Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
20.12.2007 at 11:32 #605634
Mér tókst að finna Setrið í landsskrá fasteigna. [b:3ss5uh8n][url=http://www.fmr.is/?pageid=313&heitinr=1077608&landnr=166521&streetname=Afr%C3%A9ttur&sveitarfelag=Skei%C3%B0a-%20og%20Gn%C3%BApverjahreppur:3ss5uh8n]Samkvæmt henni[/url:3ss5uh8n][/b:3ss5uh8n] eru tölurnar sem Agnar var með nærri lagi. Þegar ég sló á 4 kW sem meðal notkun, notaði ég orkunotkun hema hjá mér, en samkvæmt fasteignamatinu þá er Setrið þrisvar sinnum minna, og það er líklega líka betur einangrað.
-Einar
20.12.2007 at 09:44 #606596Það stendur bifreið um umræddu ákvæði, ekki fólksbifreið. Reglugerðin er [b:2rbmeye7][url=http://us.is/scripts/WebObjects.dll/US.woa/swdocument/1207/Reglugerð+um+gerð+og+búnað+ökutækja+nr.+822_2004.pdf]hér[/url][/b:2rbmeye7], Grindar ákvæðið er á síðu 79.
-Einar
20.12.2007 at 07:54 #605632[b:27hyzeks][url=http://www.lvmshop.co.uk/lvm/lvm_generators/:27hyzeks]Hér er linkur á vindrafstöðvarnar[/url:27hyzeks][/b:27hyzeks] sem Veðurstofan notar.
Ég held að 4 kW sé raunhæf tala fyrir meðal orkunotkun fyrir Setrið, í [url=http://idnadarraduneyti.is/media/Acrobat/Grimsey.pdf:27hyzeks]þessari skýrslu[/url:27hyzeks] eru gögn um olínotkun við hitun íbúðarhúsa í Grimsey, þar er ársnotkun um 60 kílowatt stundir á rúmmeter. Ef sú tala er margfölduð með 300 rúmetrum og deilt með 8800 klukkustndum gerir þar rúmlega 2 kW. Ökutæki eru ekki einangruð á sama hátt og Setrið, því er lítið að marka samanburð við þau. En það breytir litlu um olíunotkun þó notaður sé stærri brennari, hann gengur bara skemur í einu, heildar olíunotkunin verður svipuð.
Miðað við núverandi oliuverð, þá munar líklega um hálfri miljón króna á ári á olíukostnaði við að kynda með rottuvélinni samanborið annaðhvort Webasto eða grænlensku aðferðina.
Stærstki kosturinn við Webasto leiðina, frá mínum bæjardyrum séð er sá að þetta er miklu þægilegra, þegar menn koma í skálann þarf bara að ýta á einn takka, til þess að fá ljós og hita. Þó Webasto brennarar séu ekki alveg viðhaldslausir, þá er það þó smámunir miðað við díselvél, þar sem þarf m.a. að skipta um smurolíu reglulega.-Einar
19.12.2007 at 23:27 #605610Það kom fram í pistlinum frá Kalla að hann var að tala um íbúðarhús, ekki útihihús.
Vindrellurnar sem ég var að tala um eru ekki stórar og þurfa ekki merkileg möstur. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að festa hana við mastrið sem er nú við Setrið. Ef eitthvað heyrist í vindrellunni, þá er það ekki nema brot af hávaðanum í Listernum. Þessar vindrellur eru aðeins stærii en þær sem Vegagerðin er með á sínum veðurstöðvum, t.d. uppi á Hellisheiði.
Í miklum vindi þá framleiður rellan meira en brennarinn þarf, þó hún snúi sér undan. Ég held að 13 kW brennari sé hæfileg stærð fyrir Setrið, hann gegnur þá að jafnaði þriðjunginn af tímanum, þegar setrið er full kynt.
Ef maður hefði tölur yfir stærð Setursins, þá væri hægt að meta örkuþörfina nákvæmar, en ég held að talan sem ég var með (4 kW) sé nægilega nákvæm.Ég sé ekki að það sé meira mál að koma fyrir Webasto brennara og tilheyrandi en að skipta um ljósavél, sem vegur hátt í tonn.
-Einar
19.12.2007 at 22:21 #605600Líklega þarf að jafnaði um 4 kW til að hita Setrið, Webasto brennarinn sem ég linkaði á hér að ofan afkastar um 13 kW, þannig að hann ætti að vera nokkuð fljótur að ná upp hita, en það má nota sóló vélina til að flýta fyrir ef menn kjósa.
Webasto brennarinn tengist inn á þær ofna lagnir sem fyrir eru, hann er með þær dælur og viftur sem þarf.
Veðurstofan notar vindrellur sem sem kosta um 600 pund, þær eru með búnaði sem snýr þeim undan í mjög miklum vindi. Þær hafa reynst mjög vel á íslenskum fjöllum.
Það þarf nokkra rafgeyma, sólarsellur og spennustýringu og termostat. Líklega verður samanlagður kostnaður um eða innan við 400.000 krónur. Ef menn vilja nákvæmar tölur, þá er hægt að útvega þær.
Það eru margir íslenskir fjallaskálar lýstir með sólarsellum, ég hef ekki orðið var við annað en að það virki ágætlega, en það reynir mun minna á rafgeymana yfir veturinn að nota vindrellur með.
Ég held að þetta sé besti kosturinn fyrir Setrið, en það er lika hægt að nota rafstöðvar, ef það er gert af skysemi, hér er lýsing á því hvernig þetta er gert á Grænlandi:[i:35jeh4ka]
Sæll Einar,Ég var að vafra um f4x4.is og sá þá umræðu um rafmagnskyndingu í Setrinu. Það að framleiða rafmagn með dísilvél er alvitlausasta kyndingarform sem til er.
Ég hinsvegar komið á fjölmarga staði á Grænlandi t.a.m. mörg fjárbú í Vatnahverfinu þar sem 5-10 KW rafstöðvar ganga allt árið. Þeim er venjulega komið fyrir í 10 feta gámi sem eru fullsmíðaðir í Danmörku.
Uppsetningin er með þeim hætti að kælivatnið er notað til að hita venjulega miðstöðvarofna í í íbúðarhúsinu. Í stað hefðbundins vatnskassa og kæliviftu er rafknúin vatnsdæla sem hringdælir um miðstöðvarofna
Þar að auki er púströrið umvafið eirrörum með kælivatni (ál/steinull/asbest þar yfir) allt frá pústgrein að stórum einangruðum hljóðkút sem raunverulega er varmaskiptir. Það var nær ekkert pústhljóð frá vélinni og hægt var að halda hendinni inní ylvolgu afgasinu. Snilldin við þetta fyrirkomulag er að fyrir hvert (raf) kílóvatt sem þú notar til ljósa, eldunar eða hitunar færð þú tvö kílóvött inn á ofnakerfið frá spillivarmanum. Þar að auki tekur þetta lítil vél lítið til sín við að malla á 1-2 KW álagi og mætti láta hana ganga samfellt yfir vetrarmánuðina þegar húsið er mest notað…
Karl Ingólfsson 894 9595
[/i:35jeh4ka]-Einar
19.12.2007 at 14:51 #607024Ég veit ekki hvort suðs/merkis hlutfallið á þessum þræði er verra en gengur og gerist á þessum vef. Því betur undirbúnir sem menn mæta á kynninguna í febrúar, því meira ættu menn að fá út úr henni. Ef mér skátlast ekki þá er síminn búinn að skuldbinda sig til að þekja 92% af landinu, [url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=innanfelagsmal/10516#82293:25lkwe3d]eins og sýnt er hér[/url:25lkwe3d]
-Einar
19.12.2007 at 07:51 #607014Í farsímakerfum sem byggja á CDMA tækni, fer stærð þjónustusvæðis eftir álagi. Þetta fyrirbæri nefnist [url=http://www.google.is/search?q=cell+breathing+cdma&start=0&ie=utf-8&oe=utf-8&client=firefox-a&rls=org.mozilla:en-US:official:1xoz917p]cell breathing[/url:1xoz917p] og hefur mikið verið rannsakað. Þetta hefur það í för með sér að notendur fá því hærri forgang, því nær sem þeir eru næsta sendi.
-Einar
19.12.2007 at 01:15 #606588Það verður fundur um ljósagrindur með Tækninefnd í Mörkinni klukkan 20:30 á fimmtudagskvöld, 20/12.
-Einar
19.12.2007 at 01:01 #607012Samkvæmt CDMA2000 stöðlunum er bandvídd á hverri rás a.m.k 1,25 MHz, hver slík rás ræður við nokkra tugi samtala. Einn af kostum CDMA, umfram eldri aðferðir, er það nýtir bandvíddina mun betur. Í reynd þýðir þetta væntanlega að það verður aldrei skortur á samtalsrásum á hálendinu, a.m.k ekki nærri sendunum. Spurningin er hinsvegar hvað gerist þegar sendarnir eru að flytja bæði samtöl, e.t.v fjarlæg, og gögn á sama tíma. Ég óttast að þá verði fjarlæg samtöl útundan. Það ætti að koma í ljós næsta sumar, hvor þessi ótti á við rök að styðjast.
Í samanburði við CDMA,þá er tæknin í Tetra á steinaldarstigi, enda er CDMA markaðurinn a.m.k þúsund sinnum stærri en Tetra markaðurinn.
Eins og Skúli, þá hef ég fyrst og fremst áhuga á því að geta hringt stutt samtöl, hvar sem er. Ég býst við því að 56 km takmörkunin í Tetra, ásamt lágum sendistyrk, takmarki notagildi Tetra fyrir mínar þarfir, frekar en takmarkaður rásafjöldi, nema þegar eitthverjar aðgerðir eru í gangi, þar sem forgangs notkun tekur Tetra kerfið yfir.-Einar
18.12.2007 at 14:16 #606988Ég kannast ekki við ærumeiðingar í garð stjórnarmanna, núverandi stjórnarmenn komu ekki við sögu í þeim tilvikum sem ég vísa til hér að ofan. Ég er búinn að greina Jóni frá málavöxtum, hann kannaðist reyndar við annað tilfellið.
En ætli það ræki ekki eitthver upp stór augu ef t.d. hver tækninefndarmaður fengi til afnota fullbreyttan jeppa frá einu ákveðnu bíla umboði, til reynslu í svona tvö ár.
Barbara, ég legg til að þú lesir þráðinn yfir aftur, andir tvisvar og dragir síðan árásir þínar í minn garð til baka.
-Einar
18.12.2007 at 11:32 #606978Það sem ég var að vísa til, er að veit til þess að Þórhallur hefur oftar en einu sinni sýnt tilburði til ritskoðunar á umfjöllun um fjarskiptamál í klúbbnum. Eru menn virkilega svo saklausir að þeir haldi að hann sé að afhenda völdum aðilum innan klúbbsins hlunnindi sem eru verðlögð á ca. miljón króna, án þess að ætlast til þess að fá neitt í staðinn?
Það kann að fara svo að Tetra verði fyrir marga skásti kosturinn sem arftaki NMT, en það á eftir að koma í ljós, það fer að verulegu leiti eftir því hvort Símanum tekst að standa við skuldbindingar sínar. Þetta mun skírast innan árs, þangað til er ekki skynsamlegt að hvetja menn til þess að einblína á tiltekinn kost.-Einar
18.12.2007 at 05:55 #605588Það að nota díselvél til að framleiða rafmagn sem síðan er notað til kyndingar er hrein sóun á peningum. Að vera með miklu stærri vél en þarf, er ennþá meiri sóun.
Þetta er vegna þess að dísel vél sem vinnur unndir fullu álagi skilar ekki nema þriðjungi af orku eldsneytisins á sveifarásinn, hitt fer í að hita púst og kælivatn.
[b:1w4yl8aa][url=http://www.webasto.us/am/en/am_busses_heaters_819.html:1w4yl8aa]Webasto brennari,[/url:1w4yl8aa][/b:1w4yl8aa] sem fer í gang eftir þörfum, fer nærri því að fullnýta eldsneytið alltaf. Með því að nota slíka vél í Setrinu mætti mínnka olínotkkun í brot af því sem nú er og jafnframt spara mest af viðhaldskostnaði og umstangi sem fylgir því að reka díselrafstöð á fjöllum.
Eini ókosturinn við Wbasto brennarann er að hann þarf smá rafmagn, um 5 amper, þegar hann er í gangi.
Það er hægt fá nægilegt rafmagn með einni vindrafstöð og nokkrum sólarsellum, til að keyra kyndinguna ásamt nauðsynlegum ljósum og vatnsdælu. Ef menn vilja vera með meiri lýsingu eða orkuferk raftæki væri hægt að vera með 1-2 kW rafstöð til þess og möguleika á að tengja við bíl til vara. Með Webasto er líka raunhæft að halda skálanum alltaf frostlausum, sem þýðir minna viðhald á skálanum og ennþá styttri tíma til að ná upp hita
Á Veðurstofunni er komin mikil reynsla af vindrafstöðvum og sólarsellum, m.a. á stðum þar sem verðurskilyrði eru miklu erfiðari en í Setrinu.
Líklega er stofnkostnaðurinn svipaður við þessa lausn og að kaupa Rottuvélina, en það tæki ekki marga mánuði fyrir hann að skila sér til baka í orkusparnaði, auknum þægindum og minna viðhaldi.-Einar
17.12.2007 at 18:00 #606942Ég stefni á að fá mér aðra HF stöð og setja upp [b:1arczdeq][url=http://pskmail.wikispaces.com/overview:1arczdeq]server fyrir þetta kerfi[/url:1arczdeq][/b:1arczdeq]. Þannig get ég og og aðrir radíó amatörar sent email eða SMS hvert sem er og hvaðan sem er.
Það er hlustun á fjölmörgum HF rásum, bæði hjá Vaktstöð siglinga og Flugfjarskiptum. Við meigum ekki nota þessar rásir [b:1arczdeq]nema[/b:1arczdeq] í neyðartilfellum.
Víða á hálendinu verður GSM samband, þannig að í flestum ferðum líður ekki langt á milli þess sem menn detta inn í GSM samband.
Ég var að rekast á vikugamalt skjal frá Póst og Fjarskiptastofnun, þar er gert ráð fyrir að skilmálar tíðniúthlutunarinnar frá því í vor, um vegna CDMA2000/450 kerfisins séu í fullu gildi. Samkvæmt þessu er þvi ekki fótur fyrir þeim orðróma að það kerfi verði ekki sett upp samkvæmt áætlun.
Mér sýnsist því allt benda til þess að kaup á Tetra búnaði sé hrein peninga sóun, það verði í boði ódýarari og betri lausnir.-Einar
17.12.2007 at 10:46 #607044Eru tvöföldu liðirnir ekki svona, tvö eins horn, í sömu átt? Þetta ætti að virka fullkomlega með 3-link fjöðrun þar sem skaftið er tvöfalt lengra en stífurnar.
Ef skaftið og stífurnar eru jafn löng, þá getur tvöfaldur liður gefið ballans yfir allt fjöðrunarsviðið-Einar
17.12.2007 at 07:58 #606932Langdrægni með Tetra og GSM er takmörkuð vegna þess að þetta eru 2. kynslóðar símkerfi sem nota [b:3q2f0lxs][url=http://en.wikipedia.org/wiki/Time_division_multiple_access:3q2f0lxs]TDMA[/url:3q2f0lxs][/b:3q2f0lxs] sem er með innbyggðri takmörkun á fjarlægð, 32 km fyrir GSM en 56 km fyrir Tetra. Það eru til GSM stöðar sem draga lengra og það hefur verð sagt að í framtíðinni verði hægt að ná eitthvað lengra með Tetra, en slíkt bitnar á afköstum.
Auk þessa er GSM á 900 MHz þar sem það er ennþá háðara sjónlínu en Tetra, NMT og [b:3q2f0lxs][url=http://en.wikipedia.org/wiki/CDMA2000:3q2f0lxs]CDMA2000/450[/url:3q2f0lxs][/b:3q2f0lxs] sem eru í námunda við 450 MHz.
Það er erftitt að henda reiður á hver mesta mögulega langdrægni með CDMA2000/450 er, CDMA aðferðin byggir á mjög háþróaðri merkjavinnslu, er svegjanleg og lagar sig að breytilegum aðstæðum.
Ég veit ekki hversu vel þetta kerfi hentar okkar þörfum, en mér finnst heimskulegt að setja pening í Tetra, sem stendur NMT langt að baki, og þegar ekki eru nema fáeinir mánuðir þangað til það kemur í ljós hvort CDMA kerfið stendur undir væntingum (sem Tetra hefur aldrei gert).-Einar
16.12.2007 at 14:44 #606852Það var ekki ætlun mín að saka Tryggva eða aðra stjórnarmenn um óheiðarleika, sé hægt að lesa slíkt úr því sem ég sagði biðst ég afsökunar á því. Hitt stendur eftir að forstjóri neyðarlínunnar hefur ítrekað reynt að beita forsvarsmenn klúbbsins óeðlilegum þrýstingi. Það má deila um það hvort afnot af Tetra stöðvum teljist fjárhagslegur ávinningur (ég tel raunar svo ekki vera, vegna þess hversu litils virði þetta kerfi í raun er).
Ef ætlunin var að komast að því hvað félagsmenn teldu vænlegasta arftaka NMT, hefði átt að spyrja að því, en ekki hvað menn ætluðu að fá sér, margir okkar eru nefinlega þegar komnir með þau tæki sem við ætlum að nota eftir að NMT hættir.-Einar
16.12.2007 at 13:15 #606838Það er vandaverk að búa til könnun sem er ekki leiðandi. Þessi könnun er ekki undantekning frá því, frekar en t.d. Gallup könnunin um Kjalveg. Þarna hefði þurft að gera ráð fyrir fyrir en einum mögulika og að hafa með það sem menn eru nú þegar með. Ég er til tæmis nú með NMT, GSM, VHF og HF/SSB, mér finnst líklegt að ég eigi eftir að eignast CDMA2000/450 síma en ólíklegt að ég muni setja pening í Iridium, Globalstar eða Tetra.
Þessi könnun virðist hafa verið samin í þeim tilgangi að upphefja Tetra, enda hafa stjórn og fjarskiptanefnd gert samninga við aðstandendur þess fyrirbæris, forstjóri Neyðarlínunnar telur sig vera í aðstöðu til þess að gefa þeim fyrirmæli. Það virðist valda vonbrigðum að fáir félagsmenn hafi séð Tetra ljósið.-Einar TF3EK
15.12.2007 at 06:30 #606570Þetta mál hefur margsinnis verið rætt og kynnt á félagsfundum. Þar hafa verið lítil viðbrögð, en þó hefur Freysi talið að þetta stkipti miklu máli og veit að það forsvarmenn fyrrverandi vinnuveitanda hans voru í sambandi við fyrrverandi formann félagsins. Þó að ég sé hér aðeins að túlka mínar skoðanir, þá minnist ég þess ekki að það hafi verið ágreiningur um þetta í tækinefndinni þegar við vorum að fjalla um þetta.
Nú er einmitt rétti tíminn til þess að vinna í því að framkvæmd reglnanna verði skynsamleg. Það er ekkert sjálfgefið í því efni.
Ef það verður niðurstaðan að klúbburinn vilji að þessi regla verði afnumin, þá er aldrei of seint að vinna að því. Ég tel þó sjálfur að það séu mörg mál mikilvægari til þess að beina kröftunum að.
Sjáumst í mörkinni n.k. fimmtudag.-Einar
14.12.2007 at 16:13 #606654Flestar þessar hugmyndir hafa heyrst áður. Og eins og áður, þá vil ég fara hægt í breytingar. Stundum eru engar fréttir góðar fréttir, það að það heyrist ekki mikið frá eitthverri nefnd þarf ekki að vera slæmt.
Ég tel að það hafi ekki gefist vel að vera með stjórnskipaðar nefndir árum saman, en það er ekkert við það að athuga að stjórn skipi slíkar nefndir til þess að vinna að tímabundnum verkefnum. Húsnæðisnefndin er eitt slíkt dæmi.
Eitt versta slysið í sögu klúbbsins varð að mínum mati vegna þess að vefnefnd var stjórnskipuð alltof lengi. Annað slæmt slys varð þegar stjórn sendi mann í Kastljós sjónvarpsins, til að fjalla um tæknimál, án samráðs við tækninefndina.
Að vissu leiti er það öryggis atriði að vera með tiltölulega margar kosnar nefndir. Það að þeir sem kosnir eru í þessar séu mis virkir, er ekki í sjálfu sér ástæða til þess að fækka þessum nefndum.-Einar
14.12.2007 at 13:48 #606562Mér sýnist flestir vera sammála því að það þurfi að bæta aðkomu okkar að regluferlinu. Það er verið að vinna í því máli, tækninefndin hefur m.a. fundað með aðstoðarmanni samgönguráðherra, sem sýndi okkar málum mikinn skilning og áhuga.
En það er með þetta eins og fleira, það er lengi hægt að gera betur og það má vissulega með góðum rökum halda því fram að tækninefndin gæti unnið af meiri krafti. En það má líka segja þetta um fleiri.
Og sem betur fer eru þeir málaflokkar sem hver nefnd fæst við ekki einkamál þeirra sem gefa kost á sér til setu í þeim á aðalfundi.
Varðandi drasl sem sumir festa framan á bílana sína, þá finnst mér persónulega bara allt í lagi að um það gildi eitthverjar reglur. Ég er búinn að eiga jeppa í tæp 20 ár, en hef enn ekki komið því verk að hengja dót framan á bílinn. En þetta er mín prívat skoðun og þarf hvorki að endurspegla skoðun félagsins eða tækninefndarinnar.
Ef menn vilja leggja okkur lið, þá er öll aðstoð vel þegin, hvað segið þið um að httast í mörkinni n.k. fimmtudagskvöld?-Einar
-
AuthorReplies