Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
11.12.2006 at 13:33 #570918
Ég held ekki að þessi túlkun Hlyns sé rétt. Ég á eftir að lesa frumvarpið betur, en ef ég skil þetta rétt, þá falla akstursreglur undir verndaráætlun, en um hana er fjallað m.a. af stjórn og umhverfisstofnun og ráðuneyti og það er tekið fram að hagsmunaaðilir eigi formlega aðkomu að ferlinu. Það er líka marg ítrekað að þær reglur sem settar eru þurfi að byggjast á verndum nátturunnar eða öðrum málefnalegum ástæðum. Að mínu viti myndi Skeiðarárjökulsbannið ekki samrýmast þessu frumvarpi, ef það verður að lögum.
En það er örugglega hægt að bæta frumvarpið, til þess gefst tækifæri þegar frumvarpið fer í nefnd eftir 1. umræðu. Ég held að við eigum að leggja höfuðáherslu á að ferðamen sem ferðast á eigin vegum (við) fáum fulltrúa í svæðisráðum og stjórn.
Nú er rétti tíminn til þess að nýta öll þau sambönd sem menn hafa við nefndarmenn í [url=http://www.althingi.is/dba-bin/nefnm.pl?nemenu=1&nefnd1=um<hing1=.:1whszayh]Umhverfisnefnd Alþingis.[/url:1whszayh].
Þetta er rétti tíminn til þess að láta hendur standa fram úr ermum.-Einar
10.12.2006 at 23:07 #570904Var að finna þetta í skoðunarhandbók á vef umferðarstofu:[i:1vqznst7]
Skoðunarhandbók ökutækja
Umferðarstofa . Skjal:3-3-07-09
Stoðrit Útgáfunúmer: 12
Yfirbygging Dags.:01.02.2005
3.7.2.2 Varðar grindur framan á bifreiðum
Grindur af ýmsum gerðum eru settar á bifreiðir hér á landi. Sem dæmi má nefna:
Grjótgrindur til verndar ljósum og framenda bifreiða.
Grindur til skrauts eða til að festa ljóskastara, spil o.fl.
Grindur til að verja bifreið eða ökumann við árekstur (lítil bitabox).
Grindur til að verja bifreið skemmdum við árekstur við t.d. stór dýr (hrossagrindur).
Þessar grindur eru leyfðar en ganga skal úr skugga um að á þessum grindum séu ekki skarpar brúnir eða útstæðir hlutir sem valdið geta óþarfa skemmdum eða meiðslum við árekstur. Þessar grindur skal taka með þegar lengd bifreiða er mæld.[/i:1vqznst7]-Einar
10.12.2006 at 22:43 #570868Samkvæmt reglugerð um gerð og búnaða ökutækja, grein: 16.10.5, þá gildir 10% reglan aðeins um óbreyttar bifreiðar. Ég hef eitthversstaðar lesið að þegar bifreið er færð til skoðunar, eigi hún að vera á stærstu hjólbörðum sem notaðir eru. Það er því leyfilegt að aka á 38" dekkjum á bíl sem skráður er fyrir 44", en stóru dekkin þurfa að vera undir þegar farið er með bílinn í skoðun. Þetta er t.d. nauðsynlegt vegna bremsumælingar.
Samkvæmt þessu hefur Frumherjamaðurinn sem talaði við Benna ekki verið með þetta á hreinu. Reyndar virðist orðalagið í skoðunarhandbókinni vera þannig að ætla mætti að 10% reglan gitli líka um breyttar bifreiðar. Það er svo sem ekki nýtt að þeir eiga að framfylgja lögum og reglum, þekki þær ekki, saman ber nýlega dóma í málum sýslumannsins á Selfossi.-Einar
10.12.2006 at 22:02 #570900Það var fjallað um þetta á síðasta félagsfundi. Á þessum fundi kom ekki fram krafa um breytingar á reglugerðinni, en umrædd regla er svohljóðandi: [b:27f20mh5]
Óheimilt er að setja framan á bifreið grindur, ljósabúnað eða annan búnað sem valdið getur auknum skaða við árekstur. Ákvæði þetta gildir um bifreið sem skráð er frá og með 1. janúar 2006.[/b:27f20mh5] Þetta er grein 22.11.4 í reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004.
Það er erfitt að spá fyrir um það hvernig þetta verður túlkað, en það eru vísbendingar um að túlkunin verði þannig að það verði ekki til vandræða.-Einar
10.12.2006 at 18:17 #569930Hvar er Miðleið á Sprengisandi? Ef átt er við leiðina frá Háumýrarkvísl að Ölduleið skammt sunnan Nýjadals, þá á ég sumar feril.
-Einar
06.12.2006 at 13:10 #570066[url=http://en.wikipedia.org/wiki/Radial_tire:2fp2s2rp]Hér er besta úskýring[/url:2fp2s2rp] sem ég hef séð. Ég hef heyrt þetta fyrirbæri kallað skábandadekk á íslensku. Ég held að bias og diagonal eigi við sama fyrirbærið.
Dekk sem kallas [url=http://www.mickeythompsontires.com/truck.php?item=BajaBelted:2fp2s2rp]bias belted[/url:2fp2s2rp] blanda líklega eiginleikum radial og hefðbundinna bias dekkja, því það eru auka styrking í bananum úr trefjagleri, í stað stáls sem notað er í venjulegum radíal dekkjum.-Einar
06.12.2006 at 11:42 #570476Ég var með aircondition dælu í 6 ár, hún sló aldrei feilpúst þó það hafi komið fyrir að ég gleymdi henni á. Ástæðan fyrir því að ég er með rafmagnsdælu núna ( er á rafdælu númer 2) er eingöngu plássleysi undir húddinu.
-Einar
05.12.2006 at 23:44 #570062Á vefsíðum dekkjafremleiðenda má stundum finna upplýsingar um dekk. Þar sem ég hef skoðað, þá fylgjast "load range" og þrýstingur við mesta burð, að. Mesti þrýstingur með loadrange B er 20-25 psi, C: 30-35 psi, D: 50 og E 65 psi. Stundum er líka talað um ígildi striga laga, þannig að loadrange C samsvari 6 strigalaga bias dekki, D 8 strigalaga o.s.frv. Þau dekk sem gefið hafa besta raun í snjóakstri, eru flest gefin upp fyrir loadrange C, og mesta burð við 30-35 psi þrýsting. Það er lika áhugavert að skoða hlutfallið milli burðargetu og loftþrysings, þetta samsvarar stærð snertiflatar dekksins við jörðu, Því stærri sem þessi flötur er, þvi meira flot getur dekkið gefið.
-Einar
05.12.2006 at 08:27 #570334Ég efast um að 16" breiðar og hilux klafar fari vel saman. Svona breiðar felgur reyna meira á kanta dekkjanna, sérstaklega þegar keryt er á þeim úrhleyptum. Til þess að breiðar felgur rekist ekki í bremsur, spindilkúlur eða stýrisenda, þarf miðjan að vera utar en ella, slíkt gerir bílinn verri í akstri og margfaldar álag á legur, spindilkúlur, klafafóðringar og stýrisgang. Ávinningurinn er lítilsháttar aukning í mögulegu floti. Þar sem hílxinn er léttari ef flestir þeir bílar sem menn eru að ferðast á, þá er hæpið að þessi auking í floti vegi upp á móti ókostunum.
-Einar
29.11.2006 at 11:37 #569436Það er mikið til í því sem Valur segir, en það sem ég var að finna að, er að Gundur vísar á þessa teikningu aftur, eftir að búið var að benda á villu, án þess að leiðrétta hana.
-Einar
29.11.2006 at 11:01 #569734Ég myndi fara í Íhluti, Skipholti 7. Þar er til mikið úrval ljósdíóðum.
-Einar
29.11.2006 at 09:15 #569432Eins og Grímur Jónsson benti á [url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=bilarogbreytingar/8541:131wa3ka]hér[/url:131wa3ka] þá eru báðir endar stýrspólunnar í öðru releyinu tengdir í jörð samkvæmt teikningunni. Ef það koma ljós hjá Gundi, þá hlýtur það að vera vegna þess að lagnir þar eru ekki eins og á teikningunni. Það er gott þegar menn setja upplýsingar á síðuna, en lakara þegar menn sinna ekki ábendingum um villur.
-Einar
26.11.2006 at 12:29 #569374Leiðin milli Þingvalla og Laugarvatns, sem liggur á bakvið Lyngdalsheiði, hefur frá fornu fari (a.m.k.) eins langt og ég man, verið við hana kennd. Það væri forvitnilegt að kanna hvenær fyrst var farið að tala um Gjábakkaveg. Ég held að það sé ekki langt.
-Einar
26.11.2006 at 09:10 #567246Aðal munurinn á þessum stöðvum er að það þarf raidíó amatör leyfi til þess að nota Yaesu stöðina löglega, en Icom stöðin er skráð á svipaðan hátt og VHF stöðvar sem menn kaupa til þess að nota á rásum f4x4. Markaðurinn fyrir amatör stöðvarnar er miklu stærri og sölukerfið er öðruvísi upp byggt. Yaesu stöðin er líka með VHF og UHF, sem er ekki í Icom stöðinni. Það er líka munur á fítusum en ég efast um að þeir skipti máli fyrir okkur. Icom framleiðir margar gerðir af [url=http://www.universal-radio.com/catalog/hamhf.html:2cmlasbb]HF radíó-amatör stöðvum[/url:2cmlasbb], sumar þeirra eru á svipuðu verði og Yaesu stöðin. Flestar þessara stöðva senda með 100 Watta afli á MF og HF. Það er líka rétt að hafa í huga, að það leyfi frá Póst og fjarskiptastofnun til þess að nota amatör stöðvar á öðrum tíðnum en þeim sem ætlaðar eru amatörum, t.d. 2790 kHz.
-Einar
24.11.2006 at 15:45 #566712Það er óþarfi að breyta lögunum, því þar er vísað í reglugerð varðandi undanþágur frá almenna akstusbanninu,. Reglugerðin frá 1998, var góð, en þetta versnaði í reglugerðinni sem sett var 2005. Eftir sem áður er ferðafrelsið mjög mikið, vegna þess hve víðtæk skilgreiningin á vegi er.
Lögregluaðgerðir síðasta sumars gefa hinsvegar fullt tilefni til þess að við förum fram á lagfæringar á reglugerðinni, þannig að hún samrýmist 1. grein Náttúruverndarlaganna, en þar stendur m.a.:
[b:23tlfzh4]"Lögin eiga að auðvelda umgengni og kynni þjóðarinnar af náttúru landsins…"[/b:23tlfzh4]
Takmarkanir á umferð, sem ekki byggja á verndun náttúrunnar stangast því á við markmið laganna. Bönn sem gilda um suma en ekki aðra, stangast á við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.Ég er sammála Hjalta varðandi það að ég óttast það að menn séu að nálgast þessa kortagerð á hættulegum forsendum. Í núgildandi lögum og reglum er hvergi minnst á slík kort, þó slíkt hafi verið að finna í eldri lögum.
Að mínu mati þá er ferðafrelsi almennings mun meira samkvæmt lögunum frá 1999, heldur en eldri lögum.
-Einar
24.11.2006 at 08:24 #566706Ég er nokkuð sáttur við þá skilgreiningu á vegi sem er í núverandi lögum, þá sem er í umferðarlögum. Ég held að sú skilgreining sem bölsýnismaðurinn Björn Þorri var að óska eftir um árið, hefði ekki orðið hagstæðari fyrir okkur.
Eins og ég les þessa skilgreiningu, þá liggur vegur inn i Þórsmörk, og frá Jökulheimum á Grímsfjall, óháð því upp á hverju Hvanná og Tungná, kunna að hafa tekið. Það er nefninlega ekki tilskilið að vegur sé mannvirki eða að hann sé yfir höfuð sýnilegur. Ef leið er notuð til umferðar, þá telst hún vegur.
Það er svo annað mál að það gæti þurft að taka nokkrar löggur, sýslumenn og jafnvel dómara í lestrarkennslu.
Fyrir þá sem nenna að lesa sér til um þær reglur og lög, sem nú eru í gildi, þá eru tenglar á vef [url=http://um44.klaki.net/reglur.html:3f7oeuzt]umhverfisnefndar.[/url:3f7oeuzt]-Einar
23.11.2006 at 23:17 #566688Það er áhugavert að lesa [url=http://www.althingi.is/altext/133/11/l22125522.sgml:3bbgkaer]umræður á Alþingi[/url:3bbgkaer], og raunar ekki síður pistla Björns Þorra hér að ofan. Pistill Björns ber það með sér að hann telji að allt sé að fara til andskotans, nú þegar hann er ekki lengur í forsvari fyrir klúbbinn. Það er svo sem ekki nýtt að Björn sé svartsýnn. Ræða umhverfisráðherra ber með sér að hún er ný í þessu starfi, og hefur ekki náð að átta sig á fínni þáttunum í málinu.
Staðreyndin er sú að málið er flóknara en flestir halda. Við njótum mjög mikils frelsis til að ferðast. Þetta frelsi okkar er þyrnir í augum eins tiltekins embættismanns, honum hefur tekist að fá til liðs með sér einn eða tvo illa upplýsta sýslumenn, og að mata ráðherra á villandi málflutningi.
Þetta breytir því ekki að lögin eru okkar megin, og ég sé fátt sem bendir til þess að það standi til að reyna að breyta þeim á næstunni. Ef til þess kemur, þá erum við í góðri aðstöðu til þess að koma sjónarmiðum okkar á framfæri við Alþingi.-Einar
21.11.2006 at 21:28 #568982Á þessum [url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=bilarogbreytingar/8492:3e0vgqol]þræði[/url:3e0vgqol] er að finna upplýsingar og tengla um stífur og fleira, sem þarf til þess að setja rör undir 4runner.
-Einar
21.11.2006 at 16:29 #568802Ég hef aldrei sett nagla undir mína jeppa, og mun ekki gera. Það hefur komið fyrir að ég hef lent í aðstæðum (blautu svelli) þar sem það hefði verið kostur að vera á nöglum en það gerist ekki oft. Það er mín skoðun, að ef menn ætla að stunda ferðalög að vetri til, þá komast menn ekki hjá því að læra að aka í hálku og að aka í samræmi við aðstæður.
Það má vel vera að notkun nagla hafi eitthver áhrif á fjölda minni háttar umferðaróhappa, en í skýrslum Rannsóknanefndar Umferðarslysa, er ekki að finna neitt sem bendir til þess að naglanotkun dragi fjölda alvarlegara slysa. Ég tel raunar líklegt að naglarnir leið til fjölgunar alvarlegra slysa, þar sem þeir veita oft falskt öryggi sem leiðir til þess að menn aka of hratt, miðað við aðstæður.
Vegna sóðaskapar og svifriks, sem leiðir af nöglunum er stutt í að það verði settar verulegar skorður við notkun þeirra. Heilsutjón af völdum svifriks er margfalt meira en af þeim umferðarslysum þar sem naglar gætu hugsanlega haft eitthvað að segja.-Einar
21.11.2006 at 13:06 #568968Kosturinn við loftpúða, fram yfir gorma, er að þeir eru stillanlegir. Helsti kosturinn við gormana er að þeir eru ekki stillanlegir. Þar sem þyngd á framenda á bílum er breytist lítið, þá duga gormar ágætlega að framan. Hjá BSA Varahlutum, Smiðjuvegi 4a, fæst gott úrval af gormum, þannig að þar er hægt að velja gorma sem henta. Ég mundi nota mýkstu gorma sem ráða við þyngd bílsins og hægt er að koma fyrir með góðu móti. Mín reynsla er að gormum hættir til að síga aðeins með tímanum, gott að hafa þetta í huga þegar gormurinn er stilltur af. Einn kostur við gorma er að það er hægt að hafa samsláttarpúðann inni í gorminum.
Fjaðrabúðin Partur, Eldshöfða 10 selur loftpúða, það er einfaldara að velja loftpúðann, því burðurinn er stilltur með loftmaginu sem sett er í hann. Um er að ræða tvær gerðir af loftpúðum, önnur ræður við 800 kg, hin við 1300kg. Það fer minna fyrir 800kg púðanum, því er auðveldara að koma honum fyrir.
-Einar
-
AuthorReplies