Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
20.01.2006 at 09:03 #539552
Tetra kynningin hjá Neyðarlínunni var fróðleg. Þeir höfnuðu því alfarið að það væru eitthver tengsl milli lokunar NMT kerfisins og áforma um uppbyggingu Tetra. Það er stefnt að því að c.a. þrefalda stöðvafjölda í tetrakerfinu þannig að það nái til allrar byggðar og þjóðvega í byggð, og hluta hálendisins. Uppbygging kerfisins og stjórnun miðast við þarfir lögreglu og annara útkallsaðila, en það er líka notað af orkufyrirtækjum. Þessi stækkun kerfisins kemur væntanlega til framkvæmda á næstu missirum. Þrátt fyrir áformaða stækkun tetra kerfisins, þá mun það ekki ná til stórra svæða á hálendinu, t.d. Vatnajökuls, þar sem NMT kerfið nær vel núna. Það er því nokkuð ljóst að arftaki NMT kerfisins verður annaðhvort CDMA 450 eða GSM 450.
Frekari upplýsingar um tetra eru á[url=http://en.wikipedia.org/wiki/Terrestrial_Trunked_Radio:3ceeq9zk]wikipedia[/url:3ceeq9zk] og hjá[url=http://www.tetramou.com/:3ceeq9zk]TETRA Memorandum of Understanding.[/url:3ceeq9zk]
[url=http://www.hataekni.is/vorur/talstodvar-og-tetra/tetra/pnr/232:3ceeq9zk]Hátækni[/url:3ceeq9zk] selur tetra tæki.-Einar
[img:3ceeq9zk]http://www.siminn.is/thjonustusvaedi_tetra.jpg[/img:3ceeq9zk]
19.01.2006 at 14:06 #539358Viðnám sem notuð eru til þess stilla hraðann á viftunni geta valdið því að miðstöðin blæs ekki. Öryggi sem er við viðnámin, hefur einusinni brunnið yfir hjá mér, þegar kveikt var á miðstöðinni þegar hún hafði fyllst af snjó í skafrenningi.
Ef ég man rétt, þá eru viðnámin innan á litlu loki sem er á miðstöðinni, rétt við blásarann.-Einar
19.01.2006 at 13:07 #539546Ég sammála Gunnari um að það er ekki grundvöllur fyrir samkeppni í símaþjónustu á hálendinu. Því er grundvallaratriði að það kerfi verði valið sem á mesta möguleika á útbreiðslu. Vegna verðs, framboðs og markaðssetningar á notenda búnaði á TETRA enga möguleika á því ná verulegri útbreiðslu. Hér er því verið að fara fram á að við skiptum á NMT kerfinu, sem virkar, og kerfi sem verður hugsanlega notað af viðbragðsaðilum, stafsmönnum fáeinna stórfyrirtækja og e.t.v. nokkrum jeppaköllum með háan dótastuðul. Mér finnst þetta bera vott um mikla bíræfni.
-Einar
19.01.2006 at 11:48 #539538Gunnar kemur þarna inn á kjarna málsins, ætlunin er að koma á einokun þannig að við verðum neyddir til þess að nota kerfi sem er margfalt dýrara, og nær aldrei að dekka nema hluta hálendisins.
Þetta stangast á við stefnumörkun Alþingis í fjarskiptamálum, og eru raunar fyrirfram dæmt til að mistakast vegna samkeppni frá gervitunglasímunum.Framleiðendur Tetra makrkaðsetja það eingöngu til lögreglu og þessháttar, þetta skiptir skopum fyrir verðlagningu og framboð á búnaði. Raunar er Noka ný búnir að [url=http://press.nokia.com/PR/200509/1010284_5.html:37sy6d7o]losa sig við Tetra deildina,[/url:37sy6d7o] seldu hana [url=http://www.eads.net/frame/lang/en/1024/xml/content/OF00000000400004/4/56/40899564.html:37sy6d7o]EADS[/url:37sy6d7o], sem er fyrst og fremst hermangsfyrirtæki.
-Einar
19.01.2006 at 11:25 #539532Verð og þægindi skipta miklu máli fyrir öryggiskerfi. GSM síminn er handhægur og nettur, þess hef ég hann í vasanum þegar ég geng á Esjuna, þó ég hafi aldrei nennt að burðast með NMT símann þangað, (nema í þetta eina skipti sem ég fór á bílnum). Það er alveg gefið að að verðlagning á TETRA, bæði áskrift og verð sjálfra tækjanna, verður með þeim hætti að gervitungla sími, sem virkar allstaðar, verður ódýrari kostur. Það er líklegt að sama gildi um CDMA 450 kerfið, þó það sé hannað fyrir almenning, þá er það fyrst og fremst ætlað fyrir gagnaflugning, það er ekki samæhft við GSM.
Ef GSM 450 kerfið kemst á koppinn, þá er það ekki spurning að það er lang besti kosturinn fyrir okkur, þar sem símarnir verða ódýrir og handhægir og ekki þarf sérstaka áskrift.
Um eða yfir 70% allra farsíma í heiminum fylgja GSM stöðlum, afgangurinn dreifist á mörg kerfi, flest Amerísk, sem eru meira og minna ósamhæfð hvert við annað.
19.01.2006 at 11:00 #539490Eins og fram kemur í greinunum sem vísað er í [url=http://science.slashdot.org/article.pl?sid=06/01/05/0114254&tid=99&tid=14:vte363tj]hér,[/url:vte363tj]þá eru bílar sem byggðir eru á grind almennt hættulegri en grindarlausir. Því þyngri sem bíllinn er, því meira reynir á toppinn ef bíllin veltur. Á toyota corolla er toppurinn og gluggapóstarnir hluti af burðarvirki bílsins, gegna sem sagt hluta af því hlutverki sem grindin gerir í grindarbíl. Því er óvíst að gluggapóstarnir á TLC100 séu neitt sterkari en á Corollu, þó bíllinn sé meira en tvöfalt þyngri.
Eftir [url=http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1179897:vte363tj]þessu viðtali við Steingrím.[/url:vte363tj]að dæma, þá virðist hann vera í hópi þeirra sem [url=http://www.gladwell.com/2004/2004_01_12_a_suv.html:vte363tj]finnst hann vera öruggari[/url:vte363tj] i stórum bíl.-Einar
19.01.2006 at 00:23 #539520[url=http://www.europe.nokia.com/cda1/0,4879,2235,00.html:20ko0ntz]Tetra[/url:20ko0ntz] er talstöðva kerfi sem ætlað er fyrir lögreglu og viðlíka, það er einfaldlega ekki hannað fyrir almenning. Þess vegna er það ekki valkostur sem arftaki NMT kerfisins.
Sennilega er Ísland eina landið í heiminum þar sem einhverjum hefur dottið í hug að pranga þessum fjanda uppá almenning.-Einar
18.01.2006 at 00:16 #538616Nú lítur út fyrir að Norðlingaölduveita sé úr sögunni. Þá er það líklega [url=http://www.natkop.is/photos/Lifriki_Langasjavar.pdf:2bubj4qq]Langisjór[/url:2bubj4qq] sem er mest aðkallandi að forða frá jarðýtum og búkollunum. Mér finnst að hann sé nokkurra skyrdollna virði.
-Einar
17.01.2006 at 22:57 #539342[url=http://www.ringpinion.biz/index.php/cPath/24_51_304?osCsid=9639771d424c26e46e4af606ff1c95da:1vpzx8zp]Hér er listi yfir læsingar sem passa í 7.5" toyota drif[/url:1vpzx8zp]. No-spin er ekki á þessum lista en Lock Right vinnur á svipaðan hátt. Það er ekki mjög langt síðan ARB kom með læsingu fyrir þessi drif.
-Einar
17.01.2006 at 16:44 #539338Það er mikið framboð af [url=http://www.ringpinion.biz/index.php/cPath/24_46_282?osCsid=23cc20426d86db711a8d03ec7b76b5c5:22gmk5tj]læsingum í Dana 30.[/url:22gmk5tj] [url=http://www.ringpinion.biz/product_info.php/cPath/24_46_282/products_id/1172?osCsid=23cc20426d86db711a8d03ec7b76b5c5:22gmk5tj]Ox læsingin[/url:22gmk5tj] notar barka en verðmunurinn á henni og ARB er óverulegur. Gallinn við sjálfvirku læsingarnar er að þær bitna á aksturseginleikum í hálku. Ég efast um að Eazy locker og lockright séu nægilegar sterkar til að nota með stórum dekkjum en hinar ættu allar að duga.
-Einar
17.01.2006 at 15:45 #539334Þú ert ekki með driflokur, öxlarnir eru einfaldlega skrúfaðir fastir við nafið. Það er hvorki einfalt né ódyrt að setja lokur á framhjólin en [url=http://www.fourwheeler.com/howto/34047/:3f263fvp]kit til að gera slíkt eru þó til.[/url:3f263fvp] Ef þú setur handvirka læsingu, t.d. ARB loftlæsingu, þarf ekki driflokur. Það er ekki mælt með því að setja sjálfvirka læsingu (no-spin, lockright), nema bíllinn sé notaður eingöngu utan vega.
-Einar
17.01.2006 at 04:46 #539266Gallinn við að reikna hlutföll út frá snúningshraða vélar á þekktum hraða í 4 gír, er að hún er háð því að snúningshraðamælirinn er réttur. Það er hægt að fá réttan hraða bílsins með GPS.
Sú aðferð að telja snúninga á drifskapti getur hins vegar verið mjög nákvæm, ef menn vanda sig. Á bílum með hefðbundið mismunadrif (ólæstur eða með loft, rafmagns eða barkalæsingu) er óþarfi að tjakka bæði hjólin upp, hlutfallið fæst með því að telja snúninga á drifskapti fyrir hverja tvo snúninga á öðru hjólinu. Ef menn nota spotta eða aðra aðferð til þess að mæla horn á drifskafti, þá getur þessi aðferð gefið mjög nákvæma mælingu.-Einar
16.01.2006 at 14:44 #539174Rekillinn sem Tryggvi vísar á fylgir línux kjarna 2.6.11 og nýrri, sem þýðir að þetta fylgir t.d. Fedora Core 4.
-Einar
16.01.2006 at 11:04 #538602Samkvæmt [url=http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1179304:n0cepfnj]þessari frétt[/url:n0cepfnj] fer stuðningur við áfrorm Landsvirkjunnar um framkvæmdir í nágrenni Setursins þverrandi.
-Einar
14.01.2006 at 07:41 #538600Ég er sammála Benna um að það er mjög mikilvægt að það fari fram sem víðtækust umræða um þessi mál innan klúbbsins. Það er tilgangslaust fyrir forsvarsmenn hans að beita sér í málum, ef þorri félagsmanna er ekki með á nótunum, eða jafnvel ósammála. Sennilega er besti vettvangurinn fyrir umræður af þessu tagi á vefnum, en það er líka hægt að ná til félagsmanna á mánudagsfundum og með pistlum í Setrinu. Ég held að það myndu ekki margir koma á fundi sem sérstaklega væru boðaðir til þess að fjalla um einstök mál. Á síðasta landsfundi var mjög góð umræða um skipulagsmál hálendisins.
Að mínu viti þarf klúbburinn að taka afstöðu til einstakra framkvæmda einsog Norðlingaölduveitu, Skaftárveitu og virkjana í Skagafirði og Skjálfandafljóti.-Einar
14.01.2006 at 07:00 #538798Flestir beinskiptir Jeep XJ eru með japanska gírkassa sem eru framleiddir eru af Aisin. Sitt hvor kassinn var notaður með 2.5l bensínvélinni (AX 5) og 4l og 2.5 díselvélunum (AX 15). Elstu bílarnir voru með franska gírkassa sem reyndust ekkki vel. [url=http://www.novak-adapt.com/knowledge/ax15.htm:1qpsnz1k]AX15 kassinn[/url:1qpsnz1k] er talinn mjög traustur og ráða við hóflega tjúnnaðar átta gata rellur.
-Einar
13.01.2006 at 11:27 #538640Þessar læsingar þurfa ekki sérstaka olíu. LSD (limited slip) læsingar þurfa oftast sérstaka olíu eða bætiefni (friction modifier).
Það er í sjálfu sér allt í lagi að gefa inn í beyjum en þar sem allt átakið fer á innra hjólið, þarf lítið til þess að það fari að spóla. Þegar bæði hjólin snúast jafn hratt kemur átak á þau bæði.-Einar
13.01.2006 at 11:22 #538840Það getur vel verið að önnur eða báðar lokurnar séu stirðar og tengi ekki á þó þeim sé snúið. Ef það er rakí í þeim getur þetta gerst í frosti. Það er einfalt að komast að því hvort lokurnar tengdar, hafa bílinn ekki á framdrifi og athuga hvort hægt er að snúa fram öxlunum. Ef lokurnar eru í lagi og tengdar, þá er ekki hægt að snúa þeim.
Eg myndi prófa að taka lokurnar af, liðka þær og smyrja með ÞUNNRI olíu.-Einar
13.01.2006 at 00:35 #538586Lagatextinn sem Agnar vísar á hér að ofan á líklega við lögin eins og þau voru fyrir síðast aðalfund. Á síðasta aðalfundi voru að ég held gerðar nokkrar breytingar, en ég held að þær skipti ekki máli fyrir þessa umræðu. Ég get nú ekki lesið það út úr þessum markmiðum, að helstu viðfangsefni klúbbsins séu rekstur fjarskipta og ferðaþjónustu (skála) á hálendinu. Þetta eru þó þeir þættir sem taka stærstan hluta af fjármunum klúbbsins um þessar mundir. Í lögunum er mest áhersla lögð á atriði sem eru á verksviði tækninefndar klúbbsins. Síðustu 10-15 árin hefur sú nefnd ekki verið mjög áberandi. Að hluta til er skýringin sú að á fyrstu árum klúbbsins náði hann gríðarlega góðum árangri að því er varðar reglur um breytingar á jeppum.
Breyttar áherslur í starfi klúbbsins, sem stafa af breyttum aðstæðum, endurspeglast því ekki í lögum hans. Ef menn ætla að túlka lögin á þann hátt sem Benni gerir, þyrfti líklega að endurskoða lagatextann um markmið klúbbsins, í ljósi breyttra aðstæðna. Ég er þó mjög sáttur við markmiðin eins og þau eru skilgreind í núverandi lögum. Samkvæmt þeim þá er markmið hans að gæta hagsmuna þeirra sem nota jeppa til þess að ferðast um Ísland, og að stuðla að verndun Íslenskrar náttúru.
Stærsta ógnin við þá ferðmennsku sem ég hef stundað, er sú stefna að virkja allt sem hægt er að virkja. Þetta hefur verið stefna stjórnvalda lengi en það sem hélt aftur af virkjanaáráttunni var geta íslensks almennings til þess að niðurgreiða rafmagn til stóriðju. Nú virðast markaðsaðstæður hafa breyst þannig að nú eru álfyrirtækin fáanleg til þess að greiða verð sem stendur undir megninu af beinum kostnaði við virkjanaframkvæmdirnar. Þá er eins og allar flóðgáttir hafi opnast. Ef svo fer sem horfir verða allar helstu ár á hálendinu horfnar í lón, skurði og jarðgöng innan örfárra ára, og stór svæði komin undir lón, sem tengd eru með skurðum, uppbyggðum vegum og stíflugörðum. Þetta er mál sem snertir mína hagsmuni sem jeppamanns, og því á verksviði klúbbsins að láta þessi mál til sín taka. Til þess þarf ekki að breyta lögum klúbbsins.-Einar
12.01.2006 at 08:15 #538628Ég hélt að no-spin væri Detroit locker. Helsti kosturinn við þessa lása (og Easy locker og Lockright) er að þeir eru alltaf tiltækir, án þess að það mindist þvingun milli hjóla á sama ási (annað hjólið fríhjólar ef þau vilja fara mis hratt, t.d. í beyjum). Helsti ókosturinn er að ekki er hægt að taka lásinn af, sem getur verið verulega varasamt í hálku og almenn leiðigjarnt á malbiki. Ég myndi ekki mæla með svona í bíla sem ekið er af öðrum en eiganda og sem notaðir eru eitthvað að ráði á malbiki.
-Einar
-
AuthorReplies