Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
09.07.2008 at 20:17 #625648
Samkvæmt [b:3q1m2ycp][url=http://fi.is/skalar/nyidalur/:3q1m2ycp]vefsíðu Ferðafélagsins[/url:3q1m2ycp][/b:3q1m2ycp], er síminn í Nýjadal 854 1194.
Ferðafélagið á rás 42, en ég veit ekki um endurvarpa á þeirri rás nærri Nýjadal. Næstu endurvarpar eru líklega á Fjórðungsöldu eða Bláfelli, held að þeir séu báðir á rás 44.-Einar
18.06.2008 at 08:12 #624534Stebbi, þetta var rétt hjá þér í fyrra póstinum. Reglur um breytingar er að finna í [b:cw8y23x1][url=http://us.is/scripts/WebObjects.dll/US.woa/swdocument/1207/Reglugerð+um+gerð+og+búnað+ökutækja+nr.+822_2004.pdf]Reglugerð um gerð og búnað ökutækja[/url][/b:cw8y23x1]
Reglur um skoðanir er að finna í [b:cw8y23x1][url=http://klaki.net/tmp/skodun.pdf:cw8y23x1]skoðunarhandbók[/url:cw8y23x1][/b:cw8y23x1]
Samkvæmt því sem þar stendur virðist reyndar þurfa sérskoðun til að stækka hjól umfram 10%. Þetta er breyting frá þvi sem gerðist þegar ég stóð í breytingum, veit ekki hvort þetta stafar af því að reglum hafi verið breytt, eða að menn hafi túlkað reglur frjálslega. Bókstafstúlkun hvetur til þess að menn verði með sérstök skoðunar dekk.
Ég hef fengið skoðun á bíl sem var á 35" dekkjum, hafði ekki verið sérskoðaður og orginal dekkjastærð var 29". Hann hafði verið breytingaskoðaður fyrir kerrutengi en ég man ekki hvort dekkjastærðin hafði verið skráð.-Einar
16.06.2008 at 14:10 #624528Munur á breytinga-og sérskoðun er að sú síðarnefnda er miklu dýrari, og þá þarf að útvega viktarseðil, hraðamælisvottorð, slökkvitæki ( sem samkvæmt reglum þarf af yfirfara árlega, sú yfirferð kostar svipað og nýtt tæki) og sjúkrakassa.
Ég held að þetta með dekkjastærðina og tjónin sé þjóðsaga (andskotanum lífseigari þó). "ólögleg" dekkjastærð skapar ekki endurkröfurétt gagnvart skyldutryggingu, gagnvart kaskó tryggingu er best að láta tryggingafélagið skoða bílinn eftir allar breytingar og endurbætur.
-Einar
15.06.2008 at 17:54 #624522Ef hækkun er ekki meiri en 5 sm ( 1 sm í skekkjumörk) þarf ekki sérskoðun. Ef þvermál dekkja er aukið um meira en 10%, þarf breytingaskoðun. Í þessu tilfelli er um hvorugt að ræða, því þarf hvorki sér- né breytingaskoðun.
-Einar
15.06.2008 at 13:14 #618466Úrslitin voru kynnt á Stefnumótunarfundi þann 7. júní síðastliðinn.
12.06.2008 at 10:42 #20254710.06.2008 at 22:17 #624256Það hlaut að vera að það menn ætluðu ekki að hafa það svona á Kjalarnesinu eða undir Hafnarfjalli ;-).
Slaglöng og mjúk fjöðrun, með réttri dempun, gæti líka hjálpað upp á stöðugleikann. Það væri gaman að sjá myndir sem sýna það hvernig stífur eru útfærðar. Átta mig ekki á því hversvegna notaðir eru 4 loftpúðar, hefði haldið að 2 myndu gera sama gagn.
-Einar
10.06.2008 at 16:01 #624252Hefur þú nokkuð giskað á hvað þetta þolir mikinn hliðarvind í keyrslu Snorri?.
-Einar
16.05.2008 at 14:15 #622984Ég hef verið með 36" Mudder á 10" breiðum felgum í nokkur ár.
Ég held að þetta sé sú felgubreidd sem framleiðandinn mælir með, bæði fyrir 36" og 38" dekkin.
Upphaflega ætlaði ég að láta breikka felgurnar í 12", en reynslan hefur verið slík að ég hef ekki séð ástæðu til þess.
Það fer að styttast í að það þurfi að endurnýja dekkin, ég stefni á að fara í 38" Mudder, (36 tomman fæst ekki lengur) ég býst við því að þá láti ég breikka felgurnar í 12", aðallega vegna þess að felgurnar eru það innviíðar að 38" dekkin myndu rekast í að innanverðu, á felgunum eins og þær eru.-Einar
13.05.2008 at 20:51 #622854Fyrir helgina fékk ég bréf frá Ferðafélagi Íslands. Þar kom fram að félagar í FÍ fá 3 krónu afslátt á EGO stöðvum. Þegar ég bar síðan saman almennt verð verð á næstu EGO stöð við verðið hjá Orkunni þar sem ég er vanaur að kaupa eldsneyti, þá var munurinn óverulegur.
Eftir þessu að dæma, þá geta félagar í FÍ ferngið eldsneyti á svipuðu verði á EGO stöðvum, og félagar í 4×4 greiða hjá Orkunni.
-Einar
08.05.2008 at 12:00 #622362Takk fyrir skjót svör Birgir. Ég mun svara Barböru í tölvupósti, en ég kemst ekki í það alveg strax.
Það er verulega þreytandi að ekki skuli vera hægt fá málefnalega umræðu um hluti sem varða félagið og framtíð þess, fyrir einstaklingum sem þurfa að persónugera alla hluti, og flokka alla í vini og óvini.
Vonandi líta fundargerðir frá aðalfundi og landsfundi dagsins ljós fyrr en seinna.-Einar
08.05.2008 at 09:43 #622352Sæll Þorgeir
Þetta er hluta til rétt hjá þér, það gafst aðeins tækifæri til að mæla formlega fyrir fyrstu tillögunni, en það var enginn sem gerði það, og raunar enginn sem studdi hana. Eftir að frávísunartillagan kom fram, meðan á umræður um fyrstu tillöguna stóðu fyrir, þá opnaði fundarstjóri fyrir umræður um allar tillögurnar. Ég man ekki hvort eitthver þeirra sem til máls tóku þá studdu eitthverjar þeirra, nú vantar fundargerðina.Má ekki segja frá því hver átti hugmyndina að fyrstu tillögunni?
-Einar
08.05.2008 at 05:00 #622346Á félagsmála námskeiði sem ég sat fyrir löngu síðan var kennt að almenn fundarsköp tækju mið af því sem gerist á Alþingi. Ég veit ekk hversu bókstaflega þetta gildir, en þar er það þannig að allar tillögur koma frá einhverjum, þingmanni eða ríkisstjórn. Þegar tillögur koma til umfjöllunar, þá hefst hún alltaf með því að flutningsmaður, þingmaður eða ráðherra, talar fyrir málinu.
Þetta er mjóg ólíkt því sem gerðist á aðalfundinum, þar voru lagðar fram ómerktar tillögur, sem enginn mælti fyrir, raunar hefur enginn gengist við króanum. Agnes segir hér að ofan að tillögurnar komi frá Landsfundi en Halldór að Landsfundur hafi ekki samþykkt neinar lagabreytingar.
Reyndar hefur Barbara upplýst að ákvæðið um áróðursnefnd sé frá henni komið. Þetta er næstum það eina í þessum tillögum sem ég er ekki efnislega ósammála. Ég hefði samt greitt atkvæði gegn því að lögfesta þetta, einfaldlega vegna þess að samkvæmt núgildandi lögum hefur stjórn fullt vald til að gera þetta, og ég tel ekki þörf á að binda hendur hennar.
Getur einhver upplýst um það hvaðan fyrsta tillagan, um að ekki þyrfti að senda fundarboð í pósti, er komin? Man einhver sem var á Landsfundinum eftir henni?
Það er alltaf álitamál hversu langt á að ganga í greina það sem liðið er, en mér finnst það skipta máli, ef það er reynist tilfellið að núverandi sarfsmaður félgasins fari með ósannindi, á spjallinu eða annarsstaðar
-Einar
07.05.2008 at 18:42 #622320Í 3. grein laga félagsins segir að 8. liður á dagskrá sé [b:rbsuyrhm] Tillögur/lagabreytingar frá stjórn, nefndum eða félagsmönnum.[/b:rbsuyrhm]
Af þessu má ráða að "landsfundur" sé ekki bær til að leggja fram slíkar tillögur. Væntanlega hafa þessar tillögur verið settar saman af hópi félagsmanna sem sátu landsfund. Því hefðu þeir féleagsmenn getað lagt fram tillögurnar. En þeirra var ekki getið í fundarboði. Það væri gaman að fá upplýst hverjir þeir voru.
Þar sem það hefur ekki gerst, er eðlilegt að líta svo að þessar tillögur hafi verið á ábyrgð stjornar.-Einar
06.05.2008 at 16:23 #622268Í 25 grein stendur: [b:13ycv8bp]
Tillögur að lagabreytingum þurfa að hafa borist stjórn félagsins í síðasta lagi 15. apríl og skulu þær kynntar í aðalfundarboði. [/b:13ycv8bp]Þessi grein rímar ekki alveg við 4. grein því þar stendur: [b:13ycv8bp]
Stjórn hefur heimild til að boða til auka aðalfundar ef þörf krefur og gildir þá um hann sömu reglur og um aðalfund sé að ræða.[/b:13ycv8bp]Ég er ekki hlynntur allsherjarendurskoðun laganna, en það þarf að fara vandlega yfir þau og laga svona ósamræmi.
-Einar
06.05.2008 at 14:00 #622260Ég er sammála Tryggva varðandi frammistöðu fundarstjstjóra. En mér sýnist að það sé rétt hjá Benna, að samkvæmt 3. grein sé stjórn ekki bundin af efni ályktunar, ef hún kemur ekki fram fundarboði. Þá er niðurstaðan sú að stjórn hefur hvorki afsalað sér valdi né ábyrgð.
-Einar
06.05.2008 at 09:28 #622240Sæll Tryggvi
Núgildandi lög eru á [b:3a1qswup][url=http://www.f4x4.is/new/files/archive/Log_Ferdaklubbsins_mai_2006.pdf:3a1qswup]annarsstaðar á síðunni[/url:3a1qswup][/b:3a1qswup]
Ef maður ber saman 19. greinina eins og hún var fyrir og eftir aðalfund 2007, þá liggur beint við að álykta að atkvæðisréttur (og líklega kjörgengi) landsbyggða manna hafi (óvart) verið afnuminn 2007. Ef ekki hefði verið tekið á þessu á fundinum hefði verið hætta á að allur fundurinn yrði ógiltur. Ég vona að úrskurður fundarstjóra standist, en ég hef enn ekki lagst yfir lögin aftur til að sannreyna þetta.
Ég tel að þarna sé alvarlegur galli á lögunum, sem þurfi að laga fyrir næsta aðalfund.-Einar
06.05.2008 at 01:31 #622230Vonandi hefur Stefaní rétt fyrir sér þarna. Það er mikilvægt aða fá úr þessu skorið eins fljótt og kostur er.
-Einar
05.05.2008 at 17:14 #622208Mín skoðun er að allir þræðir eiga að vera opnir, nema þar sem fjallað er um innanfélagsmál, sem eiga ekki erindi til utanfélagsmanna. Ég er ekki sammála því að loka á tiltekin efni, bara vegna þess að það sem þar er gæti komið eitthverjum að gagni sem ekki er genginn í félagið. Það er líklega hægt að hafa verulegar tekjur af auglýsingum á síðunni, t.d. gegnum [url=https://www.google.com/adsense/login/en_US/?gsessionid=4eBn-6iO4SE:lyz4mra3]Google[/url:lyz4mra3] Þessar tekjur verða því meiri, því fleiri sem nota síðuna. Það skiptir þó að mínu mati miklu meira máli, að velvilji í garð félagsins í samfélaginu verður því meiri, sem fleiri hafa gagn og gaman af vef félagsins.
-Einar
05.05.2008 at 16:40 #620716Þið Heiðar og Benedikt voruð kosnir í tækninefnd til 2 ára. Gísli og Magnús voru kosnir til 2 ára á aðalfundi 2007.
-Einar
-
AuthorReplies