Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
06.10.2006 at 11:13 #561966
Mér sýnist að það þurfi ekki að ræða þetta mál frekar. Mér sýnist að þessi staður sé í vesturkantinum á hringnum hans Rúnars.
-Einar
06.10.2006 at 11:06 #562588Mér sýnist að ágreiningur meðal félagsmanna um þessi mál sé óðum að gufa upp. Á síðasta aðalfundi var samþykkt einróma svipuð ályktun, sem fjallaði um mannvirki á svæðinu frá Heklu að Vatnajökli. (hvenær kemur fundargerðin á vefinn !).
Það er álitamál hvaða þýðingu það hefur að álykta um Káranjúka, því margir líta svo á að þar sé skaðinn þegar skeður. Það sem er bínast núna er koma í veg fyrir að leikurinn verði endurtekinn. Þar eru næst í röðinni Ölkelduháls og Brennisteinsfjöll.
-Einar
06.10.2006 at 10:26 #562252Ég hef reynslu af Jeep XJ, sem er með mjög líkan stýrisgang og elsta gerðin af Grand (ZJ). Ég hækkaði minn um c.a. 10 sm og hef verið á 36" dekkjum í 5 ár. Ég hef ekki breytt stýrisgangi neitt og hef ekki orðið var við nein vandamál t.d. vegna halla á tögstöng eða þverstífu. Það gerir ekkert til þó þær halli svolítið, svo framarlega sem þær halla báðar eins. Kjartan í Mosó sagði mér að hallinn á tögstönginni gæti ofboðið stýrisendum, ég hef ekki orðið var við það en ég á eftir losa endana til þess að kanna þetta betur. Mér sýnist að ef stýrisendum er snúið, sé hætta á að þeir rekist í felgu, ef notaðar eru innvíðar felgur eins og ég geri.
Ef ég þyrfti að minnka halla á togstöng, þá myndi ég skoða það að síkka stýrsmaskínuna, veit þó ekki hvort það hefur verið gert.
Önnur leið er að fá spindla úr WJ (grand 99-03), þar er sérstakur armur fyrir togstöngina. Þetta kallar þó í nýjar bremsur í XJ og YJ (veit ekki með ZJ).Dana 30 hásingin er alveg nógu öflug fyrir alla eðlilega notkun á upp að 38" dekkjum. Ef menn ætla hinsvegar [b:2p7k2ml6][url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=oldsite/2605/16781:2p7k2ml6]taka þátt í stökkkeppnum[/url:2p7k2ml6][/b:2p7k2ml6], þá væri ráðlegt að setja hásingu úr þyngri bíl og slaglengri fjöðrun (helst loftpúða).
-Einar
06.10.2006 at 09:29 #562094Glanni hefur Ólaf Örn Haraldsson fyrir rangri sök hér að ofan. Á öllum fundum bæði hjá Samút og annarsstaðar, þar sem ég hef séð til hans, hefur hann verið mjög jákvæður í okkar garð, og stutt okkar tillögur.
Flestir þeir sem njóta þess að ganga í náttúru Íslands eru jákævðir í garð jeppamanna, enda nota þeir flestir jeppa til það að komast þangað sem þeir labba. Við Skúli, og að ég held Ólsarinn, erum í þessum hópi.
Raunar veit ég bara um einn mann innan stjórnkerfisins sem er neikvæður í okkar garð, það dr. Árni Bragason, fyrrverandi forstjóri Náttúruverndar Ríkisins. Hann treður sér inn í flestar nefndir sem koma að þessum málum. Hann er t.d. eini maðurinn sem hefur reynt að rökstyðja akstusbannið á Skeiðarárjökli, svo ég viti, var reyndar langt frá því að vera sjálfum sér samkvæmur í því.
Það var líka Árni sem æsti forsvarsmenn í Ásahreppi upp á móti því að við stikuðum Bárðargötu, og kom í því sambandi fram á útvarpsþætti þar sem hann fór með ósannindi og sakaði okkur um að taka okkur vald sem við ekki hefðum. Ég held að Árni sé ekki neinn sérstakur áhugamaður um verndun Íslneskrar náttúru, eða gönguferðir, fyrir honum vaki einfaldlega að fá vald til þess að ráðskast með það hver megi gera hvað.
-Einar
06.10.2006 at 08:56 #562564Mér skilst að jeppaveiki geti m.a. stafað af sliti í spindilkúlum/legum/fóðringum, sliti í fóðringum á þverstífu, hjólalegum eða stýrisendum. Lélegar festingar fyrir stýrisvél eða þverstífu gætu líka komið við sögu.
Ég er sammála Andra varðandi stýrisdemparann, í síðustu skoðun fékk ég athugasemd um að stýrisdempari læki, ég reif hann úr og keyrði við allskonar aðstæður án dempara. Ég fann einu sinni fyrir lítlsháttar skjálfta, það var í mjúkri beyju á malbiki á c.a. 60 km hraða. Til að losna við tuð í enduskoðun fann ég dempara á partasölu og setti undir, án þess að verða var við breytingu, þó hef ég ekki orðið var þennan óverulega skjálfta síðan.
-Einar
05.10.2006 at 15:25 #562078Ef ég skil Skúla rétt hér að ofan, þá telur hann að við eigum um tvo kosti að velja, að verja óbreytt ástand eins og kostur er, eða að taka frumkvæði að takmörkunum, með þeim rökum að þær komi óhjákvæmilega, og þá sé illskárra að komum að gerð takmarkanann.
Ég er ekki sammála þessari greiningu. Ég sé t.d. ekki að þessi árátta embættismanna til að setja boð og bönn fái meiri hljómgrunn hjá löggjafarvaldinu nú en t.d. fyrir 20 eða 25 árum. Frekar hið gagnstæða.
Ég tel að við eigum að taka frumkvæði í að stuðla að því að reglur um ferðalög samrýmist bæði jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og 1. grein náttúruverndarlaga:
[b:pbmrqarq]1. gr. Markmið laganna.
Tilgangur þessara laga er að stuðla að samskiptum manns og umhverfis þannig að hvorki spillist líf eða land né mengist sjór, vatn eða andrúmsloft.
Lögin eiga að tryggja eftir föngum þróun íslenskrar náttúru eftir eigin lögmálum, en verndun þess sem þar er sérstætt eða sögulegt.
Lögin eiga að auðvelda umgengni og kynni þjóðarinnar af náttúru landsins og menningarminjum og stuðla að vernd og nýtingu auðlinda á grundvelli sjálfbærrar þróunar.[/b:pbmrqarq]Akstursbannið á Skeiðarárjökli er gott dæmi um burókratískt gerræði sem ekki á sér stoð í lögum, það ætti að vera forgangsmál að fá þessu banni hnekkt, fyrir dómstólum ef ekki vill betur.
Það stangast líka á við jafnræðisregluna ef það gilda mismunandi reglur um t.d. rollusmala, hreindýraveiði leiðsögumenn, aðra skipulagða ferðaþjónustu eða þá sem ferðast á eigin vegum. Slík mismunum samrýmist ekki markmiðum Náttúruvernarlaganna og brýtur gegn jafnræðisreglunni.
-Einar
05.10.2006 at 12:21 #562268Mér finnst það ekki lýsa miklum metnaði að gefa sér fyrir fram að lögum og reglum verði breytt til hins verra. Það vill nefninlega svo til að það er ekki einfalt mál að breyta þessum reglum, þannig að jafnræðisreglan sé virt og að ekki sé þrengt að hagsmunaðilum sem hafa mikil ítök hjá þingmönnum.
Annars væri líklega löngu búið að breyta reglunum. Nú eru nokkrar vikur í að dómar falli í þessum tveimur málum sem rollingagrúpían rekur, það verður forvitnilegt að sjá hvað þessir fáu einstaklingar sem sækjast eftir valdi til að handstýra umferð um landið okkar, taka þá til bragðs.-Einar
05.10.2006 at 10:52 #562258Það er engin skilgreining á vegum í Náttúruverndarlögum, né tilvísun í Vegagerðina eða hennar verk. Hingað til hafa dómstólar, og lögfræðingur Umhverfisstofnuar notað skilgreiningu á vegi sem er að finna í Umferðarlögum. Sú skilgreining er mjög rúm. Og ég er ekki sammála þeim félagsmönnum 4×4, sem vilja taka þátt í því að þrengja þessa skilgreiningu, t.d. með gerð korta.
Annars er það svo sem ekki nýtt að [b:3hdn3jpv][url=http://baggalutur.is/frettir.php?id=3588:3hdn3jpv]framámenn á þessum slóðum umgangist landslög[/url:3hdn3jpv][/b:3hdn3jpv] með öðrum hætti en flest okkar.
-Einar
04.10.2006 at 16:43 #561918Eftir að hafa rýnt í kort, er ég komin með tilgátu: myndin er tekin til norðurs nærri Sæluhúsi FÍ við Álftavatn. Þetta er á Syðri Fjallabaksleð, eins og hún var farið áður en brúin kom á Markarfljót við Mosa í Emstrum. Hér er kort:
[img:2hcjobls]http://klaki.net/44/kortav.png[/img:2hcjobls]
Ef þessi tilgáta er rétt, þá hefur verið áliðið dags þegar myndin var tekin. Á einhver myndir sem teknar eru til norðurs við Álftavatnsskálann?
-Einar
29.09.2006 at 09:50 #561804Þetta er vætanlega myndin sem Ingi er tala um:
[img:2apa9ki7]http://www.f4x4.is/new/files/photo/default.aspx?file=files/photoalbums/4778/34305.jpg[/img:2apa9ki7]-Einar
28.09.2006 at 15:13 #561594Ég var að senda fromanninum lista með 55 nöfnum. Sigurði Ásmundssyni finnst það ekki mikill fjöldi, en þetta er meira en ég bjóst við, því þessi söfnun er ekki búin að vera í gangi nema rúman sólarhring, og enginn af þeim sem þetta mál snertir mest, það er að segja stjórn og vefnefnd, er á listanum.
Kannanir hér á síðunni hafa fengið frá 70 og upp í 170 atkvæði, þar geta allir skráðir notendur síðunnar tekið þátt en þessi undirskriftasöfnun var bundin við félaga í 4×4. Ég hef grun um að meirihluti þeirra sem lesa þessa síðu, séu ekki félagar í 4×4.-Einar
27.09.2006 at 21:30 #561578Nú þegar listinn er búinn að vera uppi í 11 tíma, hafa 45 skráð sig á hann. Enginn þeirra er í stjórn eða vefnefnd. Ég ætla að afhenda formanninum listann fyrir stjórnarfund sem verður á morgun.
Ég varð þess heiðurs aðnjótandi í dag að fá símhringinu með hótunum. Þannig að maður hefur fengið smá innsýn í það sem vefnefnd og stjórnarmenn hafa mátt búa við undanfarna mánuði.-Einar
27.09.2006 at 16:05 #561576Þessi ritskoðun er komin út í algert rugl. Báðir pistlar Atla hér að ofan áttu fullan rétt á sér. Í seinni pistlinum var mjög raunhæf tillaga sett fram með smá húmor. Ég held raunar að Jóhannes og Atli hafi báður rétt fyrir sér varðandi þennan einstakling sem ekki má nefna. Ég legg til að banninu á hann verði tafarlaust aflétt, enda held ég tilefnið hafi enfaldlega verið það að hann setti tengil á síðu annarsstaðar á vefnum. Þetta er svona álíka og þegar Páfinn er úthrópaður fyrir að vitna í eitthvern keisara sem var uppi fyrir mörgum öldum.
-Einar
27.09.2006 at 12:02 #561564Það er svolítið snúið að svara spurningu Andra, vegna þess að þeir eru eins og er, allir í banni hjá vefnefnd, og hún hefur líka bannað að þeir sem ekki geta svarað fyrir sig, séu nafngreindir hér. En ég ætla að taka sénsinn og svara hluta spurningarinnar.
Utangarðsmenn eru fjórir, A, B, C og D. D hefur lítið haft sig í frammi, en hinir þrír hafa ítrekað ráðist á einstaka félagsmenn, sem og vefnefnd og stjórn klúbbsins. C virðist hins vegar hafa bætt ráð sitt upp á síðkastið og er því ekki með í undirskiftasöfnuninni. Varðandi ávirðingar þeirra að oðru leiti vísast á linkinn hér að ofan. Það er líka hægt að skoða þá spjallþræði sem þeir hafa verið á, reyndar hafa þeir eytt mörgum af svæsnustu pistlunum.-Einar
27.09.2006 at 10:34 #198630Hér var undirskriftalisti.
fyrir þá sem vilja að brugðist verði með viðeigandi hætti við misnotkun og árásum tveggja svo kallaðra utangarðsmanna á klúbbinn og einstaka félagsmenn. Það er á verksvíði stjórnar að taka á svona málum, en hér er farið fram á að málið verði tekið fyrir á næsta félagsfundi, og að stjórnin taki mið af niðurstöðum fundarins.
Með þessu móti gefst umræddum einstaklingum tækifæri til þess að tala máli sínu og stjórnin fær vonandi þann stuðning sem hún þarf til þess að taka málið föstum tökum.
Það er hefð fyrir því að stjórn beri stærri mál undir félagsfundi, þó henni beri ekki skylda til þess.Sjá þennan þráð.
-Einar
Að gefnu tilefni er rétt að það komi fram að umræddir einstaklingar hafa mest notað nöfnin Verkfræðingur og Moggi. á spjallinu. Þeir hafa þó notað fleiri nöfn.
—-
Sofnun undirskrifta er lokið.
26.09.2006 at 17:58 #561444Ég held að það sé búið reyna allt sem hugsast getur til það að gefa þeim tækifæri til þess að bæta ráð sitt. M.a vou þeir skipaðir í skemmtinefnd, þar sem þeir hefðu fengið tækifæri til þess að sjá um árshætíð. Þeir gugnuðu á því, enda færnin í samræmi við sannleiksástina. Ég held að menn verði að horfast í augu við þá staðreind að það er búið að reyna allar hugsanlegar leiðir til þess að fá það teil þess að hegða sér eins og menn. Það verður engin sátt við þá, og það er enginn kostur eftir annar en að vísa þeim tveim sem verst hafa látið, úr félaginu. Því miður virðist stjórn skorta sjálfstraust til þess að gera það. Þetta mál er búið að stórskaða klúbbinn, og ef illa fer, gæti það orðið honum að aldurtila.
-Einar
26.09.2006 at 14:20 #561502Þeð er þrennt sem hefði líklega stoppað mig frá því að kaupa Wrangler Rubicon ( ef ég á annað borð væri að kaupa nýjan bíl), plássleysi, stutt hjólabil og skortur á dísel vél. Allt þetta lagast með 2007 árgerðinni. Nú er bara að veðsetja húsið! Annars er ég bara helvíti sáttur við núverandi bíl, en það er hætt við að hann endist ekki endalaust.
-Einar
26.09.2006 at 14:09 #561540Ég man ekki til þess að klúbburinn hafi tekið afstöðu með eða móti Kárahnjúkavirkjun. En á síðasta aðalfundi var samþykkt einróma mjög mikilvæg ályktun þar sem lagst er gegn framkvæmdum og raski á Fjallabakssvæðinu, frá Heklu að Vatnajökli. Þar með hefur klúbburinn tekið afstöðu gegn virkjunum í Markarfljóti, Hólmsá, Skaftá og Langasjó, jarðhitavirkjunum á Torfajökulssvæðinu, sem og meiriháttar vegaframkvæmdum á svæðinu.
Ég stefni á að labba með fjölskyldunni í góða veðrinu í kvöld. Mér finnst sjálfum ekki líklegt að það verði hætt við að fylla í lónið, en ég held að þessi mótmæli geti haft mikið að segja um það hvernig stjórnvöld munu standa að undirbúningi framkvæmda í framtíðinni.-Einar
26.09.2006 at 13:36 #561494Það eru ekki margir jeppar eftir, sem eru með hásingar og grind. Rubicon kermur með [b:2krea59b][url=http://www.jeep.com/wrangler/models/rubicon.html:2krea59b]Dana 44 og loftlæsingum framan og aftan,[/url:2krea59b][/b:2krea59b] millikassa með 1/4 í lága (skriðgír). Það eru nokkrir svona bílar hér.
Með Unlimited utgáfunni kemur lengra hjólabíl, sem er oft kostur í snjóakstri. Ég veit ekki um neinn nýjan jeppa sem hentar jafn vel breytinga fyrir 38". Það þarf ekki að skipta út bremsum og styrkja hjólabúnað eins og á barbí og takómu, og hann er nægilega léttur til að fljóta í snjó á 38" Læsingar fylgja frá verksmiðju, hann kemur á 4.1 drifhlutföllum og það er gríðarlegt framboð af hlutföllum í dana 44.-Einar
26.09.2006 at 13:04 #561484Til að svara Jóhannesi: 2007 árgerð af [url=http://www.4wdandsportutility.com/features/jeep/0604_4wd_2007_jeep_wrangler_unlimited_4door/:2hb9d9pe]Jeep Wrangler Unlimited[/url:2hb9d9pe] verður fjögurradyra og dísel vél verður í boði, utan USA, líklega 2.8 lítra VM vélin sem er í Jeep cherokee/liberty.
[img:2hb9d9pe]http://www.4wdandsportutility.com/features/jeep/06044wd_z+2007_Jeep_Wrangler_Unlimited+Front_Drivers_Side_View.jpg[/img:2hb9d9pe]-Einar
-
AuthorReplies