Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
08.11.2006 at 18:30 #567346
Sammála Sigurði og Skúla. Burt með vírana.
-Einar
07.11.2006 at 16:09 #567170Þegar mælirinn rýkur upp og sýnir 300 cm, þá er það líklega vegna lélegs skyggnis (skafrennings), neminn sem er í 3 m hæð yfir jörðu, sér ekki til jarðar. Það virðist hafa verið orðið snjólaust fyrir helgi, en verið kominn aftur smá snjór í gær. Sá snjór er væntanlega laus í sér og gæri verið fljótur að fara í umhleypingum t.d. um næstu helgi. En það gæti líka bætt í, þetta fer allt eftir hitastigi.
-Einar
[img:3pbgyfcg]http://www.vedur.is/athuganir/sjalfvirkar/setur/snd_1v.gif[/img:3pbgyfcg]
07.11.2006 at 14:46 #567078Það hafa margir séð þessa [url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=oldsite/29/129:3ryhz5lm]mynd.[/url:3ryhz5lm]
Þarna losnaði boddíið frá grindinni. Eins og lesa má í skýrslunni sem vitnað er í hér að ofan, þá er áfengi ennþá helsti orsakavaldur í alvarlegum slysum á fjöllum.-Einar
07.11.2006 at 13:07 #567074Í fréttinni er talað um tvö slys, hitt varð 6, mars 2005. Því er lýst á bls 13 í [url=http://www.rnu.is/skyrslur/Skyrsla_RNU_2005.pdf:b8cn9die]þessari skýrslu[/url:b8cn9die]
Bíllinn sem um ræðir var gamall patról sem hafði verið boddyhækkaður með því setja klossa milli grindar og yfirbyggingar. Þegar það er gert er hætt við því að boddíið brotni við klossana. Hægt er að komast hjá þessu með því að færa nokkrar (eða allar) festingar upp á grindinni.
Yfirbyggingin á patrólnum losnaði frá grind, en það var ekki talið orsakavaldur í slysinu.-Einar
07.11.2006 at 10:25 #566954Þegar ég hef sett myndir inn á spjall, sem eru hýstar á mínum tölvum, þá get ég séð hversu oft þær eru sóttar. Þegar ég hef gert þetta, þá hefur útkoman verið að þessir spjallþræðir séu skoðaðir frá um það bil 100 mismunandi tölvum. Ef þræðirnir ganga lengi, þá eru þeir skoðaðr aftur og aftur af sömu einstaklingum. Þetta er í samræmi við þann fjölda sem tekur þátt í könnunum á síðunni.
Á svona vef verða til margar færslur í loggnunum, í hvert sinn sem smellt er á síðuna, þeir sem heimsækja síðuna smella nokkrum sinnum í hverri heimsókn. Ég veit ekki hvort tölurnar sem Jón er með eru færslur úr loggum eða smell, en ég er viss um að þarna er ekki verið að telja hemsóknir frá mismunandi einstaklingum.
Ég óttast að með því að leggja niður reglulega útgáfu Setursins þá sé klúbburinn að skerða tengslin við stóran hóp félagsmanna. Mistökin voru að breyta Setrinu í glanstímarit sem er svo dýrt í útgáfu að mönnum vex kostnaðurinn í augum. Þetta var alveg óþarfi.
-Einar
06.11.2006 at 21:03 #566960Þessi dekkjastærð er akkúrat 27" :
215*2*0.65/25.4 + 16 = 27.00
Sé hraðamælirinn réttur á þessum dekkjum, þá verður hann löglegur með hlutföllum milli 1:5.05 og 1:5.78, á 33" dekkjum. Leyfileg skekkja er 10% upp á við, en 4% niður á við.
Það er viðtekinn sannleikur að pinjóninn verði því veikari sem hlutföllin eru lægri (talan stærri).
-Einar
06.11.2006 at 20:04 #566956Ef orginal dekkin eru 27" og orginal hlutföll 4.3, þá myndi hraðamælir sýna eins með 33" dekkjum ef hlutföllin eru:
4.3(33/27) =5.25. Ef sett eru aðeins lægri hlutföll, þá fæst svipuð nýting á 5. gír, og á óbreyttum bíl, vegna þess að loftmótstaðan eykst þegar bíllinn hækkar vegna stærri dekkja. Sem sagt, 5.15 er betra en 4.75, það væri jafnvel ennþá betra að fá aðeins lægri hlutföll.-Einar
06.11.2006 at 12:29 #566556Útivistar taflan er alls ekki svo galin. Hún hefur þó tvo galla, tölurnar í þyngdardálkinum eru nær eiginþyngd heldur en heildarþyngd, þó dálkurinn sé merktur sem slíkur. Einnig er ekki gert ráð fyrir 36" dekkjum.
Ef menn vilja fá nákvæmari samanburð, sem tekur tillit til þyngdardreifingar, breiddar og þvermáls felgu og breiddar dekks, þá er hægt að mæla mesta mögulega flot beint, eins og ég [b:3evwyz4k][url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=bilarogbreytingar/8365:3evwyz4k]lýsi hér[/url:3evwyz4k][/b:3evwyz4k].
-Einar (sem er sjaldnast gjaldgengur í ferðir 4×4 vegna skósmæðar)
06.11.2006 at 08:16 #566544Það er ekki til einfalt svar við því hvað er jeppi og hvað ekki. Á [url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=bilarogbreytingar/2082:2h08lfob]þessum þræði[/url:2h08lfob] voru ýmsar skilgreiningar prófaðar.
Það er mín sannfæring, bygggð á nokkurri reynslu, að í öllum jeppaferðum verði að ætlast til þess að þátttakendur fari að fyrirmælum fararstjóra um þrýsting í hjólbörðum, ef menn sætta sig ekki við þetta, þá geta þeir setið heima. Þetta er ekki bara spurning um að komast áfram á snjó, þetta er snýst líka um að lágmarka hættu á náttúru- og vegasekemmdum.
-Einar
04.11.2006 at 07:22 #566506Í þessu tilfelli sem nefnt var hér að ofan þá var það bílstjórinn, ekki bíllinn sem var takmarkandi. Svona léttur bíll, á 31" dekkjum getur alveg farið niður í 3-4 psi, og byrjar ekki að lækka neitt sem heitir fyrr en komð er niður fyrir 10 psi.
Ég hef oft heyrt sögur úr ferðum, þar sem ferðafélagarnir þurftu að minnki loftið í dekkjum, meðan eigandinn sá ekki til, til þess að menn kæmust eitthvað áfram. Þetta er greinilega ennþá til, þá það sé orðið sjaldgæfara.Ég held að menn ættu vara sig á að láta aðra gjalda fyrir sérvisku eins manns.
Í ferðum þar sem ólíkir bílar ferðast saman er mikilvægt menn séu samstíga í úrhleypingum. Stóru bílarnir geta oft komist lengra með hart í dekkjum en þeir minni, en þá gera þeir svo djúp hjólför að það er hætt við því að minni bílar setjist á kviðinn.
-Einar
03.11.2006 at 23:15 #566492Mín skoðun er sú að það eigi ekki að takmarka þessar ferðir við bíla af tiltekinni gerð, eða við tilteknar stærðir hjólbarða.
Fyrir daga Litludeilarinnar stóð Umhverfisnefnd að 3 nýliðaferðum, í öllum þessum ferðum var farið á jökul að vetri til. Ekki voru gerðar sérstakar kröfur um dekkjastærð, en það var tilskylið að menn væru tilbúnir að hleypa úr níður í 3 psi, og þar með bíllinn væri nægilega léttur miðað við dekkjastærð, til þess að það væri hægt. Ef ökumaður er ekki tilbúinn til þess að sleppa loftinu úr dekkjum, þá á sá hinn sami ekkert erindi í vetrar eða jöklaferðir, óháð því hvernig bíllinn er búinn að öðru leyti.Talan sem ég nefndi er ekki heilög, í styttri ferðir og þegar færi er gott mætti miða við 5-6 psi, eða jafnvel 8-10. Þar með hafa alveg óbreyttir bílar möguleika á að koma með.
Þetta með millikassann er misskilningur, ef hleypt er úr í akstri á snjó, þá reynir það minna drif og vélbúnað heldur en reynt er að keyra á harðpumpuðu. Það er alltaf kostur að hafa lágt drif, en það er hægt að komast helling án þess. Mest af því sem ég fer á mínum núverandi bíl, keyri ég í háadrifinu, m.a. vegna þess að hann er það lágt gíraður að maður ekur lítið fyrir 50 km/klst í lágadrifinu.
-Einar
02.11.2006 at 23:12 #566410Ég er í svipuðum sporum, er með 36" mudder dekk sem eru að verða 6 ára gömul og eru talsvert farin að slitna. Ég býst við því að ég muni gera þær breytingar sem til þess að koma 38" mudder eða AT405 undir, frekar en að fara í 36" Ground Hawg. Ég hef séð vísbendingar um að GH verði hörð og sleip í miklu frosti, og þau virðast þola úrhleypingar ver heldur en Mudderinn. Út frá þeim upplýsingum sem ég hef séð, þá henta aðrar tegundir enn síður til aksturs á snjó ( nefni engin nöfn ).
-Einar
02.11.2006 at 17:59 #565924Var það ekki þriðji maðurinn sem var sýknaður í gær? Hann varði sig sjálfur. Mér fannst sá dómur greinilegri, kjarni málsins er að það er ekkert skilyrði fyrir það að vegur sé vegur, að hann sé merktur með eitthverjum hætti eða á eitthverjum kortum. Í dómunum í dag kemur fram að löggan sem var í þyrlunni, virðist ekki hafa verið upplýst um skilgreininguna á vegi sem er í umferðarlögum, og reyndar tekin upp nær óbreytt í reglugerðinn um akstur í náttúru Íslands. Það var bara "tilfynning hans" sem réði því hvað taldist vegur og hvað utanvegar.
Til hvers er verið að setja reglugerðir, ef löggan nennir ekki að kynna sér efni þeirra áður en hún fer að kæra menn út um allar trissur?
-Einar
02.11.2006 at 16:36 #566364Það eru komnir tveir [url=http://www.domstolar.is/sudurland:3plaogyh]sýknu dómar í viðbót frá Héraðstómi Suðurlands.[/url:3plaogyh]
Á eftir að lesa þá!-Einar
31.10.2006 at 20:02 #198861Í dag hefu það gerst að einn ágætur félagsmaður, hefur gjörsamlega kaffært einn þráð hér á spjallinu, með því að „pasta“ inn í hann margar langar greinar sem eru annarsstaðar á vefnum. Þarna hefði átt við að setja linka í spjallið.
Þarna er líklega um brot á höfundarrétti að ræða, auk þess sem þetta athæfi lýsir óþolandi tillitsleysi í garð annara notenda vefsíðunnar.
Því vil ég skora á viðkomandi að fjarlægja umræddan texta og setja í staðinn linka, eftir því sem við á. Verði hann ekki við þessum tilmælum, fer ég fram á að Vefnefnd taki á málinu.
Ef ekkert er aðgert, og aðrir fylgja þessu fordæmi, er hætta á að vefurinn verði eyðilaggður, sem vettvangur fyrir málefnalegar umræður um málefni sem varða klúbbinn og starf hans.-Einar
31.10.2006 at 03:58 #566002Það er hægt að finna út hversu mikið er hægt að hleypa úr með einfaldri tilraun. Fyrst er að fá sé góðan loftmæli, sem hægt er að lesa af lítinn þrýsting, helst með upplausn upp á brot úr psi, eða fáein kiloPascal.
Síðan er farið að góðri loftdælu, t.d. á bensínstöð, og ollu lofti hleypt úr öðru eða báðum hjólum á þeim enda bílssins sem er þyngri. Nú er bætt lofti í hjólið, þangað til bíllinn er greinilega farinn að lyftast, t.d. um 2-5 cm.
Þrýstingurinn sem nú er í hjólinu, er sá þrýstingur sem gefur mest flot í snjó. Ef meira er hleypt úr en þetta, þá dregur það úr drifgetu. Það þarf að hafa í huga, að við þessar aðstæður hafa hita og hæðarbreytingar hlutfallslega mikil áhrif á loftþýstinginn sem mælist í dekkjunum.
Við úrhleypingu kólnar loftið í dekkinu, þegar það síðan hitnar aftur, til jafnvægis við umhverfið, þá eykst þrýstingurinn.Staðhæfing um að ekki megi koma kryppa á dekkið, bendir til að viðkomandi hafi aldrei ferðast á snjó 😉
-Einar
30.10.2006 at 22:46 #564726Hér sýnist mér Gundur hafa fengið ofbirtu í augun. Mestur hluti þess stóra svæðis sem verður utan drægis "landsdekkandi" Tetra, er á þjónustusvæði NMT núna. Það bendir flest til að GSM muni þjóna mun stærri hluta hálendisins en Tetra, þegar NMT kerfinu verður lokað. Raunar er töuvert svæði núna með GMS þjónustu, t.d. frá Vatnsfelli, sem verður utan þjónustu Tetra, samkvæmt "landsdekkandi" kortinu.
Þriggja watta Tetra talstöðvar verða aldrei nærri því eins langdrægar og 25 watta VHF stöðvar.
Það þarf líka einstaklega mikla sérvisku til að halda að Tetra sími komi í stað GSM
-Einar
27.10.2006 at 23:16 #559668Sigurður verður að koma með rök, og heimildar menn hans verða að gefa sig fram og standa fyrir máli sínu, ef taka á mark á því sem hann er að segja.
Í stöðvum sem stilltar eru fyrir rásir 4×4, eru sítónar notaðir á beinu rásunum til þess að opna fyrir hljóðmerki inn á hátalara. Ef réttur sítónn kemur, er kveikt á hátalaranum, annars ekki. Þetta er ekki flóknara en þetta, það er því útilokað að rangur sítónn geti skemmt eitt eða neitt. Stundum eru sítónar notaðir til þess að virkja endurvarpa, þetta er þó ekki gert í endurvörpum 4×4. Því hafa sítónar engin áhrif á þá (góð eða slæm). Ef merki kemur með röngum sítón, þá er það einfaldlega hundsað. Þar sem sendistyrkur amatörstöðva á tíðnibilinu milli 163 og 164 MHz er minni en "commercial" stöðva, er ennþá ólíklegra að amatör stöðvarnar hafi óæskileg áhrif á endurvarpana, sem hlusta á þessu tíðnibili, heldur en "commercial" stöðvarnar.
-Einar TF3EK
27.10.2006 at 22:58 #565528Eru þessar legur öðruvísi en í eldri MMC.?
Í þingmannaferðinni þá fór lega hjá Palla Halldórss, Bjarni stjórnarmaður var með legur sem pössuðu, þeir voru ekki lengi að skipta. Þetta leit allt mjög svipað út og það gerði í MMC sem ég átti endur fyrir löngu. Enfalt að skpta um legur, ekki sambyggt stútur, legur og naf, eins og er á bílnum sem ég á núna.-Einar
27.10.2006 at 12:16 #564684Tryggvi, lestu það sem stendur um staðsetningar frá GSM í skýrslu RNS sem ég linkaði á hér fyrir ofan.
-Einar
-
AuthorReplies