Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
01.08.2007 at 17:52 #594176
Það gleður mig mikið að lesa um að skála- og landverðir séu að reyna að sporna við utanvegaakstri og er þörfin á átaki löngu orðin brýn. Vandamálið er margþætt og eru sökudálgarnir líklega margir fyrir utanvegaakstri og held ég að vegagerðin sé þar fremst í flokki. Fjölförnustu vegir um hálendið eru vægast sagt handónýtir og í stað þess að laga vegina og hefla þá er frekar send tikynning í útvarpið um að vegurinn sé erfiður yfirferðar. Annað hvort eiga vegir að vera opnir og þeim viðhaldið eða þá að þeim sé bara lokað því þessir ónýtu hálendis(túrista)vegir hálfpartinn senda mann út í mjúka mölina utanvegar.
–
Hins vegar þoli ég ekki að sjá ummerki um utanvegaakstur þar sem það eitt vakir fyrir mönnum að skemma, að því er virðist. Sikksakk yfir línuveginn frá Ljótapolli í átt að Sigöldu er ljótur minnisvarði um heimsku sumra jeppamanna sem síðan veita enn heimskari túristum fordæmi til að gera slíkt hið sama. Áður en við förum að eigna túristum öll okkar vandamál skulum við taka til í eigin sarpi.[img:10lrixk0]http://www.123.is/images/GenerateImageWatermark.aspx?fn=davidh&aid=-29499318&i=001[/img:10lrixk0]
Þessi för eru augljóslega eftir bíl með stór dekk og það eru bílaleigubílar ekki með.
–
Kv. Davíð
09.05.2007 at 09:58 #590636Þetta er merkilegur þráður en það svíður mig hvað framsókn fær mikla athygli hérna. Einhver sagði að ef að vinstri grænir kæmust til valda þá gætum við bara skoðað hálendið af myndum. Hins vegar verður það svo við óbreytta stjórn að við munum aðeins sjá hálendið af myndum ef að við náðum mynd áður en landinu var "stútað".
Ég hef tröllatrú á þeim boðskap sem framsókn boðaði þegar flokkurinn var stofnaður, þá straks var flokkurinn orðinn yfirfall fyrir hina vinstri flokkana og var flokkurinn í raun klofningsframboð á vinstri kantinum, flokkur sem boðaði jafnaðarstefnu og önnur góð gildi sbr. samvinnuhreifinguna. Sennilega er framsókn helsti kommaflokkur fortíðar… en það er bara pæling ekki stutt með heimildum.
Hins vegar er Framsókn, eins og aðrir góðir flokkar með opið fyrir Evrópusambandsaðild en stefna framsóknar í dag hefur ekkert að segja þar sem flokkurinn er ekkert annað en hjálpardekk annarra afla, vantar smá sjálfstæði í þá.
Hvað eigið þið þá að kjósa? Jú langbest er að standa bakvið evrópusambandsaðild þannig að kjósið Samfylkinguna. Annars VG.Kv. Davíð
13.03.2007 at 11:19 #584366Þetta málefni býður upp á hártoganir í allar áttir, hvað má segja og hvað ekki? Líklega geta allir verið sammála um það að þegar að veðurspám kemur verða menn að þekkja sín takmörk, eru menn tilbúnir að takast á við það veður sem veðurfræðingar lesa út úr sínum gögnum?
Svo er aftur sú hlið að þrátt fyrir að menn séu færir í flestann sjó þá geta óhöppin stoppað menn eða eitthvað orðið til þess að reynsluboltar stoppa. Oft á sér líka stað ofmat á aðstæðum.. þ.e. fjölmiðlar gera meira úr hlutum en efni eru til, þ.e. oft er mikil dramatík útaf engu.
–
Öll fjölmiðlaumræða í sambandi við þetta mál þykir mér asnaleg og tekin úr samhengi og umræða um sektir eða að einstaklingar borgi sektir vegna tjóns sveitanna er alveg út í hróa. Fólk hefur hingað til staðið með sveitunum í flugeldasölu og í staðin fara björgunarsveitir og bjarga/aðstoða þá sem þess þurfa.
–
Þessi umræða var samt beint í þann veg hvort að Benni formaður hefði gert rétt eða rangt með ummælum sínum… Er það ekki bara hans mál að meta það, hann stendur væntanlega og fellur með þessu.
–
Kv. Davíð
11.03.2007 at 10:28 #199889Rakst á merkilega grein á vísi sem fjallar um jeppamenn. Þar má sjá lýsingar á borð við ´Ég hef aldrei séð aðra eins fávita. Þetta voru fullorðnir menn sem höguðu sér eins og litlir strákar´ Hér er greinin öll.
Þetta er svosem löngu úrelt að vera að setja þetta hérna inn þar sem ég held að þeir sem stunda þetta spjall séu komnir yfir svona lagað en þetta er samt það sem á eftir að ganga frá jeppamenningu dauðri.
–
Vildi bara koma með smá sunnudagshugleiðingu..
–
Kv. Davíð
25.02.2007 at 10:06 #581970Það er farið að vera hálfleiðinlegt að í hvert skiptið sem ég skrifa inná þetta spjall fæ ég viðvörunarmerki og texta sem segir mér að ég hafi ekki rétt til að skrifa hér inn. Að svo búnu þarf ég að skrá mig inn aftur og ´Pastea’ textanum inn og senda. Það virðist ekki skipta máli hversu stutt innlegg mitt er, alltaf skal ég þurfa að logga mig aftur inn…..
Ekkert að þakka.
–
Kv. Davíð
21.02.2007 at 13:21 #575108Á [url=http://www.mbl.is/mm/frettir/togt/frett.html?nid=1254117:25n5o0km][b:25n5o0km]MBL[/b:25n5o0km][/url:25n5o0km] kemur fram að skapari fjarstýringarinnar væri allur. Ég vill votta öllum hlutaðeigandi samúð mína á þessum erfiðu tímum.
–
Kv. Davíð
18.02.2007 at 14:33 #580792Þetta er alveg óþolandi hvernig ljósa- og kastaramenningin er að þróast hérna EN þó svo að þetta þekkist á meðal jeppamanna þá er þetta ekki síður vandamál hjá ökumönnum fólksbíla.
–
Kv. Davíð
14.02.2007 at 17:45 #580360Ég veit nú ekki um mynd af dekkjunum en það veit ég að 46" er að reynast mun betur en TRX-us dekkin bæði á malbiki og í snjó.
Kv. Davíð
13.02.2007 at 10:36 #580194FORD FOCUS
Raðnúmer: 123041Árgerð 1999 Ekinn 128 þ.km
Nýskráður 3 / 1999 Næsta skoðun 2007——————————————————————————–
Verð 490.000 Tryggingar Litur Blár
Áhvílandi kr. 170.000
Mánaðarleg afb. kr. 20.000
07.02.2007 at 21:47 #579370Það er löngu búið að innlima hana í Frumherja. Annars er ég alfarið á móti þessari sameiningu núna, ég gerði ekki ráð fyrir þeim möguleika að maðurinn með skeggið myndi raka sig… Sorry strákar
–
Kv. Davíð
07.02.2007 at 19:03 #579354Við búum á Íslandi þar sem íbúar eru aðeins 300.000 talsins. Þetta er svipaður fjöldi og býr í hverfum stórborga. Það er því nokkuð ljóst að markaðurinn er of lítill og við getum nú varla ætlast til of mikils, spurning að þakka bara fyrir að við höfum þó einhverja samkeppni sbr. Pepsi og Coke.
–
Verð að bæta við eftir síðasta svar
–
Ég fór með ´98 corollu á Hestháls með ónýta dembara, óstillt ljós og ekkert númeraljós og fékk skoðun. Maðurinn var með skegg, mæli með honum.
07.02.2007 at 12:55 #579338Þetta skapar hagræðingu í þessum geira sem mun án efa skila sér til neitenda. Frumherji hefur ætíð reynst mér vel og get ekki séð neitt sem mun breyta því. Þetta er lögbundin skoðun sem bílarnir fara í og því mun þessi breyting ekki hafa áhrif á tíðni skoðana eða neitt í þeim dúr.
Svo er bara málið, eins og fram kemur hér að ofan, hafið bílana í lagi þá er þetta ekkert vesen.
06.02.2007 at 10:10 #578970Takk fyrir þetta. Ég sé nú engin rök fyrir því að leiðin styttist meira á Reyðarfjörð en á Egilsstaði en hvað veit maður svosem?????
06.02.2007 at 09:37 #578966Mjög sniðugt að gefa þessum mönnum landsvæði til að leggja veg yfir landið. Frábært að leifa þessum mönnum að stjórna aðgangi að hálendinu. Þessa framkvæmd má framkvæma af ríkinu þegar búið er að tryggja góðar samgöngur fyrir alla, líka þá sem búa á vesturlandi, vestfjörðum og austurlandi, ekki neina andskotans einkaframkvæmd.
–
Annars var ég að spökulera hvort að aðrar vegalengdir styttist sem einhverju nemi. Ég efast t.d. um að leiðin Reykjavík – Egilstaðir styttist. Hefur einhver vit á því? Ekki þýðir að senda Norðurvegi fyrirspurn.
–
Kv. Davíð
05.02.2007 at 14:16 #578934Ég get ekki verið annað en sammála því að brýn nauðsin er á samgöngubótum frá suður- og suðvesturlandi og yfir í Eyjafjörð. Sú leið sem nú er til umræðu, þ.e. að framkvæma þetta sem einkaframkvæmd og rukka vegtoll, er ekki ásættanleg.
Við vitum það flest að við Kjalveg eru margar af þektustu náttúruperlum landsins og menn hljóta að mótmæla því að aðgangur að þeim verði falin í hendur einkaaðilum í formi veggjalds.
Ég hef löngum haldið því fram að ríkinu beri að sinna skyldu sinni gagnvart náttúru landsins og þegnum þess. Hluti þessarar skyldu er að tryggja öruggar samgöngur um landið og ætti stjórnin því að sjá sóma sinn í að tryggja okkur öryggi á ásættanlegan hátt en ekki kasta peningum í persónuleg kappsmál.
19.01.2007 at 23:48 #576448Maður veit aldrei hvernær maður þarf að kúka, ég tala nú ekki um ef að menn fá sér einn bjór fyrir svefninn þá getur maður lent illa í því maður…
19.01.2007 at 02:54 #576146Ég vill ekkert skemma fyrir ykkur gleðina eða þerra gleðitárin en sem félagi í félagi háskólanema fæ ég ákkurat sama afslátt á bensíni hjá Skeljungi eins og ferðaklúbburinn 4×4. Ég veit ekki hvort að stúdentar hafi svona góðan afslátt eða jeppamenn svona lélegan en varð bara að deila þessu með ykkur.
–
Kv. Davíð
17.01.2007 at 18:01 #575712Þetta á einhvern möguleika á að verða gáfulegt spjall…
–
En svo ég svari nú Ofsa þá hef ég heyrt um margskonar ferðamenn t.d. erlenda ferðamenn og innlenda ferðamenn. Svo eru til ferðamenn sem ferðast á eigin vegum og svo ferðamenn sem nýta sér þá þjónustu sem í boði er hjá ferðaskrifstofum sem sérhæfa sig þá í ferðaskipulagningu.
Vissulega er ómögulegt að setja sig á móti því að skipulögð sé ferð manna sem ferðast á eigin vegum, eins er mjög flókið að setja út á ferðir sem eru farnar á borð við ferðina fyrir langveik börn og annað í þeim dúr. Það er líka ekki hægt að banna mönnum að fara með erlenda vini sína og vini vina sinna upp á fjöll án þess að taka fyrir það greiðslu og ég tel þáttöku í kostnaði seint falla undir greiðslu.
Þrátt fyrir það þá efast ég ekkert um það sem Þórður er að vitna í enda veit ég ekki betur en að mörg lög og margar reglur séu sveigðar til annað slagið og ekkert aðhafst í þeim málum.
16.01.2007 at 10:49 #575674Muffin segir:
"alltaf þegar ég tala við menn sem starfa við svona ferðir að þá er þetta svo mikill gullbransi að menn hafa ekki undan við að telja peningana… nú þessar sögur hljóta að vera sannar þannig að það getur varla verið að þið séuð að grenja yfir því að menn ætli með nokkur erlend börn á jökul… eyðið bara deginum frekar í að telja peninga…."
–
Ég hef alltaf viljað verða ríkur en gengur það ákaflega illa. Ef að þú veist um einhvern sem hefur efnast vel af túristaakstri þá máttu gjarnan koma mér í samband við hann því ég þekki engann.
–
En það er svo annað mál að ef fólk borgar af fúsum og frjálsum vilja í bensín þá er það ekki (að mínu mati) greiðsla, þannig að…..
–
Kv. Davíð
16.01.2007 at 01:16 #575086Ég vona að hann sjái allavega Golden Globe sem eru í sjónvarpinu núna því ég tel Atla ekki vilja missa af svo stórum atburði.
Allavega er það að gerast í Golden Globe að einhver maður var að segja brandara sem var sniðugur. Ef áhugi er til staðar skal ég koma með úrdrátt á morgun.
-
AuthorReplies