Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
25.07.2010 at 01:19 #698612
Næ ekki að setja inn mynd af dýrinu, myndin fer út fyrir hámark, 1 mib.
22.07.2010 at 00:04 #698610Er stoltur Willys cj7 eigandi sem er "83, með wrangler nefi, vél 350 sb chevy, "38 dekk. Hmm! Reyni að setja inn mynd af dýrinu.
17.06.2010 at 23:08 #696546Nei, skoðaði ekki fóðringuna þegar ég setti nýtt kúplingssett í bílinn en eftir að þessi aðgerð var gerð, sem undirritaður gerði sjálfur, þá byrjaði þetta. Það kom samt ekkert með öxlinum þegar ég tók kassann frá fyrir aðgerðina eða datt í gólfið svo ég hélt að hún væri ennþá á sínum stað. Kíki á þetta um helgina. Þakka fyrir .
eggert
X-761
16.06.2010 at 22:10 #213234Er með willys „84 sem er á 38. Hann er með 350 chevy og með T-176 kassa og 300 millik. Fremri Burðarlegan er alltaf að hrynja í gírkassanum en það er engin þvingun samt í kúplinguna frá kassanum. Ég er orðinn ráðalaus´og er farinn að hugsa um að skifta um allan drifbúnaðinn frá vél og aftur að hásingu en vantar hugmyndir um hvað er gott í staðinn. Ef einhver er með 5 stjörnu hugmyndir þá væru þær vel þegnar!!!!!
eggert
X-761
21.02.2010 at 23:39 #683660Sæll Kristinn, hefurðu gert þetta áður, snúið hásingarstútum?
19.02.2010 at 13:01 #683656Sæll Sigurþór! Já það er rétt að ég hef aldrei tekið stúta af hásingu, snúið þeim og soðið þá á aftur, hef samt verið með haus og hendur á kafi í bifreiðum nokkra tugi ára. Ég ætla ekki að fikta í svona löguðu án þess að læra allt um þetta áður og helst að æfa mig á ónýtum hásingum áður en ég fer í þetta. Ég fer ekki á þjóðveg 1 með hann svona þannig að maður verður rólegur fram á sumar.
Kveðja
Eggert X-761
19.02.2010 at 10:58 #683650HMMMM!! Ég þakka fyrir öll svör og leiðbeiningar, ætla að ráðast í þetta í sumar en þá verður kvikindið tekið í gegn. En svo ég láti fylgja með allt í sambandi með þetta þá er þetta D-44, líklega SCOUT, er undir willys cj 7 árg 84 sem ég er að vinna með.
Kveðja
eggert X-761
18.02.2010 at 11:33 #683638Og er það mikið mál að snúa stútunum á hásingunni?
17.02.2010 at 16:57 #683632Skrifaði rangan gráðuhalla! Hann er sirka 10.
17.02.2010 at 14:44 #210811Ég setti fleig á milli hásingu og fjaðra, að framan, til að halla henni um 20 gráður og eftir það er hann að hendast á milli kannta um og yfir 45 km hraða. Er þetta af völdum spindlana eða vegna jafnvægisstangar- leysis?
24.12.2009 at 18:22 #672954Óska öllum félagsmönnum og velunnurum og vinum Gleðilegra jóla með ósk um farsælt og gott komandi ár!! Megi næsta ár verða ár mikilla snjóa og góðs ferðaveðra!!
Með kveðju,
Eggert
X-761.
05.04.2009 at 13:17 #645134loftventillinn fyrir tankinn er í lagi, en háspennukeflið?! Það gæti verið hið stóra vandamál, fer í það. Ég þakka fyrir allar ábendingar. Takk.
eggert
X-761.
04.04.2009 at 15:41 #645126þegar þetta kraftleysi gerir vart við sig þá hef ég farið út í kant og drepið á honum og sett hann í gang eftir cirka 1 mín og þá verið góður í mismunandi langan tíma, stundum 10 mín eða góður það sem eftir er ferðar. HJÁLP!!!
04.04.2009 at 01:02 #645124Hmm! Bensínsíurnar eru báðar nýjar, sem og lagnir og hitabarkinn í blöndunginn. Aftari hluti pústsins er líka nýr en hvarfakúturinn er gamall, gæti það verið vandamálið?
03.04.2009 at 22:21 #204168sælir félagar! Ég er með litla nissan tík (ekki jeppi, sorry) 91″ 4×4 sem missir mátt í langferðum, stundum einu sinni í ferð, stundum oftar og stundum aldrei. það skiftir ekki máli hvort það er rakt eða þurrt´á vegi. kerti, þræðir, lok og hamar í góðu standi og ný sía. ég er alveg ráðþrota og sárvantar ráð.
03.02.2009 at 00:14 #203719Sælir félagar! Var að skoða myndasafnið í leit að góðum myndum af breytingum á willys jeppum en fann mjög takmarkað af svoleiðis myndum, líklega vegna takmarkaðra gáfna í tölvuleikni!
. Vil losna við blaðfjaðra kerfið allt og gormavæða, sérstaklega að aftan. Stundum lek ég út úr bílnum til að athuga hvort fjaðrirnar séu á milli grindar og hásinga eða ekki. Ein ferð á fjall og snjóbrölt og bakið er farið, þó eru mjög góð sæti í honum. Langar að sjá hvernig menn hafa leist þetta vandamál. Ef menn luma á svoleiðis myndum endilega leyfið mér að sjá þær eða geta bent á linka um svona mál.
eggert X-761
01.02.2009 at 13:41 #639220Þakka kærlega fyrir leiðsögnina. Númerið er 4777.
Þá veit maður það.
eggert X-761
28.01.2009 at 23:38 #203671Sælir félagar! Vandamál hef ég sem er að í Djásninu mínu, sem er willys, er komin í 350 sb drykkjubolti með fjögurra hólfa, holley blöndungur, en veit ekki hvaða stærð hann er í cc. Getur einhver gefið vísbendingar um hvernig hægt er að sjá það?
eggert sófadýr
-
AuthorReplies