Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
10.01.2007 at 23:31 #573950
Þegar ég leita á netinu, finn ég bara [url=http://www.hataekni.is/vorur/talstodvar-og-tetra/tetra/pnr/233:2qcm021j]þessa motorla bílstöð[/url:2qcm021j], hún sendir með 3 wöttum og kostar um 172 þúsund. Þórhallur, hvar kaupir maður 15 watta bílstöðvar, og hvað kosta þær?
Íslenska ríkið er að setja nokkur hundurð miljónir í þetta "landsdekkandi" tetra kerfi sem Þórhallur lýsir, til nota fyrir viðbragðsaðila. En það er líka verið að verja mun meiri fjármunum (frá sölu Símans) í að bæta GSM þjónustu fyrir ferðamenn. Því er verið að byggja um a.m.k tvöfalt kerfi, þrefalt ef Síminn byggir upp CMDA 450 kerfið. Það er mjög erfitt að ná sambærilegti þekju með GSM á 900 MHz og NMT hefur, það verður mun auðveldara ef GSM á 450 MHz verður tekið upp.
Því miður er það þannig að langdrægustu fjarskipta aðferðrinar eru þessar gömlu og hallærislegu, nýmóðins aðferðirnar eru of skammdrægiar til að duga á hálendinu. Besta leiðin til að fá aðgang að langdrægum fjarskiptum er með amarörleyfi.
-Einar TF3EK
10.01.2007 at 18:30 #573942Með því að nota mið- og stuttbylgjur er auðvelt að koma upp landsdekkandi fjarskiptakerfi, raunar ráða radíómatörar yfir slíku kerfi nú þegar. Þessi tíðnisvið eru notuð bæði til fjarskipta við flugvélar og skip, sem eru utan sjónlínu frá landstöðvum.
Vegna þess að tetra stöðvar eru stafrænar, (TDMA), og fimm sinnum aflminni en NMT símarnir, þarf miklu fleiri stöðvar til þess að ná samsvarandi þekju á landi, og það er ómögulegt á sjó.-Einar TF3EK
10.01.2007 at 15:00 #571902Néi Hlynur, hér erum við aðins að fjalla um auglýsingar sem vinna gegn markmiðum klúbbsins. Það er smekksatrið hvort þessi auglýsing er flott (mér finnst það ekki) en það ættu allir heilvita menn að sjá að hún skaðar okkar málstað, séstaklega þegar hún er sýnd erlendis, hvaðan ferðamenn koma hingað.
– Einar
10.01.2007 at 11:13 #571880Það hvort það kostaði mikið eða lítið hefur ekkert með það að gera hvort að sé verjandi að sýna þessa auglýsingu í Íslensku sjónvarði. Það er mín skoðun að þessi auglýsing, eins og margar aðrar frá sama fyririrtæki, spilli fyrir okkar málstað. Mér er svo nákvæmlega sama hvað auglýsingin kostaði, og hvort eitthverjir jeppamenn hafa haft atvinnu af gerð hennar.
Annars gerir ég ráð fyrir að þessi auglýsing hafi verið gerð fyrir fleiri markaði en Ísland. Ef þeir sem hana sjá átta sig á því að hún er gerð á Íslandi, getur hún ýtt undir enn frekari utanvegaakstur erlendra ferðamanna, sem er ein af ástðum þyrluherferðarinnar sem gerð var gegn saklausum ferðamönnum síðastliðið sumar.
-Einar
09.01.2007 at 14:37 #573896Í fyrirlestrinum var nær eingöngu byggt á rannsóknum á umferðarslysum á Íslandi.
Ég held að menn ættu að fara varlega í að telja sér trú um að breyttir bílar séu ekki valtari en óbreyttir. Ég veit a.m.k að minn bíll er miklu valtari eftir en fyrir breytingu, og er hann þó lægri en flestir beyttir jeppar.
Við breytingu á mínum bíl, þá brekkaði hann um 7.5 sm (miðja hjóls í miðju hjóls), en þyngdarpunkturinn hækkar um tæplega 20 sm (10 vegna dekkja, 10 vegna hækkunar), ef tekið er til þyngdaraukningar í dekkjum og felgum (120-140 kg) þá lækkar þessi tala aðeins. Ef gengið er út frá 15 sm hækkun, og að núningsstuðull milli dekkja og malbiks, sé 1.0, þá þyrfti bíllinn að breikka um 30 sm í stað 7.5, til að verða ekki valtari. Ef notaður er hærri núnigsstuðull, þarf meiri breikkun.
Óbreyttur bíll eins og minn, rennur til frekar en að velta, ef honum er þverbeygt að sléttu þurru malbiki. Ég hef lent í því að lyfta öðru framhjólinu í beyju á sléttu malbiki, sem betur fer var ég ekki á mikill ferð og náði að koma honum á öll fjögur með því að rétta hann af. Ef ég hefði ekki gert það, hefði bíllin næstum örugglega oltið.
-Einar
09.01.2007 at 04:46 #573596Það hefur lengi verið vitað, að til þess að bjarga bíl sem fer niður um ís, þarf að brjóta ísinn. Oftast hefur þetta verið gert með vinnuvélum (traktorsgröfum) en þarna mun keðjusög hafa verið notuð með góðum árangri.
Þegar bíll fer niður um ís, eða festist illa í krapa, þá er það ávísun á stórtjón, að toga í bílinn, hvort sem er með spili eða köðlum, án þess að losa eða lyfta bílnum fyrst.
Þegar bílar eru fastir í krapa, er oftast hægt að nota drullutjakk til þess að losa bílinn, en það er erfiðara þegar bíll fer niður um ís.-Einar
09.01.2007 at 04:15 #574284Það er ánægjulegt að sjá á pistli Arnar Ingva, að það er a.m.k. einn maður meðal 46+ vörubíla eigenda sem er fær um að ræða hlutina málefnalega, og án þess að tapa sér i persónulegu skítkasti. Ég var farinn að halda að menn biðu alvarlegann skaða á geðheilsu, af því að umgangast svona bíla, en það er greinilega ekki, a.m.k ekki alltaf. Ég vil sérstaklega taka undir þá sjónarmið að fjölbreytni í jeppaflórunni er af hinu góða.
Amerískir vörubílar í þessum stærðarflokki hafa verið framleiddir lítið breyttir í marga áratugi. Á fyrstu árum nútíma jeppamensku (upp úr 1980) voru þessir bílar eða yfirbyggður útgáfur þeirra, Blaser, Suburban, Bronco og Ram, meðal algengari jeppa í snjóakakstri. Á seinni hluta níunda áratugsins urðu léttari bílar, sérstaklega Hilux algengari. Skömmu eftir 1990 var fáeinum Dodge pallbílum síðan breytt. Þrátt fyrir öfluga auglýsinga herferð, urðu það aldrei margir bílar. Skömmu seinna gerðist svipað með Hummerinn, það voru fluttir inn nokkrir bíliar, en þrátt fyrir mikla auglýsinga herferð urðu þetta ekki margir bílar. Þá fór reyndar af stað sláandi rógs og öfundar faraldur, sem er þeim að honum stóðu ekki til sóma.
Ég ítreka það sem ég sagði hér að ofan, ég sé ekki ástæðu til þess að hafa sérstakar áhyggjur af því að breytingar á stórum bilum skaði ímynd ferðamáta okkar m.a. vegna þess að ég held að þessir bílar verði aldrei margir. Þeir þættir sem urðu til þess að þessum bílum fækkaði á fjöllum fyrir 20 árum, eru nefninlega flestir til staðar enn þann dag í dag.
– Einar
08.01.2007 at 13:20 #574232Það er greinilegt að umburðarlyndi gagnvart þeim sem ekki hafa séð ljósið, er á svipuðu róli hjá tröllatrúar fólkinu, og hjá öðrum sértrúarsöfnuðum. Mitt innlegg hér að ofan var á almennum nótum, ég átti ekki ferkar við Ford heldur en GMC, Hummer eða Dodge, svo nokkur nöfn séu nefnd.
Varðandi Ford F?50 vörubíla, þá hefur þetta ökutæki verið það mest selda í USA í marga áratugi, eftir því sem ég best veit endast þessir bílar vel og bila lítið, a.m.k. sér maður mikið af mjög gömlum svona bílum á ferðinni þar. En ég sá myndina af Kanda ferðinni og þá sjaldan sem ég hef séð svona bíla í snjó á fjöllum, þá hafa þeir farið í spotta heim. Af þessu dreg ég þá ályktun að þegar þeir eru komnir á 46" eða stærra, sé bilanatíðnin komin upp fyrir það sem ég myndi sætta mig við.
-Einar
08.01.2007 at 11:23 #573588Almenna reglan er að forðast allar sléttur, velja leiðir þar sem er eitthver halli. Annars held ég að Rúnar hafi rétt fyrir sér, ís á flestum vötnum er nú þegar orðinn bílheldur, og það er spáð gaddi eins langt og spárnar ná.
En það geta alltaf leynst staðir þar sem snjór ofan á ísnum einangar hann frá frostinu. Þegar vatnið sjatnar, þá geta myndast loftrúm undir ístnum. t.d. nærri stórum steinum. Slíkt er mjög góð einangrun, því ef það er loft undir ísnum þá hættir hann að þykkna.Ekki aka "blindandi" eftir ferlum eða kortum.
-Einar
08.01.2007 at 08:12 #573868Bara að minna á að fyrirlesturinn er í dag klukkan 4.
08.01.2007 at 07:43 #574226Að mínu mati væri þetta áhyggju efni, ef þetta væri varanleg þróun, því þetta hjálpar ekki ímynd okkar ferðamáta út á við.
En ég held að þetta tískubóla. Meðal þeirra sem ég ferðast mest með, þá er það um það bil helmingur sem hefur átt bíl á 44+, en það er bar einn sem á slíkan bíl núna. Í gegnum árin hefur það alltaf annaðslagið gerst að slegist hafa í hópinn menn á þungum vörubílum eða álíka, oft hafa þeir þurft að snúa við vegna bilana, og þeir hafa aldre enst.
Þegar allt er eðlilegt, þá er rekstuskosnaður á bíl nokkurn veginn í hlutfalli við þyngd bílsins. Þetta breytist þegar hlutum er ofboðið t.d. þegar dekk og þyngd eru meira en veikasti hlekkurinn í grind eða drifbúanði þolir.
Það til fullt af mönnum sem hafa vel efni á að reka 5 tönna vörubíla, jafnvel þótt þeir þurfi að fara á verkstæði eftir aðrahverja ferð, en flestir verða bara leiðir á slíku til lengdar.
Þetta er bóla sem rennur sitt skeið, líkt og bensín/takóma tískan.
-Einar
07.01.2007 at 19:36 #573866Ég vil hvetja alla til þess að mæta á þennan fyrirlestur. Þetta er mál sem varðar okkur alla.
-Einar (tækninefnd)
07.01.2007 at 17:34 #573930Ég held að þessi kort séu ekki sambærileg. Samkvæmt minni reynslu er ágætis NMT samband víðast þeim svæðum sem merkt eru hvít á NMT kortinu, bæði við Langjökul, að Fjallabaki og á Vatnajökli, þó sambandið detti út í dölum og á bak við fjöll. Eins veit ég að það er oft NMT samband á Halamiðum, sem eru miklu lengra frá landi en kortið sýnir. Tetra kortið sýnir aftur 50 km takmörkunina, sem er "hörð", líkt ot 32 km hámarkið í GSM kerfinu. Því er munurinn á þekju kerfanna miklu meiri en ætla mætti við lauslega skoðun á kortunum.
Þetta breytir því ekki að þegar NMT kerfið hættir, sitja farsímanotendur uppi með 2 eða 3 ósamhæfð kerfi (GSM, Tetra og CMDA 450), sem samanlagt ná ekki til nema hluta þess svæðis sem NMT nær til núna. Þorri ferðamenna mun nota GSM, enda er verið að setja miklu meira af almannafé í að efla það heldur en Tetra sem er hannað og fjármagnað fyrir "viðbragðs aðila", en ekki almenning.
-Einar
07.01.2007 at 07:59 #573920Tetra vinnur á svipaðri tíðni og NMT, og er því háð sjónlínu á sama hátt og NMT. Tetra er 2. kynslóðar farsíma kerfi sem notar [url=http://en.wikipedia.org/wiki/Time_division_multiple_access:c8s9myvs]TDMA,[/url:c8s9myvs] líkt og GSM, þessu fylgir að langdrægni takmarkast við rúma 50 km. Mesta sendiafl sem notað er í tetra er 3 Wött, í samanburði við 15 Wött í NMT. Af þessu leiðir að Tetra getur aldrei náð sambærilegti þekju og NMT, með öllum sínum annmörkum, hefur nú.
Ekki eru uppi áform um að tetra þjónusta nái til nema lítils hluta hálendisins, t.d. er öll leiðin frá Vatnsfelli á Grímsfjall utan áformaðs [url=http://www.112.is/tetra-island/utbreidsla/:c8s9myvs]þjónustu svæðis Tetra.[/url:c8s9myvs]-Einar TF3EK
06.01.2007 at 12:42 #573526Það er forvitnilegt að vita hvar þetta gerðist, er einhver með GSP hnit af staðnum?
-Einar
05.01.2007 at 15:33 #573914Til viðbótar við þessi atriði sem Tryggvi nefnir, hafa hafa radíóamatörar gríðarlega möguleika, umfram aðra, í neyðarfjarskiptum.
Radíóamatörar meiga hafa búnað sem getur, í neyðartilvikum haft löglega samskipti við þyrlur og aðrar flugvélar, skip og aðra björgunaraðila, bæði á UHF, VHF og HF/MF tíðnum.
Með amtör stöðvum er að jafnaði hægt að ná sambandi t.d. til annara landa, með aðferðum sem eru óháðar sjónlínu, endurvörpum og gervitunglum. Eftir hamfarir við Indlandshaf og í New Orleans, þá voru radíoamatörar í mörgum tilfellum þeir einu sem gátu haft fjarskipti við umheiminn.
Eftir lokun NMT kerfisins þá má búast við því að það reyni á þetta, samanber nýlegt slys þegar [b:5489737d][url=http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1240990:5489737d]rúta valt á Gemlufallsheiði.[/url:5489737d][/b:5489737d]
-Einar TF3EK
04.01.2007 at 11:04 #573408Ég hef góða reynslu af því að nota "venjulega" dempara með loftpúðum. Fræðilega séð er best að demparinn dempi bæði sundur og saman, hvort sem um er að ræða loftpúða eða stálfjöður.
Þegar búið er að hleypa vel úr, þá er talsverður hluti fjöðrunarinnar í dekkinu, því meiri sem fjöðrunin er stífari. Sú fjöðrun sem er í dekkinu er ódempuð, því er til bóta að hafa dempara stífari þegar búið er að hleypa úr, en sú stilling sem er þægilegust á fullpumpuðu.
Ég nota stillanlega Gabríel dempara, sem voru valdir eftir lengd fjöðrunarsviðs, í mýkstu stillingu. Þessi samsetning hefur virkað frábærlega, þegar sprett er úr spori uppi á jökli, með 2-3 psi í dekkjunum.
04.01.2007 at 10:48 #573404Ég er sammála Baldri varðandi að það sé algengt að bílar séu "skemmdir" með því að setja undir þá óþarflega stífa gorma. Ég gerði sjálfur þau mistök að kaupa OME gorma í stað þess að setja bara aðeins stærri klossa undir orginal gormana að framan. Gormur getur samt aldrei orðið nærri því eins mjúkur og loftpúði að aftan, þar sem hann þarf að ráða við breytilega hleðslu. Prógressívir gormar breyta sára litlu í þessu efni. Annars eru loftpúðar í eðli sínu prógressívir, sem er bónus.
Ein leið til þess að taka á breytilegri hleðslu er að setja hjálparpúða með gorminum, t.d. inn í gorminn. Slík fjöðrun verður alltaf stífari en gormurinn einn sér, og nær því ekki þeim yfirburðum loftpúðanna sem leiða af lægri fjöðrunarstuðli.
-Einar
02.01.2007 at 08:15 #573188Flestir Jeep síðustu 30 árin hafa verið með 4 (5) link að framan. Þú getur séð hvernig þetta er gert með því að kíkja undir hvaða XJ (cherokee), ZJ, WJ (grand ) eða TJ (Wrangler með kringlóttum ljósum), sem er.
Ég held að það hjóti að vera betra að vera með balansstöng heldur en að láta þvingun í gúmíunum sem tengja stífurnar við hásinguna, um að takmarka misfjöðrunina.Það skiptir mestu máli að þverstífan og togstöngin séu samsíða (með sama halla), og að það sé ekki mikill hallamunur á langsum stífunum. Annars er bara að koma dótinu fyrir þannig að það rekist ekki hvað í annað.
-Einar
28.12.2006 at 18:39 #572782Það var m.a. fjallað um þetta á síðast félagsfundi og [b:rsckjxnl][url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=innanfelagsmal/8659:rsckjxnl]hérna[/url:rsckjxnl].[/b:rsckjxnl]
-Einar – tækninefnd 4×4
-
AuthorReplies