FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir
You are here: Home / Einar Kjartansson

Einar Kjartansson

Profile picture of Einar Kjartansson
Virkur síðast fyrir 9 years, 3 months síðan
  • Prófíll
  • Groups 0
  • Forums
  • Topics Started
  • Replies Created
  • Favorites

Forum Replies Created

Viewing 20 replies - 641 through 660 (of 2,171 total)
← 1 … 32 33 34 … 109 →
  • Author
    Replies
  • 09.07.2006 at 14:44 #556060
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Nú er ég hræddur um að Tuddinn móðgist, ef ég man rétt fór hann óvirðulegum orðum um H2 og H3 Hummera og kallað þá skrípi hér á spjallinu. Bíllinn hans Þóris er H1 Hummer!. Annars er nafnaruglið bara í textanaum, í fyrirsögn og á forsíðu er rétt farið með nafn Tuddans. Miðað það sem gengur og gerist hjá blaðamönnum, þá er þetta bara nokkuð góð frammistaða.

    -Einar





    07.07.2006 at 13:23 #555962
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Ég vil taka undir það sem Benni segir hér um starf klúbbsins undanfarnar vikur. Kálfurinn með Blaðinu í gær var sérlega flottur, og sýndi klúbbinn í réttu ljósi.
    En það er alveg óþarfi að tala um Verkfræðininn og (hinn ímyndaða) vin hans í fleirtölu, ég hef nefninlega ekki orðið var við að málflutingur hans hafi fengið hljómgrunn hér á vefnum, hvorki nú né aður.

    -Einar





    05.07.2006 at 13:43 #554056
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Rás 16 er inn á milli sendi og móttöku tíðna 4×4 endurvarpanna, þannig að ef loftnet eru stillt fyrir endurvarpana, þá passa þau líka fyrir skipa rásirnar, þ.m.t. rás 16. Um fjarskitpti á sjó gilda alþjóðlegar reglur, samkvæmt þeim má nota allar tiltækar aðferðir til þess að leita aðstoðar þegar fólk er í neyð. Því meigum við nota rás 16 í neyð, og við megum líka hlusta á rás 16.

    Annars finnst mér kústugt segja, eins og nokkrir talsmenn björgunarsveita hafa gert hér, að það eigi að byrja á að hringja í 112. Ég hélt að málið snérist um það hvernig menn færu að því kalla á aðsoð þegar þeir eru utan þjónustusvæða GSM (og NMT meðan það lafir). Það er heldur ekki alveg einfalt að hringja í 112 úr gervihnattasíma, því slík símtöl eru ekki innanlandssímtöl.

    -Einar R-292





    20.06.2006 at 08:00 #554780
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Það er mjög góð veðurspá fyrir helgina. Endilega að skella sér í Mörkina. Þórsmörk stendur alltaf fyrir sínu, og þegar við bætist frábær leiðsögn, skemmtilegur félagsskapur og góður matur, þá gerist það ekki betra. Því miður kemst ég ekki í þetta skipti en ég veit að þetta verður frábært.

    -Einar





    12.06.2006 at 14:45 #554394
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Ég er í megin atriðum sammála Glanna, við ættum að vera mjög varkárir þegar kemur að breytingum á reglum um breytingar á jeppum. Það er komin mjög góð reynsla á þær enda hafa þær lítið breyst síðustu 15 árin.

    Ég vil hvetja alla þá sem hafa áhuga á öryggismálum að kynna sér nýútkomna [url=http://www.rnu.is/skyrslur/Skyrsla_RNU_2005.pdf:20cbfgas]Skýrslu Rannsóknanefndar umferðarslysa vegna ársins 2005.[/url:20cbfgas]

    Þar kemur m.a. fram að 95% banaslysa verða á vegum með steyptu eða bundnu slitlagi, 5% á malarvegum og 1% í torfærum. Ölvun er örsök næstum helmings allra banaslysa árið 2005 og allra þeirra slysa sem urðu í "torfærum" og fjallað er um í skýrslum rannsóknanefndarinnar fyrir tvö síðustu ár. Ég veit ekki hvort það er á verksviði tækninefndar, en ölvunarakstur er mál sem klúbburinn þarf að horfast í augu við, og taka á (áfram gundur!).

    En ég er hlyntur því að tækninefndin skoði veltibúr, og hugsanlega mæli með því notkun þeirra við tilteknar aðstæður, ef athugun bendir til þess að það sé æskilegt. Ef ég ætti að giska á hvapð gæti komið út úr slíkri úttekt, þá gæti það verið að mæla með veltibúrum þar sem eigin þyngd breytts bíls er meira en 20% yfir þyngd bíls fyrir breytingar.

    Ég held að það sé ekki skynsamlegt að undanskylja ófjaðraða þyngd gagnvart takmörkunum á heildarþyngd. Ófjöðruð þyngd er mjög óæskileg í jeppum eins og öðrum ökutækjum þar sem hún hefur mjög slæm áhrif á aksturseiginleika, sérstaklega á það við um þyngd dekkja. Massi hjólbarða hefur t.d. í för með sér næstum því tvöfalt álag á bremsur, samanborði við massa í yfirbyggingu.

    -Einar





    11.06.2006 at 14:25 #554324
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Þetta kort er ekkert merkilegri heimild um það hvar er leyfilegt að aka en t.d. bækurnar hans Ofsa. Það vill nefninlega svo til að hvorki Árni Bragason né landmælingar hafa neitt um það að segja, að óbreyttum lögum, hvar heimilt er að aka.
    Skilgreiningu á vegi er að finna í umferðarlögum og er hún svohljóðandi: [b:15b4wjyt]Vegur, gata, götuslóði, stígur, húsasund, brú, torg, bifreiðastæði eða þess háttar, sem notað er til almennrar umferðar.[/b:15b4wjyt]
    Ég lít svo á að allar leiðirnar í bókum Ofsa falli undir þessa skilgreiningu, því truflar það mig lítið þó Árni Bragason reyni að taka sér vald sem hann ekki hefur.

    -Einar





    09.06.2006 at 09:12 #554018
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Ég er sammála Snorra um að það er ótækt að menn segi ekki til sín, þegar þeir senda á rásum klúbbsins, sérstaklega endurvarpsrásunum, Þegar farið var af stað með VHF rásirnar, var sagt að menn ættu að nota félagsnúmerið sem kallmerki. Mér finnst líka vel koma til álita að menn geti valið sér sjálfir auðkenni eða kallmerki, sem verði þá bæði notað á ljósvakanum og vefsíðunni. Ef menn velja sín kallmerki sjálfir, þá gætu t.d. hin ýmsu gengi og ferðahópar fengið sér samstæð kallmerki.

    Varðandi spurningu Hjartar, þá er hægt að sjá hvort endurvarpi er virkur með því að senda augnablik á hann, ef hann er í lagi og heyrir í manni, þá svarar hann með burðarbylgju sem heyrist í eina eða tvær sekúndur eftir að sendingu er hætt.

    Hefur enginn heyrt í endurvarpanum á Strút nýlega, nú eru margir sem leggja leið sína um Húsafell og Jaka, er enginn sem hefur prófað rás 44 á þeim slóðum?

    -Einar R292 TF3EK





    08.06.2006 at 07:07 #554006
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Þegar við vorum við Fjórðungsöldu, þá vorum við á 3 bílum, með 3 tegundir af stöðvum. Mér gekk einna skást að ná sambandi við endurvarpann, enda var ég með aflmestu stöðina. Í Reykjavík duga mér 5 wött til þess að senda á Bláfjalla endurvarpann og IRA endurvarpana, þótt 65 dyggðu ekki til þess að vekja Fjórðungsöldu frá Nýjadal.
    Ég hef ekki orðið var við að menn séu mkið að bulla á endurvörpunum, og er ég þó yfirleitt með stöðina á skanni þegar ég er í bílnum. Mest af því sem ég heyri er á rás 45, svo kemur eitthvað í Reykjavík á rás 44, en ég efast um að það komi frá endurvarpa.

    -Einar





    07.06.2006 at 16:42 #553972
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    [url=http://www.f4x4.is/new/forum/?file=bilarogbreytingar/5771:lso6t350]Hér er næsti kafli á undan[/url:lso6t350] í þessari framhaldssögu.

    -Einar





    07.06.2006 at 15:35 #553998
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Á aðalfundinum sagði ég Begga frá minni reynslu af endurvörpum í vor, þær upplýsingar virðast ekki hafa komist til Kjartans.

    Í lok apríl frór ég frá Gæsavötnum um Nýjadal til Reyjkavíkur. Þá svaraði Fjórðungsalda ef maður var innan við 20-30 km frá henni, annars ekki. Mér tókst ekki að vekja aðra endurvarpa inni á Sprengisandi. Nokkrum vikum seinna fór ég yfir Langjökul í Flosaskarð og siðan að Jaka. Þar hefðu bæði Bláfell og Strútur átt að svara, hvorugur svaraði. Eini endurvarpinn sem hefur virkað eðlilega, eftir því sem ég hef prófað á þessum tíma er Bljáfjöll.

    Mér finnst eðlilegt að vefsíðan sé notuð til þess að miðla upplýsingum af þessu tagi, því miður er lítið eftir af vef f4x4 nema spjallið, því er það notað. Ef vefurinn væri með wiki, þá gæti það hentað mjög vel fyrir upplýsingar af þessu tagi.

    Eitt af því sem getur spillt fyrir því að endurvarparnir virki þegar þörfin er mest, er ísing á loftnetum. Hún getur verið mjög breytileg frá einum tíma til annars, en er að jafnaði mest þegar veður eru verst.

    -Einar





    07.06.2006 at 10:44 #553994
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Póst og fjarskiptastofnun rukkar ekki fyrir rásirnar, heldur fyrir sjálfar stöðvarnar (félagsmenn borga það beint). Síðan eru eitthverjar þumalputtareglur um fjölda stöðva fyrir hverja rás. Eitthverntíman var ég búinn að reikna út að klúbburinn ætti rétt á að fá úthlutað fleiri tíðnum miðað við þann fjölda stöðva sem félagsmenn eru skráðir fyrir.

    -Einar





    07.06.2006 at 09:40 #553988
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Mér virðist að mest af VHF notkuninni sé á rás 45, minna á beinu rásum 4×4. Endurvarparnir virast vera lítið notaðir, enda koma þeir ekki vel undan vetri.

    Nú eiga menn ekki að nota endurvarpana þegar beinu rásirnar duga, kannske er bara svona lítil þörf fyrir endurvarpa.

    Ég hef stundum velt því fyrir mér, þegar menn eru að dásama VHF kerfi klúbbsins, hvort þeir séu þá með beinu rásirnar eða endurvarpana í huga. Beinu rásunum fylgir enginn kostnaður fyrir klúbbinn.

    -Einar





    05.06.2006 at 06:15 #553636
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Ég er sammála því að það er engan veginn fullnægjandi lausn á öryggisfjarskiptum að fá rás 16 í sem flestar stöðvar, en það yrði engu að síður stór framför miðað við núverandi ástand. Eins og ástandið var á endurvörpum klúbbsins í vor, þá er ekki einu sinni hægt að tala um falskt öryggi í því samhengi.

    Framtíðarlausin liggur í stafrænum stöðvum, tengdum við Internetið. [url=http://eng.usna.navy.mil/~bruninga/aprs.html:1y4m8pt6]APRS[/url:1y4m8pt6] er slíkt kerfi. [url=http://www.ira.is/frettir/frettir20063005.html:1y4m8pt6]Íslenskir radíóamatörar[/url:1y4m8pt6] hafa sett eina APRS stöð upp á Skálafelli, fleiri verða væntanlega settar upp á næstunni, hugsanlega á Búrfelli eða Skrokköldu. APRS stöðvar eru einfaldari í uppsetningu og þurfa minna rafmagn en hefðbundnir endurvarpar. APRS stöð getur samanstaðið af talstöð og tölvu þar sem talsöðin er tengd við hljóðkortið í tölunni. Ef mér skjátlast ekki, þá getur hvaða APRS stöð sem er, þjónað sem endurvarpi eða beinir (router).

    -Einar





    04.06.2006 at 07:40 #553630
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Það er ekki ástæða til þess að fara að bæta við enn einni rásinni. Það er til aragrúi af rásum og endurvörpum gallinn er sá að það er undir hælinn lagt hvort einhver er að hlusta.
    Önnur málsgrein í[url=http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/key2/053-2000:u4tfgs3d]Reglugerð um fjarskiptabúnað og fjarskipti íslenskra skipa,[/url:u4tfgs3d] hljóðar svo: [b:u4tfgs3d]Ekkert ákvæði reglugerðarinnar skal koma í veg fyrir að skip, björgunarbátar eða fólk í neyð noti hvaða aðferðir sem völ er á, til að vekja á sér athygli eða gefa upp staðarákvörðun og leita aðstoðar.[/b:u4tfgs3d]

    Það þarf því ekki að breyta neinum reglum til þess að fólk í neyð geti notað rás 16, sem er með hlustun í öllum skipum og höfnum. Ef við þetta bættist hlustun í öllum vhf stöðvun á landi, þá væri það mikil framför frá núverandi stöðu.
    Það má líka benda á að þetta yrði líka til þess að bæta öryggi sjófarenda, ef smábátur lendir í vanda inni í þröngum firði, þá er ekki víst að önnur skipi heyri, en það gæti verið jeppi á svæðinu.

    -Einar





    02.06.2006 at 23:11 #553622
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Ég held að það liggi beinast við að við fáum að nota 156,800 MHz, (rás 16). Öll skip og bátar eru skyldug til þess að hlusta á þessa rás, ef sama ætti við um þá bíla sem eru með VHF stöðvar, þá eru talsverðar líkur á að einhver heyri neyðarkall. Ég er með rás 16 í skanni í bílnum hjá mér og mun ekki hika við að nota hana ef þörf krefur (sem vonandi verður aldrei).

    Ég stefni á að fara í nokkura daga gönguferð um Skeiðarárjökul og nágrenni í sumar, þá ætla ég að vera með VHF handstöð, með björgunarsveita og skiparásum. E.t.v. næ ég í 4×4 endurvarpann á Grímsfjalli, en ég myndi ekki treysta á hann.

    TF3EK





    02.06.2006 at 19:47 #553476
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Björgunarsveitirnar voru dæmdar til þess að greiða skaðabætur vegna þess að þær brutu lög, afhentu vöru sem bannað var að selja eða dreifa.

    Ef menn vilja fræðast um Fort Pinto málið, þá má lesa þetta í [url=http://en.wikipedia.org/wiki/Mother_Jones_(magazine):3d563hbz]wikepedia[/url:3d563hbz]

    [b:3d563hbz]In September 1977, the young magazine made a splash with the publication of Mark Dowies now-classic investigative story, Pinto Madness. The article revealed that the Ford Motor Company Motor Company had, through its own testing, uncovered a serious safety problem with the gas tank design of its popular Ford Pinto subcompact car. Mother Jones obtained and published an internal cost-benefit-analysis in which Ford weighed the costs of a recall against the anticipated cost of settlements in cases where passengers would be killed or injured. Eight months after the story appeared, Ford recalled 1.5 million Pintos for repairs at the time, the largest auto recall in American history. Pinto Madness won many awards, including a National Magazine Award.[/b:3d563hbz]

    Upphaflega greinin er [url=http://www.motherjones.com/news/feature/1977/09/dowie.html:3d563hbz]hér[/url:3d563hbz]

    -Einar





    02.06.2006 at 16:41 #553330
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Ég var að rekast á [url=http://www.mods.dk/view.php?ArticleId=1447:1bcghsgz]fróðlega síðu[/url:1bcghsgz] með mælingu á sendistyrk amtör stöðvar, utan amatör banda. Ég held að þarna sé fjallað um það sem Snorri átti við hér að ofan varðandi notagildi amatör stöðva á 4×4 tíðnum. 4×4 rásirnar eru rétt fyrir ofan 153 MHz nema rásirnar sem endurvarparnir hlusta á, sem eru fyrir ofan 163 MHz.

    Líklega þurfa menn að skrá sig inn, til þess að lesa síðuna.

    -Einar





    02.06.2006 at 11:58 #553466
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Sæll nafni.
    Ég er sammála þér varðandi SAA og spilakassana (eða IOGT og bingóin). Það er ekki einfalt að draga mörkin varðandi það hvenær áhætta er ásættanleg og hvenær ekki. Þessi mörk hafa líka verið að færast til. Fyrir fáum áratugum fórust tugir íslendinga í sjóslysum á hverju ári Með markvissu starfi margra aðila hefur tekist að fækka þessum slysum í lítið brot af því sem áður var.

    Fyrir 12 árum töldu margir að það væri allt í lagi að búa á snjóflóðasvæðum. Nú hafa ráðamenn áttað sig á því að það er ekki í lagi að líkur á að ungt fólk deyji af völdum snjóflóða séu margalt meiri en af öllum öðrum orsökum samanlagt, en þannig var staðan á mörgum stöðum fyrir 10 árum.

    Margir vilja líka gera strangari kröfur þegar börnin okkar eiga í hlut, flest fórnarlöm flugeldaslysa eru drengir.

    -Einar





    02.06.2006 at 10:13 #553460
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Samkvæmt [url=http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=772225:323w60yx]þessu[/url:323w60yx] verða tugir augnskaða af völdum flugelda á hverju ári. Þá eru öll önnur slys ótalin. Það örugglega ekki nema lítill hluti slysanna skráðir, það fara ekki allar á borgarspítalann sem meiðast. Flestir þeirra sem slast eru drengir.

    Hvað er til ráða? Eg er ekki með neina patentlausn, en fyrsta skrefið gæti verið að láta svipaðar reglur gilda um púðrið og gilda um tóbakið, banna allar auglýsingar og skera á hagsmunatengsl sem leiða af því að aðilar sem sinna slysavörnum og æskulýðsstarfi hagnist á brjálæðinu.

    -Einar





    02.06.2006 at 05:47 #553454
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Það sem mér finnst ekki ganga upp, er að félög sem hafa það að markmiði, að draga úr slysum, hagnist á sölu á vöru sem veldur mjög mörgum slysum um hver áramót. Það er rækilega notað í auglýsingum að með því að kaupa flugelda séu menn að styrkja gortt málefni. Líklega hefur þetta stuðlað að þessari fáránlega miklu notkun á flugeldum í Íslandi. Það fer ekki á milli mála að margir kaupa flugelda "til þess að styrkja gott málefni".

    Þetta er ekki í lagi. Og það skiptir engum sköpum hér um þó menn afhendi gleraugu með dótinu og leggi mikið auglýsingar til að fegra ímynd sína.

    Hefur Landsbjörg aflað gagna um samanburð á slysatíðni af völdum flugelda hér og í nágrannalöndunum?
    Eru þessar upplýsingar aðgengilegar á vefsíðu landsbjargar, eða hentar ekki að birta þær?

    Ég þekki ekki hvernig staðið er að sölu flugelda í öðrum löndum, en ég man ekki til þess að hafa séð flugelda, öðruvísi en í sýningum, þau 12 sem ég bjó í USA.

    Einar, hver var þessi klaufaskapur sem þú varst að tala um? Sá sem slasaðist ver ekki sá sami og fékk tertuna afhenta "sem bónus". Og spurning til Ólafs, gefur lögbrot af því tagi sem þarna átti sér stað ekki tilefni til þess að höfðað verði opinbert mál og viðkomandi sóttur til saka?

    -Einar





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 641 through 660 (of 2,171 total)
← 1 … 32 33 34 … 109 →

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.