Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
19.10.2006 at 10:20 #563906
Ég er innilega sammála Begga og finnst hans innlegg vel orðað. Ég hef haft það fyrir reglu að hafa mína hunda úti og þeir sofa í bílnum en það eru takmörk fyrir því hvað er hægt að bjóða þeim mikinn kulda. Mér dytti ekki í hug að bjóða þeim inn í innriskála en í fordyrinu finnst mér að við ættum að geta leyft þeim að vera.
10.10.2006 at 09:38 #562954við stelpurnar þurfum allar að fá okkur 54"
10.10.2006 at 09:30 #562950Þekki drenginn, hann er snilldargaur, hann er bara eitthvað að misskilja jeppasportið. Vantar bara að bjóða honum í ferð með okkur. Verst að ég fann hvergi möguleika á að senda honum póst, annars hefði ég gert það.
06.10.2006 at 08:14 #562348En, hvað er miðinn ef maður er einn í herbergi? Og hvað er miðaverðið ef maður gistir bara alls ekki neitt?
05.10.2006 at 15:13 #562076Það er eitt sem þarf að hugsa um hér líka að mínu mati, það er almenningur. Þegar umræðan er svona mikið einhliða í fjölmiðlum eins og hún hefur verið undanfarið og þá sérstaklega í sumar þá gerist það að almenningur myndar sér skoðanir í samræmi við það. Ég hef prófað að spjalla um þessi mál við fólk úti í bæ og fæ yfirleitt sömu viðbrögðin en það er að þetta jeppafólk og mótorhjólalið eigi bara ekki að vera í sífelldum utanvegaakstri og það sé svo mikið um þetta og svo framvegis. Sumir lýsa því yfir að þetta sé bara flott hjá sýslumanninum alræmda að taka svona á öllum utanvega akstrinum. Almenningur er svo illa upplýstur af því hann heyrir bara öfgarnar í aðra áttina. Ég held að það sé algjörlega lífsnauðsynlegt fyrir líf hálendisferðafólks að fá almenning með sér og hafa hann upplýstan því stjórnmálamenn snúa sér svolítið undan vindi þegar marka á stefnur í svona málum.
Megum við ekki gera meira í því að reyna að trana okkur fram í fjölmiðlum og koma okkar sjónarhornum á framfæri?
03.10.2006 at 14:03 #562140Leist mjög vel á að fá námskeið í einhverju fleiru en að nota stuðtæki og hringja á sjúkrabíl (þó það sé líka fínt þegar maður er með svoleiðis í nágrenninu). Við mæðgur erum báðar skráðar á námskeiðið.
02.10.2006 at 11:56 #198646Maður gæti týnt sér í allri þessari dagskrá sem er boðið upp á í vetur. Þetta er hreinasta snilld.
Það væri nú skemmtilegt að hafa uppfært viðburðadagatal til að geta raðað sér niður og íhugað klónun á sér ef þarf 😉
27.09.2006 at 18:03 #561112Heyrði um helgina að allar nýliðaferðir ættu að vera sömu helgina eða 24 til 26 nóv.
Er þetta viðbótarferð?p.s. flott útlit á gemlingasíðunni.
26.09.2006 at 14:05 #561544Ég er svo spennt að fá dagskrá yfir námskeiðin sem var boðað yfir veturinn.
Við mæðgur höfum áhuga á skyndihjálp fyrir fólk á fjöllum og fleiru og það væri flott að fá upplýsingar um hvort búið er að setja þau á, hvenær og hvaða námskeið verða í boði.Kveðja, Barbara Ósk
p.s. er búin að læra allt sem ég þarf að vita í bili um driflæsingar þannig að ég þarf ekki á svoleiðis námskeið.
26.09.2006 at 10:29 #561470Ég er ekki viss um að hnén á þér þoli meiri hæð síðan ég sá þig skakkan og skældan eftir að hafa hoppað niður úr Fordinum um daginn….
26.09.2006 at 09:21 #561426Er ekki kominn tími til að skoða í eigin barm þegar ötulir menn gefast hreinlega upp á að starfa fyrir klúbbinn vegna leiðinda frá félagsmönnum sínum.
Það er mikið starf og tímafrekt að vinna fyrir stór samtök eins og 4×4 er. Fæstir gera sér grein fyrir að það fer mikið af vinnutíma fólks og enn meira af frítímanum í félagsstörfin og ef sinna á því vel þá þarf það að vera svoleiðis. Ekki allir hafa tíma, elju og eldmóðinn sem þarf til að taka svona að sér og gera vel.
Það þarf að muna að þakka fyrir vel unnin störf og kunna að meta þau.Nú þurfum við kannski enn og meira á því að halda að klúbburinn sé sameinaður með góðri forystu þegar spjótin standa að honum utan frá eins og verið hefur undanfarið.
Þökkum fyrir að hafa mæta menn og konur sem eru tilbúin að leggja tíma og orku í starf fyrir okkur í stað þess að einblína á leiðindi og rífa niður.Kveðja, Barbara Ósk
21.09.2006 at 15:52 #198580Þetta er nú sorglegt með afbrigðum.
Hér sit ég, búin að kaupa mér bíl sérstaklega fyrir miðjuferðina um helgina og búið að fresta….
Eru menn ekki að spá í að fara þá eitthvað annað í staðinn?
Ég þarf að fá að prófa nýja kaggann.
01.09.2006 at 11:04 #558964Mér finnst ég verða að segja nokkur orð núna. Ég finn til í hjartanu að sjá að persónulegt skítkast út í fólk rati á svona opinberan stað eins og spjallið okkar sem er lesið af þúsundum manna.
Þessi ferð sem Klakinn er að tala um var ekki meiri einkaferð en svo að hún var auglýst hér á þessum vef opin öllum.
Ég fór í hana og þótti svo skemmtilegt að ég lifi enn á því. Hvað sem öðru líður þá þótti ýmsum í ferðinni einkennilegt að ekki væri farið að skoða Öskjuvötn eða Herðubreiðarlindir úr því að við vorum komin svo langt sem í Drekagil, mér undirritaðri líka þó ég segði kannski ekki neitt. Það voru líka fleiri sem töluðu um það sín á milli, ekki bara Stefanía. Mér finnst ómaklega að henni vegið þarna og finn mig knúna til að koma því að en jafnframt að ég vil ekki og ætla ekki að standa á milli manna og blanda mér í deilur sem snúast um persónur fólks. Við erum öll mis-fullkomin og höfum hvert sína skapgerð og sumar skapgerðir passa illa saman en það á þó ekki að vera tilefni til að fólk dreifi hrati yfir aðra opinberlega að mínu áliti. Mín ósk er sú að svoleiðis sé látið ógert hér á þessum vef og verðum við bara meiri manneskjur fyrir það.
31.08.2006 at 11:31 #558944Þetta er umræðuefni sem ég nýliðinn vil gjarnan fá að setja mitt sjónarhorn við. Það vill einmitt til að þó ég sé sjóuð í akstri á bæði malbiki og misskemmtilegum þjóðvegum með og án bundins slitlags þá er ég algjör byrjandi í jeppaakstri á fjallvegum og slóðum. Ég hef litla sem enga kunnáttu í akstri í snjó (nema í bænum þar sem ég veit hvað er langt niður á malbikið og hvað ég þarf að gera). Hafði aldrei keyrt yfir meira en lækjarsprænur fyrr en í ár. Ég fékk smjörþefinn af jeppamennskunni í sumar og finnst þetta frábært, get ekki beðið eftir næstu ferð.
Það eru tvær ástæður fyrir því að ég gekk í 4×4, annarsvegar til að finna félagsskap í ferðalögin því ég þekki lítið af jeppafólki, og hinsvegar og allra helst til að fá fræðslu og hjálp til að læra að keyra á fjöllum og þeim stöðum sem þarf kunnáttu við.
Þegar ég gekk í klúbbinn þá gerði ég mér fyrirfram hugmyndir um að nýliðar væru teknir inn á skipulegan máta og þeim kennd undirstaðan og síðan tækju við ferðalög þar sem við gætum fengið reynsluna. Þessar hugmyndir byggðust ekki síst á því að innan 4×4 er risastór hópur fólks sem hefur ekið landið þvert og endilangt og þekkingin er óendanlegur fjársjóður. Auk þess hefur ég stundum heyrt í alvöru jeppafólki þar sem það er að leggja áherslu á að við viðvaningar leggjum ekki af stað í óvissuna óreynd og fákunnandi þar sem það sé beinlínis lífshættulegt auk þess sem hætta á verulegu eignatjóni eykst klárlega í beinu samhengi við kunnáttuleysið. Ég gerði ráð fyrir því að markmiðið væri að koma þekkingunni áfram og kenna fólki um leið að umgangast og meta landið okkar og viðkvæma náttúru þess því þetta er að miklu leyti sú ímynd sem 4×4 klúbburinn hefur úti í þjóðfélaginu.
Nú er svo að eftir umræður og skraf bæði við félagsmenn og hér á spjallinu, sem ég ligg mikið yfir til fróðleiks, að ég skil það svo að þetta sé ekki og hafi ekki verið í svona mótuðum farvegi eins og ég lét mig dreyma um.
Nú langar mig þá að biðla til ykkar eldri og reyndari (þetta með eldri er kannski vafasamt) og svo til þeirra sem að stjórn og viðeigandi nefndum koma að velta því fyrir ykkur í hvernig farvegi þessi mál okkar nýliðanna eiga að vera. Gæti það ekki verið gott markmið fyrir klúbbinn að fara skipulegar í kennslu og fræðslu? Viljum við eyða tíma í nýliðana okkar, kenna þeim undirstöðuna á skipulegan hátt og um leið laða að okkur þá sem eru að feta sín fyrstu spor.
29.08.2006 at 15:03 #558772Ég skildi Steinar þannig að það væru engin takmörk fyrir fjölda eða fyrirvari um skráningarfrest.
29.08.2006 at 11:42 #558768Ég var að tala við hann Steinar Frey og kom á óvart að ég var fyrsti félaginn úr bænum sem talar við hann.
Eigum við ekki að fjölmenna þarna suðureftir?
Fín dagskrá líka á ljósanótt.
25.08.2006 at 09:09 #558648Hvernig er þetta? Ekki er þessi fundur kominn á viðburðadagatalið.
Er ekki alveg að koma tími til að setja inn á þetta dagatal það sem er að gerast svo við hin sem erum ekki skyggn vitum af þessu líka?
08.08.2006 at 11:26 #198333Nokkrir félagar fóru Gæsavatnaleið og leyfðu mér, nýgræðingnum að fljóta með. Þetta var þvílík upplifun. Ég setti inn nokkrar myndir af þessum hundrað sem ég tók. Smella hér til að skoða myndirnar
25.07.2006 at 09:17 #556756Ef þér finnst gaman að ganga þá er stórmerkilegt að fara gangandi í gegnum Berserkjahraun sem er ófært hraun en þar er gata gerð af sögufrægum Berserkjum. Við götuna er dys þar sem Berserkirnir eiga að vera dysjaðir.
17.07.2006 at 14:28 #556544Hæ,
Ef Lúther er ekki að bjóðast til að draga þetta norður þá er ég til ef þetta er ekki of þungt fyrir Terranoinn og sjálfskiptinguna.
Er hvort eð er bara ein með hundana.
-
AuthorReplies