Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
23.01.2007 at 05:27 #576654
Það er ekki rétt hjá Óla að framleiðandi þessara dekkja segi að ekki megi hleypa úr þeim. Þvert á móti, þá segir á[url=http://www.mickeythompsontires.com/faqpage.php?faq=50:2jbkgs8z]vefsíðu Mickey Thompson[/url:2jbkgs8z], sem framleiðir þessi dekk, að það sé í lagi að hleypa það mikið úr bias dekkjunum, að það leggist á hliðar munstrið, svo framarlega sem ekki er ekið hratt. Undir léttum bíl er það svipuð úrhleyping og við erum að nota.
Austfirðingar hafa verið að nota breiðari felgur en aðrir, en eitthvað rámar mig í að síðast þegar þeir mættu á landsfund, þá hafi ekki gengið alltof vel að fá hjólin til þess að tolla undir bílum þeirra.-Einar
22.01.2007 at 22:36 #576644[url=http://www.dickcepek.com/Fun_Country.html:1z6qo931]Framleiðandi[/url:1z6qo931] gefur upp felgubreidd á bilinu frá 10 til 14 tommur. Breiðari felgur gefa lítið eitt meira flot þegar farið er mjög langt niður í þrýstingi, en á móti kemur aukið álag á legur, hásingar og stýrisgang, og verri aksturseginleika.
Hver tomma í felgubreidd bætir flotið álíka mikið og að létta bílinn um 50 kg.
-Einar
21.01.2007 at 19:48 #576534Þær stöðvar sem fást hér kallast PMR 446 og eru með 8 tíðnir, ennig er hægt velja milli 38 sítóna. Svipaðar stöðvar sem fást í USA kallast FSR, þær eru ekki löglegar hér og það er ekki hægt að nota þær með PMR stöðvum. Allir sem eru með stöð stillta á sömu tíðni og sítón geta talað saman.
-Einar
20.01.2007 at 11:13 #576454Hvernig í ósköpunum finna menn það út að leiðin frá Reykjavík í Áfanga(fell) liggi um Blönduós? Ef ég væri að fara þangað yrði síðasta elsneytis stoppið við Reykholt eða Geysi í Biskupstungum.
-Einar
19.01.2007 at 11:35 #576086Á þræðinum sem ég vísaði í að ofan skrifaði ég m.a.:
[b:305yatwi]Varðandi Ford F?50 vörubíla, þá hefur þetta ökutæki verið það mest selda í USA í marga áratugi, eftir því sem ég best veit endast þessir bílar vel og bila lítið, a.m.k. sér maður mikið af mjög gömlum svona bílum á ferðinni þar[/b:305yatwi]
Er þetta staðfesting á því að ég noti hvert tækifæri til að hallmæla tiltekinni bílategund?
Varðandi dekk, þá er það vel þekkt, og viðurkennt af talsmanni söluaðila, að a.m.k. sumar tegundir radial dekka frá Interco þola ekki að ekkið sé þeim með verulega lægri loftþrýsting en framleiðandi gefur upp. Margt bendir til þess að þetta eigi ekki við um bias dekkin frá Interco, þó ég þekki dæmi um að slík dekk hafi ekki þolað að hleypt væri úr þeim. Tækninefnd vinnur að því að kanna þessi mál betur, t.d. hvort að þessi vandamál séu til staðar í dekkjum frá öðrum framleiðendum.
Ég tel að þetta sé mál sem varðar öryggi félagsmanna, og annara vegfarenda, og lít á það sem skyldu mína að andæfa kröftugri aulýsingaherferð, sem gæti vel átt eftir valda alverlegum slysum. Því miður virðast forsvarsmenn klúbbsins stundum hafa meiri áhyggjur af hagsmunum fyrirtækja, heldur en félagsmanna.
Varðandi færið í Þjófahrauni á laugardaginn, þá var ég ekki búinn að nefna það að þar var Hilux á 32" dekkjum, sem gékk mjög vel, var í för með Bronco af stærri gerðinni, á 36" eða 38", þegar ég sá til þeirra þá þá var Hiluxinn oftar en ekki að hjálpa félaga sínum.
-Einar
19.01.2007 at 10:48 #576224Það er ekki góðs viti að það skuli hafa verið hægt að bæta liter á kerfitð, það bendir annaðhvort til leka eða vanrækslu, nema hvort tveggja sé.
En einkennin benda eindregið á vatnslásinn, það er lítið mál að skipta um hann í flestum bílum.-Einar
19.01.2007 at 10:25 #576080Benni, er þér virkilega fyrirmunað að fjalla um jeppamennsku án þess að sökkva upp undir hendur í persónulegu skítkasti með uppnefnum og tilheyrandi vangaveltum um andlegt ástand þeirra sem benda á önnur sjónahorn en þú vilt sjá?. Ég ráðlegg þér að lesa aftur yfir pistil Arnar Ingva [url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=bilarogbreytingar/8845:3f39ivco]hér[/url:3f39ivco]. Það er vel hægt að fjalla um þessa hluti á málefnalegan hátt.
-Einar
19.01.2007 at 04:45 #576072Þessi aðferð í vetrar akstri, að vera á þungum bíl og háum dekkjum er ekki ný. Hún var notuð í áratugi, þangað til menn uppgvötuðu að það væri hægt að láta bíla fljóta ofan á snjónum. Næsta uppgvötun verður líklega að setja keðjur á vörubílana.
Það er rétt að ég var mest allan daginn í förum eftir ljósan patrol og bláan (að mig minnir) isuzu. Hluta af fyrsta kaflanum norðan vörðu, var ég reyndar fyrstur, (þurfti að fara og gá hvernig rútunni gengi) og ég gat allstaðar komist leiðar minnar utan fara. Axel, hvað fóruð þið langt?
Það getur verið að snjódýptin hafi verið meiri við Gullkistu, en á Rótarsandinum hefur hún tæpast verið meiri en við Þjófahraun, þar sem hún var að jafnaði ekki meiri en 30-50 sm. Annars hefði bíllinn sem Hlynur nefndi ekki farið langt.
Þegar aðstæður eru þannig að það eru fáeinir tugir sm af lausum snjó ofan á harðara undirlagi, þá hafa háfættir þungir bílar forskot fram yfir léttari bíla með svipað flot. Hinsvegar, þegar vindbarin skel er ofan á þykku lagi af púðursnjó, þá er betra að vera á léttum bíl. Það kæmi mér ekki á óvart þó það síðarnefnda ætti við víða á Langjökli núna.
Ég er alveg sammála Hlyn, ég skil ekki hvernig menn nenna að leika sér á hópferðabílum eða stórum vörubílum, en það hefur víst hver sinn smekk í þessum efnum.
-Einar
18.01.2007 at 15:16 #576062Þarna áttir þú kollgátuna Lúther. Hann var á Super Swamper dekkjum, og þorði ekki að hleypa úr þannig að þau bældust sýnilega. Miðað við það orð sem fer af þessum dekkjum þá lái ég honum það ekki. Ef hann verið á Mudder, hefði loftið farið "óvart" þegar hann sæi ekki til.
Mér sýndist svipað hafa verið uppi á teningnum í Kandaferðinni, það sást varla á myndunum sem sýndar voru í Mörkinni, að dekkin fengju að bælast.
-Einar
18.01.2007 at 14:40 #576058Á laugrdaginn fórum við á fjórum bílum, þyngsti bíllinn, Ford 350 með 7.3 lítra undir húddinu, var á stærstu dekkjunum. Mest af tímanum fór í að hjálpa honum, því hann sat fastur oftar en tölu varð á komið, meðan ég þurfti aldrei að nota spotta eða skóflu.
Það er ótrúlegt hvað hægt er að losa svona hlunka með góðum tegjuspotta og bíl sem getur FLOTIÐ á snjónum.
-Einar
18.01.2007 at 14:05 #576052Ég held að færðin núna sé miklu betri en hún var um helgina, hvassviðrið í gær og fyrradag hefur líklega þjappað snjónum hressilega, sérstaklega á jöklinum.
Fór síðastliðin laugardag frá Bragabót um Þjófahraun að rótum Skjaldbreiðar. Það var frekar laus púðursnjór, en ekki mjög mikill. Vel fært fyrir létta bíla. Engin merki um krapa eða bleytu. Nú má búast við því að víðast sé vindbarin skel sem ætti að halda léttum bílum vel, undir er sumstaðar lausari snjór sem gæti verið hlunkunum til trafala.
-Einar
17.01.2007 at 10:39 #575700Ég veit ekki til þess að það séu aðrar tryggingaskilmálar varðandi bætur líkamstjóni í einkabílum og bílum sem notaðir eru í atvinnurekstri. Þetta eru lögboðnar tryggingar, því eru skilmálarnir ekki geðþóttaákvörðun tryggingafélaga, líkt og varðandi kaskó tryggingar.
Í reynd takmarkast endurkröfuréttur tryggingafélaga við ölvunarakstur og þegar tjón verður af ásetningi. Farþegar eru tryggðir, nema þeim sé kunnugt um ölvun ökumanns.-Einar
17.01.2007 at 09:38 #575968Ég veit ekki til þess að það hafi neinum þræði verið hijackað undir Tetra níð. Það var einum þræði nýlega hijackað undir Tetra áróður, sem var að vísu svarað.
SSB er aðferð til þess að móta merki á útvarpsbylgju tíðni með talmerki. Í raun er talmerkið flutt til í tíðni. Þessi aðferð nýtir betur sendiafl og bandvídd heldur en eldri mótunar aðferðir, FM og AM, en gerir meiri kröfur til sendi og móttökutækja.
Radíóamatörar nota almennt SSB mótun á stuttbylgju (hf) þar sem bylgjulengdir eru á bilinu 10-100 m, og á miðbylgju (100-1000m). Gömlu Gufunes bílstöðvarnar nota tíðnina 2790 kHz (110 m), upphaflega var notuð AM mótun en seinna var hún aflögð og eingöngu notuð SSB.
Til þess að koma útvarpsbylgju út í loftið með góðu móti, þarf loftnetið að vera 1/2 bylgjulengd, eða 1/4 bylgjulengd með vel leiðandi mótvægi. Málmþak á bíl virkar vel sem mótvægi fyrir VHF á 2 metrum (4×4 rásir) og NMT þar sem bylgjulengdin er um 70 sm. Þegar bylgjulendin er komin í 110 metra vandast málið. Það er oft ekki raunhæft að setja 27 metra langt loftnet á bíl. Ef sett er hæfilega stór spóla við enda loftnetsins, má notast við styttra loftnet, en ef það er mikið styttra en 1/4 bylgjulengd, þá leiðir slíkt óhjákvæmilega til þess að mestur hluti sendiaflsins tapast, t.d. vegna viðnáms í spólunni og vegna strauma sem spanast upp í jörðu í nágrenni lofnetsins.
Annar möguleiki, sem hefur gefist vel, er að draga loftnet á eftir bíl, sérstaklega á snjó og jöklum. 50 metrar væri hæfileg lengd fyrir 2790.Á [url=http://www.k0bg.com/antennas.html:342bkem7]þessari og tengdum síðum[/url:342bkem7] er fróðlekur um bílloftnet til að nota á tíðnibilinu frá 1800 kHz til 30 MHz.
-Einar TF3EK
Hér sést dæmigert loftnet fyrir 2790 kHz.
[img:342bkem7]http://www.f4x4.is/new/files/photo/default.aspx?file=files/photoalbums/90/473.jpg[/img:342bkem7]
17.01.2007 at 09:15 #575696Þegar menn ferðast saman, þá skipta menn gjarnan með sér þeim verkefnum og kostnaði sem til fellur. Þetta er gert á margan hátt. Einn getur lagt til ökutæki, annar eldsneyti, sá þriðji matinn og sá fjórði komið með rauðvín með matnum. Ég held að það detti engum heilvita manni að flokka slíkt undir akstur gegn gjaldi, sem krefst sérstakara réttinda og leyfa. Á fyrstu árum klúbbsins, áður en flestir gáfust upp á að reka bensínbíla á fjöllum, þá var aðstoðarökumaðurinn gjarnan titlaður bensínborgarinn.
-Einar
16.01.2007 at 17:43 #575542Ég hef nokkrum sinnum keypt kúplingar og legur í Fálkanum. Þetta hefur alltaf virkað fullkomlega, og verið á góðu verði í kaupbæti.
-Einar
15.01.2007 at 14:43 #575446Kynningarfundurinn á morgun (þriðjudag) sem ég vísaði til hér að ofan, verður klukkan átta annað kvöld, ekki sjö.
-Einar
15.01.2007 at 12:17 #575442Þetta er sýnishorn af því við hverju má búast eftir lokað verður á NMT. En menn þurfa ekki að vera háðir duttlungum símafyrirtækjanna varðandi öryggisfjarskipti. Nú er að hefjast námskeið til undirbúings prófs fyrir radíóamatöra. Kynningarfundur verður í [url=http://www.ira.is/myndir/rvk_kort.jpg:2fl3ara9]félagsheimili IRA við Skeljanes[/url:2fl3ara9] klukkan 19:00 annað kvöld (16/1). Upplýsingar veitir Hrafnkell Eiríksson, he _hjá_ klaki.net
Á þessum [url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=fjarskiptamal/8287:2fl3ara9]þræði er reynslusaga[/url:2fl3ara9] af fjarskiptum [url=http://www.pbase.com/agustthor/kerlingarfjoll:2fl3ara9]gönguhóps frá Kerlingarfjöllum[/url:2fl3ara9].
-Einar
11.01.2007 at 14:56 #573954[b:11l3tp60][url=http://en.wikipedia.org/wiki/Terrestrial_Trunked_Radio:11l3tp60]Hér er góð lýsing á Tetra.[/url:11l3tp60][/b:11l3tp60] Samkvæmt þessu eru tvö lönd í heiminum með landsdekkandi Tetra kerfi, Finnland og Holland. Ef mig misminnir ekki, þá er landslag í þessum löndum nokkuð öðruvísi en á Íslandi. Ég held að það megi reikna með því að í þessum löndum hafi landsdekkandi GSM kerfi verið komið löngu á undan Tetra. Enda er það bara á Íslandi sem verið er reyna að markaðsetja Tetra til almennings.
Annars finnst mér eftirtektarvert að Þórhallur svarar ekki spurningu minni um hvar hægt sé að fá bílstðvar sem nota meira sendiafl en 3 wött, því má reikna með því, þar til annað kemur á daginn, að 15 W bílstöðvar í Tetra séu hugarfóstur Þórhalls. Annars segir hámarks afl ekki nema hluta af sögunni varðandi langdrægni. Í NMT er notuð ein tíðni fyrir hvert samband, það er sent á 15 wöttum allan tímann. Tetra er svokallað TDMA kerfi, þar eru 4 sambönd sem samnýta sömu tíðnina, sem gerir það að meðal sendiafl fyrir 3 watta útstöð er ekki nema 0.75 wött. Því er 20 faldur munur á meðal sendiafli.
NMT hefur því miklu meiri möguleika á að hafa sambandi þar sem ekki er hrein sjónlína, heldur en Tetra (eða GSM) á sömu tíðni.
-Einar
11.01.2007 at 13:37 #573658Ég sé ekki betur en að Heiðar hafi fundið bestu leiðina til þess að lágmarka skaðann. Ég legg til að Hjálparsveit 4×4 komi sér upp svona sög. Það er auðveldara að flytja keðjusög inn á hálendið heldur en vinnuvél, hvort sem hún vegur 7 tonn eða 30.
Ætli sé hægt að fá svona sög leigða í Húsasmiðjunni eða Byko?
Eitt trikk sem getur stundum komið að gagni, er að binda planka eða álíka, við hjólin. Það gæti hjálpað við að lyfta bíl upp á ísskör við ákveðnar aðstæður.
Það er oft auðveldara að losa bíla sem ekki hafa verið hækkaðir á fjöðrum. Þá standa hjólinn minna niður fyrir grindina, og minni hætta á að þau krækist undir ís eða álíka hindranir. Líka auðveldara að koma drullutjakk á felguna, til þess að lyfta hjólinu.
-Einar
11.01.2007 at 11:18 #574988Þú virðist vera með bilaðan alternator eða spennustilli. Ef alternator er í lagi, og bíllinn búinn að vera í gangi í nokkarar mínútur, þá á spennan á kerfinu að vera í námunda við 14 volt. Þessi spenna á að vera aðeins hærri í kulda, minn sýnir gjarnan 14.4 volt kaldur, en lækkar við hærri hita.
Fullhlaðinn geymir, sem búinn er að standa nokkurn tíma, er með spennu um 12.6 volt. Ef spennan er hærri, þá er straumur að fara inn á geyminn, lægri spenna bendir til afhleðslu. Spenna meðan verið er að hlaða geyminn er rúmlega 13 volt, eftir venjulegt start þá tekur ekki name c.a. mínútu að hlaða geyminn og að koma spennunni upp fyrir 14 volt. Í mínum bíl ganga glóðarkertin í c.a. mínútu eftir að hann er settur í gang kaldur, geymirinn byrjar ekki að hlaðast af gagni meðan kveikt er á kertunum.Þessar mælingar segja lítð sem ekkert um ástand geymis, svo framarlega sem engin sellan er kort-slúttuð. Þegar rafgeymar ganga úr sér, þá lýsir það sér í minni rýmd, t.d. að bíllinn verður strumlaus af því standa með ljósum í nokkar mínútur, eða þegar maður hlustar á útvarpið smá stund án þess að bíllinn sé í gangi.
Ég legg til að þú fáir rafvélaverkstæði, t.d Rafstillingu, Dugguvogi 23, til þess að mæla kerfið hjá þér.
Það fer ekki vel með rafgeyma þegar spennustillir eða alternator eru ekki í lagi.-Einar
-
AuthorReplies