Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
26.04.2006 at 16:15 #550734
Það er tvennt sem vinnst við að færa aftur hásinguna aftar, betri þyngdardreifing og lengra hjólabil.
Þegar búið er lesta þessa bíla, þá hvílir miklu meiri þungi á aftur hjólunum er framhjólunum. Færsla á afturhásingunni jafnar þennan mun, sem gerir mögulegt að hleypa meira lofti úr dekkjunum.Bíl sem er lengdur milli hjóla er miklu síður hætt við því steypa stömpum þegar ekið er yfir öldótt landslag (snjó). Á móti kemur er að bíllinn verður ekki eins lipur í snúningum.
Það skiptir minna máli, en færsla á hásingu dregur úr hættu á að hann setjist á rassinn, t.d. þegar farið er niður af ísskörum sem oft myndast á árbökkum að vetri til.Samkvæmt [url=http://www.off-road.com/tlc/faq/engine.html:3w7a1w4s]þessu[/url:3w7a1w4s] skilar 2h vélin, (6 strokka, 4 lítra ohv án túrbínu) 103 hestöflum.
-Einar
26.04.2006 at 11:31 #550726Ef bíllin kemst ekki hraðar en 70 km/kls upp Ártúnsbrekkuna, þá er eitthvað bilað. Það er orðið nokkuð síðan ég hef keyrt svona bíl en þá var nægur kraftur til þess að fara upp Kambana á 90 á TLC-60 með túrbínulausa 6 cylindar díselvél. Ég veit ekki hvað þessar vélar áttu að skila í hestöflum, en 1HZ vélin sem ennþá er í framleiðslu er tæp 130 hestöfl, sem dugir alveg fyrir svona bíl
Kraftleysi (ef ekki fylgir svartur reykur) getur safað af stíflaðri hráolíusíu.
Kraftleysi getur líka stafað af lélegum dísum í spíssum. Þessu getur fylgt ljós reykur.Ég myndi reyna að koma vélinni í lag en sleppa því að eyða peningum í KN eða hæklón ( sem gera lítið sem ekkert) eða túrbínu sem getur stytt líftima vélarinnar verulega. Það er dýrt að gera við svona vélar.
En ég er sammála því að loftpúðar og færsla á hásingu myndu stórbæta bílinn.
25.04.2006 at 18:55 #550782Stundum gleyma menn að taka læsinguna af, þegar hennar er ekki lengur þörf.
Það kemur oft fyrir mig að gleyma að slökkva á læsingunni. Hættan á að slík mistök verði til þess að menn missi vald á bílnum, eða að eitthvað brotni, er meiri fyrir læsingar í framdrifi en aftur.-Einar
25.04.2006 at 16:39 #550778Myndir af jeppanum sem ég hef notað undanfarin 5 ár eru í myndalbúminu mínu. (smella á "eik" hér fyrir ofan) Nú er hann með ARB læsingu í afturdrifi, en var í tvö ár með slíka í framdrifi. Ég á ARB læsingu fyrir framdrifið, hún fer í i sumar.
Ég finn lítinn mun á gagnsemi læsingar að framan eða aftan, en framlæsing hefur meiri áhrif á aksturseginleika og eins og Óskar benti á, þá eykur framlæsing hættuna á að eitthvað brotni meira en afturlæsing.
Eitt dæmi: TLC-60 á 44" dekkjum brýtur öxulliði ef reynt er að taka beyju á auðrijörð með framdrifið læst.Í hliðarhalla hjálpa læsingar við að koma bílnum áfram en þær auka líka hættuna á að hann skríði til hliðar. Hvort vegur þyngra fer eftir aðstæðum.
Ég setti ARB í framdrifið fyrst m.a. vegna þess að bíllinn var með LSD í afturdrifinu.
Mér finnst menn almennt ofmeta gagnsemi driflæsinga. Við vissar að stæður geta þær þó komið í veg fyrir festur, t.d. þegar eitt hjól fer ofan í læk eða sprungu. Það þarf líka að beita nokkuð annari tækni til að keyra ólæstann bíl hldur en læstann.
Ef ég þyrfti að velja milli góðrar niðurgírunar í lægsta gír (hlutfalla) eða læsinga, þá myndi ég hiklaust velja niðurgírunina.
Góð fjöðrun dregur úr þörfinni fyrir læsingar og gerir aksturinn miklu skemmtilegri.-Einar
25.04.2006 at 14:56 #551102Það er líklegt að Kjalvegur opnist fyrir Jónsmessu, það væri hægt að fara yfir Hvíta á brú við Brúarhlöð skammt sunnan við Gullfoss og þaðan um Flúðir á Fjallabaksleið nyrðri. Samkvæmt vegagerðinni opnast hún að jafnaði um Jónsmessu.
Guðbrandur hefur sett greinargóðar lýsingar af leiðum sem liggja frá Sagafjarðardölum að Kjalvegi inn á [url=http://vegir.klaki.net/vegir/?q=taxonomy/term/10:31u84ew9]Vegasíðuna[/url:31u84ew9]
-Einar
25.04.2006 at 12:01 #550768Læstur bíll skrikar miklu frekar til hliðar heldur en ólæstur, þetta getur skipt miklu máli bæði í hliðarhalla og þegar er hálka innanbæjar. Helsti kostur við handvirkar læsingar samanborið við sjálfvirkar læsingar, er einmitt að hægt er að taka þær af. Það er miklu auðveldara að stjórna ólæstum bíl í hálku, en læstum.
Ástæðan er sú að opið mismunadrif tekur jafnt á báðum hjólunum, þar sem gripið er sjaldan nákvæmlega það sama, spólar aðeins annað hjólið að jafnaði. Hitt hjólið hefur þá miklu betra grip til hliðanna en ef bæði hjólinn spóla, eins og gerist ef drifið læst, hvort sum um er að ræða 100% læsingu eða LSD.
-Einar
25.04.2006 at 10:41 #550760það er algengur misskilningur sem fram kemur hjá Frey, að þegar annað hjólið spólar þá sé hitt hjólið ekki að gera neitt gagn. Hið rétta er að í opnu mismunadrifi, þá er sama átak á á báðum hjólinum. Læsingar gera fyrst og fremst gagn í hliðarhalla eða þegar undirlagið er mjög óslétt eða grip mjög misjafnt, t.d. vegna svella. Í þungu færi þar sem bíllinn stígur álíka þungt í öll hjól, munar lítið um læsingar.
-Einar
25.04.2006 at 10:35 #550758Það væri hægt að skrifa heila bók um læsingar og virkni þeirra. Það er hægt að finna dæmi þar sem framlæsing hjálpar meira en aftirlæsing, og öfugt.
Ég held að á mínum bíl þá hjálpi framlæsing heldur meira en aftur læsing, það er aðallega vegna þess að fjöðrunin að framan er mklu stífari en afturfjöðruninn, og næstum 60% af þunganum hvílir á framhjólunum, þegar bíllinn er tómur.
Það hefur lengi verið stefna Rover að góð fjöðrun komi í staðinn fyrir læsingar, það er mikið til í því.-Einar
25.04.2006 at 10:17 #550752Framleiðendur læsinga mæla eindregið með því setja læsingu að aftan fyrst. Ein ástæða þessa er að læst framdrif truflar akstureginleika bílsins mklu meira en læsing að aftan.
Þegar á reynir, t.d. þegar farið er upp brekkur á hlöðnum bíl, þá er meirihluti af þunga flestra bíla á afturhjólnum.
Læst afturdrif gagnast þó bíllinn sé ekki í framdrifi.-Einar
25.04.2006 at 09:30 #551096Það er ekkert mál að fara þessa leið á óbreyttum jeppa. Samkvæmt [url=http://www.vegagerdin.is/vefur2.nsf/pages/fu_fv_hagnytaruppl_opnun_fjallvega.html:u7ubyb40]Vegagerðinni[/url:u7ubyb40] opnast Sprengisandsleið upp úr Skagafirði oftast eftir jónsmessu. Nú er meiri snjór a.m.k. sumstaðar á Sprengisandi, en verið hefur undanfarin ár, því er líklegt að leiðin opnist ekki fyrr en í júlí.
-Einar
22.04.2006 at 17:04 #550400Ég fór Kjalveg á fólksbíl um hvítasunnu 2004, sem var í mái, þá var nýbúið að opna veginn.
Núna er mun meiri snjór sumstaðar á hálendinu en verið hefur undanfarin ár, ég hef t.d. aldrei séð jafn mikinn snjó við skálana í Nýjadal og á Kvíslaveituvegi, eins og var þar í gær.
Stikur sem settar voru í stikurferð umhverfisnefndar haustið 2004 voru sumar alveg á kafi, þesar stikur eru vel á annan meter á hæð.
Það er því líklegt að Kjalvegur verði lokaður seinni partinn í máí í ár, en það fer þó eftir veðri næstu vikurnar.-Einar
19.04.2006 at 19:22 #549884[img:2gbvdmz7]http://www.toyota.com.ve/media/vees/images/showroom/land_cruiser_80/tdv_txb_vx_main.jpg[/img:2gbvdmz7]
Er þetta ekki TLC-100? Mér sýnist rassinn á honum allavega vera öðruvísi en á LC-80. 😉
Við nánari skoðun virðist mér reyndar að það sé ennþá verið að setja saman TLC-80 í Suður Ameríku. En slíkir bílar hafa enn sem komið er ekki ratað til íslands. Kannske er hér tækifæri fyrir framtakssama einstaklinga, að flytja þessa bíla hingað. Stýrið er allavega réttu megin.-Einar
19.04.2006 at 19:04 #549880Rúnar segir að ég fari með bull og þvælu. Eg sagði þó ekkert annað en það sem fram kemur á vefsíðu Toyota í Ástarlíu, sem ég vísaði á. Og ekkert af því stangast á við upptalningu Rúnars. Ég held að sumir hefðu gott af lesa hlutina yfir áður en þeir fara að taka stórt upp í sig. Ef ég vissi ekki betur, þá mætti ætla af þessum pistli að Rúnar hefði ekki hundsvit á því sem hann er að tala um.
Þetta með 30.000 km minnir mig að hafi verið eitthvað sem Benedikt Sigurgeirsson setti etthverntíman á spjallið, en það er ekki útilokað mig misminni, ég nennti ekki að reyna að fletta þessu upp. En það stendur eftir að það eru 9 eða 10 ár síðan hætt var að framleiða TLC-80.
-Einar
19.04.2006 at 08:23 #549860Það var hætt að framleiða 80 landkrúserinn þegar 100 bíllinn kom, sem ég held að hafi verið 1996.
Í [url=http://lc100.toyota.com.au/toyota/vehicle/Content/0,4664,1984_704,00.html:wee0a6xu]Ástralíu[/url:wee0a6xu] ( og sjálfsagt víðar), er TLC100 boðinn með 2 díselvélum sem eru báðar 4.2 lítrar, 1HZ sem er túrbínulaus, 12 ventla og með hefðbundnu olíuverki, 129 hestöfl. Bílar með þessari vél eru með hefðbundnum millikassa (ekki sídrif) og hásingu að framan og miklu ódýrari en bílar sem eru með túrbínu og millikæli eða 8 strokka bensínvél.
Hin díselvélin heitir 1HD-FTE, er 24 ventla og með túrbínu og millkæli, rafeindastýrðri innspítingu og skilar um 200 hestöflum.
Stangarleguvesenið stafar væntanlega af því að sett var túrbína á vél sem ekki var hönnuð fyrir það.
-Einar
18.04.2006 at 21:52 #549830Ef ég man rétt þá eru 10 ár síðan framleiðslu á LC-80 var hætt. Framhásingar og drif á þessum bílum þola ekki þunga bílanna með 44" dekkjum, og það kvað þurfa að taka vélarnar upp (stangarlegur á sveifarásnum) á 30,000 km fresti.
Og það það þarf hrausta pyngju til þess að reka patrol með 3.0 vél, sem komin er úr ábyrgð. Það eru betri kostir í boði heldur en þessir tveir.
-Einar
14.04.2006 at 10:29 #549460Eitthvað varð vefkerfinu bumbult af linknum á Rúv, og Mogginn breytti slóðinni á sína frétt, uppfærðar fréttir á Mogga eru [url=http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1196197:1364jyjf]hér[/url:1364jyjf] og [url=http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1196200:1364jyjf]hér.[/url:1364jyjf]
-Einar
14.04.2006 at 09:08 #549458[url=http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1196190:213giqom]Þetta er fréttin á moggavefnum[/url:213giqom]. Í féttum RUV klukkan 9 var sagt að sleðarnir hefðu fundist í Hallmundarhrauni norðan Eiríksjökuls, þar væri snjólaust og reiknað með því að mennirnir hefðu reynt að fara gangandi til byggða. Hér er fréttin á
12.04.2006 at 22:30 #549416Skrár sem enda á .plt eru líklega fyrir ozi explorer. [url=http://www.gpsbabel.org/:3c5f7pfh]GPSBabel[/url:3c5f7pfh] forritið kann á mörg snið fyrir GPS skrár, m.a. Mapsource og Ozi.
-Einar
10.04.2006 at 23:45 #549064Þetta var búið til á Akureyri, síðast þegar ég vissi stundaði skaparinn nám við Háskólann á Akureyri.
-Einar (Akureyringur)
10.04.2006 at 14:42 #548798[url=http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1195631:214ezq0z]Hér er smá innlegg[/url:214ezq0z] í umræðuna frá Samtökum Ferðaþjónustu.
Annars virðast virkjanasinnar vera í útrýmingar hættu, a.m.k. er orðið nokkuð um liðið síðan sést hefur til þeirra á vefsíðu 4×4. [url=http://www.f4x4.is/new/profile/?file=3665:214ezq0z]Sá sem helst[/url:214ezq0z] hefur sýnt viðleitni til að styðja við málstað þeirra hér upp á síðkastið, virðist nú vera búinn að fá nóg, eins og við hin. 😉
-Einar
-
AuthorReplies