Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
12.08.2006 at 15:37 #557694
Það er einnkum tvennt sem veldur því að ég myndi hugsa mig tvisvar um áður en ég fjárfesti í gervihnattasíma, kostnaður og framtíðarhorfur. Nú kostar áskrift að Iridium 30.000 krónur á ári og stofnkostnaður er um 150.000 krónur.
Um er að ræða tvö kerfi, [b:vr3tn2ep][url=http://en.wikipedia.org/wiki/Globalstar:vr3tn2ep]Globalstar[/url:vr3tn2ep][/b:vr3tn2ep] og [b:vr3tn2ep][url=http://en.wikipedia.org/wiki/Iridium_%28satellite%29:vr3tn2ep]Iridium[/url:vr3tn2ep][/b:vr3tn2ep]. Bæði kerfin urðu gjaldþrota um það bil sem þau voru gangsett um aldamótin. Gervitunglin sem notuð eru hafa takmarkaðann endingartíma og eru þegar farin að týna tölunni. Ég hef ekki séð neitt sem bendir til þess að tekjur kerfanna standi undir endurnýjun gervihnattanna, því má búast við því að kerfin lognist smánsaman útaf. Eftir upplýsingum í greininni sem vitnað er til hér að ofan að dæma, er óvíst að Globalstar kerfið lifi NMT kerfið, og Iridium kerfið á lítið lengra aftir.
-Einar
11.08.2006 at 09:47 #557626Það stendur stórum stöfum á síðunni sem Benni vísaði á, að þetta er amatör stöð. Þessi stöð er ábyggilega mjög góð, hefur það m.a. fram yfir flestar sambærilegar stöðvar að hún er með innbyggððri loftnetsaðlögun (tuner).
Munurinn á amatör stöðvum og commercial stöðvum er fyrst og fremst lagalegur, til að nota amatör stoðvar þarf notandinn að hafa leyfi en á commercial stöðvum er skráningin bundin við stöðina sjálfa. Reynt er að gera slíkar stöðvar "idiot proof" með því að einfalda notendaviðmótið en slíkt dregur óhjákvæmilega úr notagildi.
Það er auðveldara að finna amatör stoðvar á netinu, vegna þess að þær eru markaðsettar eftir öðrum leiðum heldur en commercial stöðvarnar. Allar stöðvarnar á [b:jiiaqzb3][url=http://www.universal-radio.com/catalog/hamhf.html:jiiaqzb3]þessum lista[/url:jiiaqzb3][/b:jiiaqzb3] ráða við SSB samkipti á 2790 kHz. Stærðin af loftneti sem þarf, fer eftir tíðninni sem notuð er, ekki stöðinni.
Annars er 2790 á milli bylgju (MF) en ekki stuttbylgju (HF).-Einar
10.08.2006 at 17:30 #557372Ég talaði í dag við Sigurð Inga Friðleifsson, sem sér reiknivélar á orkusetur.is. Hann fann villu í gögnum hjá sér, nú lítur samanburður á bensín og díselvélum í TLC 100 svona:
[img:1yzue3ww]http://klaki.net/tmp/landcruser.png[/img:1yzue3ww]Ég bar þetta saman við tölur frá vefsíðu [b:1yzue3ww][url=http://www.toyota.is/?PageID=185:1yzue3ww]toyota.is[/url:1yzue3ww][/b:1yzue3ww] það passar nokkurnveginn við CO2 fyrir díselvélina en eyðslan er ofmentin á díselbílnum og CO2 útblásturinn á bensínvélinni. Þannig að ekki hefur enn tekist að leiðrétta þennan tiltekna bíl í reiknivélinni.
-Einar
10.08.2006 at 03:45 #557590Ég er búinn að nota sama NMT símann síðan 1992. Ég hef ekki orðið var við að þjónustu NMT kerfisins hafi hrakað, t.d. náði ég sambandi allstaðar þar sem ég prófaði, þegar ég fór Gæsavatnaleið í síðasta mánuði. Mér þykir það nokkuð gott fyrir kerfi sem vinnur á 70 sm bylgjulengd og er þar af leiðandi takmarkað við sjónlínu. Það verður mjög stórt skref aftur á bak, þegar kerfinu verður lokað.
-Einar
08.08.2006 at 18:30 #557368Hvort eru það vísindalegri vinnubrögð, að gæta þess að það sé samræmi í þeim gögnum sem gefin eru upp á síðunni, og þau sæmræmist grundvallar lögmálum eðlis- og efnafræðinnar, eða að fylgja í blindni boðskap frá Brussel eða Nýbílaveginum?
Ég fór einu sinni (þegar ég var starfmaður Orkustofnunar) til Brussel til þess að lesa yfir styrkumsóknir. Ég tek meira mark á því sem mér var kennt í MA sællar minningar, en því flóði sem kemur frá Brussel.
Losun koltvísýrings er í réttuhlutfalli við eldsneytisnotkun fyrir hverja tegund eldsneytis. Reiknivélin, eða gögin sem hún notar, eru ekki í lagi, þegar þegar þetta hlutfall rokkar frá 2.4 kg CO2/liter í 3.6 kgCO2/liter, eins og það gerði fyrir þau örfáu tilfelli sem ég skoðaði.
Annars leit ég á vefsíðu toyota.is, þar er í öllum tilfellum gefinn upp meiri CO2 losun á km fyrir bensín en dísel, meira að segja þó borin sé saman TLC 100 dísel vél og
barbí bensínvél, eins og gundur gerir. Samkvæmt vef toyota er útbástur fyrir LC100 með dísel innan við 300 g á km, sem gerir innan við 6 tonn fyrir 20000 km, reiknivélin gaf 8.5 tonn.Einar
08.08.2006 at 17:37 #557466Ég hef ekki reynslu af veltigrindum sjálfur, en síðastliðinn vetur hafði samband við mig Halldór Sigurþórsson (s 663 4371), sem er með mikla reynslu í þessum efnum. Hann lagði til að notuð væru 32 mm [url=http://www.ga.is/?p=300&i=19&v=54:h0zauy7m]heildregin rör,[/url:h0zauy7m] með 3mm veggþykkt. Ef gert væri mát af því hvernig rörið ætti að vera, með pappa, væri hægt að fara með það á púst verkstæði, þar sem menn eru með aðstöðu til þess að beyja rör. Mikilvægast að gera boga fyrir aftan framsætin og tengja hann við öryggisbelta festingarnar. Hann taldi ekki ástæðu til að láta grindina ná að framrúðu, en einnig má gera boga fyrir aftan aftursætið, og tengja bogana saman. Það er mikilvægt að hafa góða tenginu við gólfið í bílnum.
Vona að ég hafi komið þessu óbrengluðu til skila.-Einar
06.08.2006 at 09:02 #557360Ég er nokkuð viss um að þetta er rétt reiknað hjá Ágústi. Hver líter af bensíni skilar aðeins minna, aðalega vegna þess að eðlisþyngd bensíns er lægri, mig minnir að hún sé nærri 0.8 kg/liter. Ég held að það sé nærri lagi að reikna með að allt kolefnið í eldsneytinu endi sem CO2, kolmonoxíðið, CO, safnast ekki upp í andrúmsloftinu, það tekur til sín súrefni og endar sem CO2.
Ég er líka sammála Guðbrandi um að það sem komið hefur frá þessu Orkusetri á Akureyri hingað til, hefur ekki verið trustvekjandi.
-Einar
04.08.2006 at 22:37 #557354Hver er að afsaka hvað? Reiknivélin er einfaldlega biluð, stundum fær hún 2.5 kg af CO2 fyrir hvern líter af olíu, en stundum fær hun 3.5 kg. Ég held að réttu gildin séu nærri 3 kg/l fyrir dísel og 2.5 kg/l fyrir bensín.
Til þess að díselbíll losi minna af CO2 heldur en sambærilegur bensínbíll þar eyðslan á díselbílunum að vera c.a. 20% minni. Fyrir commonrail díeslvélar er munurinn á eyðslu bensín og díselbíla meiri en 20% en fyrir eldri gerðir díslevéla getur munurinn verið minni, sérstaklega á malbikuðum þjóðvegum. Þannig að ef menn horfa eingöngu á losun CO2, þá er ekki einhlítt að díselbíll sé betri en bensín, sérstkalega ef bíllinn er mest notaður til að aka á malbiki utan þéttbýlis.
Ég hef átt 2 bensín jeppa og einn díselknúinn. Yfirburðir díselvélarinnar liggja fyrst og fremst í miklu minni eyðslu þegar ekið er utan malbiks. Reiknivélin á orkusetur.is veit ekkert um slíkan akstur.
-Einar
04.08.2006 at 21:43 #557350Reiknivélin er klárlega biluð. Ég prófaði að setja inn Skoda með 1.8 l díselvél, þar var allt annað hlutfall milli útbálsturs og olíu en á landkrúsernum. Fyrir hvern líter af olíu sem er brent, verða til c.a 3 kg af CO2 en eitthvað minna fyrir hvern líter af bensíni. Mest af massanum kemur frá súrefni sem kemur úr andrúmslofinu.
Þess fyrir utan er samanburðurinn hjá Gundi villandi vegna þess að 6 cylindra bensínvélin er í TLC 120 en 6 cyl díselvélin er í TLC 100, sem er miklu þyngri bíll.
Ef menn vilja fá samanburð á bensín og dísel, þá þurfa menn að bera saman samskonar bíla, ekki stóran krúser og barbí.
– Einar
04.08.2006 at 16:00 #557334Ég fór um nágrenni Ölkelduháls fyrir viku síðan. Ég varð ekki var við mikil ummerki um nýjar framkvæmdir, þó var búið að setja ræsi á Hengladalaána. Þarna var boruð "rannsóknarhola" veturinn 1995, og nokkru síðar var svæðinu stórspillt með tilganglausri lagningu á háspennlínu með tilheyrandi vegagerð.
Þarna er mjög verðmætt útivistarsvæði sem full ástæða er á að vernda gegn frekara raski. Jarðhitinn á þessum slóðum er mjög fjölbreyttur, að mínu mati er þarna tilkomumesta jarðhitasvæðið á Suð-Vesturlandi. Í Klambragili er t.d. flottasti náttúrulegi baðstaður sem ég hef upplifað.
-Einar
01.08.2006 at 20:29 #557104Það hefur aldrei verið NMT samband á kaflanum frá Bláfellhálsi inn að Árbúðum, enda er slíkt ekki sýnt á útbreiðslukortum Símans. Sennilega hefur útbreyðslukortið lítið breyst síðan 2000, mér skilst að stöðvun utan GSM svæða, hafi verið haldið gangandi með því að flytja búnað úr þéttbýlinu þangað.
En ég er sammála Snorra að besti kosturinn fyrir örugg fjarskipti er að byggja á bylgjum sem eru ekki háðar sjónlínu. En ég held að það vær betra að koma upp kerfi fyrir stafræn skilaboð, sem hægt væri að nota til þess að senda SMS eða tölvupóst, heldur en að reyna að lífga við handvirkt talstöðva kerfi. Slík stafræn kerfi með bandvíd sem dugir fyrir SMS skilaboð, þarf miklu minni bandvídd og þar með miklu minna sendiafl, heldur en sending á tali.
-Einar TF3EK
01.08.2006 at 14:51 #557096Mín reynsla er að NMT kerfið virkar ótrúlega vel, Ég næ sambandi víða þar sem ekki ætti að vera samband samkvæmt kortum Símans, t.d. á Langjökli og austurhluta Vatnajökuls, en man ekki eftir að hafa mistekist að ná sambandi á svæðum sem Síminn segir að kerfið virki, nema þá ofan í þröngum dölum eða giljum.
Mér þykir ólíklegt að artaki NMT kerfisin nái sambærilegri þekju.
NMT kerfið er bundið við sjónlínu eins og VHF kerfið, og arftaki NMT kerfisins. Slíkt kerfi getur aldri náð onfan í þrönga dali og gil. Með því að nota stuttbylgjur eða miðbylgjur, eins og gömlu gufunes rásirnar þá er hægt að komast hjá þessum annmarka, og fá kerfi sem nær allstaðar.Það gildir um NMT eins og önnur fjarskipta kerfi, að stöðvar og loftnet þurfa að vera í lagi og rétt stillt.
Að nota ssb á 2790 kHz er einn möguleiki, en alls ekki sá eini.
Snorri, ertu kominn með IC-7000 stöðina ?
-Einar TF3EK
31.07.2006 at 21:48 #557132Það er ný búið að fjalla um [b:cvhj572c][url=http://www.f4x4.is/new/forum/?file=faerd/7747:cvhj572c]Gæsavatnaleið[/url:cvhj572c][/b:cvhj572c] hér á spjallinu.
Ég held að það skipti litlu máli hvort dekkin eru 33" eða eitthvað stærra, en ég er vanur að fara í 10-12 psi í sumarferðum á grófum slóðum.
NMT síminn minn var inni allstaðar þar sem ég gáði á Gæsavatnaleiðinni. Ég notaði hann m.a. við Gæsavatnaskála, á Urðarhálsi og við Dreka.
-Einar
31.07.2006 at 16:24 #557082[b:3r1ggt4c][url=http://www.pta.is/displayer.asp?cat_id=112&module_id=220&element_id=847:3r1ggt4c]Hér[/url:3r1ggt4c][/b:3r1ggt4c] er samantekt á við brögðum við skjalinu sem Tryggvi vísar á hér að ofan.
Ég hef heyrt að Síminn hafi sett stefnuna á CDMA-450. Ef satt er, þá eru það slæmar fréttir fyrir okkur þar sem notendabúnaður fyrir það kerfi verður án efa mun dýrari en fyrir GSM-450, og CDMA er illa samhæft við GSM kerfið.
Í CDMA kerfinu er áherslan á afköst í gagnaflutingum frekar en langdrægni.Annars fannst mér það sláandi við lestur umsagnanna, hversu lítið ber á sjónarmiðum notenda, t.d. ferðafólks og sjómanna. Missti fjarskiptanenfnd klúbbsins þarna af tækifæri til þess að koma okkar sjónarmiðum á framfæri?
-Einar
29.07.2006 at 18:06 #556938Ég er ekki viss um að það sé rétt að skella allri skuldinni á Sturlu og Vegagerðina. Ef ég man rétt hafa sveitarstjórnarmenn í Mývatnssveit gengið fram með miklu offorsi í þessu máli, m.a. réðust þeir á Landvernd, eftir að hún hafði fjallað um málið.
Mér finnst vel koma til álita að leggja þarna sumarveg sem fylgir landslagi, með bundnu slitlagi, svo ferðamenn á bílaleigubílum geti komist um svæðið með góðu móti.
En Vegagerðin og heimamenn heimta heilsárshraðbraut, sem hönnuð er fyrir þungaflutninga.Álit Skipulagsstofnunar og matsskýrslan eru [b:2rey1jcr][url=http://www.skipulag.is/focal/webguard.nsf/key2/rdbn6mqhh6.html:2rey1jcr]hér.[/url:2rey1jcr][/b:2rey1jcr]
Skýrsluhöfundar staglast mikið á því að svona vegur sé öruggur. Þeir virðast ekki hafa meðtekið það að flest banaslys verða á bestu vegunum, þar sem hraðinn er mestur og fátt sem heldur athygli ökumanns.
-Einar
27.07.2006 at 15:18 #556782Þar sem gróðurþekjan er svo veikburða að sár sem myndast vegna umferðar setja af stað stórfelldan uppblástur, þá er það spurning um hvenær en ekki hvort, viðkomandi svæði blæs upp. Ef til vill verður það eitthver breytileiki í veðurfari, t.d þurrkur, hvassviðri eða vatnsveður, eða eldgos, sem hleypir ferlinu af stað, en niðurstaðan er sú sama.
Það þarf þó ekki langa friðun frá sauðfjárbeit til þess að styrkja gróðurinn, þannig að rofabörðin og skorningarir grói með tímanum.
Ég held að það sé líka villandi að tala um ofbeit sauðfjár, réttara væir að tala um stjórlausa beit, rollan er þeirrar náttúru að hún sækir mest í nýgræðinginn, t.d. þar sem gróður er að nema land eða græða sár.
Ef nýta á land til sauðfjarbeitar með sjálbærum hætti, þarf að stjóna beitinni þannig að rollunni sé haldið á svæðum sem eru fullgróin, og að þau séu hvíld reglulega, til þess að sárin sem alltaf myndast, nái að gróa.
-Einar
27.07.2006 at 10:28 #556776Það má draga þá ályktun af því sem Skúli segir hér, að rask vegna umferðar (hesta eða bíla) sé ein megin örsök uppblásturs og þar með gróðureyðingar.
Þetta er mjög villandi. Upplástur verður ekki þar sem ástand gróðursins er eðlilegt, sár sem alltaf myndast af völdum vatnsrofs, umferðar eða af öðrum orsökum, gróa einfalega af sjálfsáðum.
Þegar sárin gróa ekki, stafar það af því að gróðurþekjan hefur veikst af eitthverjum ástæðum, á Íslandi er það nær eingöngu vegna beitar sauðfjár. Aðrir grasbítir svo sem hross, gæsir og hreyndýr virðast ekki skipta máli í þessu samhengi.
Gott dæmi um þetta má sjá í Kringilsárrana, það er svæði sem er friðað fyrir sauðfé af náttúrunnar hendi, en þar er allt krökkt af gæs og hreyndýrum.
[img:1t96isv3]http://rocky.klaki.net/sony/05aug03/einar/t/2005_0730_171324.jpg[/img:1t96isv3]
Sá hluti Kringilsárranans sem ekki fór undir jökul 1964, er algróinn og töluverður gróður er á því svæði sem komið hefur undan jökli síðan 1964. Þó er mestur hluti Kringilsárranans ( það sem ekki fer undir Hálslón ) í um og yfir 700 hæð yfir sjávarmáli.
Austan Jöklusár á Brú, eða vestan Kringilsár, þar sem rollan kemst að, er gróðurfar með allt öðrum hætti.-Einar
24.07.2006 at 22:00 #556724Ég fór norður Gæsavatnaleið þann 10 júlí. Fór yfir nokkra snjóskafla í austanverðum Dyngjuhálsi. Með 12 psi í dekkjum var ekki fyrirstaða í þessum sköflum. Vatnsdýpi á fæðum við Dyngjujökul var c.a. 10 sm, en fer væntanlega mikið eftir veðri og tíma dags.
-Einar
24.07.2006 at 09:43 #556702Það er ætlast til þess að það sé farið á rampinn með bílinn ólæastann. Á bílum með nóspin eða álíka, þá þarf aðstoðarmann til þess að segja til um það hvenær bíllinn hættir að stíga í öll hjól. Þetta er vandasamt, því er slík mæling mun ónæakvæmari en ef miðað er við það hversu langt bíllinn kemst ólæstur. Ef farið er á ramp með læst drif, er auðvelt að velta bílnum.
[url=http://um44.klaki.net/rti.pdf:2pj61uxo]Þessar niðurstöður[/url:2pj61uxo] eru frá því í [url=http://www.f4x4.is/new/forum/?file=bilarogbreytingar/6745:2pj61uxo]vetur[/url:2pj61uxo]. Þá fóru allir sem ekki voru með nospin ólæstir á rampinn.
-Einar
17.07.2006 at 16:44 #554062Sjá aðra málsgrein [url=http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/key2/053-2000:136x3k1g]hér[/url:136x3k1g]
-Einar R-292
-
AuthorReplies