Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
10.11.2005 at 17:36 #531652
Mín skoðun er að gildi sama um vefsíðuna eins og önnur verkefni sem klúbburinn tekur sér fyrir hendur, hún sé best gerð að félagsmönnum í sjálfboðavinnu. Hér á að mestu það sama við, og af sömu ástæðum eins t.d. þegar byggðir eru skálar inni á hálendinu
Þetta verklag hentar smíði, umsjón og viðhaldi vefsins sérlega vel vegna þess að verkefnið er þess eðlis að það er auðvelt að skipt því niður í afmarkaða hluta, og menn geta verið næstum því hvar sem er við að framkvæma hana, svo framarlega sem nettenging er til staðar.
Samkvæmt þessu er það ekki fyrst og fremst hlutverk vefnefndar að smíða vefinn og setja inn efni, heldur að skipuleggja og leiðbeina. Flestar deildir og nefndir eru færar um að setja inn efni og viðhalda því, ef þær fá til þess viðeigandi aðstðu og leiðbeiningar.
Flest "open source" vefumsjónar kerfi eru smíðuð á þennan hátt, og innihalda fítusa til þess að auðvelda dreifða vinnu.
Ég held að það sé mun farsælla, og auðveldara, að þróa vefinn í áföngum, heldur en að henda öllu og byrja upp á nýtt, eins og reynt var í fyrra. Það þýðir að þó mikið sé til af "open source" kerfum, sem gera hlutina miklu betur en það kerfi sem nú er notað, þá tel ég að það sé ekki skynsamlegt að reyna að skipta um kerfi í einu stökki, í þeirri stöðu sem nú er. Við erum með nothæft spjallkerfi, þó það sé að ýmsu leiti lakara en fyrra kerfil. En að því er varðar þjónustu við nefndir og deildir og ýmsar aðrar upplýsingar, þá hefur orðið mikil afturför, og marktækar úrbætur virðast ekki í sjónmali. Þarna er tilvalið tækifæri til að fara nýjar leiðir. Raunar held ég að Hrafnkell hafi verið byrjaður að vinna í slíku, en það virðist hafa verið slegið á puttana á honum. (vonandi hef ég rangt fyrir mér hér).
-Einar
10.11.2005 at 15:20 #531690Ég hef aldrei átt Lapplander, hef þó etthverntíman komið upp í svoleiðis bíl þegar ég vann á Orkustofnun. Fyrir 11 árum skipti ég úr MMC L-300 í 87 árgerð af Trooper. Báðir bílarnir voru á 35" BF Goodridge AT dekkjum. Það eru 4 ár síðan ég setti núverandi bíl á 36" dekk.
-Einar
10.11.2005 at 14:30 #531686Svona til þess að taka af öll tvæmæli, þá er til fullt af bílum sem geta mun meira í snjó en minn bíll. Bíll sem er vel innan við 2.5 tonn tómur, á 44 tommu dekkjum og með skriðgír, getur undir vissum skilyrðum farið hluti sem ég þarf ekki að láta mig dreyma um að reyna. En ég kemst í förunum 😉
Gundur er að auglýsa slíkan bíl til sölu og það er hægt að gera svona úr léttari gerðinni af Patrol svo dæmi sé tekið. Ef menn vilja nýjan bíl og sætta sig við bensín vél, þá held að Hummer H3 sé áhugaverður kostur. En ég sé ekki fram á það að ég muni nenna að reka svona bíl. Það er mikið meiri rekstur á 44" bíl en á 38" eða minni.
Svo er það. að ef skilyrðin eru þannig að þarf skriðgír til að komast, þá er yfirferðin komin niður fyrir hálfan hraða gangandi manns. Með því móti tekur það nokkra sólarhringa að frá Grímsfjalli niður af jökli. Á þeim tíma getur færið gerbreyst.-Einar
10.11.2005 at 10:52 #531678Í mínum veruleika hefur það oft gerst að ég haf fengið spotta frá frá krúserum og pöttum, sumum á 44". En þó hefur það oftar verið á hinn veginn. Annars hef ég aldrei skilið metinginn um það hver þiggur spottann, og hver ekki. Oftast eru það faramennirnir sem þurfa ekki spotta.
En það er sama havað ég fer í margar ferðir með svona bílum, mér gegnur ekkert að skilja hversvegna menn eru að rembast við að drasla 2.5+ tonna bílum á fjöll að vetri til. Það er hægt að gera það, ef menn horfa ekki í kostnaðinn, en það er bara miklu auðveldara og ódýrara að ferðast á léttari bílum.
-Einar
10.11.2005 at 09:08 #531672"[b:2my9lwo0]..ber 44 tommu dekkin líka betur og keyrir þau án vandræða[/b:2my9lwo0]"
Það er kannske afstætt hvað menn gera miklar kröfur, en síðastliðinn vetur kom ég tvisvar að 44" pöttum á þessum lista sem höfðu verið yfirgefnir vegna brotins hjóla eða stýrisbúnaðar. Og ekki ber framhásingin í 80 krúsernum stóru dekkin betur.-Einar
10.11.2005 at 05:02 #531670Ef listinn er skoðaður nánar, þá kemur í ljós, að með einni undantekningu, þá eru það bílar sem eru vel yfir tvö og hálft tonn að eginþyngd, sem eru á stóru dekkjunum. Ef þessir bílar væru á 38" þá væru þeir með mun minna flot en hælúx á 35".
En ég hef ekki svar við því hversvegna menn eru að rembast við að nota svona þunga bíla til þess að aka á snjó. Hugsanlega kemur reynsluleysi þar við sögu og eitthverjum tilfellum er verið að nota bílana til að keyra túrista, þar sem þarf sjö manna bíla.-Einar
09.11.2005 at 18:09 #531622Jón minn, fyrst admin kerfið er svona frábært, viltu þú þá ekki vera svon vænn að laga beygingarvillurnar í skoðanakönnunni, þær fara nefninlega í taugarnar á mér. Var annars eitthver ástæða fyrir því að minnast ekki á fjarskiptamál/VHF í könnuninni, mér skilst að það sé sá málaflokkur sem er klúbbnum einna þyngstur í skauti, fjárhagslega?
-Einar
09.11.2005 at 14:30 #531658Þetta eru dekk með "10 ply rating" sem líklega útleggst sem ígildi 10 strigalaga, gerð fyrir 65 psi þrýsting. Felgurnar eru 16 og 17 tommur í þvermál en varla breiðari ein 10 tommur.
það er óvíst að þeir nái að fljóta ef þeir lenda í blautum snjó líkt og oft gerist fyrrihluta sumars.Svo er gott að hafa góð ljós þegar ferðast eru um íslenska jökla að sumarlagi 😉
Það er brot á reglum um amatör radíó að nota það í atvinnuskyni, eins og þarna virðist eiga að gera.
Annars líta bílarnir snyrtilega út.
-Einar
09.11.2005 at 13:12 #531548Mér finnst mjög líklegt að þessi þáttur skipti máli. Mörg efni verða stökk og brothætt í miklum kulda, væntanlega á þetta líka við um gúmí.
Eginleikar gúmiblöndunnar hafa líka mikið að segja varðandi viðnám við snjó/ís, í miklu frosti.
Það gildir um þetta eins og hitamyndunina, því efnismeiri og stífari sem hliðarnar eru, því meiri verður aflögnun (strain) efnissins og því meiri hætta á skemmdum.
Það hefur nýlega verið [url=http://www.mmedia.is/gjjarn/dekkgr/:26m8coah]bent á það hér á spjallinu[/url:26m8coah] að aflögun, og þar með hætta á skemmdum, er mest við stóra kubba í mynstri.-Einar
09.11.2005 at 09:03 #531542Það var farið í gegnum þessa spurningu á [url=http://www.f4x4.is/new/forum/?file=bilarogbreytingar/5578:2p7upmtv]þessum þræði[/url:2p7upmtv], nenni ekki að endurtaka það.
-Einar
09.11.2005 at 08:58 #484904Þetta er ágætis pistill hjá Agústi, en ég hnaut um tvö atriði:
Vír sem er 3.25 mm í þvermál er 8 fermillimetrar, ( kvaðröt), ekki 16, þverskurðarflatarmál fer eftir þvermáli í öðru veldi.Ef ég man rétt, þá er rafleiðni járns um það bil 1/6 af leiðni kopars. Til þess að fá samsvarandi straum flutnings getu og í 32 kvaðrata koparvír þarf því ca 200 kvaðröt, sem svarar plötu sem 1 mm á þykkt og 20 cm á breidd. Boddíið eða grindin á bílnum, getur því vel flutt þann straum sem þarf, ef vandað er til jarðtenginga. Raunar má sýna fram á að það þurfi 4 sinnum meiri kopar, ef lagt bæði fyrir jörð og 12 Voltum, en ef aðeins er lagt fyrir 12 voltunum, miðað við sama orkutap. Enda hef ég aldrei séð bíl þar sem lagt var sérstaklega fyrir jörð, t.d. í afturljós, frá verksmiðu.
-Einar
09.11.2005 at 08:35 #531538Þegar er sagt að dekk henti þyngri jeppum, þá er það yfrilett vegna þess að hliðarnar eru svo stífar að að þau bælast illa undir léttum jeppum og það fer mikið afl í að snúa þeim úrhleyptum.
Þessi orka fer í að hita dekkið sem síðan veldur því að dekkin eyðileggjast, stundum með þeim afleiðingum að það hvellspringur. Þess eru mörg dæmi að jeppar hafi oltið af þessum orsökum.
Hitamyndunin, og þar með slysahættan, er þeim mun meiri, því ÞYNGRI sem bílarnir eru. Ef menn ætla að nota dekk af þessu tagi undir þunga bíla, þá er vissast að halda loftþrýstingi í námunda við þau 65 psi sem dekkin eru gerð fyrir.
Þetta á ekki bara við um Nitto dekkin, heldur flest eða öll radial dedd sem gerð eru fyrir stærri felgur en 15" og flest eða öll radial dekk frá Interco (super swamper/parnelli jones).
Það er komin hátt í 20 ára reynsla á mudder dekkin, sú reynsla sýnir að með skynsamlegri meðferð þola þau snjóakstur. Vonandi á þetta líka við um AT405 dekkin, en þar vantar reynsluna.
-Einar
08.11.2005 at 09:18 #531558Það er alltaf auðvelt að vera vitur eftir á. Annars varð mér hugsað til góðs félaga okkar (nefni engin nöfn) þegar ég renndi í gegnum þessar myndir.
En í alvöru talað, þá er þetta dæmi það hvað það getur verið varasamt að einblína á eina græju ( spil í þessu tilfelli) þegar kemur að því að losa fastan bíl. Þetta hefði aldrei orðið neitt sögulegt ef menn hefðu byrjað á drullutjakknum og skóflunni.-Einar
07.11.2005 at 15:22 #530754Eins og ég skil [url=http://reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/538c26748c8e2a9d00256a07003476bd/1ea0d9e306469e1200256a080031d052?OpenDocument:1qqyeyi1]reglurnar[/url:1qqyeyi1], þá má aðeins nota stoðvar sem eru sérstaklega samþykktar til slíks, á því tíðnisviði sem 4×4 rásirnar eru.
[url=http://reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/b7fd33650490f8cf00256a07003476bb/90e3bc775ea6674000256e84005d67cb?OpenDocument:1qqyeyi1]Amatörar hafa leyfi[/url:1qqyeyi1] til þess að senda á tilteknum tíðnisviðum sem eru talinn upp í reglugerðinni. Þeirra búnaður þarf ekki að vera sérstaklega samþykktur, enda hafa amatörar leyfi til þess að smíða og breyta sínum tækjum, svona svipað og vitleysingjarnir sem eru breyta bílum sem koma annars fullkomnir frá verksmiðju.
-Einar
07.11.2005 at 15:20 #530752
07.11.2005 at 12:53 #530748Icom og yaesu eru hvort tveggja topp merki í talsöðvum, en þessar stöðvar eru varla sambærilegar. Icom IC-F210 er UHF stöð meðan Yaesu FT-2800M er amatör VHF stöð en Yaesu VX4204 er VHF leyfisstoöð. Það er ekkert einfalt svar við því hvor sé betri, það fer m.a. eftir notendanum. Ef þú lest þennan þráð, þá er þar slatti af upplýsingum um smanburð á Amatör og leyfisstöðvum.
Ef ég væri að kaupa leyfisstöð, þá myndi ég persónulega vélja ódyrustu stöðina (yaesu vx2000), ef ég væri á höttunum eftir fítusum og svegjanleika, þá myndi ég taka Amatör stöð.
-Einar
07.11.2005 at 09:14 #530740Þegar stöðin leitar, þá prufar hún tíðnir sem eru heilt margfeldi af Channel step. Umræddar rásir nota tíðnir sem eru ekki heilt margeldi af 25 kHz, en þær eru á tíðnum sem eru heilt margeldi af 12.5 kHz. Sama gildi þegar tíðnir eru valdar handvirkt, einungis er hægt að velja heil margfeldi af Chanel Step.
Dæmi: 145,0375 MHz (eða 145037,5 kHz) er heilt margfeldi af 12.5 kHz end ekki 25 kHz.
Hægt er að stilla Channel Step á eitthvert þessar gilda:
5/10/12,5/15/20/25/50/100 kHz.Því er ekki hægt að ná nákvæmlega tíðnunum sen notaðr eru í PMR446, þar sem notaðar eru tíðnir sem eru oddatölu margfeldi at 6,25 kHz, td. 446006,25 kHz. Það næsta sem hægt er að komast er 446005 kHz. Þarna munar 1250 Hz. Sennilega kemur sá munur ekki að sök því að 446005 kHz er vel inni á því sviði sem stöðin notar.
-Einar
06.11.2005 at 10:48 #530718Ef Channel step er stillt á 25 kHz, er hægt að ná öllum rásum 4×4 nema 49,50,53 og 54. Hef reyndar séð að rásir 55 og 56 hafi bæst við, ég hef engar upplýsingar um þær. Það skiptir ekki máli ef þessari stillingu er breytt eftir að rásin er sett inn í minni.
-Einar
06.11.2005 at 08:18 #530712Ég held að algeng skíring á lélegri virkni amatör stöðva sé að menn séu með vitlausa stillingu á bili milli rása (channel step). Sjálfgefið gilid á ésú stöðvum sem seldar eru í USA er 5 khz. Til þess að hægt sé að stilla 4×4 rásirnar rétt inn, þarf þetta að vera stillt á 12,5 khz. Ef annað gildi er notað þá ná menn ekki að stilla á réttu tíðnina, og hætt við því að ef menn nota leit til þess að finna tíðnir, að þeir lendi a.m.k 2.5 khz frá réttu tíðninni. Slíkt getur hæglega valdið "skruðningum og látum" í samskiptum.
Ég get ekki séð hvernig rangt gildi á sítón getur valdið truflun, það myndi enfaldlega valda því að ekkert heyrist.
Amatör stöðvar henta ekki öllum, þeir sem ekki hafa áhuga á að setja sig inn í svona hluti, og að fikta í þeim, eru betur settir með leyfisstöðvar þar sem "fagmenn" sjá um hlutina.
Og það stangast á við lög og reglugerðir að nota amatör stöðvar á rásum 4×4, hvort sem menn eru með amatör leyfi eða ekki. [url=http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/b7fd33650490f8cf00256a07003476bb/90e3bc775ea6674000256e84005d67cb?OpenDocument:25uodf45]REGLUGERÐ um starfsemi radíóáhugamanna er hér[/url:25uodf45]
Sá kostur sem væri mér mest að skapi væri að jeppamenn fengju sér amatör leyfi, þá gætu menn löglega notað amator tíðnir (t.d. 144-146 MHz) til samskipta. Þar með myndu opnast margvíslegir möguleikar sem nú eru ekki til staðar, t.d. til þess að senda GPS staðsetningar með sjálfvirkum hætti milli bíla.
-Einar
05.11.2005 at 05:41 #530694Mér sýnist misskilningurinn liggja í því að menn rugli saman minnisrásum og tíðnum. Þegar menn stilla stöðina sína á rás 44, þá eru þeir að velja tvær tíðnir, eina til þess að senda á og aðra til þess að hlusta. Sama gildir um rás 46, nema þar er líka valinn sítónn. Á amatör stöðvum er hægt að ýta á einn takka til þess að víxla sendi- og móttökutínðnum á endurrvarpsrásum. Þar sem leyfisstöðvarnar eru ekki með þennan fítus, þá hefur einhverjum fundist sniðugt að nota aðra minnisrás (88) til þess að líkja eftir virkni takkans sem víxlar tíðnunum. Þetta er ekki nauðsynlegt, ég hef t.d. enn sem komið er aldrei séð ástæðu til þess að nota þennan fítus.
Gallinn við rás 88, er að ef hún er með í skanni, þá eru um það bil 50/50 líkur að stöðinn stoppi á 88 í stað 44. Þegar það gerist, þá hlusta menn ekki á endurvarpann, heldur sjálfar stövarnar og heyra bara í þeim aðila samtals sem er næst þeimSem sagt, rásir og tíðnir eru sitthvor hluturinn, t.d. notar rás 44 tvær tíðnir meðan rásir 47 og 51 eru á sömu tíðninni, en með mismunandi sítóna.
-Einar
-
AuthorReplies