Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
13.11.2008 at 05:52 #632678
Mismunandi læsingar hafa ólíka kosti og galla. Ég hef mjóg góða reynslu af LSD læsingunni sem kom orginal að aftan í L300. Ég er sannfærður um að slík læsing myndi virka mjög vel að framan í akstri á snjó og í torfærum. Ef bíllinn stendur í öll hjól, þá dugir svona læsing (ef hún er í lagi) yfirleitt til þess að snúa báðum hjólum. Ef eitt hjól er á glæra svelli, eða á lofti, þá má nota bremsurnar til að fá hana til að taka.
Einn kostur við sjálfvirkar læsingar er að þær valda miklu síður þvingun, sem getur m.a. brotið öxla og liði.
Annar kostur við sjálvirkar læsingar, þar með talið LSD, er að þær virka alltaf. En þetta er líka stærsti ókosturinn. Við akstur á vegum í hálku, þá vill maður hafa opin mismunadrif, sem gefa sama átak á öll hjól. Að mínu viti er helsti kosturinn við ARB læsinguna, að það er hægt að taka hana af. 😉-Einar
12.11.2008 at 15:53 #632682Það er erfitt að segja til um það hvernig muni ganga á Kjalvegi um næstu helgi. Hiti hefur verið fyrir neðan frostmark á Kili í nokkra daga, og lítur ekki út fyrir að það breytist, þannig að sú úrkoma sem fellur verður snjór. Hluti af Kjalvegi er niðurgrafinn, og stórgrýti meðfram veginum, þannig að það þarf ekki mikinn snjó til að það geti orðið illfært. Síðan hefur reynsla og færni ökumanns mikið að segja, sérstaklega hvort hann er tengdur sterkum tilfinningaböndum við loftið í hjólbörðunum.
-Einar
28.10.2008 at 17:24 #631856Veðurspár Veðurstofu Íslands, á http://www.vedur.is, byggja á sömu útreikningum og þær sem eru á belgingur.is. Munurinn liggur fyrst og fremst í framsetningunni. Ég nota sjálfur begling mikið, en það er að verulegu leiti vegna þess að ég vanur framsetningunni þar.
-Einar
18.10.2008 at 08:36 #630916Ég vil benda á [b:3nv7gk4d][url=http://vefblod.visir.is/index.php?s=2479&p=63762:3nv7gk4d]grein á blaðsíðu 16 í Fréttablaðinu í dag[/url:3nv7gk4d][/b:3nv7gk4d], eftir Andra Snæ Magnason.
Þar sýnir hann fram á að það er langt innan við tíundi hluti af [i:3nv7gk4d]tekjum[/i:3nv7gk4d] Fjarðaráls sem kemur inn í landið, mest er hagnaður Alcoa og erlend aðföng. Það sem greitt er fryrir raforku fer í borga af 40 ára lánum Landsvirkjunar.-Einar
11.10.2008 at 09:50 #630908Gundur spyr hvor við eigum að fara að prjóna. Mitt svar er það við þurfum stöðugleika sem gefur færi fyrir fyrirtæki á borð við Actavis, Marel, Össur, CCP ásamt fjölmörgum minni fyrirtækjum að þróast.
Það hefur marg oft verið bent á það að sveiflurnar og ruðningsárhrifn sem leiða af því að vera með öll egginn í sömu körfunni, eru mjög erfiðar fyrir all þróun í atvinnustarfsemi sem byggir fyrst og fremst á hugviti og útsjónarsemi starfsmannanna.
Jónas Haralz hagfræðingur hefur ásamt mörgum öðrum bent á að það síðasta sem við þurfum nú eru fleiri stórframkvæmdir með tilheyrandi þenslu og vitleysisgangi. Peningar sem koma í gusum nýtast oft illa. Nú sitja íbúar á austurlandi uppi með 3-400 óseljanlegar íbúðir á svæðinu. Þetta mun væntanlega leiða til þess að þeir sem ekki notuðu tækifærið til að flytja burt meðan á fylliríinu stóð, sitja eftir í átthagafjötrum með eignir sem eru enn óseljanlegri en þær voru áður.
-Einar
10.10.2008 at 08:41 #203046Það hefur stundum heyrst upp á síðkastið að stóriðjan muni bjarga okkur úr yfirstandandi hremmingum, nú sé um að gera að byggja sem stærst álver í Keflavík og Húsavík, með tilheyrandi virkjunum í Skjálfandafljóti, Þjórsá, Þeistareykjum, Leirhnjúk, Gjástykki o.s.frv.
Þessi mynd sem sýnir hvernig verð á áli á heimsmarkaði hefur þróast undanfarið ætti að fá menn ofan af þeirri meinloku.
Verð á áli er nefninlega mjög sveiflukennt og það er fásinna að gefa sér að það verð sem verið hefur undanfarin misseri verði til frambúðar. Það er afskaplega slæmt að vera með öll eggin í sömu körfunni, hvort sem um er að ræða ál, banka eða þorska.-Einar
24.09.2008 at 10:45 #629636Ég vil minna menn á að þessi fundur er núna í hádeginu.
-Einar
22.09.2008 at 21:23 #629634Nú er komin frétt á [b:3kktah2s][url=http://www.f4x4.is/new/news/default.aspx?file=575:3kktah2s]forsíðuna[/url:3kktah2s][/b:3kktah2s].
-Einar
18.09.2008 at 18:52 #629620Opið hús í kvöld er í umsjón vefnefndar.
-Einar
14.09.2008 at 15:43 #628648Myndirnar hans Jakobs eru [b:29gpc0gz][url=http://album.123.is/Default.aspx?aid=115842&vt=all:29gpc0gz]hér.[/url:29gpc0gz][/b:29gpc0gz]
[url=http://album.123.is/Default.aspx?aid=115842&vt=all]
[img:29gpc0gz]http://cs-004.123.is/5c1a2093-f553-43f0-a88c-d41f0ed70e01_S.jpg[/img:29gpc0gz][/url]-Einar
13.09.2008 at 00:07 #628466[b:zcvmpxgi][url=http://vegir.klaki.net/vegir/:zcvmpxgi]Vegasíðan[/url:zcvmpxgi][/b:zcvmpxgi] er komin i loftið aftur, eftir að hava verið biluð í nokkurn tíma. Það verið að skoða þann möguleika að setja þar inn upplýsingar og ferla fyrir fleiri leiðir en þar eru núna.
-Einar
12.09.2008 at 23:59 #628872[b:9v4f9y67]Suðurverk og Seljalandsfoss[/b:9v4f9y67]
NÚ er hafin tröllaukin vegagerð í baksviði Seljalandsfoss á svonefndri Hamragarðaheiði. Neðsti hluti heiðarinnar og það sem málið snýst um er hraun sem "nýtur sér- stakrar verndar skv. náttúruverndarlögum" eins og segir í nýútkominni skýrslu Skipulagsstofnunar sem er einhvers konar blessun yfir framkvæmdir vegna Bakkafjöruhafnar.
Íöllum skýrslum frá hinum ýmsu opinberu aðilum er talað um endurbætur eða uppbyggingu á gömlum vegslóða sem nú þegar liggur upp heiðina. Þau óhæfuverk sem núna er byrjað að vinna á heiðinni eiga ekkert skylt við endurbætur eða uppbyggingu vegslóða. Verktakinn hefur nú þegar byrjað, með eða án vitundar sveitarfélagsins og eftirlitsaðila, að leggja þráðbeina braut beint niður heiðina langt utan við umræddan vegslóða. Síðast þegar ég sá til var 50 tonna jarðýta nýbúin að ryðjast beint gegnum hraunið í Efra-Klifinu langt utan slóðans. Þaðan hefur verið merkt fyrir hinum tilvonandi tröllvaxna vegi, þráðbeint og stystu leið niður heiðina. Nokkur hundruð metra ofan við Seljalandsfoss tekur brautin blessunarlega loks beygju.
Framkvæmdin er hvergi eins og henni er lýst í öllum þessum op inberu plöggum. Stóð eitthvað annað í útboðsgögnum verktaka? Hvergi í þessum skýrslum er heldur minnst einu orði á Seljalandsfoss hvað þá ásýnd hans svo ég viti. Það er einmitt það sem málið snýst um.
Getur einhver bent mér á kort sem sýnir vegstæði hins nýja vegar? Sú lágkúra og laumupúkaháttur sem einkennir þetta mál gerir það vægast sagt tortryggilegt.
Sveitarstjóri Eystra-Rangárþings segir í nýlegu viðtali að engar athugasemdir hafi komið fram við þessa framkvæmd og engar áhyggjur þurfi að hafa. Það er erfitt að gera athugasemdir við eitthvað sem enginn veit um. Hvernig getur uppbygging gamals hlykkjótts vegslóða orðið að fimmtán metra breiðu og beinu striki?
Upphaflegu mistökin eru að velja vegstæði gegnum eina hraunið sem hægt er að finna á syðsta hluta landsins auk þess að vera baksvipur eins þekktasta foss landsmanna. Betri leið er enn í boði. Það alvarlegasta er hins vegar að verktakinn virðist hafa frjálsar hendur með að rústa þessu hrauni. Hver ber ábyrgð á þessu máli öllu? Hver er með eftirlitið? Af hverju er ekkert farið eftir því sem t.d. stendur í skýrslu Skipulagsstofnunar sem blekið er varla þornað á. Eru einhver tengsl milli Rang- árþings eystra og Suðurverks?
Undir hvaða ráðherra fer svona mál? Það er skítalykt af þessu. Það virðist haft að leiðarljósi að verktakinn komist sem ódýrast frá framkvæmdinni og það með því að nauðga náttúrunni.
Fimmtán metra breitt og beint sár í grónu hrauni sem ber beint í Seljalandsfoss er áhyggjuefni að mínu mati. Ég legg til að landslagsarkitektar skoði hvaða leið sé best að fara. Það er allt betra en að það sem fyrirhugað er og búið er að merkja fyrir. Þó ekki væri nema að fylgja gamla slóðanum eins og gert er ráð fyrir í öllum skýrslum. Seljalandsfoss á að njóta vafans. Annað væri þjóðinni til skammar.
Árni Alfreðsson
12.09.2008 at 12:49 #628864Vegagerðin á Hamragarðaheiðinni fór í umhverfismat, sem hluti af Bakkafjöruhöfn. Niðurstaða Skipulagsstofnunar frá 26 júní í sumar er [b:30mgc2vd][url=http://www.skipulag.is/focal/webguard.nsf/5ed2a07393fec5fa002569b300397c5a/761393cae8ff6c680025736a003bd288/$FILE/2008010110.pdf:30mgc2vd]hér[/url:30mgc2vd][/b:30mgc2vd].
Þar er tilskilið að vegurinn fylgi eldri slóða og verði 7 m breiður með útskotum.Í kjölfarið er ákveðið að vegurinn skuli vera 14-15 metra breiður og liggja eitthversstaðar annarsstaðar. Sem sagt, niðurstaða umhverfismats var virt að vettugi. Þetta kann að vera löglegt því svo virðist sem sveitarfélögin þurfi ekki að gera neitt með það sem kemur út úr umhverfismatsferlinu. Gott dæmi um þetta er virkjun á Ölkelduhálsi (Bitruvirkjun), þar sem Ölfushreppur er staðráðinn að hafa umhverfismatið að engu og beitir Orkuveituna þrýstingi til að hún haldi áfram borunum á Ölkelduhálsi.
-Einar
10.09.2008 at 05:05 #629130Hér er tenging á [b:cqmk29zq][url=http://www.ljosmyndakeppni.is/viewtopic.php?t=32331&postdays=0&postorder=asc&start=0:cqmk29zq]myndirnar[/url:cqmk29zq][/b:cqmk29zq]
-Einar
14.08.2008 at 14:07 #627366Úr ferð 2-5 ágúst 2008.
Við Reyki í Fnjóskadal (nærri laug) var NMT samband en ekki GSM. Við skála í Bleiksmýrardal, Bleik og Bleiksbúð var hvorki NMT né GSM samband. Mjög gott HF samband við Bleiksbúð.
Gott GSM samband við Landakot, á gönguleið þaðan í Laugafell var víðast GSM samband. Í Laugafelli var nothæft GSM samband.
Ekki var áberandi munur á GSM sambandi frá Símanum og Vodafone.
GSM samband var víðast á stikaðri gönguleið á Tungnafellsjökul frá vegi norðan Nýjadalskvíslar. Mjög gott samband á efri hluta leiðar og tindi.
Ekki kom fram áberandi munur á GSM frá Símanum og Vodafone.-Einar TF3EK
11.08.2008 at 02:56 #627116Þetta getur mjög vel passað. Hluti af vatni Skaftár rennur við Klaustur en hluti rennur í Ása Eldvatn sem rennur í Kúðafljót. Það er líklegt að það hafi fundist lykt á báðum stöðum í aðdraganda hlaupsins.
Það finnst líka oft lykt af Jökulsá á Sólheimasandi, öðrunafni Fúlalæk, sem kemur úr Mýrdalsjökli.-Einar
10.08.2008 at 16:12 #627110Mælitæki sýndu aukna rafleiðni í árvatninu á föstudagskvöld, það er vel líklegt að því hafi fylgt brennisteinslykt, þó þess hafi ekki verið getið.
Lyktin er oft mest þar sem áin kemur undan jökli.-Einar
10.08.2008 at 11:26 #202761Nú er að hefjast hlaup í Skaftá. Rennsli við Sveinstind fer vaxandi. Líklega kemur hlaupið úr vestari sigkatlinum en síðast hljóp úr honum í september 2006. Síðasta hlaup úr eystri katlinum var í [HTML_END_DOCUMENT] apríl 2006.
-Einar
08.08.2008 at 22:42 #627064Sammála Gísla.
Hef átt Mözdu með diska-handbremsu. Mæli ekki með þeim búnaði, Þetta entist stutt og varahlutir voru mjög dýrir.
Annars er það einn kosturinn við að hafa handbremsuna á drifskaftinu, að þar þarf minna átak til að halda bílnum (sem nemur drifhlutföllunum).-Einar
07.08.2008 at 22:23 #626974Hér er myndin frá Guðmundi sem Valur vísar á hér að ofan.
[img:2sgnz43v]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/6192/51874.jpg[/img:2sgnz43v]
og
[url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=byggingar/5866:2sgnz43v]myndir[/url:2sgnz43v] úr ferðinni þegar gengið var frá steininum.-Einar
-
AuthorReplies