Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
26.09.2006 at 12:52 #561530
Marine stöðvar eru með föstum rásum, en eru yfirleitt ekki forrtanlegar, eins og þarf til að nota rásir f4x4.
Þessar stöðvar eru allar á sama tíðnisviði, t.d. hlusta endurvarpar f4x4 öðru megin við marine tíðnirnar en senda hinum megin.
Hér er t.d. lisi yfir [url=http://www.navcen.uscg.gov/marcomms/vhf.htm:3upbli1h]marine rásir sem notaðar eru í USA[/url:3upbli1h]-Einar
26.09.2006 at 10:25 #561466Eru ekki búkollur og peilóderar á ennþá stærri dekkjum? Ætli verði hægt að fá slíkt að góðum kjörum, þegar dregur úr "framkvæmdum" fyrir austan?
-Einar
26.09.2006 at 09:08 #561424Ég vona að þú skiptir hið snarasta um skoðun, það er ekki hægt að láta þessa ræfla halda að skemmdarverk þeirra séu að skila eitthverjum árangri.
Eg var að taka efir því að "vefur utangarðsmanna" svarar ekki lengur, ef ég þekki þá sem sjá um tölvumál hjá Háskóla Íslands rétt, þá eru þeir ekki umburðarlyndir gagnvart misnotkun á neti og búnaði háskólans af því tagi sem [url=http://www.f4x4.is/new/profile/?file=5694:1bfa5xkj]Verkfræðingurinn[/url:1bfa5xkj] hefur gert sig sekan um.-Einar
25.09.2006 at 13:59 #561280Ég held að það þjóni ekki okkar hagsmunum að það verði til kort sem sýna alla þá vegi sem heimilt er að aka. Þau öfl sem vilja takmarka ferðafrelsi okkar dreymir um slíkt kort, því þá yrði hugsanlega hægt að sakfella okkur fyrir að ferðast eftir þeim vegum og leiðum sem við erum að nota.
Eins og staðan er núna er sennilega ekki hægt að sakfella menn fyrir að ferðast eftir misgömlum vegum og slóðum, niðurstaða í þeim málum sem nú eru fyirir dómstólum mun væntanlega staðfesta þetta.Ef markmiðið er að sporna gegn náttúruspjöllum, þarf það að endurspeglast í viðkomandi lögum og reglum, slíkt vantar í núgildandi reglugerð.
-Einar
25.09.2006 at 12:18 #561104Lagagreinin sem ég vísaði til hér að ofan er sú þrettánda í nýrri útgáfu af lögum klúbbsins. Hún er svo hljóðandi:
[b:2mbxcigc]13. grein.
Stjórn félagsins er heimilt að standa í vegi fyrir því að einstakir aðilar fái aðild að félaginu og að vísa félagsmanni úr félaginu, ef sýnt þykir eða sannað að framkoma viðkomandi samræmist ekki markmiðum félagsins. Sé manni meinuð aðild að félaginu getur hann borið mál sitt undir almennan félagsfund.[/b:2mbxcigc]Annars er mér ekki kunnugt um að þessari grein hafi verið beitt nýlega, þrátt fyrir að það sé mín persónulega skoðun, að fullt tilefni sé til þess í umræddu tilviki.
Kannske veit Kristberg eitthvað meira um þetta en ég.
-Einar
25.09.2006 at 10:33 #561100Það hefur enginn verið rekinn úr klúbbnum vegna skoðana sinna. Ég hef sjálfur stundum verið mjög ósamála tilteknum ákvörðunm stjórnar, og ekki legið á þeiim skoðunum mínum. Þó hefur mér aldrei verið hótað brottrekstri.
Tveir einstaklingar, sem hafa lagt sig fram um að valda leiðindum með óhróðri og persónulegum árásum á einstaka félagsmenn, hafa verðið útilokaðir af vefnum. Þetta hefði þurft að gera miklu fyrr, en betra er seint en aldrei. Ég veit ekki hvort þeir hafa verið reknir úr klúbbnum, en vissulega er fullt tilefni til þess, samanber 12 grein laga klúbbsins.
-Einar
25.09.2006 at 09:19 #561164Ég er vanur að nota aðeins einfaldari formúlu til þess að breyta lítrum/100km í mílur/gallon, það er að deila í 235.2. Virkar í báðar áttir.
Þannig er 10l/100km sama og 23.52 mílur á gallon (mpg), og 23.52 lítar / 100 km gerir 10 mgp. 15.3 l/100km er sama og 15.3 mpg.
Gallinn við fueleconomy.com er að þar eru mjög fáir díselbílar, fyrir utan nokkra vörubíla, og að þeir virðast rúnna af í heilar mílur á gallon, sem veldur óþarfa ónákvæmni fyrir eyðsluferka bíla eins og umrædda vörubíla.
-Einar
24.09.2006 at 08:11 #561190[url=http://klaki.net/tmp/hofsvad.plt:1bd3epcz]Hér er ozi explorer ferill[/url:1bd3epcz] sem byrjar austan við Hófsvað, liggur yfir vaðið og til byggða. Þessi ferill er úr ferlasafni 4×4.
[img:1bd3epcz]http://klaki.net/tmp/hofsvad.jpg[/img:1bd3epcz]-Einar
23.09.2006 at 19:35 #561150Í [url=http://en.wikipedia.org/wiki/Diesel_engine#Power_and_fuel_economy:2pyt81te]þesari grein[/url:2pyt81te] er samanburður á eyðslu bensín og mismunadi gerða af díselvélum.
-Einar
22.09.2006 at 15:33 #561044Á tilkynningu á forsíðu stendur: [b:2k6w7q0f]"Vegna óhagstæðra skilyrða á svæðinu í kringum miðjuna…"[/b:2k6w7q0f] Ég á erfitt með að sjá fyrir mér hvaða skilyrði það eru á svæðinu, sem ekki þola umfjöllun á vefnum. Er tilkynningin kannske röng að þessu leiti?
-Einar
22.09.2006 at 09:43 #561032Ég held að það sé varla hægt að biðja um hagstæðari veðurhorfur, en eru fyrir helgina, þurviðri og hiti á hálendinu rétt fyir frostmarki. Spá veðurstofunnar fyrir hálendið á morgun er svo hljóðandi: [b:1nht60g3]Hæg austlæg átt í nótt og á morgun. Víða næturfrost, en hiti 2 til 7 stig að deginum.[/b:1nht60g3]
-Einar
21.09.2006 at 13:12 #560784Það er rétt hjá Ólsaranum, að í [url=http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/b7fd33650490f8cf00256a07003476bb/56dbb89b15232dff0025701c005a94a9?OpenDocument:38ic5qad]reglugerðinni[/url:38ic5qad] eru ákvæði um undanþágur vegna starfa við landbúnað. Tilvísanir í ýmsar regur sem snerta ferðamenn eru á vef [url=http://um44.klaki.net/reglur.html:38ic5qad]umhverfisnefndar[/url:38ic5qad]
Núgildandi náttúrverndarlög voru sett vorið 1999, á sama tíma og Austari Hagafellsjökull hljóp út í Hagavatn, því fylgdu flóð í Farinu, þá tók m.a. af göngubrú sem var yfir útfallið. Á fyrri hluta 20. aldar urðu miklar breytingar á þessum slóðum samfara því að jöklar hopuðu. M.a. urðu mikil flóð 1929.
-Einar
21.09.2006 at 07:55 #560764Ég sting upp á því að miðjufarar leggi smá krók á leið sína á sunnudaginn, og geri vettvangskönnun við Hagavatn. Ef ég les staðsetningu rétt af myndinni, þá er hún tekin á 6427.99 N, 02014.80 V, (wgs-84) sem er 540 metra beint norður af staðsetningunni í ákræunni. Ef miðjufarar taka með sér myndina úr Mogganum, þá ættu þeir að geta fundið staðinn þar sem myndin var tekin, svo ekki skakki nema örfáum metrum.
Þegar ég hef farið þarna um, hef ég leitað að hliðarslóðum, en engar fundið, ég held að það megi fullyrða að það eru engar aðrar slóðir í nágreinni Hagavatnsskála, jafn greinilegar og sú sem sést á myndinni, nema [url=http://vegir.klaki.net/vegir/?q=node/191:1r8a6503]Hagavatnsvegurinn[/url:1r8a6503] sjálfur. Líklega heflar vegagerðin veginn ekki lengra en að skála, en vegurinn heldur áfram að útfallinu þar sem Farið rennur úr vatninu. Það mætti hugsanlega deila um það hvort vegurinn liggur upp síðustu brekkuna, eða endar við rætur hennar, eins sýnt er á DMA (1/50,000) kortunum.
Það má líka hafa það í huga að á skiltinu við vegamótin á Kjalvegi, rétt norðan við brúna á Sandá, stendur Hagavatn, ekki Hagavatnsskáli.
-Einar
21.09.2006 at 00:31 #560626Það er eðli jökulvatna, að þau hlaða undir sig, þar sem þau renna á hallalitlu landi, og þurfa því reglulega að skipta um farvegi.
Þegar fyrst var ekið inn í Þórsmörk, skömmu áður en byrjað var breyta farvegi Markarfljót með stíflugörðum, þá rann það meðfram Fljótshliðinn og í farveg Þverár, rétt hjá Hvolsvelli. Þá var hægt að aka "þurrum fótum" úr Landeyjum í Húsadal í Þórsmörk, því Krossá rann til sjávar án þess að koma nokkurntíma í Markarfljót.[url=http://www3.vegag.is/faerd/sudurl1.html:2mql2ok7]Kort vegagerðarinnar[/url:2mql2ok7] passar við það sem Hlynur segir.
-Einar
20.09.2006 at 23:52 #560756Ef staðsetningin í ákærunni, 64°27.7 N, 20°14.8 V, er tekin bókstaflega, þá er hún eins og sést á kortinu hans Óskars. Þessi staðsetning er aðeins gefin upp á 1/10 úr mínútu, sem gefur til kynna óvissu upp á a.m.k. 200m, sem þýðir að þeir gætu alt eins verið við [url=http://www.fi.is/page.asp?Id=550:2x1umexk]Hagavatnsskála.[/url:2x1umexk]
Það er hægt að fá nákvæmari staðsetningu en þetta út frá [url=http://klaki.net/tmp/hagavatn.jpg:2x1umexk]ljósmyndinni sem birtist í mogganum í gær[/url:2x1umexk].[img:2x1umexk]http://klaki.net/tmp/hagavatn.png[/img:2x1umexk]
Á þetta kort hef ég teiknað inn kassa upp +/- 0.1 mínútu utan um ákæru staðsetninguna, og línur sem sýna það svæði sem sést á myndinni. Samkvæmt myndinni eru þeir á Hagavatnsvegi nærri vaðinu á Jarlhettukvísl (sem oftast er þurr), um 400 m norðan við Hagavatnsskálann. Ef myndin hefði verið tekin á ákærustaðnum, hefði skálinn sést á henni. Með því að fara á staðinn væri hægt að negla staðsetninguna enn frekar niður. Mér finnast þessi vinnubrögð loggunnar með ólíkindum, og benda til þess að sgan um Selfosslögguna og vasaljósið sé ekki út í bláinn.Viðbót:
Hér neðar koma fram nákvæmari upplýsingar um staðsetningu, staðurinn þar sem myndin er tekin er norðvestan Einifells, líklega talsvert sunnan við ákærustaðsetninguna. Þegar þyrlan lenti var drjúgur spölur á milli bílanna, þannig að sama staðsetning getur ekki átt við þá báða.-Einar
18.09.2006 at 15:33 #560498Það er nú ekki alveg jafn einfalt að túlka reglugerðina, eins og virst gæti við fyrstu sýn. Málið er að hugtakið [b:1oj0n86w]vegur[/b:1oj0n86w] er skilgreint í umferðarlögum:
[b:1oj0n86w]Vegur, gata, götuslóði, stígur, húsasund, brú, torg, bifreiðastæði eða þess háttar, sem notað er til almennrar umferðar.[/b:1oj0n86w]Ég tel t.d. að leiðin frá Jökulheimum á Grímsfjall teljist til vega samkmæmt þessari skilgreiningu, þá skiptir ekki máli þótt Tungná og veður og vindar, afmái öll ummerki um umferð á hlutum leiðarinnar, reglulega.
Svipað á við þar sem leiðir liggja út í stöðuvötn eða eftir fjörum og um foksand.
Hjólförin sem liggja meðfram mörgum af þessum niðurgröfnu skorningum sem Vegagerðin kallar hálendisvegi, geta líka vel flokkast sem vegir samkvæmt þessari skilgreiningu.Það er líka vert að hafa það í huga, að þótt umhverfisráðherra, líkt og bróðir hennar fyrir austan, telji lögreglu hafa mjög vítækar heimildir, þá hafa dómstólar hingað til ekki litið svo á.
Telnglar á [url=http://um44.klaki.net/reglur.html:1oj0n86w]log og reglur[/url:1oj0n86w] eru á vef [url=http://um44.klaki.net/:1oj0n86w]Umhverfisnefndar[/url:1oj0n86w]
-Einar
18.09.2006 at 10:14 #560236Samkvæmt [b:h3ovpzy2][url=http://en.wikipedia.org/wiki/Common_rail:h3ovpzy2]þessari grein[/url:h3ovpzy2][/b:h3ovpzy2] þá var vél með "common rail" dísel innspítingu fyrst sett í fólksbíl 1997, en common rail var áður notað í skipum og járnbrautarlestum.
-Einar
18.09.2006 at 03:48 #560546Þvermál á hjóli sem er 235/80R16 er í tommum 235*0.8*2/25.4 + 16 = 30.8. Þessi dekk eru sem sagt 31".
Breiddin á belgnum er 235 mm, 80 er hlutfall milli hæðar og breddar á belg í prósentum og 25.4 er lengd einnar tommu í millimetrum. Þvermál felgunnar er 16 tommur.
-Einar
17.09.2006 at 12:43 #559768Ef ég skil rétt það sem Olgeir sagði hér að ofan, þá hefur það ekki mikið upp á sig að aka yfir Tungná á Bjallavaði, því þar er ekki hægt að aka að eða frá ánni að norðanverðu.
Ella, ég hef ekkert áhveðið um það hvort ég fer á fjöll um næstu helgi, ef ég fer þá veit ég ekki hvort það verður með Jorfi, hvort ég elti Ofsa eða fer eitthvað annað.-Einar
16.09.2006 at 10:53 #559758Um næstu helgi (23/9) mun Jöklarannsóknafélagið standa fyrir ferð yfir Hófsvað. Þeir sem hafa áhuga á Hófsvaði, en fá ekki að fara með Hlyn, geta haft samband við Björn Oddsson (bjornod@hi.is) í síma 869-3432. Samkvæmt fréttabréfi Jorfi er Hófsvað að jafnaði fært 38" bílum. Nú er spáð norðanátt og kólnandi veðri, því má búiast við að það sjatni mikið í vatnsföllum á suðurlandi í vikunni.
-Einar
-
AuthorReplies