Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
12.10.2006 at 13:03 #198716
Við Siggi Tæknó og Gundur ætlum að hafa samflot á landsfundinn. Við ætlum Klakksleiðina og stefnum á að fara frá Rauðavatni klukkan 19:00 annaðkvöld (föstudag). Ef eitthvern vantar far, eða vill slást í hópinn, þá er bara að hafa samband.
(e: 690 3307, g: 862 8511, s: 896 2924-Einar
12.10.2006 at 10:00 #563306Ofsi minn, ástæðan fyrir því að ég vitna í þessa skilgreiningu umferðarlaga, er þetta er sú skilgreining sem er í gildandi lögum.
Tilvísanir í kort og merkingar geta nýst til að leiða rök að því að tiltekinn vegur sé notaður til almennrar umferðar, en hafa ekki sjálfstætt lagalegt gildi í þessu samhengi. Það sem mér finnst hinsvegar mjög varhugavert, er sú hugmynd að slík kort geti orðið tæmandi listi yfir þær leiðir sem heimilt er að fara. Það yrði í mínum huga stórt skref aftur á bak.Varðandi dóminn fyrir austan, þá sýnist mér margt benda til þess að viðkomandi hafi brotið reglur og valdið spjöllum. Það að hann hann skyldi festa sig, og þurfa aðstoð frá Impregilo til að losna, er ekki góðs viti.
En ég get tekið undir það að ég er ekki sáttur við það ef dómarinn telur það brot á náttúrverndarlögum að aka eftir vegi, bara vegna þess að búið er að þvera hann með nýrri vegi. Ég myndi hins vegar ekki leggja of mikið uppúr þessu hér, vegna þess að þetta atriði skiptir ekki sköpum varðandi sakfellingu.
Annars eru aðstæður á Fljótsdalsheiðinni sérkennilegar að því leiti að þar hefur verið unnið að framkvæmdum og undirbúningi þeirra í a.m.k 4 lotum, síðustu 40 árin, með hléum á milli. Í hvert skipti virðist hafa verið byrjað á gera vegi, sam lagðir voru án tillits til þeirra vega og slóða sem fyrir voru. Þannig liggja þessir misgömlu vegir þvers og krus yfir hvern annan.
-Einar
12.10.2006 at 00:51 #198712Íslenskir jeppamenn njóta meira frelsis, bæði til þess að ferðast um landið, og til þess að aðlaga farartækin að þörfum okkar og notkun, heldur en gerist víðast hvar annarsstaðar í heiminum. Þetta frelsi byggir á miklu leiti á árangursríku starfi þessa félags fyrstu starfsár þess.
Ferðafrelsið á stoð í náttúruverndarlögum sem eru frá því 1999. Samkvæmt þeim megum við aka á vegum og snæviþakinni jörð. Vegir eru ekki skilgreindir í náttúruverndarlögum, eða reglugerðinni sem sett er á grundvelli þeirra. Í núgildandi reglugerð eða lögum eru engar tilvísanir í kort eða merkingar, hugtakið merkt slóð var í eldri reglugerð. Einu lagalegu skilgreininguna á vegum er að finna í umferðarlögum: Vegur, gata, götuslóði, stígur, húsasund, brú, torg, bifreiðastæði eða þess háttar, sem notað er til almennrar umferðar
Þessi skilgreining er mjög rúm sem gerir það að verkum að ferðafrelsi okkar er mjög mikið. Það eru til einstaklingar sem vilja skerða þetta frelsi, það hefur mest borið á Árna Bragasyni, forstöðumanni náttúruverndar- og útivistarsviðs umhverfisstofnunar.
Hann hefur reynt ýmsar leiðir, en ekki haft erindi sem erfiði, því eftir því sem ég fæ næst komist, þá hafa kærumál sem farið hafa fyrir dómstóla að hans undirlagi, alltaf endað með sýknu. Það ekki ástæða til þess að ætla að annað verði uppi á teningnum í þeim málum sem nú eru fyrir dómstólum.
Það er hins vegar umhugsunarefni, að aðilar úr okkar hópi hafa tekið undir þann söng að það þurfi að skerða frelsið, með þvi að þrengja skilgreininguna á því hvað telst vegur. Þar hefur mest borið á fyrrverandi formanni klúbbsins, Birni Þorra Viktorssyni, sem ítrekað hefur ráðist á umhverfisnefnd klúbbsins, fyrir að hafa ekki farið í að búa til nákvæmari skilgreiningu á þeim vegum sem við meigum aka eftir. Núverandi skilgreining er nefnilega svo rúm að það er erfit að sjá hvernig hægt að skerpa á reglunum, án þess að það leiði til þrengingar.
Raunar má segja að Björn sé sjálfum sér samkvæmur í þessu efni, því þegar hann var í Tækninefnd klúbbsins, þá barðist hann, sem betur fer án árangurs, fyrir því að reglur um jeppabreytingar yrðu þrengdar, í nafni neytendaverndar.Frelsi fylgja nefninlega ýmsir ókostir, menn þurfa að taka ákvarðanir sjálfir, og að taka afleiðingum gerða sinna. Lífið væri miklu einfaldara ef öllu þessu frelsi hefði ekki verið dembt yfir okkur.
-Einar
11.10.2006 at 22:38 #563070Á síðunni sem ég vísa á hér að ofan er bæði hægt að kaupa móðurboðrð sem eru fyrir Intel og Via örgjörva. Hvor hentar betur fer eftir því til hvers á að nota hlutinn.
Ég er meö tölvu sem er búinn að vera í gangi allann sólarhringinn undanfarin 5 ár. Ég valdi borð með Via örgjörva vegna þess að hann er nægilega öflugur til að leysa gera það sem til er ætlast, en mun ódýrari og notar margfalt minna rafmagn heldur en Intel kubburinn. Minni rafmagnsnotkun þýðir minni hiti, minni hávaði og minni líkur á bilunum. Þessi örgjörvi er ekki hentugur í þunga margmiðlunar eða leikjanotkun, en hann dugir mjög vel til að keyra beini, eldvegg, vefþjón skrámiðlara og þess háttar. Hann myndi líka duga til þess að gera allt það sem ég myndi láta tölvu í bílnum gera.
Ég myndi ekki setja tölvuna sem Jóhannes vísar á, í bíl, þetta er afkasta mikil leikjatölva með tveimur örgjörvum, og notar þar af leiðandi margfalt meira afl en Via örgjörvarnir.-Einar
11.10.2006 at 21:41 #563184ÍSN93 er rétthyrnd Lambert keyluvörpun sem byggir á GRS-80 sporvölu. Það er ekki praktískur á WGS-84 og GRS-80.
Það ætti enginn að nota Hjörsey55, þar er skekkja sem nemur nokkrum tugum metra. Ef menn eru ekki með það á hreinu hvernig tækin hjá þeim eru stillt, það þýðir það óvissu upp á nokkra tugimetra, í viðbót við mæliskekkju gps tækisins. Tækin gefa upp líklega skekkju, ef nýbúið er að kveikja á tækinu, þá er skekkjan að jafnaði meiri en ef það er búið að vera gangi 15-20 mínútur, eða lengur.
Ég veit ekki til þess að séu til nein tæki sem gefa upp hnit í ÍSN93, þannig að það er varla um það að ræða að löggæslumenn séu að nota þau. Þó svo væri, þá ætti það ekki að valda ruglingi, því ÍSN93 hnitin eru á allt öðru formi, vegalengd í metrum, austur og norður í stað breiddar og lengdar í gráðum.-Einar
11.10.2006 at 18:12 #563058Það er hægt að [b:22tjsspx][url=http://www.mini-box.com/s.nl/sc.8/category.101/.f:22tjsspx]skoða þetta allt hér.[/url:22tjsspx][/b:22tjsspx]
-Einar
11.10.2006 at 14:28 #562776það eru nokkur ár síðan farið var að taka gjald fyrir áningu á nokkrum stöðum. Ég skildi það þannig að þetta væri fyrst og fremst fyrir afnot af hreinlætisaðstöðu, þar með talið manngerðar laugar t.d. á Hveravöllum og í Laugafelli. Baðstaðurinn í Landmannalaugum er líka manngerður. Það mannvirki hefur þó ekki kostað Ferðafélagið mikið, en það hefur lagt í mjög verulegan kostnað vegna frágangs á frárennsli frá salernum. Aðeins hluti af því er vegna þeirra sem gista. Ég hef aldrei verið rukkaður fyrir aðstöðu á svona stöðum, en ég býst við því að reynt sé að rukka rúttufarmana.
Annars finnst mér það vera óskyld mál, það hvernig staðið er að móttöku ferðamanna og því hvort fórna á einstökum náttúruperlum, til þess að farmleiða rafmagn sem síðan er niðurgreitt í álframleiðslu. Það á ekki að vera í verkahing stjórnvalda skaffa fólki vinnu, reynslan hefur nefninlega sýnt að slík störf eru að jafnaði ekki eins arðbær og þau sem skapast vegna framtaks einstaklinga eða frjálsra félaga. Íslenskir athafnamenn hafa sýnt það upp á síðkastið að þeir fara létt með að skapa margfalt fleiri atvinnutækifæri, heldur en Íslendingar eru á vinnumarkaði.
Mér finnst ástæða að til þess að fara varlega í að stuðla aö fjölgun erlendra ferðamanna, ég er líka samála þeirri stefnu sem rekin hefur verið, að fjármagna almenna aðstöðu fyrir ferðamenn með óbeinum tekjum af þeim frekar en með því rukka menn fyrir það eitt að heimsækja staðinn og labba um, eins og víða er gert erlendis. Ég læt það svo liggja milli hluta hvort það eigi að rukka menn fyrir að fara á klósettið.
-Einar
10.10.2006 at 16:34 #562770Hvar eru þessi svæði á Íslandi sem lokað hefur verið fyrir ferðamönnum nema gegn gjaldi? (ég er ekki að tala um tjaldstæði)
-Einar
10.10.2006 at 13:00 #562974Glanni, ég vona að það sé rétt að ég hafi misskilið þig, ég held að það sé mjög mikilvægt að þeir sem njóta þess að ferðast á eigin vegum um Ísalnd, standi saman. Þeir sem hafa horn í síðu okkar, og okkar ferðamáta, koma fyrst og fremst úr röðum illa upplýstra og fordómafullra fjölmiðla manna.
Siggi, ég hef skipst á skoðunum við marga hér á vefnum, en þeir tveir sem umrædd skoðana könnun snérist um, eru ekki í þeim hópi. Ein af ástæðum þess að ég tók að mér að standa fyrir þessari könnun var einmitt að málið tengdist mér ekki persónulega.
Af því að þú hefur dáðst að "húmor" þeirra, endilega kíktu í "apabúrið" á vr3pc25.rhi.hi.is.-Einar
10.10.2006 at 10:04 #562958Ég verð nú að viðurkenna að mér finnst þessi fáfræði og fordómar komnir yfir það að vera fyndin. Það ljóst af skrifum Davíðs Þórs, að hann þekkir lítið sem ekkert til utan 101.
Því miður eru til hliðstæður í okkar hópi, samanber skrif Glanna hér á síðunni undanfarið, um þá sem kjósa að ferðast með öðruvísi en á jeppum.
-Einar
09.10.2006 at 11:13 #562820Þessir mælar nota fjarlægðar skynjara í mastri, oft í um 3 m hæð yfir jörðu. Þetta eru samskonar skynjarar og notaðir eru fyrir autofocus í sumum myndavélum. Þessir skynjarar eru mjög nákvæmir, en þeir hafa ekki reynst endingargóðir á hálendinu.
Þeir sjá ekki í gegnum mikinn skarfrenning, því þarf oft að bíða eftir að lægi til þess að fá marktækar upplýsingar. Gildið sem mælirinn sýnir er lágmarkssnjóþykkt. Síðastliðinn vetur virkaði mælirinn við Setrið mjög vel, mig minnir að mælirinn í Veiðivatnahrauni hafi líka verið góður, en það má vera að hann hafi verið bilaður í eitthvern tíma.
-Einar
09.10.2006 at 10:09 #562738Ein hlið á álvæðingunni, sem ekki hefur mikið verið haldið á lofti, er að þegar eitt fyrirtæki verður jafn yfirgnæfandi í atvunnulífi svæðis, eins og verður fyrir austan, þá verða kjörin stjórnvöld í reynd valdalaus í þeim málum sem þetta fyrirtæki vill ráða.
Það þarf bara hótun frá fyrirtækinu um að fara, og þar með rústa efnahag svæðisins, til þess að pólitíkusarnir leggi niður skottið.Dæmi um þetta er hótun Alcan um að leggja álverið í Straumsvík niður, ef þeir fái ekki að stækka núna. Þar sem Alcan vegur hlutfallsega miklu minna á Faxaflóasvæðinu en Alcoa fyrir austan er ekki alveg víst að látið verði undan þessari hótun, en um þessar mundir notar Alcan hvert tækifæri sem það finnur til þess að reyna kaupa velvilja (og atkvæði) í Hafnarfirði.
-Einar
09.10.2006 at 05:22 #529362Kostnaðurinn er að verulegur leiti undir mönnum sjálfum kominn. Amatör leyfi kostar 4000 kr fyrir námskeið og 2500 kr fyrir leyfi sem gildir ævilangt, [b:1kezxhpd][url=http://www.universal-radio.com/catalog/hamhf/1857.html:1kezxhpd]Stöðvar sem eru með 100W sendiafli og VHF[/url:1kezxhpd][/b:1kezxhpd] kosta frá 50 þúsund krónum, fyrir utan sendingarkostnað og VSK. Fyrir utan stöðina ætla ég að fá mér handvirka loftnetsaðlögun (tuner) sem kostar um 8000, og að nota [b:1kezxhpd][url=http://www.ga.is/?p=300&i=21&v=77:1kezxhpd]járnstöng[/url:1kezxhpd][/b:1kezxhpd] sem loftnet. Einnig er hægt að nota loftnet sem dregið er á eftir bílnum, t.d. á snjó.
þessu fylgja engin mínútu eða mánaðargjöld, en líklega þarf að borga samskonar árgjald og af VHF stoðvunum fyrir að nota 2790, ef notaðar eru amatör tíðnir, þarf ekki að borga árgjald.
Sennilega þarf klúbburinn að semja við Póst og Fjarskiptastofnun vegna þeirra sem ekki leggja í að fá sér amaör leyfi, t.d. um það hvaða stöðvar þeir samþykkja. Það er t.d. ekki sjálfgefið að menn fái leyfi til þess að nota bátastöðvar.
Í bátastöðvum er sumir af þessum fítusum sem Samuel talar um, t.d. sjálfvirk sending á neyðarkalli með staðsetningu, með því að ýta á einn hnapp.-Einar R-292 TF3EK
08.10.2006 at 16:03 #529342Það sem í daglegu tali var kallað gufunes talsöð voru bílstöðvar sem notuðu SSB (single side band) mótun á 2790 kHz. SSB hefur þann kost fram yfir FM og AM mótun að það nýtir tíðnisviðið betur, en gerir á móti meiri kröfur til tækjabúnaðar. Radíó amatorar nota SSB yfirleitt á tíðnum undir 30 MHz, ég held að SSB sé líka mikið notað í fjarskiptum við skip á þessum tíðnum, en AM er líka ennþá notað, t.d. í neyðar fjarskiptum. Þessi tíðni hefur þann kost fram yfir VHF og farsíma, að fjarskiptin er ekki háð því að fara eftir sjónlínu, því næst samband í dölum inni á hálendinu.
-Einar
08.10.2006 at 14:00 #529334Í þessari frétt er vísað á viðtal við Brynjólf Bjarnason í Mogganum í dag. Þar telur hann að síminn muni í byrjun næsta árs ákveða að setja upp CDMA 450 í stað NMT. Þar sem CDMA 450 er aðallega gagnaflutningskerfi, þá mun markaðssetningin væntanlega miðast við að internet tengingar utan þjónustusvæða ADSL.
Þetta kerfi mun nota þær tíðnir sem NMT kerfið notar nú, en það þýðir ekki að það muni þjóna þörfum ferðamanna á sama hátt og NMT kerfið hefur gert.
CDMA kerfið er ekki með innbyggða fjarlægðartakmörkun eins og Tetra (56 km) og GSM (32 km ), heldur minnkar bandvídd hvers sambands með fjarægð, og fjölda annarra notenda. Mér hefur þó ekki tekist að finna á netinu tilvísanir í lengri vegalengdir með CDMA 450 heldur en 18-50 km. Lengstu vegalengdir voru með stefnuvirkum loftnetum, sem ekki henta á farartæki.
Ég er sammála Snorra Ingimarssyni um að [b:2ssaaj45][url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=fjarskiptamal/7766:2ssaaj45]gamla gufunes tíðnin (2790 kHz)[/url:2ssaaj45][/b:2ssaaj45] eða aðrar lausnir á svipuðum tíðnum, sé vænlegasti kosturinn fyrir þá sem ferðast um óbyggðir Íslands. Ég stefni á að vera kominn með slíka stöð fyrir jól.-Einar
07.10.2006 at 19:27 #562720Ég hef aldrei haldið því fram að álver eigi ekki rétt á sér, á Íslandi eða annarsstaðar. En það er gömul speki að það sé ekki sniðugt að setja öll eggin í sömu körfuna.
Og það er mjög slæm hagfræði að mismuna atvinnugreinum með t.d. með niðurgreiðslum eða í gegnum tolla og aðflutningsgjöld. Álver á Íslandi hafa ekki setið við sama borð og annar atvinnurekstur.-Einar
07.10.2006 at 18:01 #562716Eitt sem menn verða að hafa í huga, er að það er nú þegar búið að virkja margalt meira á Íslandi heldur en þarf fyrir alla eðlilega notkun. Þannig að við eru að tala um virkjanir vegna álframleiðsu, sem hingað til hefur ekki borgað strípað kostnaðrverð fyrir rafmagnið.
Málið væri snúnara ef við værum að velja milli arðsemi og náttúrverndar, en svo er bara ekki, hingað til höfum við þurft að borga með álversvirkjununum.
Þetta kann að breytast í framtíðinni, og þá er hætt við því að margt af því er sérstæðast í Íslenskri náttúru fjúki, ef ekki verður hugarfarsbreyting meðal ráðamanna.
Nú þegar er búið stúta kröftugustu og flottustu jökulsá landsins, þar fór umhverfi sem á sér ekki hliðstæðu á Íslandi og sennilega ekki annarsstaðar heldur.
-Einar
06.10.2006 at 20:01 #562110Þessi þráður er lokaður öðrum en félagsmönnum. Það þýðir vonandi að við getum rætt málin tæpitungulaust, án þess að efnið fari í leitarvél Google, eða að utanfélagsmenn, Árni Bragason til dæmis, geti notað það í þeim tilgangi til þess að bregða fæti fyrir okkur, eins og gerðist í tengslum við stikuferð haustið 2005.
Ég sé ekkert að því að nefna nöfn hér, ef menn gæta þess að hafa staðreyndir sín megin.
-Einar
06.10.2006 at 16:40 #562366Ég sé að það er sérstakur afsláttur fyrir tvö í herbergi, ekki tvo eða tvær, ætlið þið að hafa milligöngu til að hámarka nýtingu herbergjanna ?
-Einar
06.10.2006 at 15:51 #562328Í mínum huga deila Þórsmörk og Hjalladalur* fyrsta og öðru sæti en það eru margir staðir sem koma til greina í þriðja sætið:
Vatnajökull, Öræfajökull, Esjan, Austurdalur*, Klambragil við Ölkelduháls*, Aldeyjarfoss*, Askja, Dimmuborgir, Fossar í Fljótsdal*, Lónsöræfi, Þeistareykir*, Kerlingarfjöll*, Gjáin í Þjórsárdal…..* merkir að þegar hafi, eða til standi, að fórna staðnum á altari Álguðsins.
-Einar
-
AuthorReplies