Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
18.05.2006 at 10:16 #552792
Mig vantar mæla fyrir smur- og túrbínu þrýsting, mér sýnist að maður fái nákvæmustu og áreiðanlegustu mælana með því kaupa mæla og lagnir í Landvélum eða Barka, verðið er mjög hóflegt.
það mun vera hægt að setja ljós í svona mæla með því að fá LED díóður í ihlutum, sem kosta frá 30 kr stykkið.
-Einar
15.05.2006 at 15:21 #552572Fór á laugardaginn frá Uxahryggjaleið að Tjaladfelli (þá var sú leið ekki lokuð), þaðan að Slukaríki og á Langjökul, til baka um Jaka í Húsafell. Það var mun meiri snjór sunnan Langjökuls en fyrir norðan og vestan, við ókum á sjó frá Tjaldafelli og að jökli. Það er líklega talsverður snjór ennþá á Kaldadal, fer eftir tíðarfari hvað hann verður lengi að bráðna.
Annars skil ég ekki hversvegna verið var að loka leiðinni frá Uxahryggjaleið að Þórólfsfelli. Leiðin er öll á hraunum, því myndast ekki aurbleyta. Það er búið stórskemma veginn með byggja hann upp með efni sem er svo fínt að það skolast strax burt. Gamli vegurinn var úr grófu efni sem skolaðist ekki burtu nema á 2-3 stöðum, en nýi vegurinn er allur morandi í úrrennslum. Gott dæmi um það hvernig EKKI á að standa að vegagerð á hálendinu.
Annars er þetta kort mjög illa unnið. Samkvæmt því er bannað að keyra að Vatnsfellsvirkjun, raunar eru Hrauneyjar líka á bannsvæði samkvæmt kortinu. Samkvæmt [url=http://www3.vegag.is/faerd/island1.html:2nb3786g]þessu[/url:2nb3786g] má keyra að Vatnsfellsvirkjun, enda er leiðin malbikuð og snjólaus.
-Einar
15.05.2006 at 11:09 #552566Þessi hugmynd er ekki nærri jafn fráleit og annað sem ég skoðaði á þessum vef sem vísað er á. Svona vél gæti orðið eitthverstaðar á milli þotu eða gas túrbínu véla, og hefðbundinna stimplavéla áð því er varðar hlutfall milli afls og þyngdar. En það er eftir að leysa mörg vandamál, t.d. hvernig farið er að því þétta milli sveifarhúss og sprengirýmis og hvernig stimilhringirnir fá smurningu, þar sem stimplarnir fara ekki fram og til baka gæti þurft að setja smurolíuna í elsneytið eins og gert er í tvígengisvélum. Og það þarf að sprauta eldsneytinu í gegnum hliðarnar á cylindrunum. Þannig að það er ábyggilega þó nokkuð langt í að svona fari að sjást í farartækjum. Og ekki eykur bullið sem er á vef, þeirra á túrverðugleikann.
-Einar
15.05.2006 at 10:23 #552384Það eru upplýsingar um landcruser vélar [HTML_END_DOCUMENT][url=http://www.off-road.com/tlc/faq/engine.html:1vnw8j4n]hér[url=] og hér eru [url=http://lc100.toyota.com.au/toyota/vehicle/Content/0,4664,1984_704,00.html] upplýsingar um TLC 100[/url:1vnw8j4n] sem seldir eru í ástralíu.
Standard módelið er með krami sem er líkara 70 crúserum heldur en 80, hann er t,d. hvorki með sídrifi né túrbínu, eins og var í öllum 80 crúserm sem seldir voru hér. Þess má geta til gamans að innvolsið í gírkassanum er mikið það sama og í AX-15 kassanum sem er í mörgum Jeep, m.a. mínum. Þessir kassar eru allir framleiddir af Aisin, sem er dótturfyrirtæki Toyota. Standard módelið er líka nokkur hundruð kg léttara en þær útfærslur sem seldar eru hér.
Eftir þessum heimildum að dæma hafa verið til 4 útgáfur af 4.2 lítra díselvélinni, 1HZ, túrbínulaus 130 Hö, 1HD-T með túrbínu, 12 ventla, 165 Hö, 1HD-FT 24 ventla með túrbínu, 168 Hö og 1HD-FTE, 24 ventla með beinni innspítingu, 201 Hö.
1HZ vélin hefur komið hingað í löngum og millilöngum 70 bílum meðan 1HD-F og 1HD-FT voru í 80 bílnum. Stangarlegu vandamálið er væntanlega aðeins í 1HD-T vélinni, en það er hætt við því að það kæmi líka fram ef menn færu að setja túrbínur á 1HZ vélina.
-Einar[/url][/url]
13.05.2006 at 06:35 #552474Klakanum sumt í prgramminu hans Hlyns fáranlegt, ég get tekið undir það, en þó finnst mér þó ennþá fáránlegra að taka laugardag, þegar veðrið er eins og í dag, til þess að halda aðalfund. Legg til að fundinum verði frestað, enda hefur hann ekki verið boðaður skriflega með 7 daga fyrirvara, eins og áskilið er í [url=http://www.f4x4.is/bokasafn/log98.pdf:15wiacwh]3. grein laga klúbbsins.[/url:15wiacwh] ( Er þetta ekki nokkuð vel þversum 😉
Er farinn á fjöll, bið að heilsa á fundinn, það ef þar verður þá einhver.-Einar
12.05.2006 at 22:20 #552404Dick Cepek var til í stærðinni 36×16.5R15, Þessi dekk voru radíal, hef séð þau undir nokkrum bílum m.a. Jeep ZJ. Efast þó um að þessi dekk fáist ennþá. Ground Hawg var fánlegaur í 36×14.5R15 síðast þegar ég vissi, ég er með mudder af þessari stærð undir mínum en mér skilst að þau séu ekki lengur framleidd.
-Einar
12.05.2006 at 12:40 #552330Ekki datt mér í hug að ég hefði fundið upp hjólið eins og Moggi heldur. Landmælingar reiknuðu þetta eftir Ofsi varpaði fram spurningu hér á spjallinum í desember. Gummij reiknaði þetta á undan landmælingum. Þeirra niðurstöðum bar vel saman, ég prófaði í gær að reikna þetta og fékk sömu niðurstöður. Það að þrír óháðir aðilar sem reikna þetta með ólíkum aðferðum, fái sömu niðurstöðuna, bendir til þess að rétt sé reiknað.
-Einar
12.05.2006 at 09:37 #552324Það var ekki spurt hvernig miðan hefði verið fundin, heldur hvernig hún hefði verið mæld. Þessi staður var reiknaður, samkævmt því sem er líklega einfaldasta prakíska skilgeining á miðju, sem er þyngdarmiðja einsleitar plötu sem hefur sömu útlínur og landið. Það eru miklar pælingar um þetta á [url=http://www.f4x4.is/new/forum/?file=gpsogleidir/6133:tjxdai7k]þessum þræði[/url:tjxdai7k].
Það er ekki rétt, eins og Rúnar segir þar, að þetta sé jafngilt því að það sé sama flatarmál sunnan og norðan eða austan og vestan við punktinn. Ég trúi því heldur ekki að Gummij hafi reiknað miðjuna með því að nota Merkator vörpum frá miðbaug. Slík vörpum bjagar töluvert mikið á okkar breiddargráðum og hefði fært miðjuna töluvert norðar. En ég býst ekki við því að það skipti máli upp á útkomuna, hvort notuð er UTM (universal transverse mercator) vörpun, eða ÍSN93 sem byggist á Lambert keyluvörpun.
Sjálfur prófaði ég að reikna þetta með því að reikna í 3 víðu rúmi, án þess að nota kortavörpun af kúlu á flöt, niðurstaðan var á milli þeirra sem nafnarnir fengu. Þessi munur er svo lítill að hann getur auðveldlega skýrst af mismunandi túlkun á því hvarf ströndin liggur. t.d. þar sem eru leirur eða lón við ströndina.
Önnur aðferð til þess að skilgreina miðjuna væri að taka þyngdarmiðju þess rúmmáls sem er ofan við sjávarmál. Sú aðferð myndi færa miðjuna í áttina að Nýjadal, vegna þess að suðausturhluti landsins er að jafnaði hálendari en norður og vestur hlutar þess.-Einar
10.05.2006 at 07:44 #552264Þetta er ekki í fyrsta sinn sem undarlegir gjörningar eru framkvæmdir á félagsfundum í Suðurlandsdeild. Haustið 2002 var farin ferð um Fjallabaksvæðið á vegum umhverfinefndar. Fráögn af ferðinni birtist í [url=http://www.f4x4.is/bokasafn/Setrid/02_12.pdf:bpgz7hed]desember hefti Setursins það ár[/url:bpgz7hed]. Í [url=http://www.f4x4.is/bokasafn/Setrid/03_01.pdf:bpgz7hed]næsta Setri, bls 3.[/url:bpgz7hed]birtist ályktun frá félagsfundi suðurlandsdeildar.
Ég legg ekki í að lýsa efni þessarar ályktunar en bendi mönnum á lessa hana milliliðalaust.Það er vissulega sláandi að bera þessa ályktun saman við þær skoðanir sem fram komu á fjölmennum félagsfundi um hálendisvegi í vetur, eða tillögur sem væntanlega verða ræddar á aðalfundi n.k. laugardag.
Ég held að "samstarfsörðugleikar" geti tæpast verið tilefni til brottvísunar úr félaginu og að sá gjörningur sem lýst er í upphafi þessa þráðar samrýmist ekki lögum klúbbsins, en 12. grein þeirra er svohljóðandi:
[b:bpgz7hed]Stjórn félagsins er heimilt að standa í vegi fyrir því að einstakir aðilar fái aðild að félaginu og að vísa félagsmanni úr félaginu, ef sýnt þykir eða sannað að framkoma viðkomandi samræmist ekki markmiðum félagsins. Sé manni meinuð aðild að félaginu getur hann borið mál sitt undir almennan félagsfund.[/b:bpgz7hed]
-Einar
08.05.2006 at 19:43 #552114Bremsuförin sem hann skildi eftir sig á malbikinu voru svakaleg.
-Einar
08.05.2006 at 07:35 #551284Áð sjálfsögðu er þetta lygasaga. Flekaskilin eru ekki afmörkuð við eina ákveðna línu, heldur dreifist gliðnun yfir talsvert svæði, oft eru nokkrar sýnilegar sprungur á svæðinu. T.d er varla meira en fjórðungur af gliðnuninni yfir Almannagjá og næsta nágrenni. Ef menn synda yfir Þingvallavatn, þá er líklega farið yfir svæði þar sem um það bil helmingur af gliðnuninni á sér stað.
Á Reykjanesi mun vera brú yfir eina gjá, því er víst logið að ferðamönnum að þar séu mörk Ameríku og Evrópuflekanna.
Grjótagjá í Mývatnssveit er ein af gliðnunarsprungunum á norður gosbeltinu. Þar var vinsæll baðstaður sem varð of heitur í umbrotum 1977, seinna fannst annar baðstaður sunnar í gjánni, sem er talsvert notaður af heimamönnum.
-Einar
06.05.2006 at 14:40 #551960Flest af því sem Óli segir hér er rétt. Það sem ég var að vísa til er það er eitthver ástæða fyrir því að útfellingar eða tæring myndast á geymasamböndum á sumum bílum en ekki öðrum. Ég geri ráð fyrir því að algengasta ástæðan fyrir tæringu og útfelingum í nágrenni við rafgeyma, sé óþarflega há hleðsluspenna, sem veldur því að geymirinn gefur frá sér vetni og súrefni. Súrefni getur stuðlað að tæringu, bæði á geymasamböndum, festingum og öðrum málhlutum í næsta nágrenni við geyminn.
Það alger fjarstæða að bílgeymar hafi gott af því að vera tæmdir reglulega Þetta á við um NiCd hleðlsubatterí en er fljótvirkasta aðferðin til þess að eyðileggja bílgeyma.
Ending bílgeyma er mjög breytileg og fer eftir því hvernig þeir eru notaðir. Ég hef notað geyma i 7 eða 8 ár, en ég hef líka lent í því að geymar hafa verið ónýtir eftir innan við 3 ár. Það kostar ekki stórar upphæðir að skipta um rafgeymi, en það skiptir máli að vera með rétta greiningu á örsök vandans. Það er skammgóður vermir að skipta um rafgeymi, þegar það er alternatorinn sem er bilaður.
-Einar
06.05.2006 at 05:16 #551950Ég held að það sé ekkert að því að hreinsa póla og setja síðan á þá feiti, en með því er ekki verið að komast fyrir orsök þess að spansgrænan myndaðist til að byrja með.
Það getur annað hvort stafað af því að geymirinn fái of háa spennu frá alternator, eða að ein eða fleiri sellur í geymi séu orðar ónýtar. Með spennumælingu er auðvelt að komast að því hvort er tilfellið. Ef spennan á rafkerfi bílsins mælist eitthvað yfir 14.4 volt, þegar bíllinn er í gangi, þá bendir það á spennustilli alternatorsins, ef spennan á geyminum fer niður fyrir 12.5 volt, þegar bíllinn er búinn að standa nokkra klukkutíma, þá bendir það til þess að vandamálið liggi í geyminum.Sjálfur hef ég aldrei lent í því að geymir bili með þessum hætt, en það hefur komið fyrir að alternatorar hafa bilað.
Þegar ég þurft að skipta um rafgeyma, þá hefur það verið vegna þess rýmdin var komin niður í lítið brot af því sem hún á að vera, þó allar spennur væru eðlilegar. Geymir sem aldrei tæmist getur enst í mörg ár, en ef hann tæmist nokkrum sinnum þá getur hann orðið ónýtur á einu eða tveimur árum.-Einar
02.05.2006 at 09:31 #551708Það var farið djúpt ofan í þessi mál á [url=http://www.f4x4.is/new/forum/?file=fjarskiptamal/5909:1tq2w1fk]þessum þræði[/url:1tq2w1fk]
Það eru töluvert margir sem nota [url=http://www.universal-radio.com/catalog/fm_txvrs/2800.html:1tq2w1fk]Yaesu ft-2800m stöðina.[/url:1tq2w1fk] Nú er komin ný stöð, [url=http://www.universal-radio.com/catalog/fm_txvrs/1802.html:1tq2w1fk]Yaesu ft 1802m[/url:1tq2w1fk], sem er aðeins nettari og ódýrari.
Fyrir þá sem hafa áhuga, þá verður haldið [url=http://www.ira.is/:1tq2w1fk]próf fyrir radíoamatör leyfi[/url:1tq2w1fk] á næstunni, líklega þann 17. þessa mánaðar.
-Einar
30.04.2006 at 14:11 #551462Ég er algerlega óssamála Ofsa í þessu máli. Mér finnst það hið besta mál að Ferðaklúbburinn reki fjölskylduvænni stefnu heldur en mörg önnur félög. Það liggur beint við að staðfesta þess stefnu með því að taka af skarið um að hjón hafi bæði full réttindi ( og skyldur ) félagsmanna, gegn greiðslu félagsgjalds.
-Einar
29.04.2006 at 21:13 #551364Nú er veturinn búinn, samkvæmt almanakinu. Ef eitthvað er að marka veðurspárnar, þá er hætt við því að það sé búið með akstur á snjó þetta vorið, utan jökla.
-Einar
28.04.2006 at 16:00 #551352Í mínu tilfelli fór allt í steik vegna þess að ég hélt að þetta væru þéttihringirnir, og það væri allt í lagi að nota bílinn þó þeir væru óþéttir. Ég held að það skipti ekki máli hvort læsingin er á eða ekki, en það getur munað eitthverju hvort bíllinn er í framdrifi eða ekki.
Ég hef ekki séð minnst á bolta vandamálið í gögnum frá ARB (þeir tala um hringina). Ég lít á þetta sem hönnunargalla, sem þeir eru ekki að segja neitt frá að fyrra bragði. en ef mað spyr þá hjá Bílabúð benna, þá kannast þeir við þetta. (stórum dekkjum kennt um) Eftir því sem ég best veit, er búið að laga þetta í læsingum með módel númer 100 og hærra.
-Einar
28.04.2006 at 12:53 #551346Það er a.m.k tvennt sem getur valdið þessum einkennum, bilaðir þéttirhringir undir hringnum sem leiðir loftið í sjálfa læsinguna, eða lausir boltar sem halda læsingunni saman. Ég lenti í því síðarnefnda, þar sem dráttur varð á að ég opnaði læsingun olli þetta stórtjóni á læsingu og hlutföllum.
Nýjustu læsingarnar frá ARB hafa verið endurhannaðar þannig að það eru sömu boltarnir og halda kambnum, sem halda læsingunni saman, þá á læsingin ekki að gera farið í sundur nema kamburinn losni.-Einar
27.04.2006 at 14:01 #551146Á [url=http://www.chevron.com/products/prodserv/fuels/bulletin/diesel/L1_toc_rf.htm:2enqlmyh]þessari síðu[/url:2enqlmyh] er mikill fróðleikur um eldsneyti fyrir díselvélar.
-Einar
27.04.2006 at 12:12 #549424Mér hefur tekist að búa til skrár sem Nobeltec gat lesið, gæti kannske grafið það upp hvernig ég gerði það. Ein leið sem ég held að sé fær, er að nota gpsbabel (eða ozi) til þess að hlaða gögnum inn í tæki og láta Nobeltec síðan sækja þau þangað.
-Einar
-
AuthorReplies