Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
22.12.2006 at 16:39 #572342
Ég er í a.m.k. tveimur félögum, þar sem félagsmönnum er gefinn kostur á að leggja félagsgjöld beint einn á reikning, til þess að losna við innheimtukostnað af þessu tagi.
-Einar
22.12.2006 at 10:49 #572250Það er ekki nýtt að drif fari í toyotum. Dóttir mín var að eignast notaðn hilux á 37" dekkjum, það var sagt vera nýtt afturdrif í honum. Og það eru ekki margir dagar síðan Ofsi var hér á spjallinu að tala um endurnýjum á drifi hjá sér. Takóman mun vera með verulega aflmeiri vél og eitthvað þyngri en Hilux, því þarf ekki að koma á óvart þó drifinu sé ofboðið.
-Einar
22.12.2006 at 10:39 #572168Mér finnst miklu eðlilegra að menn greiði fyrir afnot af fráteknu plássi í ljósvakanum, heldur en að menn sé rukkaðir eignaskatt af eitthverjum tækjum, óháð því hvort eða hvernig þau eru notuð. Mér finnst það líka jákvætt, að heildar kostnaður vegna vhf umsvafa klúbbsins og félagsmnna lækki fimmfalt, og að í samstarfi við björgunrsveitir felist möguleiki á fjófaldri lækkun í viðbót.
En kynningin á þessum breytingum er PoF til háborinnar skammar. Það er ekki ennþá neitt um þetta að finna á pta.is, þótt ekki sé nema rétt rúm vika þangað til breytingarnar taka gildi.-Einar
Ofsi, ekki segja Sigurði Ásmundsyni frá því að það er radíóamatör sem reisti stöngina í Arnarfirðinum. Það er ekki víst að hann þori út úr húsi 😉
21.12.2006 at 10:15 #572002[b:iwnp8ruz][url=http://www.ringpinion.biz/index.php?cPath=24_46_284&osCsid=9639771d424c26e46e4af606ff1c95da:iwnp8ruz]Hér eru sýnishorn af læsingum[/url:iwnp8ruz][/b:iwnp8ruz] sem fást í dana 44. Þarna eru læsingar fyrir 19, 27, 30 og 33 og jafnvel 35 rílu öxla. Hlutföllin ættu ekki að vera til vandræða, það eru oftast til tvær gerðir af læsingu eftir því hvort hluföllin eru 3.92 eða lægri, eða
3.73 eða hærri. Lægsu hlutföllin sem þarne eru boðin eru 5.89, sem er nú ekki langt frá því sem sagt er vera í lappanum.
Þannig að ef þú er með 19 rílu öxla og dana 44, þá eru góðar líkur á að þú getir fengið læsingu, þó líklega ekki ARB.Ég hef góða reynslu af því að panta af þessari síðu.
Samkvæmt [url=http://www.jeeptech.com/axle/d44.html:iwnp8ruz]þessu[/url:iwnp8ruz] voru öxlar í Jeep CJ (Willys) Dana 44, fyrir 1970, anaðhvort 19 eða 27 rílu.
-Einar
20.12.2006 at 21:04 #572072Ef Þjórsá er ekki búin að ryðja sig, þá er ég hræddur um hún geri það fljótlega. Mér sýnist stefna í að það að bíða þurfi fram á næsta ár, eftir eitthverjum marktækum breytingum í veðri. Líklega er núna allt vaðandi í krapa, þar sem á annað borð var kominn eitthver snjór.
-Einar
19.12.2006 at 08:43 #571846Undanfarin ár hefur Ingvar Helgason skorið sig úr, í því að nota utanvegaakstur í auglýsingum, bæði á fólksbílum og jeppum. Þessi síðasta er hvorki betri né verri en margar aðrar, en þetta er orðið hvimleitt, og það styður ekki okkar hagsmuni. Það virðist engu breyta þá skipt sé um eigendur og stjórnendur á þeim bæ.
-Einar
17.12.2006 at 02:19 #571708Gróft opið munstur er oft betra í krapa og mjög lausum snjó, meðn fínna skorið munstur er betra í hálku og þurrum snjó. Það þarf líka nokkuð annað aksturslag eftir því hvort dekkin eru fín eða gróf, mönnum er hættara við að spóla sig niður á grófum dekkjum. Það er ekki neitt eitt svar við því hvort sé betra, gróft eða fínt munstur fyrir akstur á snjó, frekar en t.d. hvort sé betra að vera á sjálfskiptum bíl eða beinskptum, þetta eru að verulegu leiti spurning um smekk og akstursstíl.
Vandmálið við flest eða öll af nýrri amerísku radíal dekkjunum, hvort sem þau heita Superswamper, Mickey Thompson eða Dick Cepec, er að þessi dekk eru með massívar hliðar, sem þola a.m.k. í sumum tilfellum, ekki að keyrt sé á þeim úrhleyptum. Einnig fer mikil orka í að snúa þeim úrhleyptum, þessi orka fer í hitamyndun sem getur eyðilagt dekkin, t.d. með þeim afleiðingum að þau hvellspringa á keyrslu.-Einar
17.12.2006 at 01:31 #571704Ef rennt er í gegnum smáauglýsingarnar á síðunni, þá má finna þar nýleg Super swamper, (irok og trxus), Mickey Thompon og Dick Cpec dekk til sölu. Einnig mikið slittna 36" muddera. Eg fann engin nýleg Mudder, AT-405 eða Groun Hawg í boði þar. Þetta er ákveðin vísbending um reynslu manna af þessum dekkjum.
-Einar
16.12.2006 at 14:43 #571422Samkvæmt þessari nýju gjaldskrá fá aðilar í samtökum björgunarsveita 75% afslátt af tíðnigjöldum. Með tílvísun í samkomulagið sem Skúli sagði frá hér að ofan, finnst mér eðlilegt að við fáum þessi kjör fyrir endurvarpsrásirnar. Eigi kerfið að koma að notum sem öryggiskerfi, þá mikilvægt að hlustun sé sem mest, og ástæðulaust að takmarka hana við félagsmenn í 4×4, enda er svo ekki nú, eftir þeim samningum sem gerðir hafa verið.
Mér finnst fullkomlega eðlilegt að notkun á beinu rásum 4×4 sé takmörkuð við virka félagsmenn, ég hef, ásamt mörgum fleirum, einfaldlega bent á að það er á margan hátt betra að hafa stjórn á notkuninni með kallmerkjum heldur en í gegnum tækin sjálf.
-Einar
16.12.2006 at 11:17 #571416Benni þú ættir að vera farinn að venjast því að þeir sem eiga að framflygja lögum og reglum, þekkja þær ekki alltaf, hvor sem er um að ræða Selfoss lögguna eða starfsmenn Frumherja. Annars sýnist mér ekki vera mikill munur á því sem las úr gjaldskjránni og starfsmenn Póst og fjar. Ef rás 42 er tekin með veður upphæðin rétt um hálf miljón á ári, það getur líka verið að þeir hafi ekki tekið með í reikninginn að bandvíddin á beinurásunum er 12.5 kHz, ekki 25 kHz.
Varðandi framtíð og kostnað af fjarskiptastarfsemi klúbbsins, þá sýnist mér liggja í augum uppi að menn munu vilja halda í beinu rásirnar, enda fylgir þeim ekki mikill kostnaður. Hvort klúbburinn hefur bolmagn til þess að reka endurvarpa kerfið, er allt annað mál. Það væri gaman að sjá samantekt yfir það hvað rekstur og uppsetning endurvarpanna hefur kostað klúbbinn undanfarin ár. Notkun endurvarpanna virðist vera sáralítil og fáir sem taka eftir því þegar þeir bila. Þetta gæti breyst við brotthvarf NMT kerfisins.
Það er líka hugsanleg millileið, að fækka endurvörðum þar sem ekki er rafmagn. Mér skilst að fjarskiptanend sé raunar byrjuð á þessu.-Einar
15.12.2006 at 21:32 #571408Samkvæmt [url=http://www.althingi.is/altext/133/s/0684.html:2h4t1pag]þessum lögum[/url:2h4t1pag] sem þamþykkt voru á s.l. laugardag, þá þurfa einstakir félgasmenn ekki lengur að greiða árlegt gjald af stöðvum sínum, né klúbburinn af hverjum endurvarpa, í stað þess greiðir klúbburinn gjald fyrir hverja tíðni. Þetta gjald fer ekki eftir fjölda stöðva sem geta notað þessar tíðnir, eins og formaðurinn hélt fram hér að ofan. Mér sýnist að kostnaður klúbbsins af beinu rásunum verði 126 þúsund á ári. Vegna rása 44 og 46 veður hann líklega 252 þúsund samtals, en á móti kemur að ekki þarf lengur að borga af tækjabúnaði. Í heildina sýnist mér að hér sé um ríflega 80% lækkun á kostnaði félgasmanna og klúbbsins samanlagt, miðað þær tölur sem Jón Snæland gaf hér að ofan um fjölda skráðra stöðva.
Þetta breytir hinsvegar stöðunni fyrir einstaka ferðahópa sem hafa verið með sér rásir, án það að hafa þurft að borga fyrir þær. Gjald fyrir eina slíka rás verður tæp 16 þúsund ári.
Það stendur því óhaggað, að því fleiri sem geta hlutsað á rásir 4×4, því meira virði verður kerfið sem öryggistæki, án þess að af því leiði neinn viðbótarkostnað fyrir klúbbinn.
-Einar
15.12.2006 at 20:15 #571402Ef þetta sem formaðurinn segir af breyttri gjaldtöku um áramátin er rétt, þá er hætt við því að það gerbreyti forsendum og möguleikum varðandi notkun á VHF talstöðvarásum í ferðamennsku. Samkvæmt þessu, mun þá klúbburinn þurfa að borga með samningunum sem Skúli sagði frá hér að ofan?
Ég fór inn á reglugerd.is og pta.is, en tókst ekki að finna staf um breytingar í þessa veru. Er þetta kannske bara enn ein þjóðsagan?-Einar
14.12.2006 at 19:59 #571382Mér sýnist að forsvarsmenn klúbbsins þurfi að gera upp við sig hvort við viljum að VHF kerfið standi undir þeim væntingum margir gera til þess sem öryggis kerfis, eða hvort það eigi að verða einka kerfi fyrir þá sem greiða félagsgjöld. Þessi tvö markmið stangast á. Fjarskiptarás sem engir eða fáir hlusta á, er ekki mikils virði sem öryggistæki.
Það viðhorf að einungis þeir sem greiða félagsgjöld megi njóta góðs af starfi klúbbsins, má ekki verða til þess að draga úr öryggi allra þeirra sem ferðast um óbyggðir Íslands.
Eftir pistli formannsins hér að ofan að dæma, virðist stjórnin hafa gert vanhugsaðar ráðstafanir, án samráðs við fjarskiptanefnd klúbbsins.-Einar, R-292, TF3EK
14.12.2006 at 11:08 #571376Ég á 3 talstöðvar sem geta sent á VHF. Ég get forritað þær allar sjálfur, og þær eru allar löglegar.
Ef menn nota VHF tíðnir í heimildarleysi, þá er vel gerlegt að miða þá út og finna. Forsenda þessa er að félagsmenn segi til sín þegar þeir senda á rásunum. Ef menn nota kallmerki annara, þá er það sambærilegt við að falsa undirskrift á tölvupósti, það er full ástæða til þess að taka hart á slíkum fölsunum. Ég hef þó ekki trú að því að það verði vandamál. Ég held t.d. að það sé mjög lítið um að kallmerki radíó amatöra séu misnotuð, enda er hart tekið á slíku.-Einar, R-292, TF3EK
14.12.2006 at 08:32 #571368Jón minn, ég hef ekki sagt að klúbburinn eigi ekki að fylgjast með því hvernig þær fjarskipta rásir sem honum hefur verið úthlutað, eru notaðar, og eftir því sem tilefni gefst, að hafa stjórn á því.
Sú leið að ætla að gera þetta með því að stjórna því hvað er sett í minni á hvaða tæki, er eins og þú bendir á mein gölluð, t.d. er ill mögulegt að setja undir þann leka að félagar láti setja rásir í stöðvar en gangi síðan úr klúbbnum eðalátai aðra fá stöðvarnar.Ég ítreka það sem ég hef áður sagt hér, það er forsenda þess að hægt sé að hafa stjórn og yfirsýn yfir notkun á VHF kerfinu, þar með endurvarpa rásunum, að þeir sem það nota segi til sín. það er viðtekin aðferð að slíkt er gert með kallmerkjum. Þetta er hliðstætt við vefsíðuna, reynslan hefur sýnt að ef hægt á að vera að taka á misnotkun, þá er ekki hægt að leyfa nafnleynd.
Annars finnst mér það athyglisvert að þeirri tilgátu minni að endurvarpsrásirnar séu sáralítið notaðar af þorra félagsmanna, hefur ekki verið mótmælt.
Þetta með þjófnaðinn finnst mér vera aukaatriði, eru þeir sem eiga breytta bíla og ferðast um hálendið, sem þeim væri ekki kleyft nema vegna starfs klúbbsins, að stela frá klúbbnum, ef þeir eru ekki félagar? Hvað með ferðaþjónustu fyrirtækin?
-Einar r-292, TF3EK
14.12.2006 at 01:11 #571486Samkvæmt [url=http://www.mickeythompsontires.com/faqpage.php?faq=50:mmz22twd]þessu[/url:mmz22twd] er ekki hægt að hleypa úr dekkjum sem eru á 16.5" felgum. Þetta mun stafa af því kanturinn á þessum felgum er kónískur þannig að það er ekkert nema loftþrýstingurinn sem heldur dekkinu að kantinu.
-Einar
14.12.2006 at 01:03 #571362Það skiptir litlu máli hvaða upplýsingar eru settar í minni á hinum og þessum tækjum, það sem mestu máli skiptir er það hvort aðilar sem ekki hafa til þess heimild, séu að senda á rásum 4×4. Forsenda þess að hægt sá að hafa eftirlit með slíkri misnotkun, er að ganga eftir því að menn noti kallmerki. Klúbburinn (fjarskiptanefnd) þarf að marka stefnu og hugsanlega úthluta kallmerkjum. Þetta verður ennþá mikilvægara eftir að NMT kerfið verður lagt af, og SSB á 2790 kHz, verður aftur grunn kerfið til öryggisfjarskipta á hálendinu.
Það getur vel verið að tiðnir rása 4×4 hafi verið settar inn í helling af stöðvum þar sem þær ættu ekki að vera, en ég hef ekki orðið var þrengsli á rásunum. Raunar er það mín reynsla að rásirnar eru oftast steindauðar, fyrir utan eitthverjar truflanir sem stundum koma á rás 44 á Reykjavíkursvæðinu.-Einar, R-292, TF3EK
14.12.2006 at 00:18 #571358Megin tilgangur með stofnun félagsins var að stuðla að því að það menn hefðu leyfi til þess að breyta jeppum, og nota þá. Klúbburinn hefur náð frábærum árangri í þessum efnum, en þessu verkefni er engan veginn lokið. Ég held að það hafi ekki nokkrum manni dottið í hug að aðeins félagsmenn mættu njóta góðs af þessu starfi klúbbsins.
Farið var út í skálarekstur vegna þess að það varð mikill hagnaður af sýningum, ekki vegna þess að rekstur gistihúsa væri á stefnuskrá hans. Það er ekki fyrr en löngu seinna sem farið var út í rekstur fjarskiptakerfa. Þetta var gert án þess að nokkur umræða hefði farið fram innan klúbbsins, eða að menn hefðu hugsað dæmið til enda. VHF stöðvarnar eru þægilegar til þess að tala á milli bíla, þessi kostur þeirra nýtist burt séð frá því hvort endurvarpar eru til staðar. Ég efast um að þorri félagsmanna myndi taka eftir því þó rekstri endurvarpanna yrði hætt.
Þó að mjög stór hluti af veltu klúbbsins farí í VHF endurvarpanna þýðir það ekki að VHF sé aðalástæða þess að menn kjósa að ganga í klúbbinn, eða að vera í honum.
Ef rekstur skála eða endurvarpa verður það stór biti, að það dragi úr getu hans til þess að sinna sínu megin hlutverki, þá þarf einfaldlega að draga saman seglin.-Einar
13.12.2006 at 18:08 #571340Það væri forvitnilegt að kanna hvernig notkun félagsmanna í 4×4 og annara skiptist milli rásar 45, rása 47-52, rása einstakra ferðahópa og endurvarparásanna. Þegar ég benti á það síðastliðið vor að þá voru flestir eða allir endurvarpar sunnan jökla meira eða minna lamaðir, virtist enginn hafa tekið eftir því. Þetta bendir til þess að mest af VHF notkuninni sé á beinum rásunum, sem er óviðkomandi kostnaði félagsins. Sú traffík sem ég heyri þegar ég er meö stöðina á skanni er ekki mikil, lang mest er á beinu rásunum og þar af verulegur hluti á rás 45. Þessi notkun truflast ekki þó klúbburinn hætti að reka endurvarpana.
Annars ætti sú stefnubreyting fjarskiptanefndar að setja aðeins upp endurvarpa þar sem rafmagn er til staðar, að draga mjög mikið úr kostnaði og fyrirhöfn við rekstur kerfisins.
Eftir minni reynslu að dæma, er þekja endurvarpanna inn til landsins ennþá miklu lakari en í NMT kerfinu. Það væri áhugavert að kanna hvort þetta er rétt, og hver ástæðan er.
-Einar
12.12.2006 at 08:51 #571030Loftnet sem sett er upp á miðjan topp, sem er c.a. 5/8 úr bylgjulengd (125 sm fyrir vhf rásir 4×4), sendir tiltölulega mikið af sendi aflinu út í lárétta stefnu, i allar áttir, en lítið upp í loftið. Ef loftnteið er sett á þakbrún eða bretti, virkar það ekki eins vel.
5/8 loftnet þarf eitthverskonar aðlögun, t.d. spólu. Þessi spóla getur verið hluti af sjálfri loftnets stönginni.Kvart bylgjuloftnet er líka góður kostur, það tekur minni vind á sig og það fer minna fyrir því, lengdin er tæpir 50 sm. Það hefur aðeins minni mögnun er 5/8 loftneið, sem þýðir að aðeins stæri hluti af aflinu fer upp í loftið
-Einar
-
AuthorReplies