Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
31.10.2005 at 07:39 #530330
Sæl verið þið.
Ég get tekið undir að árshátíðin var hin besta skemmtun og maturinn skemmdi náttúrulega ekki….hrein snilld.
En þó Óskar Abba sé ágætur, þá sé ég nú enga ástæðu til að veita honum Óskarinn fyrir þessa veislustjórn…
Verð ég að segja fyrir mig, að þá fannst mér ekki við hæfi að veislustjórinn væri kófdrukkinn og lítt skiljanlegur.Mín Skoðun.
Að öðru leiti mjög gott / takk fyrir mig.
Kv. Jón Ebbi.
24.09.2005 at 14:40 #526992Hrafnkell ég verð að bera blak af honum Ofsa félaga okkar þar sem hann er fjarri góðu gammni.
En þannig er mál með vexti að eftir frekar dræmar undirtektir sunnlendinga við meintu framboði þingmannsefnisins, þá vatt hann sínu kvæði í kross og fer hamförum í kosningaslagnum á Snæfellsnesi, þar sem hann hyggst bjóða sig fram í Snæfellssjökulsþjóðgarðskjördæmi.
En eins og alkunna er þá er maðurinn mikið náttúru og útivistarfrík og ætti því að eiga greiða leið á toppinn.
Mun Þórður Snæfellsás vera einn af hanns helstu stuðningsmönnum. (traustur sem grjót)
Kv. Jón Ebbi.
19.09.2005 at 19:45 #526986Sæll Maggi.
Ég held að þú ættir að leita að einhverju tvísýnna fyrir veðbankann, eða er það löngu gleymt þegar þær grandínur Flugsveitarinnar drukku trúðana undir borðið (í bókstaflegri merkingu) hérna um árið á Hveravöllum, áður en þær áttuðu sig á að þær væru í kappdrykkju.
Nei þó að Rotturnar séu þekktar fyrir að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur, höfum við okkar siðferðismörk!
Kv. Jón Ebbi.
18.09.2005 at 20:45 #526978Ég velti fyrir mér hvort Ofsinn sé að nýta sér hvatningu til varnar Rottugenginu , í langri og strangri kosningabaráttu sinni til þingmanns, sem hann hefur "gengið með í maganum lengi" svo notuð séu hin frægu ummæli borgastjórans um meðreiðarsvein sinn Stefán Jón.
Held reyndar að hann ofmeti stöðu sína talsvert, rithöfundurinn, allavega mætum við Gulli Blöndal í bláu göllunum!Ég hlít að hafa misst af einhverju, því miðað við fyrirganginn í þessum árhátíðarpistli, mætti halda að það væri talið uppúr kjörkössunum á þessari leyniárshátið sem verið er að smala fólki á.
Auðvitað gæti sá atburður verið einn af dagskrárliðunum sem svo mikil leynd hvílir yfir.En aðdróttanir um að við Rotturnar förun sjaldan í bað er auðvitað bara fáfræði-eð hefur enginn skoðað litinn á Kölduhvísl?
Kveðja.
Jón Ebbi.
23.05.2005 at 18:27 #523130Taskan er fundin. (henni fannst svo gaman í túrnum að hún vildi ekki fara heim og faldi sig í óreiðunni aftur í Land-Rover)
Ég skutla henni heim fljótlega.
Kv. Jón Ebbi.
23.05.2005 at 18:21 #523342Ekki er annað hægt en mótmæla þessu vanhugsaða ákvæði í grein 4. er varðar snjóþykkt.
Því allir sem vilja, vita að vetrarakstur í frosnu umhverfi skemmir ekki jörð, óháð snjódýpt.Jón E. Halldórsson. Kt. 300458-6539
08.05.2005 at 09:50 #195918Ég sat aðalfund félagsins 4 x 4 í gærdag. Það sést best á því, hvað klúbbstarfið er fjölbreytt og margt að gerast, að aðlfundurinn tók 6 klst.
Tvennt sem kom fram fannst mér sérlega athyglisvert.
Eins og hefur verið í umræðunni nýlega, þá kom fram að kostnaðurinn við útgáfu Setursins er mjög hár og tekjur á móti ná ekki að dekka þann kostnað.
Þarna var varpað upp þeirri hugmynd að þeir aðilar sem stirktu blaðið með auglýsingum, fengju líka að hafa þær á síðunni. Tel ég að þetta sé áhugavert úrlausnar efni fyrir nýkjörna ritnefnd í samráði við vefnefnd.
Einnig kom fram tillaga um að leggja fé í varnarkostnað fyrir félagið á opinberum vettvangi, þar sem svo virðist að, að okkur sé vegið með mjög skipulegum hætti um þessar mundir.
Mjög brýnt mál og löngu tímabært.Kv. Jón Ebbi.
04.05.2005 at 17:08 #522030Gaman að sjá hvað fólk er sammála um að þetta sé ekki svo galin hugmynd að byggja yfir félagsskabinn svo framalega sem dæmið gangi upp.
Eins kemur þægilega á óvart að ekki skulu vera fleiri en einn til tveir meðlimir á móti hugmyndinn!
En auðvitað verður farið að lögum klúbbsins með allar samþykktir sem málið varðar.Bestu kveðjur.
Jón Ebbi.
04.05.2005 at 07:31 #522028Alveg rétt sem Einar segir "fasteignamarkaðurinn gengur í bylgjum og er á öldutoppi núna"
Einmitt þess vegna er ekki verið að tala um að kaupa húsnæði, heldur byggja það, því byggingarkostnaðurinn sveiflast ekki upp og niður, heldur fylgir nokkurnveginn byggingarvísitölu.
Hvað þennan 150 fermetra sal varðar þá eru önnur rými í húsinu vel stór samkvæmt planinu og mætti vel hugsa sér að hnika skipulaginu til.
Meginmálið er að heildarstærðin verði skipulögð þannig að 300 m2 dugi.
Lýkurnar á að það takist eru augljóslega miklu betri í húsnæði sem er hannað frá grunni en húsnæði sem er keypt eða leigt.Kv. Jón Ebbi.
03.05.2005 at 22:07 #522020Ég held að það sé alveg rétt hjá þeim sem vilja fara varlega í húsbyggingar, að rétt sé að flýta sér hægt.
Hins vegar held ég að þarna sé lest að fara framhjá sem sé rétt að taka sér far með. En ef manni líkar ekki hvert hún stefnir, þá fer maður einfaldlega úr henni aftur.
Hitt væri verra að spögulera svo lengi að lestin væri löngu farin og lang í næstu!
Mín persónulega skoðun er sú að leggja ætti tillögu fyrir aðalfund á þá lund að stjórn sé heimilt að ráðast í lóðakaup svo framalega að lóðin fáist á sanngjörnu verði og að fjármögnun á þeim kaupum liggi fyrir.
Ef það tekst þá er nægur tími til að skipuleggja og skoða málið frá öllum hliðum með byggingaráform í huga.Kv. Jón Ebbi.
03.05.2005 at 00:23 #522016Hvernig mönnum dettur í huga að bera saman rekstur fleiri þúsund m2 húss sem LR "Á" í Kringlunni ( félagsskabur sem samanstendur af nokkur hundruð manns, mest illa vinstri sinnuðu) og byggingu 300 m2 húss af 3000 manna klúbb sem er uppbyggður af hraustu og veðurbörðu fólki, fæ ég illa skilið.
Og hver segir að karlakórinn Ýmir sé í slæmum málum, hann er einfaldlega að losa um fé vegna hagstæðra aðstæðna á fasteignamarkaði.
Getur eflaust leigt í tugir ára fyrir hagnaðinn. Og ekki er nú fjöldanum fyrir að fara þar.
Ekki má nú gleyma sinfóníunni sem er rekin eins og ómagi á félagsmálastofnun. Trúi ekki að slíkur hugsunarháttur sé almennur hjá félagsmönnum.Spyr sá sem ekki veit?
Kv. Jón Ebbi.
01.05.2005 at 11:12 #521980Því miður verð ég að hryggja þann "þjóðflokk" með að búið er að gera Jamil brottrækan úr hverfinu, með sinn varahlutalager og hallirnar verða rifnar innan skamms.
Hins vegar gleymdist að geta þess að fyrirhugaðar eru 2 bensínstöðvar á svæðinu sem ætti að koma einhverjum vel.Kv. Jón Ebbi.
01.05.2005 at 09:47 #521976Það kom fram í skýrslunni Agnar að ekki er verið að tala um tæki í þessum kostnaði, heldur fullbúið hús án tækja.
Byggingarkostnaðinn þekkjum við, og er mismunurinn á að kaupa og byggja um 25-35.000 á m2.
Hvað staðsetninguna varðar, er hún nánast fullkomin. Örstutt niður á Vestulandsveg – Miklubraut, sem er "safngata" fyrir Reykjavík norður og vestur.
Síðan liggur Breiðholtsbraut – Arnarnesvegur, þvert yfir (innan skamms) á Reykjavíkurveg og Reykjanesbraut, sem liggja til Hafnafjarðar.
Þannig að ef þetta er ekki miðjan hvað þá?
Og þá er ótalið hvað er gott að safnast saman þarna áður en farið er út úr bænum í hinar ýmsu ferðir.Kv. Jón Ebbi.
30.04.2005 at 15:41 #521966Kannski er rétt að taka fram að samanburðurinn er fyrst og fremst á því húsnæði sem við þyrftum að leigja til að aðstaðan teldist viðunandi, frekar en á núverandi ástandi, sem ég hef ekki heyrt nokkurn mæla bót.
En þetta er einungis niðurstaða nefndarinnar og þarf ekki á nokkurn hátt að endurspegla vilja félagsmanna!
Gott að sem flestir félagsmenn hafi skoðun á málinu.Bestu kveðjur.
Jón Ebbi.
30.04.2005 at 08:54 #195890Nú hefur langþráð skýrsla um húsnæðismál klúbbsins litið dagsins ljós.
En að mati okkar nefndarmanna er málið stórt, og varðar framtíðarhagsmuni félagsins, svo rétt þótti að kanna þessa hluti vel frá öllum hliðum.
Við komumst að niðurstöðu eftir ítarlega skoðun á málinu.
Skýrslan var birt á síðunni sem frétt frá stjórn og sagt frá því að hún yrði til umræðu á aðalfundi félagsins.
Því hvetjum við alla sem hafa skoðun á framtíðarstefnu klúbbsins að opna sig nú, svo hægt verði að sjá hug félagsmanna.Bestu kveðjur.
Jón Ebbi.
15.03.2005 at 20:42 #195677Nú nýverið. Nánar tiltekið, um hina frábæru Hofsjökulshelgi, þá fórum við á nokkrum jeppum til baka um Sprengisand, þar sem fleiri bættust í hópinn.
Á þessari leið var tekinn údúrdúr uppá Tungnafellsjökul og ók hluti flotans austur af jöklinum, niður í Vonarskarð.
Ég keyrði fyrstur niður í skarðið og hef heyrt utan að mér að sumir telji að um mikinn glæfraakstur hafi verið að ræða.
Því vil ég lýsa þessu örlítið nánar svo menn átti sig á hvað er verið að tala um.1. Ástæða þess að þetta kom til álita var að einn í hópnum var með feril frá manni sem hafði ekið niður í skarðið á þessum slóðum helgina áður, þannig að vitað var að leiðin hafði verið ekin.
2. Vissulega var brekkan sem við fórum niður, bæði brött og löng. En áður en ég lagði í hana, gekk ég fyrst niður að henni, keyrði þangað og fékk mér aftur göngutúr vel niður í hana, skoðaði vel brattann, færið og síðast en ekki síst, hvað var fyrir neðan. Brekkan var ekki brattari en svo að vandalaust var að ganga hana, engin hálka og passlega harður snjór. En ef hægt er að ganga brekku vandræðalaust er hægt að fara niður hana á jeppa með ásættanlegu öryggi. Brekkan endaði svo í aflíðandi snjóbreiðu.
3. Enda ók ég niður brekkuna í 2 og lága og bíllinn dróg hjól lítillega. Algjörlega án vandræða eins og ég hafði áður talið. Í mig var kallað og spurt um hvort væri í lagi að koma niður. Ég svaraði því til að það væri í góðu lagi. 4 bílar til viðbótar komu niður, hver með sínu lagi. Svo virtist að brekkan skærist dálítið við umferðina og því gæti orðið erfiðara og áhættusamara að komast niður eftir því sem förunum fjölgaði. Þeir sem ekki voru komnir niður tóku þá ákvörðun að hætta við og aka frekar lengri leið. Nákvæmlega þannig á akstur á fjöllum, sem og annarsstaðar að ganga fyrir sig. Hver og einn ökumaður hagar akstri sínum eins og hann telur vera best. Lætur ekki aðra ákveða eitthvað fyrir sig sem honum ekki líkar. Hið besta mál.
4. Hefði ég verið fararstjóri í nýliðaferð þá hefði ég ekki farið þessa leið, hvað þá hvatt aðra til að gera slíkt hið sama, en þannig var þetta einfaldlega ekki, heldur var ég á ferð með fólki sem er fyllilega fært um að meta hvað það vill og hvað ekki. Og hefði líka klárað sig vel af þessari brekku.Þannig að ég vil vísa öllu tali um glæfragang og ábyrgðarleysi til föðurhúsanna, enda föstu leikatriðin sjaldan hættuleg, heldur þau óvæntu og óundirbúnu eins og dæmin sanna.
Lifið heil.
Jón Ebbi.
13.03.2005 at 18:09 #518714Hafa einhverjir heyrt um atvikið á Tindfjallajökli, þar sem bíll rann niður jökulinn en fólkið slapp.
Var á mbl áðan.Bestu kveðjur.
Jón Ebbi.
07.03.2005 at 21:38 #512828Ég vildi nú bara þakka fyrir skemmtilega helgi, í góðu veðri með skemmtilegu fólki.
Sérstakar þakkir fær auðvitað Benni Akureyringur með farandrafstöðina og fleiri góðir suðukalla sem ég veit ekki hvað heita, frá okkur öllum í Rottugenginu.Veislan fyrir norðan var einnig stórgóð, eins og búast mátti við af þeim bænum.
Og ekki má nú gleyma SNÆLÖNDUNUM sem báru þetta á herðum sér alla helgina.
Við tókum heimleiðardaginn tiltölulega snemma og styttum okkur leið yfir landið með smá útúrdúr um jökla í nágrenni Vonarskarðs í ótrúlega góðu veðri.
Strumpar og nokkrar Pæjur voru á sömu slóðum.Las í gulu pressunni, að Skúli H. hafi verið að gera tilraunir með eldsneyti, sem Roverinn strækaði á, svo þeir Kárar voru seinni á stað en ætlað var.
Bestu kveðjur.
Jón Ebbi.
25.02.2005 at 20:12 #516174Skúli, en ef hann þarna Ja ha 12345, eða eitthvað, tæki bara með sér nesti og gisti í bílnum, væri þá ekki mögulegt að hafa þetta eitthvað ódýrara?????????
17.02.2005 at 22:16 #517124Jú mikið rétt. Það er starfandi húsnæðisnefnd, og ég er í henni.
Það skal játað að full langur tími hefur liðið frá síðasta fundi nefndarinnar, þar sem línur voru lagðar um hugsanlegt notagild, stærð og nálgun á kostnaði.Kostirnir eru nokkrir sem við stöndum frammi fyrir.
1. Leigja húsnæði undir starfsemi klúbbsins, með mánudagsfundina í huga eða ekki.
2. Kaupa húsnæði. Sama spurning um stærð.
3. Taka langtímaákvörðun um að byggja sér viðunandi húsnæði til framtíðar.
Þá kemur upp spurning um staðarval, Norðlingaholt er einn góður kostur og iðnaðarhverfi nærri Elliðavatni í Kópavogi er líka vel í sveit sett, með tilliti til samgangna út úr bænum.
Þriðji kosturinn útheimti viðræður við Borgar, bælaryfirvöld um lóðaúthlutun.
Ég get tekið undir að fasteignakaup akkúrat núna er kannski ekki besti kosturinn, en hitt er ljóst byggingakostnaður er minna háður verðsveiflum á fasteignamarkaði en fasteignaverð.Gaman er að heyra að undirtektir nú, við þessum pælingum virðast jákvæðari en þegar þær voru settar fram á síðasta ári.
Okkar er að skila álitinu og það munum við gera innan ekki svo langs tíma vænti ég.Hins vegar held ég að góður rökstuðningur verði að vera til að menn velti í alvöru fyrir sér þeim möguleika að fjárfesta í húsnæði. Verði það niðurstaða nefndarinnar, sem ekkert liggur fyrir um enn.
En til gamans má geta þess að á hluta þess tíma sem nefndin hefur starfað er 10 manna hópur sem ég "þekki" búinn að byggja sér 100m2 hús upp til fjalla og hefur engu öðru til kostað en vinnu.
Þannig að 3000 manna klúbbur ???????Bestu kveðjur.
Jón Ebbi.
-
AuthorReplies