Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
02.02.2007 at 12:03 #578384
Ef rofi yrði tengdur eins og ég stakk upp á hér að ofan, þá yrði ekki hægt að starta bílnum, því það yrði ekki straumur á segulrofanum sem stjórnar tengingu sjálfs startarans.
Ég ábyrgist ekki að þetta sé rétt, en mér finnst mjög líklegt að rofa sem aftengdi allt nema sveru strumkaplana fyrir alternator og startar mætti nota þótt bíll sé í gangi, svo framarlega sem þetta er ekki díselbíll sem getur gengið án rafmagns.
Ég er hræddur um að ef jarðsamband geymis er aftengt á bíl sem er í gangi, þá gæti það verið óhollt fyrir tölvur og þessháttar. Og ekki einu sínni víst að það myndi drepast á bílnum.
-Einar
02.02.2007 at 07:49 #578376Fyrsti jeppinn sem ég notaði, fyrir rúmum 30 árum, var með útsláttar rofa. Þessi rofi var undir bílstjórasætinu, mig minnir að geymirinn hafi líka verið þar. Þess bíll var af gerðinni UAZ, frambyggður rússajeppi.
Þegar ég horfði á myndir af "björgun" hvíta patrólsins við Veiðivötn, í byrjun síðasta mánaðar, þá flaug mér í hug að það gæti verið gott að hafa svona rofa, þegar bíll fer í vatn. Það er minni hætta á skemmtum á rafmagns og tölvubúnaði sem lendir í vatni, ef hænn fær ekki straum.
Það er nákvæmlega sami straumur, og sama tap, bæði á plús og mínus frá rafgeymi. Það ræðst því bara af hentugleikum hvort rofinn er settur á plús eða mínus. Ef rofinn er bara settur á þann hluta plússins sem ekki fer á startarann, þá mætti komast af með minni rofa og grennri lagnir, en samt vernda viðkvæm rafmagnstæki gegn vatni og losna við mest af eldhættunni. Það er ábyggilega varasamt að nota svona rofa á bíl sem er í gangi, ef menn vilja hafa þann möguleika þá myndi ég skoða það hvernig alternatorinn tengist rofanum.
Það ættu ekki að koma hættulegir spennupúlsar, ef straumvír alternatorsins, ásamt plúsi stararans, fara beint á geyminn, framhjá rofanum.-Einar
01.02.2007 at 15:42 #577266Það gæti bæst við töluvert af lausamjöll fram að sunnudagsmorgni, en þá lítur út fyrir að stytti upp. Snjódýparmælinn við Setrið hefur oft sýnt minni snjó á þessum árstíma, en þar er nú. En hann sýnir ekki hvort holt og hæðir standa upp úr snjónum.
-Einar
[img:jn887nzj]http://www.vedur.is/athuganir/sjalfvirkar/setur/snd_1d.gif[/img:jn887nzj]
31.01.2007 at 13:01 #574806Ég er sammála Hafsteini varðandi breytingar eftir á. Það var í byrjun þessarar viku að ég tók eftir því að tíminn sem manður hefur til þess að skrifa innlegg frá því að maður loggar sig inn, var kominn niður í örfáar mínútur. Var áður af stærðargráðunni klukkutími.
-Einar
29.01.2007 at 16:14 #577830Þetta eru athyglisverðar upplýsingar. Þegar ég fór inn á Kaldadal í Október síðastliðnum var 44 (Bláfell) skárri en 46 (Bljáfjöll). Mér hefur aldrei tekist að ná sambandi við Strút, sem á að vera á rás 44. Ég held það væri vel ómaksins virði að koma upp vefsíðu, t.d. Wiki, þar sem menn get set inn upplýsingar um ástand endurvarpa. Þeir virðast virka þokkalega á sumrin og fram á haust, en þegar kemur fram á vor, virðist ekki mikið vera eftir.
Sjá t.d. [url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=fjarskiptamal/7515:3n8902vl]þennan spjallþráð[/url:3n8902vl]-Einar
29.01.2007 at 13:36 #577220Er ekki sniðugt að vera meðs [url=http://www.varnir.is/vara.asp?vorunumer=MS520:2x35b7gs]svona[/url:2x35b7gs] í bílnum. Gæti komið í staðinn fyrir vöðlurnar. Nýtist líka sem kuldagalli.
-Eianr
29.01.2007 at 12:59 #577824Það á ekki að vera á ábyrgð einstakra þátttakenda að sjá um skáningu í ferðir. Að mínu viti þarf litladeildin að breyta um stefnu í þessum efnum, forsvarsmenn ferða þurfa að vita hverjir eru þáttakendur í ferðinni, til þess að hægt sé að uppfylla lágmarkskröfur um öryggi.
Á þessu svæði er gloppótt NMT samand (það er á hvítu svæði samkvæt útbreiðslukorti Símans, þótt góður sími nái víða sambandi), en engin VHF endurvarpi nær inn á svæðið. Það virðast vera alltof margir sem ennþá leggja trúnað á þann áróður sem uppi var þegar verið var að flækja klúbbinn í VHF dæminu, að það myndi uppfylla þarfir fyrir öryggisfjarskipti. Það gerir það ekki nú, og mun ekki gera það. Til þess er það of háð sjónlínu, og endurvarparnir of erfiðir í rekstri.
-Einar
27.01.2007 at 22:10 #577708Þessi dekk eru e.t.v nothæf, af aldrei er keyrt á þeim úrhleyptum. Það leiðir af lögmálum eðlisfræðinnar, að hættan á að dekkin hvellspringi er þeim mun meiri sem bíllinn er þyngri.
-Einar
27.01.2007 at 22:10 #577706Þessi dekk eru e.t.v nothæf, af aldrei er keyrt á þeim úrhleyptum. Það leiðir af lögmálum eðlisfræðinnar, að hættan á að dekkin hvellspringi er þeim mun meiri sem bíllinn er þyngri.
-Einar
27.01.2007 at 17:50 #577598Tvær forvitnisspurningar úr sófanum: hver var skýringin á því að hjólin á grandinum vildu ekki snúast, og hvað amaði að toyotunni sem sótt var að Slunkaríki?
-Einar
27.01.2007 at 15:11 #577684Orginal hlutföll í sjálfskiptum XJ eru líklegast 3.54 eða 3.37. Ég á 3.73 hluföll fyrir dana 30 reverse (framdrif) og dana 35 (afturdrif) sem fást fyrir lítið. Ég á ónotuð Yukon 4.88 hlutföll í dana 30 R , kamb, pinjón og "installation kit" með legum, skinnum og þessháttar, sem gætu verið til sölu.
-Einar (s 690 3307)
25.01.2007 at 20:02 #577138Þetta er tilgáta, en hér kemur hún:
Ef ekið er hratt yfir langar ójöfnur, t.d. yfir hæð þar sem bíllinn lyftist bæði að aftan og framan, þá færast hásingar í átt hliðinni þar sem þverstífan er fest við grindina. Ef það er sitthvoru megin, þá veldur þetta stefnubreytingu. Það er betra að báðir endar færist í sömu átt, heldur en að þeir fari í sitthvora áttina og snúi blinum þar með.
Það kemur fyrir að ég finn fyrir hegðun sem gæti passað við þessa lýsingu, en það er ekki oft.-Einar
25.01.2007 at 16:46 #577126Ég held að það sé æskilegt að þverstífur að framan og aftan snúi eins. Þær snúa hvor á móti annari hjá mér, ég hef grun um að þetta spilli aksturseginleikum við ákveðnar aðstæður.
Skóli reynslunnar er besti skólinn 😉-Einar
25.01.2007 at 16:16 #577120Togstöng og þverstífa fyrir fram hásingu verða að vera samsíða, með sama halla. Til þess að þær haldist samsíða yfir fjöðrunarsviðið þurfa þær að vera álíka langar. Ef þær vísa hvor á móti annari, og það er eitthver halli á þeim, þá held ég að slíkur bíll yrði ókeyrandi.
Ef hallinn er ekki sá sami, þá veldur það því að bíllinn beygir þegar hann fjaðrar, t.d. þegar farið er yfir hraðahindrun, bremsað eða gefið í.
-Einar
24.01.2007 at 14:06 #576816Núna er 5 stiga frost við Setrið, fyrir utan smá tíma síðasliðna nótt, þá hefur hitinn ekki farið upp fyrir frostmarkið þar í margar vikur. Það lítur út fyrir að hiti haldist sviðaður næstu daga, því er alls ekki víst að krapi verði til trafala, til fjalla, þó það hláni á láglendi.
-Einar
24.01.2007 at 14:01 #576990Ef bíll grefur sig niður í förum eftir aðra, þá stafar það af því að það er hærri loftþrýsgingur í dekkjum. Dekkja stærð og þyngd koma hér ekki beint við sögu, en hafa að sjálfsögðu áhrif á það hversu mikið er hægt að hleypa úr.
Ef bílar sem ferðast saman, mis þungir og á misstórum dekkjum, eru allir með sama loftþrýsing í dekkjum, þá verða hjólförin eftir þá alla jafn djúp.
Það er oft til vandræða, þegar menn ferðast saman á missþungum bílum, er að stórubílarnir hleypa minna úr, það veldur því að þeir gera djúp hjólför sem lágfættari bílar ná ekki niður. Þetta er miklu algengara í upphafi ferðar, á heimleiðinni eru menn oftast allir komnir með svipaðan þrýsting.
-Einar
24.01.2007 at 11:04 #576984Lúther minn, það á hver sína drauma. Átta gata sjálfskipt teppi höfða bara ekki til mín, e.t.v. vegna þess að ég ók um á slíku í 5 ár þegar ég var fátækur námsmaður. Þessa bíll reyndist mjög vel, ég ók honum m.a. yfir þvera Norður Ameríku, frá New York til San Francisco og hann bilaði nánast ekkert. Hann var bara ekki eftir mínum smekk.
Varðandi loftþrýsting, þá hef ég þá reglu að reyna alltaf að vera með sama þrýsting í öllum hjólum.
-Einar
24.01.2007 at 08:41 #576976Það er gott að bíll sé heldur þyngri að framan en aftan, þegar hann er lestaður í fjallaferðum. Þar sem mest af hleðslunni kemur fyrir aftan miðju (miðað við hjól) þá er slíkur bíll verulega þyngri að framan tómur.
Ástæðan fyrir því að það er betra að bíllinn sé heldur þyngri að framan er að þegar tekið er af stað, og þegar farið er upp brekkur, þá flyst hluti af þunganum á afturhjólin. Flotið í dekkjunum nýtist best þegar sami þungi hvílir á öllum hjólum, t.d. þegar tekið er af stað upp brekku með bílinn full lestaðan. Ég held að það séu mjög fáir jeppar það fram þungir, að það sé til skaða. Toyotur eru upp til hópa er sérlega rassþungar 😉Bíllinn minn var vigtaður 980 kg að framan en 700 kg að aftan. Þegar ég hleypi úr reyni ég að hafa sama þrýsting á fram og afturhjólum. Ég sé ekki mun að því hvað dekkin bælast framan eða aftan. Þessi þyngdardreifing er góð, en það væri ekki verra þó aðeins meira af þunganum væri að framan.
-Einar
23.01.2007 at 17:21 #199473Þrjátíu og níu sóttu um starf forstjóra Umhverfisstofnunar
Þetta er mál getur haft mikið að segja varðandi ferðafrelsið og samskipti við stjórnvöld. Hér þar klúbburinn að láta afstöðsína koma fram.
-Einar
23.01.2007 at 10:05 #576678Ég ég væri í þessum hugleiðingum, þá myndi ég finna þokkalega léttan bíl og setja undir hann hásingar af þyngri bíl. Það eru fáir bílar sem koma með það öflugan hjólabúnað frá framleiðanda að hann þoli þyngd bílsins ásamt því álagi sem fylgir 44" hjólum.
Líklega komast Patrólinn og ef til vill Defenderinn næst því.Hásingar undan þessum bílum ættu að duga undir léttari bíl. Það er líklega ekki mikið framboð af svona bílum tilbúnum, en úr mörgu að velja varðandi efnivíð til þess að smíða einn.
-Einar
-
AuthorReplies