap/O.html:2t9sxmmp]sunnudaginn[/url:2t9sxmmp].
Líklega er ekki mikið eftir af snjónum sunnan jökla, en það það sem eftir verður, verður væntanlega í harðari kantinum.
Á þessum árstíma má alltaf búast við varasömum (földum) sprungum á jöklum, en í góðu veðri og skyggni er auðveldara að varast þær.
-Einar
17.10.2005 at 15:20 #529484Samkvæmt gildandi [url=http://www.althingi.is/altext/131/s/1441.html:2xjf354m]samgönguáætlun[/url:2xjf354m] liggur þjóðvegur númer 222 frá hringvegi að Mýrdalsjökli, um Sólheimakot. Áætlað er að setja 21 miljón í þennan veg á árinu 2008. Það væri frekar fyndið ef "landeigendur" kæmust upp með að stjórna umferð á jökulinn með því að skilgreina síðustu metrana sem einkaveg.
Á vef vegagerðarinnar eru upplýsingar um [url=http://www.vegagerdin.is/leidir/mst_0134/vl_066244.html:2xjf354m]vegalengdir[/url:2xjf354m] að Mýrdalsjökli.-Einar
17.10.2005 at 12:57 #196469Nú eru General Motors komnir með nýjan jeppa sem er fáanlegur frá verksmiðju með eftirfarandi eginleikum:
Egin þyngd: 2100 kg
Dekk: 33″
5 gíra beinskiptur gírkassi
Lágadrifshlutfall 1:4.03
Bensíneyðsla: 11 l/100km
Vél: 5 cyl, 3.5 l, 220 hestöfl
Sídrif, læsanlegur millikassi og afturdirfÞennan bíl væri líklega hægt að setja á 36″ dekk án breytingaskoðunar og á 38″ dekk án sérskoðunar. Og hann er nægilgea léttur til að fljóta á 38″ dekkjum og með skriðhlutfall upp á c.a. 1:65
-Einar
16.10.2005 at 20:14 #529410Það eru liðin næstum 7 ár síðan ég lét af störfum hjá Veðurstofunni en það kemur fyrir að ég hitti gamla vinnufélaga. Ég held að hlutverk Veðurstofunnar í sjónvarpsveðurfréttum sé fyrst og fremst að útvega gögn. Þó veðurfræðingarnir sem vinna spárnar séu flestir starfsmenn veðurstofunnar held ég að þeir vinni þetta sem verktakar, ekki sem starfsmenn veðurstofunnar. Mér skilst að fyrirkomulagið á sjónvarpsveðurfréttunum sé fyrst og fremst ákveðið af Sjónvarpinu.
Þegar ég er að spögulera í fjallaferðum nota ég mikið [url=http://eik.klaki.net/vmap/E.html:1xmz99zj]þessi kort[/url:1xmz99zj] sem koma frá Bresku veðurstofunni í Bracknell. Þessi kort eru send beint til skipa sem eru með viðeigandi móttökubúnað.
-Einar
14.10.2005 at 18:41 #528988Til þess er nú litarefnið, að það sjáist á olíunni! Samkvæmt reglugerðinni telst olían ekki lituð ef hún inniheldur innan við 3% af því magni merkiefnis sem sett er í lituðu olíana. Með öðrum orðum, mönnum verður ekki refsað ef tankurinn inniheldur innan við 2 lítra af litaðri olíu. Annars á ég eftir að sjá að það verði farið að kíkja ofan í tankana hjá mönnum í eitthverjum mæli.
-Einar
-
AuthorReplies